Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 1
114. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 22. MAÍ 2001 NUNNA gengur hjá þar sem kard- ínálarnir Crescenzo Sepe og Paolo Bertoli ræða saman í Vatíkaninu. Jóhannes Páll páfi annar bað í gær kardínála rómversk-kaþólsku kirkjunnar, sem eru saman komnir á fundi í Vatíkaninu, að leggja til skýra stefnu sem hjálpað geti kaþ- ólsku kirkjunni að halda áfram al- heimsverkefni sínu á þriðja árþús- undinu. Eining kirkjunnar um páfann, samskipti kirkjunnar við fjölmiðla, afleiðingar hnattvæð- ingar og trúboðsandi kirkjunnar voru helstu umræðuefnin á lok- uðum þriggja daga fundi 155 kard- ínála er hófst í gær, að sögn tals- manns Vatíkansins. Þetta er í sjötta sinn sem páfi kallar saman slíkan fund kardínála kirkjunnar síðan hann var kjörinn árið 1978. Reuters Kardínálar funda Vatíkaninu. AFP. PALESTÍNUMENN hvöttu í gær til þess að kallaður yrði saman leið- togafundur um málefni Mið-Austur- landa og yrði um framhald svo- nefndra Sharm el-Sheikh-viðræðna að ræða. Yrðu þar, að sögn Ahmed Rabbo, upplýsingamálaráðherra Pal- estínumanna, ræddar leiðir til að hrinda í framkvæmd friðarhugmynd- um George Mitchells, fyrrverandi öldungadeildarþingmanns og sátta- semjara í deilunum á N-Írlandi. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að tillögur Mitchells verði grundvöllur friðarvið- ræðna. Ætlar hann að beita sér fyrir nýju frumkvæði til að binda enda á átökin en um 550 manns, aðallega Palestínumenn, hafa fallið síðan þau hófust í september í fyrra. Powell ræddi símleiðis við Sharon og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínustjórnar, í gær, einnig Hubert Vedrine, utanrík- isráðherra Frakklands. Enn kom til átaka í gær, ísraelski flugherinn gerði árásir á Gaza-svæð- ið og skaut eldflaugum á skotmörk á Vesturbakkanum eftir að miðaldra Ísraeli missti auga í skotárás sem gerð var á Gilo, eitt af nýjum hverf- um Ísraela í Jerúsalem. Palestínu- maður særðist hættulega í skotbar- daga sem varð í Beitunia, nálægt Ramallah á Vesturbakkanum. Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur um hríð verið sök- uð um aðgerðaleysi í deilum Ísraela og Palestínumanna og arabaleiðtog- ar hafa bent á að eingöngu Banda- ríkjastjórn gæti fengið ríkisstjórn harðlínumannsins Ariels Sharons í Ísrael til að fallast á tilslakanir. Powell leggur sem fyrr áherslu á að ekki sé hægt að þvinga deiluaðila til að semja um frið, en ljóst þykir samt að breyting hafi orðið í stefnu Banda- ríkjamanna, þeir ætli að láta meira til sín taka. Skýrsla nefndar Mitchells var kynnt í heild sinni í gær en áður hafði verið skýrt frá sumum tillögum hennar. Mitchell sagði á blaða- mannafundi að ástandið hefði versn- að að undanförnu. „Og það mun halda áfram að versna nema ríkis- stjórn Ísraels og stjórn Palestínu grípi þegar í stað og á markvissan hátt til aðgerða, sem binda enda á of- beldið, byggja aftur upp traust og hefja á ný samningaviðvæður,“ sagði hann. Í nefndinni áttu m.a. sæti Javier Solana, æðsti talsmaður Evrópusam- bandsins í öryggis- og varnarmálum. Arafat átti í gær fund með Solana í Gaza-borg og sagði að honum lokn- um, að Palestínumenn styddu hug- myndir Mitchell-nefndarinnar og vildu ræða þær á leiðtogafundi. Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, lýsti stuðningi við tillögurnar og í The Jerusalem Post segir að Ísraelsstjórn virðist hafa ákveðið að fallast á meginatriði þeirra. Talsmað- ur Sharons sagði hins vegar í gær, að Palestínumenn yrðu að fara að til- mælunum sem komu fram í skýrslu Mitchells um að stöðva bæri tafar- laust allar ofbeldisaðgerðir. Gaf hann í skyn að um blekkingaleik væri að ræða þegar þeir legðu til leiðtoga- fund. Arafat vill leiðtogafund um tillögur Mitchells Jerúsalem, Gazaborg. Reuters, AFP.  