Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var brúnasig- inn utanríkisráðherra sem á aðalfundi Út- flutningsráðs nú á dög- unum dró upp dökka mynd af framtíðar- horfum í efnahagsmál- um þjóðarinnar, nema til kæmu stóriðjufram- kvæmdir sunnanlands og austan til að bjarga málum. Án þeirra yrði hér lítill hagvöxtur og daufleg vist. Ekki var utanríkis- ráðherra með þessu að gefa sjálfu góðæri for- sætisráðherrans háa einkunn. Davíð sem með reglubundnu millibili gefur út tilskipanir um að það sé „víst“ góð- æri og það sé „samt“ allt í lagi get- ur tæpast deilt þeim skoðunum með utanríkisráðherra sínum að svo bágar séu framtíðarhorfur íslensks atvinnulífs og efnahagsmála að óbreyttu, eftir allt góðærið, að til vandræða horfi. Ál, ál, ál og aftur ál Lausnarorðin eru stórvirkjanir og risaálbræðslur sunnalands og austan, í anda þeirrar nauðhyggju og and- leysis að einblína á allsherjarlausnina ál og meira ál. Álverin skulu rísa eins þó það kosti gríðarlegar um- hverfisfórnir. Frið- löndum eins og Kring- ilsárrana og Þjórs- árverum skal fórna, þvert á flokkssam- þykktir Framsóknar um að ekki verði hrófl- að við friðlýstum svæðum. Því miður standi bara þannig á að þeir virkjunarkostir sem tiltækir eru séu hinar risastóru framkvæmdir og vatnaflutningar á Austurlandi til að skaffa álverksmiðju á Reyðarfirði rafmagn og meðal tiltækra virkj- unarkosta syðra, í tengslum við stækkun Norðuráls, sé uppistöðulón sem nær upp í Þjórsárver. Íslandsmet í erlendri skuldasöfnun Fyrirhugaður hernaður gegn náttúru landsins og óbætanleg um- hverfisspjöll af áður óþekktri stærð- argráðu hér á landi eru ein og sér næg ástæða til að hafna þessum áformum. En fleira kemur til. Í ný- útkomnu maí-hefti Seðlabankans um peningamál er greint frá aukn- ingu erlendra skulda á síðasta ári. Þar kemur fram að nettó, eða hrein, erlend skuldastaða þjóðarbúsins versnaði meira milli ára í fyrra en nokkru sinni fyrr eða um 13 prósent af landsframleiðslu, úr 50,5% 1999 í 63,5% á árinu 2000. Ofaná þessar gríðarlegu erlendu skuldir ætlar ríkisstjórnin að bæta milljarðatuga og hundraða milljarða áhættufjárfestingum í stóriðju og virkjunum sem auðvitað verður að drjúgum hluta að fjármagna með erlendum lánum. Það sem verra er; flestum þeim hagfræðingum sem reynt hafa að reikna lágmarksarð- semi inn í dæmið hefur mistekist það. Fyrir er íslenskt efnahagslíf þegar orðið verulega háð sveiflum á heimsmarkaðsverði þessa eina málms, en áform ríkisstjórnarinnar standa til þess að fjölga enn eggj- unum í þeirri körfu. Drungaleg framtíðarsýn utanríkisráðherra Í áðurnefndri ræðu á ársfundi Útflutningsráðs gekk utanríkisráð- herra svo langt, að beinlínis fullyrða að engin önnur atvinnuuppbygging, hvort heldur er vöxtur greina eins og ferðaþjónustu, almenns útflutn- ingsiðnaðar eða þekkingargreina og þjónustu, né heldur hrein nýsköpun í atvinnumálum, muni duga. Þvílík framtíðarsýn, þvílík vantrú. Spyrja má, hvers eiga þær þjóðir að gjalda sem ekki geta byggt fleiri álver, ef slíkt er eina úrræðið sem dugir til að tryggja hagvöxt. Svo vill til að undirritaður deilir ekki drungalegri framtíðarsýn utan- ríkisráðherra og álnauðhyggju hans. Ég er þess fullviss að í ís- lenskri þjóð býr þróttur og að í okk- ar aðstæðum eru fólgnir möguleikar til að byggja upp öflugt og fram- sækið atvinnulíf í sátt við náttúruna og án óafturkræfra fórna og um- hverfisspjalla sem spilla myndu um- hverfisgæðum óborinna kynslóða. Utanríkisráðherra og skoðana- bræður hans hvet ég til að kynna sér t.d. áherslur frænda okkar Dana sem hafa gert hugvit sitt og tækniþekkingu að grænni stóriðju á fjölmörgum sviðum og komast ágætlega af án nýrra álvera. Svipað á við um Íra og margar fleiri þjóðir sem búa við hagvöxt og batnandi þjóðarhag, leggja áherslu á upp- byggingu framsækinna atvinnu- greina en ekki mengandi málm- bræðslur. Hvergi sól að sjá Steingrímur J. Sigfússon Stóriðja Í okkar aðstæðum eru fólgnir möguleikar til að byggja upp öflugt og framsækið atvinnulíf í sátt við náttúruna, segir Steingrímur J. Sigfússon, og án óafturkræfra fórna og umhverfisspjalla. Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. NOKKUR umræða hefur verið í dagblöð- um undanfarin miss- eri um fyrirhugað Bryggjuhverfi í Arn- arnesvogi í Garðabæ. Flestir sem hafa tjáð sig um málið hafa nálgast það frá mál- efnalegu sjónarhorni enda er um mikilvægt hagsmunamál fyrir Garðabæ að ræða. Það er ekkert óeðli- legt við það að skoð- anir séu skiptar vegna þess að hagsmunir eru vissulega mismun- andi. Því er mikilvægt að halda umræðunni við stað- reyndir málsins og að skýra sjón- armið sín á faglegan hátt. Því mið- ur hafa síðustu skrif einkennst af tilfinningahita og málflutningur hefur ekki allur verið málefnaleg- ur. Til dæmis hefur enginn af þeim sem búa Arnarnesmegin komið fram með málamiðlun eða upp- byggilega breytingatillögu. Ég, sem íbúi í Ásahverfinu og Garðbæ- ingur, hef vissulega hagsmuna að gæta og mitt sjónarmið ræðst af því. Ég vil að Bryggjuhverfið verði að veruleika í einni eða annarri mynd. Lýðræðisleg umræða er því nauðsynleg til að öll sjónarmið komi fram þannig að unnt sé að meta þau og vega. Óvönduð um- ræða um málið leiðir til þess að lít- il eða engin von er um sátt eða málefnalega lendingu. Grein Ásmundar Flestir er lásu grein Ásmundar Stefánssonar í Morg- unblaðinu laugardag- inn 5. maí sl. um Bryggjuhverfi í Arn- arnesvogi gerðu sér grein fyrir að allt of langt var gengið. Í lýðræðisþjóðfélagi takast menn á um hugmyndir og málstað með rökum. Báðar hliðar málsins þurfa og verða að koma fram en alls ekki þannig að barist sé gegn kynningu þess og að málsaðilar séu sakaðir um mútur og óheilindi og að per- sónur sem ekki hafa komið að mál- inu séu sakaðar um mútuþægni. Slíkt leyfði Ásmundur sér að gera í grein sinni og er ekki til fyrir- myndar. Kynning og málefnaleg afstaða Það er hluti af lýðræðisþjóð- félagi að almenningur sé upplýstur um málefni er hann varðar til að geta myndað sér sjálfstæða skoðun og fellt dóm. Þess vegna er það skylda byggingaraðila að kynna skipulagsskyld mál, þetta hlýtur Ásmundur aðvita og skýtur það því skökku við að leggjast gegn því að jafnflókið og umfangsmikið mál sé kynnt rækilega. Allir fram- kvæmdaaðilar þurfa að kosta miklu til við gerð umhverfismats og kynningar á því. Taka verður tillit til sem flestra sjónarmiða í málum sem þessum, þeirra sem eru á móti málinu, þeirra sem eru hlynntir og svo þeirra sem hugs- anlega verða málsaðilar seinna eins og bæjarstjóri benti svo rétti- lega á nýlega er hún talaði um réttindi framtíðaríbúa Garðabæjar. Ég vona að umræðan um bryggju- hverfið verði málefnalegri fram- vegis þannig að ásættanleg og sanngjörn lending náist. Spennandi verkefni Ég sem íbúi í Ásahverfi er hrif- inn af hugmyndum um Bryggju- hverfi í