Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 19 HÚSASMIÐJAN hefur opnað nýja verslun á Egilsstöðum. Þetta er 15. verslun fyrirtækisins og í henni munu til að byrja með starfa 4–5 starfs- menn. Það virðist ætla að verða tölu- verð samkeppni á byggingarvöru- markaði á Héraði, því fyrir er byggingavöruverslun Kaupfélags Héraðsbúa, sem nýverið hóf samstarf við BYKO. Þriðja verslunin er hjá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs í Fella- bæ. Í samtali við Ólaf Þór Júlíusson, markaðsstjóra Húsasmiðjunnar, sagði hann verslunina vera um 600 m2 að stærð. Hún er í leiguhúsnæði og var húsið, sem stendur við Miðás, hannað samkvæmt óskum fyrirtæk- isins. Þar verður einnig til húsa Hrað- hreinsun Austurlands, sem flytur sig um set frá Miðvangi. Ólafur segir að mönnum lítist vel á markaðssvæðið og er sannfærður um að það sé hags- bót fyrir Austfirðinga að fá Húsa- smiðjuna austur. „Við verðum með sambærilega vöru og þjónustu á Eg- ilsstöðum og annars staðar í verslun- um okkar og það er regla að í öllum verslununum er sama verðlag.“ Aðspurður um starfsmenn í nýju versluninni segir hann að eingöngu verði ráðið fólk af svæðinu. Þá sé það skilyrði hjá Húsasmiðjunni að heima- menn séu fengnir til að stýra búðun- um. Verslunarstjóri á Egilsstöðum verður Hafsteinn Jónasson trésmið- ur. Ekki er um formlega opnun að ræða fyrr en eftir viku og segir Ólafur að sá tími verði notaður til að slípa og samkeyra nýju verslunina við sameig- inlegt tölvukerfi Húsasmiðjubúðanna um allt land. Stefnir í harða samkeppni á byggingavörumarkaði eystra Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Húsasmiðjan opnar nýja verslun við Miðás á Egilsstöðum. Húsasmiðj- an opnuð á Egils- stöðum Egilsstaðir Á VORI hverju er haldið út í óvissuna með sunnudagaskólabörn úr Breiða- bólstaðarprestakalli í Rangárvalla- prófastsdæmi. Ferðir þessar eru ígildi nokkurs konar skólaslita og enginn nema einn veit hvert haldið verður. Börnin bjóða foreldrum sínum með sér í ferðina og stundum veitir ekki af að hafa stuðning þeirra sem eru ver- aldarvanari, sérstaklega þegar árin eru fá og sentimetrarnir takmarkaðir. Að þessu sinni var haldið í Þórs- mörk þar sem var gengið, gamnað, grillað og guðað. Eftir vel heppnaða dvöl í Húsadal var haldið sem leið lá að Seljalandslaug undir Eyjafjöllum, ferðarykið skolað af og buslað í laug- inni áður en haldið var heim. Þegar heim að Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli var komið voru allir þægilega þreyttir og afar sáttir. Lífsglaðir ferðalangar Fljótshlíð Morgunblaðið/Önundur Björnsson Ferð sunnudagaskólans á Hvolsvelli. UNGMENNASAMBAND Austur-Húnvetn- inga (USAH) stóð fyrir samkeppni um gerð heimasíðu fyrir USAH. Jón Albert Óskarsson á Blönduósi varð hlutskarpastur að mati dóm- nefndar og að sögn formanns USAH, Björgvins Þórs Þórhallssonar, er fyrirhugað að semja við sigurvegarann um frekari útfærslu heimasíð- unnar. Björgvin sagði að þær forsendur sem kepp- endur hefðu þurft að leggja áherslu á við gerð heimasíðunnnar væru: stjórn USAH, aðildar- félög þess, saga, lög og fréttir. USAH boðaði til fundar í Héraðsbókasafninu á Blönduósi þar sem úrslit í samkeppninni voru kynnt. Jón Al- bert hlaut fyrstu verðlaun eins og fyrr greinir, Sólmundur Hrafn Raimundsson hlaut önnur verðlaun og Sunnefa Þórarinsdóttir varð þriðja. Ungmennasamband A-Húnvetninga Samkeppni um heimasíðu Blönduós Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Verðlaunahafar í samkeppninni. Sólmundur Hrafn Rai- mundsson, Jón Albert Óskarsson og Sunnefa Þórarinsdóttir. MIKILL fjöldi ferðamanna heimsótti Stykkishólm og ná- grenni um síðustu helgi. Líktist það helst góðum sumardegi. Að sögn forráðamanna Sæ- ferða fór skip þeirra fjórar ferðir á laugardaginn og flutti yfir 300 farþega. Til Hildibrands í Bjarn- arhöfn komu nokkur hundruð ferðamenn um helgina. Á ferð- inni voru hópar félagasamtaka og skólaárgangar að halda upp á útskriftarafmæli. Yfir 100 manna hópur stúdenta frá MR 1976 kom í dagsferð. Þá voru Lionsmenn frá Patreksfirði og Njarðvík í gistingu. Kór Strandamanna hélt tónleika í Stykkishólmi á laug- ardag. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Lionsmenn frá Patreksfirði heimsóttu félaga sína í Stykkishólmi um helgina. Hér er verið að leggja af stað í Grandferð með Sæferð- um. Var gestunum skilað á Brjánslæk að aflokinni veislu. Siglingin yfir fjörðinn tók aðeins eina klukkustund og 28 mínútur, í stað þess að Breiðafjarðarferjan Baldur er þrjá tíma að sigla þessa leið. Fjöldi ferða- manna í Stykkishólmi Stykkishólmur BÖRNIN á leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi eru að læra að dansa. Það er Ásrún Kristjánsdóttir, dans- kennari á Akranesi, sem kemur einu sinni í viku í fimm skipti, og kennir börnunum sporin. Kennslunni er skipt eftir deildum og á meðfylgj- andi mynd má sjá krakkana á „Katt- holti“ stíga dans í anda Sollu stirðu. Danskennslan hefur tíðkast á vorin um nokkurra ára skeið og sér For- eldrafélag leikskólans alfarið um kostnaðinn. Mikil og almenn ánægja er hjá krökkunum með dansinn og ljóst að hann er kærkomin viðbót við leik og störf á leikskólanum. Börnin læra dans í leikskólanum Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Krakkar á deildinni „Kattholt“ á Klettaborg hafa gaman af dansinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.