Orð Powells/25 ÞINGMENN og samkeppnisstofn- unin í Danmörku hafa nú krafist skýringa á meintu samráði olíufélag- anna eftir að flest þeirra viður- kenndu að hafa samið um verð á olíu og bensíni. Það gerðist eftir að fyrr- verandi starfsmaður Uno-X, sem nú er Hydro Texaco, viðurkenndi í sjón- varpsviðtali á sunnudagskvöld að hafa átt þátt í að gera samkomulag til að binda enda á verðstríð olíu- félaganna árið 1995. Að sögn mannsins tóku „nærri því öll félögin“ þátt í samráði um verð. Í kjölfar viðtalsins viðurkenndu m.a. Q8 og Shell, að starfsmenn þeirra hefðu fundað með öðrum olíufélög- um og upplýst þau um fyrirhugaðar verðbreytingar. Bæði félögin full- yrða hins vegar að tekið hafi verið fyrir þetta fyrir nokkrum árum. For- stjóri Hydro Texaco þvertekur fyrir samráð en segir engu að síður að úti- lokað hafi verið að vita hvað einstak- ir starfsmenn höfðust að. Krefja ráðherra svara Nú hafa formaður viðskiptanefnd- ar danska þingsins, vinstrimaðurinn Frank Aaen, og þingmaður Venstre, Svend Erik Hovmand, krafið við- skiptaráðherrann Ole Stavad um svör við því hvaða aðgerða hann hyggist grípa til. Gekk Aaen svo langt að líkja verðsamráði olíufélag- anna við skipulagða glæpastarfsemi þar sem fé hefði verið haft af dönsk- um neytendum. Til marks um fákeppnina á dönsk- um olíumarkaði er bent á að aðeins um 2% þeirra sem kaupi mest af olíu og bensíni skipti um olíufélag. Í könnun Politiken kom í ljós að marg- ir stórnotendur höfðu skipt við sama olíufélagið í yfir tuttugu ár, án þess að þeim hefði nokkurn tíma borist hagstæðara tilboð frá öðrum félög- um. Danska samkeppnisstofnunin seg- ir að ekki verði hjá því komist að kanna málið en hún hefur hingað til þrjóskast við, m.a. á þeim forsendum að félögin hafi vafalaust komið öllum sönnunargögnum undan. Olíufélög í Danmörku viðurkenna verðsamráð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HEIMILDARMAÐUR í Túrkmenistan sagði í gær að stjórnvöld landsins kynnu að hefja herferð fyrir því að Sap- armurat Niyazov, sem hefur verið kjörinn forseti landsins til lífstíðar, yrði formlega tekinn í tölu „spámanna“. Heimildarmaðurinn, sem tengist æðstu embættismönn- um Túrkmenistans, sagði að þeir hefðu rætt þann möguleika að hefja slíka herferð eftir að talsmaður forsetans, Kakamur- at Balliyev, skrifaði grein um meinta spádómsgáfu hans í málgagn stjórnarinnar. Greinin var með fyrirsögninni „Orð spámannsins – spámannsins Saparmurats“ og höfundurinn kvaðst vilja „sanna“ að forset- inn væri spámaður. Hann sagði að enginn vafi léki á „guðdóm- legri gáfu“ forsetans og skír- skotaði til siðspekirits hans, „Rukhname“, sem dreift var til útvalinna Túrkmena fyrr á árinu. Bókinni hefur verið líkt við Kóraninn og Biblíuna og talsmaður forsetans sagði að hún yrði „leiðarljós á þriðja ár- þúsundinu sem mun lýsa upp jörðina frá Mið-Asíu og það verður ljós spámannsins Sap- armurats“. Niyazov var kjörinn forseti til lífstíðar á þinginu í desem- ber 1999 og dýrkuninni á hon- um virðast engin takmörk sett. Túrkmenistan Forsetinn í tölu spá- manna? Ashkhabad. AFP. BÚAST má við því að fimm til sjö fellibyljir skelli á Atlants- hafsströnd Norður- og Mið- Ameríku á komandi fellibylja- tíð, en hún miðast við fyrsta júní til loka nóvember. Telst þetta „venjuleg“ fellibyljatíð, að því er veðurfræðingar bandarískra stjórnvalda greindu frá í gær. Í venjulegu árferði má búast við átta til ellefu hitabeltis- stormum á þessu svæði og að fimm til sjö þeirra nái fellibyls- styrk, eða vindhraða yfir 33 metrum á sekúndu. Búist er við að tveir eða þrír fellibyljir verði kröftugastir og vindhraði í þeim fari í allt að 49 metra á sekúndu. Þetta eru færri fellibyljir en undanfarin þrjú ár, en veður- fræðingar ítreka að það þýði alls ekki að minni viðbúnaðar sé þörf. „Venju- leg“ felli- byljatíð Washington. AFP, Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.