Arnarnesvogi og veit ég um marga sem deila skoðun minni. Ljóst er að aðkoman í hverfið verður fallegri þegar landnotkun verður breytt og íbúðabyggð kem- ur í stað atvinnu- og iðnaðarhverfis eins og fyrirhugað er skv. aðal- skipulagi. Bryggjuhverfi á uppfyll- ingu mun setja skemmtilegan svip á hverfið og fá rök benda til þess að stækkun uppfyllingarinnar sem þegar er fyrir í Arnarnesvogi muni hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Um stærð landfyllingar og lögun má endalaust deila, einhvers stað- ar er millivegur sem flestir ættu að geta sætt sig við. Ég treysti bæj- arstjórn fullkomlega til að taka réttar ákvarðanir í málinu þannig að hagsmunir allra íbúa Garða- bæjar og framtíðarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi. Bryggjuhverfi í Arnarnesvogi Þórhallur Ólafsson Skipulagsmál Óvönduð umræða um málið leiðir til þess, segir Þórhallur Ólafsson, að lítil eða engin von er um sátt eða málefnalega lendingu. Höfundur er framkvæmdastjóri og íbúi í Ásahverfi í Garðabæ. Á meðan alþýða manna var glöð og reif í Austurstræti aðfara- nótt síðastliðins sunnudags var þing- heimur einnig í banastuði við Aust- urvöll. Þar var fjöldi frumvarpa samþykktur og þar af voru nokkur sem ekki eru sérlega óþörf, sum jafnvel hið mesta þarfaþing. Má þar nefna lög um sölu hlutafjár rík- issjóðs í Landssíma Íslands, Bún- aðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands. En um leið og Alþingi undirbjó með þessari lagasetningu aukið svigrúm einstaklinganna sá það ástæðu til að skerða frelsi þeirra með annarri lagasetningu. Lagasetning þessi er breyting á lögum um tóbaksvarnir og með breytingunni eru þær hert- ar svo um munar. Önnur sjónarmið komast ekki að í lögunum sem þarf ekki að koma á óvart þegar þess er gætt að tóbaksvarnarnefnd samdi frumvarpið eins og fram kom í at- hugasemdum þess. Álíka líklegt er að allra sjónarmiða hafi verið gætt við samningu frumvarpsins og ef sjómenn væru látnir endurskoða lagaákvæði um sjómannaafslátt eða að Grænfriðungar yrðu fengn- ir til að meta hvort reisa ætti nýjar virkjanir hér á landi. Nú eru flestir þeirrar skoðunar að reykingar séu óhollar reyk- ingamönnum og geti verið til óþæginda fyrir aðra, en þar með er ekki sagt að í lögum um tóbaks- varnir eigi ekkert að komast að nema takmarkanir á notkun tób- aks. Telji menn á annað borð að þörf sé á að hið opinbera setji regl- ur um tóbaksvarnir er eðlilegt að gera þá kröfu að þess sé gætt að réttindi annarra en áköfustu and- stæðinga reykinga séu ekki fyrir borð borin. Tveir hópar manna, sem ljóst má vera við lestur lag- anna að njóta ekki óskiptrar virð- ingar tóbaksvarnarnefndar, verða sérstaklega illa fyrir barðinu á lög- unum. Annar hópurinn er vit- anlega reykingamenn en hinn hóp- urinn er eigendur veitingastaða. Skoðum aðeins síðari hópinn. Eigendur veitingahúsa og skemmtistaða mega búa við það þegar lögin taka gildi að meiri hluti veitingarýmis skuli ávallt vera reyklaus og tryggja skuli að að- gangur að reyklausa hlutanum liggi ekki um reykingasvæði. Ekki skal fullyrt um hvort höfundar lag- anna hafa velt fyrir sér hvernig þetta ákvæði verður í framkvæmd, en þeir sem hafa komið inn á skemmtistaði hljóta að ætla að framkvæmd þessi verði töluverð- um vandkvæðum bundin. Þá má benda á að oft er það svo að meiri- hluti gesta veitinga- og skemmti- staða, sér í lagi síðla kvölds og nætur, eru reykingamenn. Þessir reykingamenn þekkja sumir fólk sem ekki reykir en vill þó gjarna eiga við þá samskipti og dvelur því með þeim í reykingahlutanum. Þá er hætt við að þröngt verði í reyk- ingaskotinu innst á staðnum en tómlegt um að litast í meirihluta veitingarýmisins þar sem enginn má reykja. Ef að líkum lætur munu höfundar laganna geta setið þar einir og óáreittir. Með lagabreytingunni er réttur veitingamanna verulega skertur og ríkið gengur býsna nærri eign- um þeirra. Þegar lögin taka gildi kann að verða lítils virði að eiga veitinga- eða skemmtistað sem byggt hefur tilveru sína á aðsókn kvöld- og næturgesta. Spyrja má í hvaða rétti ríkið er þegar það tek- ur sér það vald að setja reglur um reykingar í húsakynnum manna. Þegar reglurnar eru hertar svo að nánast getur verið ómögulegt að starfa eftir þeim hlýtur ríkið að vera komið vel út fyrir hlutverk sitt. Sú röksemd að verið sé að vernda rétt fólks til að vera án reyks á ekki við, enda er enginn maður neyddur inn á veitingastaði. Ríkið lætur sér ekki nægja að skerða réttindi veitingahúsaeig- enda, heldur fá þeir reykingamenn sem búa í öðrum húsum en ein- býlishúsum einnig að finna fyrir lögunum. Í þeim segir að tóbaks- reykingar séu bannaðar í öllu hús- rými í sameign húsa. Eftir gild- istöku laganna verða eigendur tvíbýlishúss lögbrjótar við að standa í sameign hússins og reykja. Gildir þá einu þó allir íbúar hússins séu því samþykkir að reykt sé í sameign þess, til dæmis forstofu eða stiga, og reyki þar sjálfir. Hvað næst? Hversu langt þarf að ganga til að frumvarp um tóbaksvarnir nái ekki í gegnum Al- þingi? Mun næsta frumvarp gera það fólk að lögbrjótum sem reykir í eigin eldhúsi? Fyrir utan veitinga- og reyk- ingamenn verða verslunareig- endur og ungt afgreiðslufólk í verslunum illa úti eftir gildistöku nýju laganna. Seljendur tóbaks munu þurfa sérstakt leyfi heil- brigðisnefndar og geta þurft að greiða leyfisgjald sem vitaskuld fer beint út í almennt verðlag. Þeir munu einnig þurfa að fela tóbakið svo það sé ekki sýnilegt við- skiptavinum. Þá verður yngra fólki en átján ára óheimilt að selja tób- ak. Ungmenni sem hafa afgreitt í verslunum og söluturnum munu því hér eftir verða að finna sér aðra vinnu og munu áreiðanlega kætast við þau tíðindi enda er þetta gert af sérstakri hugulsemi við þau. Því eins og segir í at- hugasemdum við frumvarpið þá er þetta ekki síst gert til að forða ungmennum frá því að vera sett til að selja heilsuspillandi og ávana- bindandi efni. Hingað til hafa ung- menni og foreldrar þeirra reyndar ekki metið það svo að best færi á að þau afgreiddu ekki tóbak, en Al- þingi veit betur og gerir þeim þennan greiða óumbeðið. Nýsamþykkt lög um tóbaks- varnir ganga lengra en flest önnur lög í þá átt að skerða frelsi og rétt- indi manna. Ofstækið sem fram kemur í þessum lögum er óvenju- legt og vekur ugg meðal þeirra sem telja að ríkinu beri umfram allt að standa vörð um ákveðin grundvallarréttindi. Réttur þeirra sem reykja og þeirra sem veita reykingamönnum þjónustu verður harla rýr eftir gildistöku laganna. Orðið tóbaksþræll fær þá alveg nýja merkingu. Tóbaks- þrællinn Ofstækið sem fram kemur í þessum lög- um er óvenjulegt og vekur ugg meðal þeirra sem telja að ríkinu beri umfram allt að standa vörð um ákveðin grund- vallarréttindi. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@ mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.