Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 41 ✝ GuðmundurSveinsson fædd- ist 6. janúar 1907 í Vík í Mýrdal. Hann lést á dvalarheim- ilinu Droplaugar- stöðum 12. maí síð- astliðinn. Faðir hans var Sveinn Þorláks- son, símstöðvarstjóri í Vík, f. 9.8. 1872 í Þykkvabæ í Land- broti, d. 22.12. 1963 í Vík. Móðir Guð- mundar var Eyrún Guðmundsdóttir, f. 5.3. 1876, d. 25.4. 1964. Systkini Guðmundar eru 13: 1) Þorlákur, f. 2.10. 1899, d. 13.6. 1983, 2) Ólafur, f. 26.6. 1901, d. 11.8. 1901, 3) Guðmundur, f. 4.2. 1903, d. 25.5. 1906, 4) Ólafur Jón, f. 2.8. 1904, d. 21.3. 1991, 5) Anna, f. 9.12. 1905, d. 9.2. 1991, 6) Páll, f. 31.1. 1908, 7) Sigurður, f. 15.6. 1909, d. 14.10. 1995, 8) Ingiberg- ur, f. 28.8. 1910, d. í ágúst 1935, 9) Kjartan, f. 22.7. 1912, 10) Sigríð- ur, f. 20.6. 1914, d. 8.9. 1995, 11) Helga, f. 10.3. 1916, 12) Guðný, f. 28.7. 1920, 13) Þorbjörg, f. 30.10. 1923. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Kristbjörg Bjarnadótt- ir, f. 4.4. 1920 í Víðistöðum Hafn- arfirði. Foreldrar hennar voru Bjarni Erlendsson, f. 30.3. 1881, d. 4.12. 1972 og Margrét Magnúsdóttir, f. 22.5. 1989, d. 21.6. 1960. Synir þeirra eru: 1) Bjarni, f. 20.8. 1951, eiginkona Edda Sigurðardótt- ir, f. 6.6. 1951, þau skildu. Börn þeirra: Guðmundur Óskar, f. 30.9. 1979 og Guð- rún María, f. 5.2. 1981. Sambýliskona Kristín Hákonar- dóttir, f. 13.6. 1962, þau skildu. Barn þeirra: Telma, f. 15.4. 1990. 2) Magnús, f. 21.11. 1952, maki Helga Jónsdóttir, f. 18.6. 1954. Börn þeirra: Jón Bjarni, f. 27.12. 1981 og Árni, f. 4.4. 1985. Guðmundur var alinn upp í Vík hjá foreldrum og hjá frændfólki að Feðgum í Meðallandi. Hann starfaði við bifreiðaakstur 1928- 1934, hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur 1936-1951, þegar hann hóf störf hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar, en þar lét hann af störfum árið 1992. Útför Guðmundar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Sagt hefur verið að menn sem fæddust hér á landi um eða upp úr byrjun síðustu aldar, og auðnaðist langt líf, lifðu í raun alla Íslandssög- una. Þá er vísað til þess að frá land- námstíð og fram á daga „aldamóta- kynslóðarinnar“ var þróun þjóð- félagsins, verktækni og lífsvenja, ákaflega hæg. Guðmundur Sveins- son var af þessari kynslóð aldamóta- manna. Guðmundur fæddist í Vík í Mýrdal 6. janúar 1907, inn í stóran systkinahóp fjölskyldu sem ekki bjó við mikil efni. Til að létta á fóðrum var hann fimm ára gamall sendur í fóstur til ömmusystur sinnar að Feðgum í Meðallandi. Þar ílentist hann hjá góðu fólki og hleypti ekki heimdraganum að fullu fyrr en hann var kominn undir tvítugt. Á Feðgum voru búskaparhættir með fornu sniði. Þar leið Guðmundi samt vel að eigin sögn þótt hann væri látinn sitja kvíaær um leið og hann hafði aldur til og vinna önnur störf sem til féllu eftir því sem þol og kraftar leyfðu. Þetta var í samræmi við venjur þess tíma en myndi kallast barnaþrælkun núna. Á meðan Guðmundur átti heimili á Feðgum fór hann til sjós, eina vorvertíð í Vestmannaeyjum og vetrarvertíð í Grindavík – síðustu vertíðina sem þaðan var róið á opn- um áraskipum. Um tvítugt hafði Guðmundur tekið bílpróf og var tek- inn til við að safna saman mjólk á Suðurlandsundirlendinu fyrir Mjólk- urbú Flóamanna. Það er til marks um röskleika hans á þeim árum að hann fékk snemma viðurnefnið Gvendur í loftinu og ber að skilja það heiti í jákvæðustu merkingu þeirra orða. Árið 1930 