Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 54
DAGBÓK 54 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Trinket og Helgafell koma í dag. Kodima fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Oyara, Brúarfoss, Vitj- az og Karelia komu í gær. Ostankino og Sig- as Commander koma í dag. Namay fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1 og Hæð- argarður 31. Þriðjudag- inn 29. maí verður farið að Sólheimum í Gríms- nesi þar sem staðurinn verður skoðaður. Kaffi- veitingar. Lagt af stað frá Norðurbrún 1, kl. 12.30, síðan teknir far- þegar í Furugerði og Hæðargarði. Leið- sögumaður Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir. Skrán- ing og upplýsingar í Norðurbrún s. 568-6960, í Furugerði s. 553-6040 og Hæðargarði 568- 3132. Árskógar 4. Kl. 9–16.30 opin handavinnustofan, áhersla á bútasaum, kl. 9–12 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans- kennsla, Sigvaldi, kl. 13–16.30 opin smíða- stofa, trésmíði/ útskurður, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14– 15 dans hjá Sigvalda. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi í íþróttasal á Hlaðhömrum, þriðjud. kl. 16. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13– 16. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Vegna verkfalls Hlífar fellur dagskrá niður í dag, en ef verkfall leys- ist verður á morgun línudans kl. 11 og píla kl. 13:30. Sýning á hand- verki eldri borgara verður fljótlega eftir að verkfall leysist, fylgist með fréttum. Dagsferð á Njáluslóðir fimmtu- daginn 7. júní nk. og 3 daga ferð til Horna- fjarðar 9. júlí. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli, sími 555- 0142 Eldri borgarar í Garða- og Bessastaðasókn. Ferð á uppstigning- ardag. Ekið um Drag- ann að Reykholti, stað- urinn skoðaður undir leiðsögn sr. Geirs Waage, léttur hádeg- isverður. Ekið um Hvanneyri, staðurinn skoðaður, drukkið kaffi. Skráning til 22. maí í síma 565-6380 kl. 10–15. Ath. ef einhverjir eiga erfitt með að bóka sig með svo löngum fyr- irvara, þá er allt í lagi að láta sjá sig á brottfar- ardaginn. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 14.45 söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Brids kl. 13 ath. breyting á degi vegna uppstigning- ardags. Þriðjudaginn 29. maí verður farin stutt vorferð í Hafn- arfjörð og Heiðmörk. Lagt verður af stað kl. 13 og leið lögð um Hafn- arfjörð og þar litast um undir leiðsögn Rúnars Brynjólfssonar. Síðan er ekið um Heiðmörkina og staldrað þar við og Vatnsveita Reykjavíkur skoðuð. Að lokum eru kaffiveitingar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Leiðsögn Páll Gísla- son og Pálína Jóns- dóttir. Skráning hafin. 10.–12. júní Skaftafells- sýslur. 3ja daga ferð um Skaftafellssýslur, komið að Skógafossi og á fleiri staði á Suðurlandi. Gist á Hótel Eddu, Kirkju- bæjarklaustri. Upplýs- ingar í síma 588 2111. Félag eldri borgara Kópavogi heldur al- mennan félagsfund í félagsheimilnu Gjá- bakka laugardaginn 26. maí nk. kl. 14. Dagskrá: Sagt frá landsfundi LRB. Starf og staða félagsins. Kjaramál eldri borgara. Önnur mál er fram kunna að koma. Vestmanna- eyjaferð verður 20. júní nk. Þátttökulistar eru í félagsheimilunum Gjá- bakka og Gullsmára. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia, sumardagskráin er komin. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 14 boccia, þriðjudagsganga fer frá Gjábakka kl. 14. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13– 16.30 myndlist. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 boccia, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, tréskurður. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 12 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 búta- saumur, tréútskurður og frjáls spilamennska. Flóamarkaður verður á Vesturgötu 7 miðviku- daginn 23. og föstudag- inn 25. maí kl. 13–16.30. Á miðvikudeginum verða pönnukökur með rjóma með kaffinu. Á föstudeginum kl. 15 kynna Árni Sighvatsson barítonsöngvari og Jón Sigurðsson píanóleikari nýútkominn geisladisk sem heitir Úr söngva- safni Kaldalóns. Veislu- kaffi og dansað í kaffi- tímanun. Dagsferð verður farin fimmtudag- inn 7. júní. Lagt af stað kl. 10. Viðkoma í Eden í Hveragerði. Farið verð- ur á Njáluslóðir, Njálu- safn skoðað undir leið- sögn Arthúrs Björgvins Bollasonar. Ekið um Stokkseyri og Eyr- arbakka, Eyrar- bakkakirkja skoðuð. Sr. Úlfar Guðmundsson tekur á móti hópnum. Kvöldverður og dans á Hótel Örk. Sundlaug og heitir pottar fyrir þá sem vilja. Leið- sögumaður Nanna Kaaber. Upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Ath takmarkaður miðafjöldi. Vitatorg. Kl. 9.30 gler- skurður, myndlist og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og kera- mik, kl. 14 félagsvist. Hana-nú Kópavogi. Í dag er síðasti skráning- ardagur í ferðina á Njáluslóðir sem farin verður þriðjudaginn 29. maí. Upplýsingar í Gjá- bakka 554-3400 og Gull- smára 564-5260. Allir velkomnir með í för. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fundartíma. Eineltissamtökin halda fundi á Túngötu 7 á þriðjudögum kl. 20. Heilsuhringurinn held- ur aðalfund sinn þriðju- daginn 22. maí í Nor- ræna húsinu kl. 20. Að loknum aðalfund- arstörfum kl. 21 flytur Kári Einarsson raf- magnsverkfræðingur erindi er nefnist Hefur rafgeislun og öflug jarð- geislun áhrif á heilsu fólks. Öllum velkomið að hlusta á erindið. Í dag er þriðjudagur 22. maí, 143. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Verð þú aftur róleg, sála mín, því að Drottinn gjörir vel til þín. (Sálm. 116, 7.) UNDIRRITAÐUR var í sakleysi sínu að hlusta á Þingmálaþátt Ríkisút- varpsins á laugardags- morgni 19. maí sl. og heyrði þá eftirfarandi: Landbún- aðarráðherra, hæstvirtur, Guðni Ágústsson: „... og þessi maður er formaður þessa aumingja flokks!“ Forseti þings sagði þá eitt- hvað í þessa átt: Þingmenn eru vinsamlegast beðnir að tala kurteislega um þing- flokkana og halda almenn- ar kurteisisvenjur! Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur númer eitthvað í Reykjavík – hæstvirtur líka, sagði svona um það bil þetta: Þessi ráðherra hefur aldrei kunnað mannasiði og þegar hann þrýtur rök grípur hann til skítkasts! Landbúnaðarráðherra, hæstvirtur, Guðni Ágústs- son: „...Ég sagði ekki „aum- ingja“!“ Össur þingmaður, ekki hæstvirtur þar sem hann kallar framí: „Víst!“ Landbúnaðarráðherra, hæstvirtur, Guðni Ágústs- son: „Nei!“ Össur: „Víst!“ Landbúnaðarráðherra, hæstvirtur, Guðni Ágústs- son: „Það er ekki rétt!