Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
HVERT stefnir Evrópusambandið?
Hver verður farvegur þess á kom-
andi árum? Hverjir munu taka þar
endanlega við völdum?
Allar líkur benda til þess að þetta
miðstýrða Evrópuveldi, sem of
margir virðast sjá í draumahilling-
um, muni verða er tímar líða alfarið
undir þýskri stjórn. Efnahagsstyrk-
ur Þjóðverja samfara sívaxandi póli-
tísku áhrifavaldi mun að lokum
tryggja yfirráð þeirra í Evrópu-
sambandinu ef fer sem horfir. Bret-
ar og Frakkar munu varla fá þar
rönd við reist til lengdar, hvað þá
aðrar þjóðir.
Þegar þessi umrædda staða verð-
ur komin fram, munu margir mæla
það, að Þjóðverjar hafi að lokum
náð gömlu markmiði sínu, markmiði
sem ekki náðist í tveimur stórstyrj-
öldum liðinnar aldar – því markmiði
að verða yfirþjóð Evrópu!
Hafa menn velt fyrir sér þessari
framvindu mála og séð hvað henni
mun fylgja? Er það geðsleg fram-
tíðarsýn að sjá himinháan valda-
pýramída rísa upp í miðri Evrópu,
sem nokkurs konar Babelsturn álf-
unnar? Á þrepum hans koma til
með að sitja tugþúsundir skrifstofu-
steingervinga sem munu ráðskast
þar með lífshagsmuni milljóna
manna? Í mínum huga er þessi
mynd afspyrnu ógeðfelld. Ég spái
því að örlög hins miðstýrða Vestur-
Evrópubákns munu á endanum
verða svipuð örlögum hins mið-
stýrða Austur-Evrópubákns. Sér-
hvert ríkiskerfi sem er í innsta eðli
sínu mannfjandsamlegt ber ávallt
með sér feigðina í innviðum sínum.
Og verst er að hrun slíks ríkis kem-
ur yfirleitt ekki fyrr en eftir hræði-
legt þjáningaferli milljóna manna
sem létu blekkjast. Það er stað-
reynd skrifuð með blóði á spjöld
sögunnar.
Sæl verður sú þjóð sem stendur
fyrir utan slíkt helvíti og lætur ekki
tæla sig til að afsala sér sínum helg-
ustu þjóðargersemum, frelsi sínu og
fullveldi. Ég bið alla landa mína að
varast blikuna í austri og sameinast
um að vernda fjöregg sjálfstæðis
okkar með vökulli þjóðarvitund. Við
höfum arf að verja og megum ekki
verða þeir ættlerar að glata því sem
feður okkar og mæður trúðu okkur
fyrir. Í fullu trausti þeirra tókum
við í hönd okkar kyndilinn sem lýsir
upp frelsisbraut fullvalda þjóðar.
Megi logi hans skína sem skærast
til framtíðar svo við megum kinn-
roðalaust og með fullri sæmd af-
henda kyndilinn niðjum okkar þeg-
ar þar að kemur.
RÚNAR KRISTJÁNSSON,
Bogabraut 21, Skagaströnd.
Sæl verður sú þjóð …
Frá Rúnari Kristjánssyni:
SKÝRSLA Samkeppnisstofnunar
um matvörumarkaðinn vekur ýmsar
hugleiðingar. Íslenskur heimamark-
aður er afskaplega smár. Hugtakið
hagkvæmni stærðar á því ákaflega
illa við á þeim markaði. Hugtakið
hagkvæmni smæðar væri miklu
frekar viðeigandi, dæmi: Ekki er
þörf á átján hjóla trukki til að flytja
eitt frímerki. Menn verða að kunna
að sníða sér stakk eftir vexti. Stór-
markaðakeðjurnar hafa eins og
flestir vita markaðsráðandi stöðu.
Það sem færri hafa vitað fram að
þessu er að þeir eru að misnota
þessa markaðsráðandi stöðu undir
kjörorðinu „hagkvæmni stærðar“ og
stunda grimma útþenslustefnu til að
viðhalda og auka hlutdeild sína á
markaði og jafnframt til að útiloka
alla samkeppni.
Eðlileg og heiðarleg samkeppni er
sterkasta vopnið sem almenningur
hefur sér til hagsbóta. Vissulega er
samkeppnin harður húsbóndi. Menn
verða einfaldlega að standa sig.
Stjórnvöldum ber að tryggja að við-
skiptaumhverfi sé eðlilegt og heið-
arlegt, þeim ber jafnframt skylda til
að brjóta upp allar tilraunir til
hringamyndunar og/eða misnotkun-
ar á markaðsráðandi stöðu einstakra
aðila. Dæmi um fákeppni á íslensk-
um markaði eru allmörg s.s. í banka-
starfsemi, greiðslumiðlun banka-
kerfisins, tryggingastarfsemi, olíu
og bensíndreifingu, flutningum til og
frá landinu, gosdrykkjaframleiðslu,
ávaxta- og grænmetisdreifingu og
nú síðast á smásölumarkaði. Stjórn-
völd bera ábyrgð á því að koma þess-
ari starfsemi í samkeppnisumhverfi
og jafnframt ber þeim skylda til að
tryggja eðlilegt og heiðarlegt rekstr-
arumhverfi.
Yfirlýsing Neytendasamtakanna
um afturhvarf til verðlagshafta og
-eftirlits er ákaflega skondin og lýsir
fremur skilningsleysi þeirra sem
slíka yfirlýsingu semja. Eina færa
leiðin er að efla og skapa grundvöll
fyrir heiðarlega samkeppni. Sú
vinna sem þegar er hafin verður að
fá að þróast áfram. Róm var ekki
byggð á einni nóttu. Mjög stutt er
síðan Íslendingar tóku upp sam-
keppnislög og enn styttra er síðan
þau voru efld og gera má ráð fyrir að
eitthvert hald sé í þeim.
Talsmenn Baugs og SVÞ (Sam-
taka verslunar og þjónustu) hafa út-
skýrt hækkun álagningar á matvör-
ur á þann veg að kostnaðarhækkanir
hafi orðið umtalsverðar á viðmiðun-
artímabilinu sem skýrsla Samkeppn-
isstofnunar nær yfir. Vægi launa-
hækkana telja þeir mest í því
sambandi. Ég spyr hinsvegar: Hve
mikið vægi hefur kostnaður við kort-
aruglið haft til hækkunar verðlags
hjá þessum aðilum? Eins og allir vita
eiga Íslendingar heimsmet í þessu
rugli og aukningin í ruglinu hefur
verið geigvænleg. Hver eru ítök
banka og fjármálastofnana inn í SVÞ
annarsvegar og Baug hf. hinsvegar?
Kann það að vera að hækkun álagn-
ingar í smásöluverslun á matvöru-
markaði, sem hér er til sérstakrar
skoðunar, eigi rætur í kortaruglinu?
Eru SVÞ og Baugur hf. sökunautar í
því að flá sama köttinn tvisvar í sam-
starfi við bankakerfið?
SIGURÐUR LÁRUSSON,
Klapparstíg 11, Njarðvík.
Að flá sama
köttinn tvisvar
Frá Sigurði Lárussyni: