Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 17
MÁLÞING um gerð jarðganga í
gegnum Vaðlaheiði var haldið á Ak-
ureyri í gær, en að því stóðu At-
vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Há-
skólinn á Akureyri og sjónvarps-
stöðin Aksjón.
Stefán Reynir Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Spalar, ræddi um til-
urð fyrirtækisins og reynslu þess af
einkafjármögnun. Hann fór yfir sögu
Hvalfjarðarganga og undirbúning
vegna byggingar þeirra en frá því fyr-
irtækið Spölur var stofnað um gerð
Hvalfjarðarganga og þar til þau voru
tilbúin liðu 10 ár.
Fjármögnun Hvalfjarðarganga var
tvískipt, annars vegar sá verktaki um
að fjármagna framkvæmdina á bygg-
ingatímanum en hins vegar að honum
loknum tóku fjárfestar við fjármögn-
un. Áhætta Spalar var að sögn Stef-
áns Reynis lítil. Benti hann á að
hlutafé væri dýrt fjármagn og venju-
legir fjárfestar tækju yfirleitt ekki
þátt í verkefnum nema tryggð væri
15-20% arðsemi.
Hann sagði að rekstur Hvalfjarð-
arganga hefði gengið mun betur en
áætlanir gerðu ráð fyrir og kæmi þar
eflaust margt til, góðæri hefði verið í
landinu, bílum hefði fjölgað og um-
ferð aukist. Þá hefði uppbygging í
kringum Norðurál og járnblendiverk-
smiðjuna á Grundartanga einnig skil-
að aukinni umferð um göngin.
Áætlanir gerðu ráð fyrir 20% aukn-
ingu umferðar fyrsta árið, en raunin
varð sú að hún jókst um helming, en
síðustu tvö ár hefur umferðin aukist
um 10% á ári.
Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að
um 35% af umferðinni myndi fara fyr-
ir fjörðinn þrátt fyrir göngin, en stað-
reyndin er sú nú að hlutfallið er 3-4%.
Hugsanlegt gjald fyrir fólksbíla
gæti orðið 350–450 krónur
Stefán Reynir benti einnig á að
vegalengdir styttust mun minna við
göng um Vaðlaheiði en Hvalfjörð. Í
jarðgangaáætlun væri ekkert verk-
efni sem talist gæti arðbært, en hon-
um sýndist sem Vaðlaheiðagöngin
kæmust næst því að ná því marki.
Miðað við að jarðgöng um Vaðla-
heiði kosti 3,3 milljarða króna og ríkið
greiddi helming stofnframlags við
framkvæmdina þyrfti samkvæmt út-
reikningum Stefáns Reynis að kosta
350 krónum fyrir lítinn bíl í gegnum
göngin. Greiddi ríkið 30% stofnkostn-
aðar yrði vegtollurinn 450 krónur.
Sigfús Jónsson framkvæmdastjóri
hjá Nýsi fjallaði í sínu erindi um
einkaframkvæmdir, en í þeim felst að
hið opinbera gerir samning við einka-
aðila um að veita tiltekna þjónustu og
er venjulega um að ræða umtalsverð-
ar fjárfestingar, langan samnings-
tíma og heildarlausn á tilteknu verk-
efni. Sigfús sagði rannsóknir frá
Bretlandi sýna að hagkvæmni einka-
framkvæmdar lægi m.a. í því að
áhætta er flutt frá hinu opinbera til
einkaaðila, þjónustukröfur væru skil-
greindar fyrirfram, samkeppni væri
meðal bjóðenda og það að frammi-
staða væri metin væri hvati til árang-
urs.
Ýmsar leiðir færar til að
fjármagna verkefnið
Sigfús ræddi hugsanleg jarðgöng
um Vaðlaheiði og sagði nokkrar leiðir
til að nálgast það verkefni. Sú fyrsta
væri að Vegagerðin undirbyggi og
fjármagnaði verkið og byði svo mann-
virkjagerðina út meðal verktakafyr-
irtækja. Eins myndi hún bjóða út
reksturinn, en með þessum hætti
væri fjárhagsleg og rekstrarleg
áhætta öll hjá Vegagerðinni. Næsta
leið væri sú að ríkisvaldið ákvæði að
gera jarðgöngin og að loknum und-
irbúningi yrði verkið boðið út í einka-
framkvæmd, einkaaðilar myndu ann-
ast mannvirkjagerðina, fjármagna og
annast reksturinn, en ríkið niður-
greiddi verkefnið. Þriðja leiðin væri
sú að Akureyrarbær og sveitarfélög í
nágrenninu í samstarfi við einkaaðila
tækju forystu í málinu og stofnuðu
hlutafélag um verkefnið. Það gerði
svo samning við Vegagerðina um hina
ýmsu þætti eins og vegtengingar, nið-
urgreiðslur, veggjald o.fl. Hlutafélag-
ið myndi bjóða framkvæmdina út og
leita hagstæðustu kjara á fjármagns-
mörkuðum.