“ Og svona var kallast á dálitla stund! Hvers eigum við Íslend- ingar að gjalda að kjósa yfir okkur svona þingmenn og gera þá meira að segja að ráðherrum! Ráðherrann tekur ekki rökum þótt hann viti að allt sem hann segir sé hljóðritað og verði flutt í morgunskemmtiþætti þingmála á laugardags- morgni! Rífst og þrætir við samþingsmenn sína á plani sem kallað er „leikskóla- plan“! Er nema von að ekki sé allt í stakasta lagi í þjóð- félaginu! Það væri annars gaman að heyra frá ráð- herranum – og jafnvel Öss- uri einnig – í hvaða leik- skóla þeir fá þjálfun til að stjórna landinu og hvort þeim hafi ekki boðist starf sem hæfði þeim betur? Þá mætti spyrja hvort þessi 6,9% launahækkun sem þeir fengu nýverið sé þarna að skila sér í meiri ræðu- snilld og hvort við sem er- um öryrkjar getum vænst þess að geta kríað út svolít- ið líka með svona snilldar- töktum? Kveðja, Ragnar Eiríksson, Sauðárkróki, kt. 220145-7869. Húsráð um hunangsflugu ÞEGAR hin meinlausa hunangsbýfluga er komin inn í hús og ratar ekki út aftur: Réttið blóm/salat- stilk að hunangsflugunni og hún sest á gróðurinn. Svo er haldið á gróðrinum með flugunni á og henni hjálpað að útgönguleið, þá ratar hún út. Edda. Tapað/fundið Glitra daggir, grær fold ÉG er að athuga hvort ein- hver eigi á myndbandi sænsku myndina „Glitra daggir, grær fold“. (Driver dagg faller regn). Þessi mynd var sýnd hér í sjón- varpi fyrir 10–15 árum. Ég hef leitað bæði hér og í Sví- þjóð en án árangurs. Ef einhver á hana vildi ég gjarnan fá hana lánaða til að taka eftir. Takk fyrir. Hrefna sími 565-6404 eða 694-3147. Silfurarmband tapaðist FALLEGT breitt silfur- armband með bláum stein- um tapaðist í miðbæ Reykjavíkur fyrir um það bil mánuði. Armbandið hef- ur persónulegt gildi fyrir eigandann. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 551- 9738. Gleraugu töpuðust GLERAUGU töpuðust sunnudaginn 20. maí sl. í nágrenni við Fróðengi. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 567-0764 eða 698-3473. Hjól hvarf úr hjólageymslu NÝLEGT silfurlitað Bronco Style-hjól hvarf úr hjólageymslu í Völvufelli 50, fimmtudaginn 17. maí sl. Fundarlaun. Upplýsing- ar í síma 896-8560. Dýrahald Páfagaukur óskast ÓSKA eftir dísarpáfagauk, helst gulum. Upplýsingar í síma 555-3041. Læða hvarf úr bíl KOLSVÖRT læða með rauða ól, stökk út úr bíl í Mjódd, fimmtudaginn 17. maí sl. Ef einhver veit um ferðir hennar, vinsamleg- ast hafið samband í síma 557-2405. Páfagaukur í óskilum LÍTILL páfagaukur fannst fyrir nokkrum dögum á horninu á Hverfisgötu og Snorrabraut. Upplýsingar í síma 587-2245 eftir kl. 19. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Með fullu viti – eða hvað? Víkverji skrifar... ÞAÐ var gaman að fylgjast meðbeinni útsendingu Sjónvarpsins frá úrslitaleiknum um þýska meist- aratitilinn í handknattleik á sunnu- dag. Ekki aðeins vegna þess að þar fóru Magdeburg og Flensburg, tvö bestu lið Þýskalands, heldur fyrst og fremst vegna íslensku tengingarinn- ar, en Alfreð Gíslason er þjálfari Magdeburgar og landsliðsmaðurinn Ólafur Stefánsson er í lykilhlutverki hjá liðinu. Og Magdeburg brást ekki stuðningsmönnum sínum, þó útlitið hafi ekki verið sem best til að byrja með. Alfreð sannaði enn einu sinni þjálfara- og stjórnunarhæfileika sína og Ólafur lék við hvern sinn fingur