Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 19

Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 19 HÚSASMIÐJAN hefur opnað nýja verslun á Egilsstöðum. Þetta er 15. verslun fyrirtækisins og í henni munu til að byrja með starfa 4–5 starfs- menn. Það virðist ætla að verða tölu- verð samkeppni á byggingarvöru- markaði á Héraði, því fyrir er byggingavöruverslun Kaupfélags Héraðsbúa, sem nýverið hóf samstarf við BYKO. Þriðja verslunin er hjá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs í Fella- bæ. Í samtali við Ólaf Þór Júlíusson, markaðsstjóra Húsasmiðjunnar, sagði hann verslunina vera um 600 m2 að stærð. Hún er í leiguhúsnæði og var húsið, sem stendur við Miðás, hannað samkvæmt óskum fyrirtæk- isins. Þar verður einnig til húsa Hrað- hreinsun Austurlands, sem flytur sig um set frá Miðvangi. Ólafur segir að mönnum lítist vel á markaðssvæðið og er sannfærður um að það sé hags- bót fyrir Austfirðinga að fá Húsa- smiðjuna austur. „Við verðum með sambærilega vöru og þjónustu á Eg- ilsstöðum og annars staðar í verslun- um okkar og það er regla að í öllum verslununum er sama verðlag.“ Aðspurður um starfsmenn í nýju versluninni segir hann að eingöngu verði ráðið fólk af svæðinu. Þá sé það skilyrði hjá Húsasmiðjunni að heima- menn séu fengnir til að stýra búðun- um. Verslunarstjóri á Egilsstöðum verður Hafsteinn Jónasson trésmið- ur. Ekki er um formlega opnun að ræða fyrr en eftir viku og segir Ólafur að sá tími verði notaður til að slípa og samkeyra nýju verslunina við sameig- inlegt tölvukerfi Húsasmiðjubúðanna um allt land. Stefnir í harða samkeppni á byggingavörumarkaði eystra Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Húsasmiðjan opnar nýja verslun við Miðás á Egilsstöðum. Húsasmiðj- an opnuð á Egils- stöðum Egilsstaðir Á VORI hverju er haldið út í óvissuna með sunnudagaskólabörn úr Breiða- bólstaðarprestakalli í Rangárvalla- prófastsdæmi. Ferðir þessar eru ígildi nokkurs konar skólaslita og enginn nema einn veit hvert haldið verður. Börnin bjóða foreldrum sínum með sér í ferðina og stundum veitir ekki af að hafa stuðning þeirra sem eru ver- aldarvanari, sérstaklega þegar árin eru fá og sentimetrarnir takmarkaðir. Að þessu sinni var haldið í Þórs- mörk þar sem var gengið, gamnað, grillað og guðað. Eftir vel heppnaða dvöl í Húsadal var haldið sem leið lá að Seljalandslaug undir Eyjafjöllum, ferðarykið skolað af og buslað í laug- inni áður en haldið var heim. Þegar heim að Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli var komið voru allir þægilega þreyttir og afar sáttir. Lífsglaðir ferðalangar Fljótshlíð Morgunblaðið/Önundur Björnsson Ferð sunnudagaskólans á Hvolsvelli. UNGMENNASAMBAND Austur-Húnvetn- inga (USAH) stóð fyrir samkeppni um gerð heimasíðu fyrir USAH. Jón Albert Óskarsson á Blönduósi varð hlutskarpastur að mati dóm- nefndar og að sögn formanns USAH, Björgvins Þórs Þórhallssonar, er fyrirhugað að semja við sigurvegarann um frekari útfærslu heimasíð- unnar. Björgvin sagði að þær forsendur sem kepp- endur hefðu þurft að leggja áherslu á við gerð heimasíðunnnar væru: stjórn USAH, aðildar- félög þess, saga, lög og fréttir. USAH boðaði til fundar í Héraðsbókasafninu á Blönduósi þar sem úrslit í samkeppninni voru kynnt. Jón Al- bert hlaut fyrstu verðlaun eins og fyrr greinir, Sólmundur Hrafn Raimundsson hlaut önnur verðlaun og Sunnefa Þórarinsdóttir varð þriðja. Ungmennasamband A-Húnvetninga Samkeppni um heimasíðu Blönduós Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Verðlaunahafar í samkeppninni. Sólmundur Hrafn Rai- mundsson, Jón Albert Óskarsson og Sunnefa Þórarinsdóttir. MIKILL fjöldi ferðamanna heimsótti Stykkishólm og ná- grenni um síðustu helgi. Líktist það helst góðum sumardegi. Að sögn forráðamanna Sæ- ferða fór skip þeirra fjórar ferðir á laugardaginn og flutti yfir 300 farþega. Til Hildibrands í Bjarn- arhöfn komu nokkur hundruð ferðamenn um helgina. Á ferð- inni voru hópar félagasamtaka og skólaárgangar að halda upp á útskriftarafmæli. Yfir 100 manna hópur stúdenta frá MR 1976 kom í dagsferð. Þá voru Lionsmenn frá Patreksfirði og Njarðvík í gistingu. Kór Strandamanna hélt tónleika í Stykkishólmi á laug- ardag. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Lionsmenn frá Patreksfirði heimsóttu félaga sína í Stykkishólmi um helgina. Hér er verið að leggja af stað í Grandferð með Sæferð- um. Var gestunum skilað á Brjánslæk að aflokinni veislu. Siglingin yfir fjörðinn tók aðeins eina klukkustund og 28 mínútur, í stað þess að Breiðafjarðarferjan Baldur er þrjá tíma að sigla þessa leið. Fjöldi ferða- manna í Stykkishólmi Stykkishólmur BÖRNIN á leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi eru að læra að dansa. Það er Ásrún Kristjánsdóttir, dans- kennari á Akranesi, sem kemur einu sinni í viku í fimm skipti, og kennir börnunum sporin. Kennslunni er skipt eftir deildum og á meðfylgj- andi mynd má sjá krakkana á „Katt- holti“ stíga dans í anda Sollu stirðu. Danskennslan hefur tíðkast á vorin um nokkurra ára skeið og sér For- eldrafélag leikskólans alfarið um kostnaðinn. Mikil og almenn ánægja er hjá krökkunum með dansinn og ljóst að hann er kærkomin viðbót við leik og störf á leikskólanum. Börnin læra dans í leikskólanum Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Krakkar á deildinni „Kattholt“ á Klettaborg hafa gaman af dansinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.