tók hann meirapróf og gerðist þá bílstjóri hjá Bifreiða- stöð Steindórs – ók meðal annars með farþega á Alþingishátíðina á Þingvöllum það ár. Árið 1935 varð hann svo starfsmaður Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Guðmundur var íþróttamaður. Hann iðkaði bæði sund og hlaup á yngri árum og fleira lagði hann fyrir sig. Skemmtileg þykir mér saga sem hann sagði mér eitt sinn og gerðist þegar hann ók hjá Steindóri veturinn 1932–3: Þá snjóaði einhver býsn í Reykjavík og götur urðu ófærar bílum. Af þeim sökum gaf Steindór bílstjórum sín- um frí í nokkra daga. Þá tóku þeir sig saman þrír vinnufélagar og brugðu sér inn til L.H. Muller í Austur- strætinu og keyptu sér skíði. Slík tól hafði Guðmundur ekki áður notað sem neinu nam. Til að reyna skíðin örkuðu þeir á þeim til Hafnarfjarðar. Að fenginni þeirri reynslu lögðu þeir án frekari vafninga upp í annað ferðalag og öllu lengra. Þá lögðu þeir leið sína á skíðunum austur yfir fjall, komu víða við og gistu m.a. á bæjum í Ölfusinu þar sem þeir þekktu til. Þaðan héldu þeir sem leið lá upp að Laugarvatni og síðan heimleiðis um Lyngdalsheiði og Þingvelli. Alls tók ferðin ellefu daga. Geri aðrir óvan- ingar á skíðum betur! Rekja mætti fleiri sögur af afrekum Guðmundar á yngri árum. Hann fór t.d. fræga ferð á Langjökul við þriðja mann árið 1934 og á Öræfajökul (Hvannadals- hnúk) gekk hann, einnig við þriðja mann, árið 1941. Ekki þætti fjall- göngu- eða klifurbúnaður þeirra félaga beysinn nú til dags, en Oddur bóndi í Skaftafelli lánaði þeim vatna- stöngina sína og þeir höfðu með sér kaðalspotta. Guðmundur eignaðist hertrukk þegar Sölunefnd varnarliðseigna tók að selja slík tæki að loknu seinna stríði. Á þeim bíl varð Guðmundur fyrstur manna til að aka vélknúnu farartæki inn í Landmannalaugar árið 1946 og samsumars tók hann þátt í fyrstu ferð bifreiða að Fjalla- baki úr Landmannalaugum austur í Skaftártungu. Guðmundur kynntist Jóhannesi Kjarval vel enda voru þeir sveitungar. Hann ók með hann um fjallaslóðir og sat (og stóð) fyrir hjá honum – meðal annars á risastórri mynd, Krítik (liðlega 2x4 m), sem telst meðal tímamótaverka meistar- ans og varðveitt er á Kjarvalsstöð- um. Guðmundur brallaði eitt og ann- að með nafna sínum Jónassyni fjallabílstjóra fyrr á árum og þá var hann einnig leiðsögumaður Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings er hann kannaði forna vörslugarða í Skafta- fellssýslu. Áfram mætti rekja tiltekt- ir eða viðfangsefni Guðmundar, þótt ekki gefist tóm til þess hér, en flest ef ekki öll endurspegla þau ást hans og áhuga á landi og sögu. Aðeins skal nefnt að fyrir allmörgum árum setti hann niður nokkrar trjáplöntur í lít- inn reit austur í Eldhrauni. Plönt- urnar hafa dafnað með ólíkindum vel og með tilrauninni sýndi hann fram á að mögulegt er að láta trjágróður þrífast þarna í sjálfum brunanum. Fyrr er nefnt að Guðmundur varð starfsmaður Rafmagnsveitu Reykja- víkur árið 1935. Um 1950 varð Raf- magnsveitan aðili að ákvörðun um að stofna til félagsskapar um skýrslu- vélar, sem í fyllingu tímans hlaut nafnið Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar (Skýrr). Vélbún- aður var pantaður og kom til lands- ins 1952. Árið 1951 sendi Rafmagns- veitan Guðmund til Danmerkur til að læra notkun vélanna og kynnast vinnslu innheimtubókhalds í skýrsluvélum hjá rafveitu þar í landi. Er heim kom þá um haustið tók Guð- mundur svo til óspilltra málanna við undirbúning vinnslu