og var maðurinn á bak við öruggan sjö marka sigur, 30-23. Hafa ber í huga að þýska deildin er sú sterkasta í heimi og þar fæst ekk- ert á silfurfati. Mikið þarf að hafa fyrir því að ná árangri og það vita Alfreð og Ólafur, sem fögnuðu jafn- framt Evrópumeistaratitli með liði sínu á dögunum. Magdeburg stóð oft á hæsta palli í Austur-Þýskalandi en hefur ekki áður orðið þýskur meist- ari í handknattleik. Titillinn er enn sætari fyrir vikið og íslensku tví- menningarnir eiga stóran þátt í ár- angrinum, rétt eins og þegar þeir gegndu lykilhlutverkum hjá íslensk- um meistaraliðum á nýliðnum ára- tug, Alfreð hjá KA og Ólafur hjá Val. Þeir hafa alla tíð sett stefnuna á toppinn, sætta sig ekki við annað og hafa svo sannarlega uppskorið ríku- lega. Ólafur er talinn einn af bestu handknattleiksmönnum heims og Alfreð var það áður en hann sneri sér að þjálfun, en hann var lykilmað- ur hjá Essen þegar liðið var Þýska- landsmeistari 1986 og 1987, seinna árið undir stjórn Jóhanns Inga Gunnarssonar, og um helgina fagn- aði hann því þýska meistaratitlinum í þriðja sinn. x x x VÍKVERJI er ekki síður ánægð-ur með frammistöðu Guðna Bergssonar, fyrirliða enska knatt- spyrnuliðsins Bolton, en hann á stór- an þátt í því að Bolton getur end- urheimt sæti sitt í úrvalsdeildinni í næstu viku. Á dögunum var Guðni útnefndur leikmaður ársins hjá Bolton. Ýmsir hópar tengdir Bolton velja mann ársins og var Guðni út- nefndur á fimm stöðum, þar á meðal hjá þremur þeim veigamestu annað árið í röð, þ.e. hjá stuðningsmönnum félagsins, hjá leikmönnum liðsins og hjá sérstökum styrktarmönnum Bolton. Þetta er frábær árangur hjá Guðna, sem byrjaði í atvinnu- mennsku hjá enska félaginu Totten- ham 1988, hefur verið hjá Bolton síð- an 1994 og verður 36 ára í sumar. x x x VÍKVERJI fylgist einnig með ís-lensku knattspyrnunni og gera má því skóna að keppni í efstu deild karla, Símadeildinni, verði spenn- andi miðað við byrjun Íslandsmóts- ins. Þeir sem eru fastir í spám, undr- ast eflaust að Breiðablik, Keflavík og Valur skuli vera á toppnum með fullt hús stiga eftir tvær umferðir, en það er ekkert öruggt í þessari deild frekar en öðrum, leikir vinnast ekki á pappírum og ef að líkum lætur á margt eftir að koma á óvart í deild- inni. Byrjun keppninnar lofar góðu varðandi spennuna og enn eitt árið geta unnendur knattspyrnunnar bú- ið sig undir skemmtilegt tímabil. Hvað sem öllum vangaveltum líður er ljóst að Íslandsmeistari verður ekki krýndur fyrr en 22. september í haust. K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 örlæti, 8 hirðuleysingj- ar, 9 ótti, 10 fag, 11 nytja- lönd, 13 líffærin, 15 sneypa, 18 fjandsamlegt hugarfar, 21 keyra, 22 siðprúð, 23 ljúka, 24 hólp- inn. LÓÐRÉTT: 2 Gyðingar, 3 á undan, 4 gyðja, 5 atgerfi, 6 fjall, 7 fall, 12 vesæl, 14 fiskur, 15 verst, 16 nabbar, 17 slög, 18 handfang, 19 glötuðu, 20 sefar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 storm, 4 fundu, 7 eykur, 8 skinn, 9 ask, 11 tind, 13 saur, 14 ýsuna, 15 smár, 17 lekt, 20 odd, 22 eimur, 23 ólmur, 24 tunna, 25 akrar. Lóðrétt: 1 svert, 2 orkan, 3 mæra, 4 fúsk, 5 neita, 6 unn- ur, 10 stund, 12 dýr, 13 sal, 15 stert, 16 álman, 18 ermar, 19 tærar, 20 orða, 21 dóla. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.