Dr. Grétar Þór Eyþórsson rann-
sóknastjóri hjá Rannsóknastofnun
Háskólans á Akureyri fjallaði um
samfélagsleg áhrif jarðganga, en
stytting miðað við að fara Víkurskarð
yrði 15 kílómetrar. Þannig myndi
leiðin milli Akureyrar og Húsavíkur
styttast um 16% og verða 76 kíló-
metrar í stað 91. Leiðin í Mývatns-
sveit styttist um 15%, úr 99 kílómetr-
um í 84 og leiðin milli Akureyrar og
Egilsstaða styttist um 6% , úr 265
kílómetrum í 250. Leiðin milli Akur-
eyrar og Stórutjarna yrði 25 kíló-
metrar í stað 40 og einungis yrðu 19
kílómetrar í Vaglaskóg í stað 44 nú,
en það er 44% styttri leið.
Áhrifasvæðið næði
til 22 þúsund íbúa
Áhrifasvæði Vaðlaheiðarganga
næði til 13 sveitarfélaga með nær 22
þúsund íbúa. Nefndi Grétar að at-
vinnusvæði Akureyrar myndi stækka
sem og þjónustusvæði, en aðgengi
Suður-Þingeyinga að þjónustu á Ak-
ureyri yrði öruggara og auðveldara.
Þá mætti gera ráð fyrir að einhver já-
kvæð áhrif yrðu fyrir þjónustusókn
frá Austurlandi í kjölfar slíkra jarð-
ganga. Helstu sjáanlegu áhrifin fæl-
ust í aukinni veltu í verslun og þjón-
ustu á Akureyri og eins yrði afkoma
íbúa á atvinnusvæðinu austan ganga
jafnari og öruggari. Atvinnusvæðið
austan heiðar gæti þannig orðið fýsi-
legri búsetukostur en áður og eins
gerði Grétar ráð fyrir að sumarhúsa-
byggð í Suður-Þingeyjarsýslu myndi
aukast.
Með tilkomu slíkra ganga ættu lík-
ur hins vegar að aukast á því að sveit-
arfélög fyrir austan sameinuðust í
vesturátt, þ.e. til Eyjafjarðar. Eins
yrðu forsendur fyrir samvinnu fyrir-
tækja sterkari og gera mætti ráð fyr-
ir aukinni ferðaþjónustu.
Birgir Guðmundsson, umdæmis-
stjóri Vegagerðarinnar á Norður-
landi eystra, ræddi m.a. um Víkur-
skarðið í sínu erindi, en þar er um
eins kílómetra langur kafli við
Hrossagil sem verið hefur til vand-
ræða vegna mikillar snjósöfnunar.
Víkurskarð er að meðaltali lokað í 2
daga á ári vegna ófærðar, en snjó-
mokstursdagar þar eru ansi margir
að sögn Birgis, eða um 80 að meðaltali
og er í hópi þeirra fjallvega sem mest
eru mokaðir
Vegskáli í Víkurskarði myndi
kosta allt að 300 milljónir
Vegagerðin hefur látið kanna
kostnað við að byggja skála yfir þenn-
an kafla leiðarinnar og var hún gerð
hjá VSÓ. Fram kom að slíkur skáli
myndi kosta 250-300 milljónir króna
og þó svo að ráðist yrði í slíka fram-
kvæmd væru menn fráleitt lausir við
alla hálku í Víkurskarðinu.
Hann sagði engar líkur á að ráðist
yrði í Vaðlaheiðargöng á næstu árum
miðað við jarðgangaáætlun sem fyrir
lægi. Ýmislegt hefur þó verið skoðað í
tengslum við þessi hugsanlegu göng.
Hugmyndir gera ráð fyrir að Eyja-
fjarðarmegin yrði ekið inn í slík göng
á Halllandsnesi í 70 metra hæð og
komið út skammt ofan við gömlu
brúna yfir Fnjóská í um 110 metra
hæð. Leiðin yrði 7,2 kílómetrar, en
með vegskálum yrðu göngin 8 kíló-
metrar. Birgir sagði að Vegagerðin
styrkti jarðfræðiverkefni sem unnið
væri á vegum Norðurorku um þessar
mundir.
Málþing um gerð jarðganga í gegnum Vaðlaheiði
Áhrifasvæði jarðganga
næði til 22 þúsund íbúa
!"
"
#
"
" $%
&'
$% $& '&( )