innheimtubók- halds Rafmagnsveitunnar hér heima í hinum nýju vélum. Þegar Skýrslu- vélar tóku til starfa gerðist Guð- mundur þar yfirverkstjóri. Erfiði frumbýlingsáranna hjá Skýrsluvél- um gekk nærri heilsu Guðmundar og árið 1958 fékk hann sig fluttan í ann- að starf hjá Rafmagnsveitunni þar til hann stuttu síðar tók að sér stjórn götunarstofu Reykjavíkurborgar, sem svo hét. Sú deild var svo færð undir Skýrr 1966 og var Guðmundur þá kominn „heim á ný“ eftir nokkra frátöf. Lengi vel skaut Guðmundur elli kerlingu ref fyrir rass. Hann var viðloðandi störf hjá Skýrr fram yfir áttrætt, ávallt kvikur og léttur á fæti – hljóp við fót er hann átti erindi milli húsa. Hvar sem hann staldraði við meðal starfsfólks færði hann með sér frískleika og kátínu og hann virtist búa yfir ótæmandi sjóði af skondn- um sögum og kveðskap. Starfsfólk Skýrr þakkar Guðmundi áratuga ánægjulegt samstarf sem aldrei bar skugga á. Kristbjörgu Bjarnadóttur, ekkju Guðmundar, sonum þeirra tveimur, Bjarna og Magnúsi, og fjöl- skyldum þeirra er vottuð innileg samúð. Óttar Kjartansson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Já, Guðmundur Sveinsson hefur getið sér góðan orðstír. Hann kom víða við og var frumkvöðull á ýmsa vegu. Líklega verður ferill hans sem bílstjóri og ferðalangur þó til að halda orðstír hans lengst á lofti. Já, vel á minnst, hann hafði meðal ann- ars viðurnefnið Gvendur í loftinu, stundum Gvendur á fartinni. Það var þannig til komið að hann var um sinn bílstjóri hjá Kaupfélagi Selfyssinga og var um hádegisbil beðinn að flytja timbur austur í Flóa. Guðmundur játti því og fór síðan ferðina eins og beðið var um, alltaf fljótur að af- greiða málin. Þegar svo verkstjórinn í pakkhúsinu kom úr mat mætti hann Guðmundi aftur og spurði höstugur hvort hann ætlaði ekki að fara að flytja timbrið. Þegar Guðmundur sagðist vera búinn að því hafði verk- stjórinn sagt: „Hva, fórstu í loftinu, maður?“ Guðmundur starfaði á Bif- reiðastöð Steindórs á árunum 1930– 1934. Sem leigubílstjóri fór hann margar ferðir með meistara Kjarval út fyrir borgina og myndaðist í þess- um ferðum mikill og náinn kunnings- skapur þeirra á milli. Guðmundur unni íslenskri náttúru og ferðaðist mikið um landið. Einkum heillaðist hann af hálendinu og fegurð þess. Fór hann þá ýmist á bíl eða gangandi á fjöll, stundum á skíðum. Hann átti frumkvæði að fyrstu bílferð yfir Fjallabaksveg nyrðri og hafði áður kannað mestan hluta þess svæðis gangandi áður en lagt var í ferðina. Farið var á tveimur bílum og átti Guðmundur annan þeirra. Grein um þessa ferð birtist í Mbl. fyrir nokkr- um árum. Guðmundur var mikill unnandi ljóða og gat þulið eða sungið heilu ljóðabálkana þegar þannig lá á honum; þetta gat hann alveg fram undir það síðasta. Hann átti einnig auðvelt með að kasta fram stöku þegar sá gállinn var á honum. Hann var ávallt fræðandi og hafði einnig sérstakt auga fyrir því spaugilega í lífinu. Það var gott að hafa hann ná- lægt sér. Guðmundur gerði merki- lega tilraun til skógræktar í Skaft- áreldahrauni fyrir nokkrum árum. Hann fór austur með nokkra græð- linga 1978 og plantaði þeim í mosa- vaxna laut, austast í hrauninu, rétt við þjóðveginn. Fáir höfðu trú á þessu tiltæki hans. En raunin varð sú að nú má sjá þar fallegt skógar- rjóður með hátt í fimm metra háum trjám sem virðast þrífast ágætlega í mosavöxnum hraunbollanum. Nú hefur skógræktarfélagið í Skaftár- hreppi tekið við þessum reit og aukið þar útplöntun. Hann var engum lík- ur og hafði miklu að miðla til sam- ferðamanna sinna og gerði það óspart. Fyrir það ber að þakka. Ég votta Kristbjörgu, Bjarna, Magnúsi og nánustu fjölskyldu mína dýpstu samúð. Sveinn Kjartansson. Á langri ævi var Guðmundur Sveinsson tengiliður nokkurra kyn- slóða sem upplifðu hið mikla fram- faraskeið 20. aldarinnar. Við sem kynntumst Guðmundi gegnum skíðamennsku og fjallaferðir, nutum þar viðkynningar við eldhuga sem miðlaði stöðugt af yfirburða þekk- ingu sinni á íþróttum og fjalla- mennsku, því ungur var hann einn af brautryðjendunum og lagði óhikað til atlögu við hið óþekkta til að afla sér þekkingar og reynslu. Árið 1942 kom undirritaður 11 ára gamall með sinn einfalda skíðabúnað á fund stóru strákanna á Kolviðar- hóli og fór að elta – til að fá að vera með. Þetta var ekkert vandamál. Stóru strákarnir tóku guttanum strax og byrjuðu kannski í svigi. Svo var út- búnaðurinn kannski lagfærður með bílslöngugúmmíi og ýmsum skrúfu- krókum. Ráðleggingar um fatnað og nesti. Að kvöldi var séð um að maður skriði á réttum tíma í svefnpokann á háaloftinu áður en ljósin voru slökkt og drepið á ljósavélinni. Undir mildri stjórn Guðmundar var ræktaður þessi sanni íþrótta- andi, að taka vel á móti unglingunum og annast þá að öllu leyti. Guðmund- ur naut þess að hafa ungur kynnst brautryðjendum skíðadeildar ÍR. Þar voru Árni Björn gullsmiður, Helgi í Brennu, Halli í bankanum, Silli í Silla og Valda, Magnús í Pfaff, Jón og Leifur Kaldal og fleiri full- hugar sem voru kynslóðin sem Guð- mundur tengdi við þá næstu. Óli Björn í apótekinu, Halli Árna, Óli Magg, Sigurjón í Dröfn, Eyfells- bræður Einar og Jói, Hörður Björns arkitekt, Sigurgísli, Gunnar Hjalta listmálari, Frikki frændi í sápunni, Hjalti á Kiðafelli, Siggi stórisann- leikur, Gísli Kristjáns og Zóphanías húsameistari. Þetta einvalalið, ásamt mörgum ótöldum, lagði grundvöllinn að skíðadeild ÍR og ÍR-félaginu sem þróaðist síðan út öldina. Fjallamennsku stundaði Guð- mundur vetur og sumar jafnt á fæti sem skíðum. Svo kom tæknibyltingin með stríðinu – herbíllinn, með fjórhjóla- drifi og lágu og háu drifi. 1946 eign- aðist Guðmundur stóran herjeppa. Þá hófust nútímafjallaferðir á tor- færubílum. Fyrsta verkefnið þetta sumar var að finna og merkja bílleið inn í Landmannalaugar. Þannig var Guðmundur einn af brautryðjendun- um í notkun fjallabílsins. Um þetta leyti hófst starf Guð- mundar Jónassonar fjallagarps við að yfirbyggja herbíla með vönduðum húsum til fjallaferða á öllum árstím- um. Fyrstu árin þjónaði Guðmundur Sveinsson skíðamönnum ÍR með þessum töfra-ófærubílum af sinni al- kunnu þrautseigju. Ævihlaup Guðmundar á sviði íþrótta og fjallamennsku varð lengra en nokkurs annars manns. Það sem gerði líf hans svo dýrðlegt var örlæti hans til að veita öðrum og leyfa þeim að njóta þekkingar sinnar. Hann leit- aði ótrauður hins óþekkta. Þegar þekkingin og reynslan lá fyrir, þá fengu allir að njóta. Þetta örlæti má vera okkur sem áttum samleið með Guðmundi nokkur lærdómur. Blessuð sé minning góðs drengs. Ólafur Valur. GUÐMUNDUR SVEINSSON Skreytingar við öll tækifæri Langirimi 21, Grafarvogi 587 9300 Samúðarskreytingar Samúðarvendir Kransar Kistuskreytingar Brúðarvendir                     !  !"# $!  %  !  ! &#   '  ! &#  (               )*+ +,      % -.   *   ! $! &&!/ 0  % &#   0 1  #!$! 2!!  ! &#   ,03 3!  ! $! $  ! 4 !(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.