Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 49 Barmmerki við öll tækifæri Fyrir fundi , ráðstefnur og ættarmót Hægt er að velja á milli þess að hafa hangandi klemmu eða klemmu og nælu á baki bammerkis. Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið. Prentum á barmmerkin, ef okkur eru send nöfnin í Excel skjali. Pappírinn kemur rifgataður í A4 örkum, fyrir þá sem vilja prenta sjálfir. MIKIÐ var um hraðakstur í borginni um helgina en 87 öku- menn voru stöðvaðir vegna hrað- aksturs. Átján ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir vegna aksturs á nagla- dekkjum. Ekið var á lögreglubifreið á Bústaðavegi. Þrír voru fluttir á slysadeild en enginn var alvar- lega slasaður. Ökumaður sem ók við íþrótta- svæði KR við Frostaskjól á laug- ardagskvöldið hafði ekki vald á bifreið sinni. Henni var ekið í gegnum girðingu og á eitt knatt- spyrnumarkið þar sem bifreiðin staðnæmdist. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Um helgina voru falsaðir pen- ingaseðlar notaðir í þremur til- vikum. Ástæða er til að hvetja fólk til að skoða vel þá peninga sem tekið er á móti og skoða hvort þeir séu ófalsaðir. Skemmdir unnar á skóla Farið var inn í fyrirtæki í Brautarholti og þaðan stolið far- tölvu. Atburðurinn var tilkynnt- ur lögreglu á föstudagsmorgun. Þrír karlmenn voru handteknir við innbrotstilraun í hárgreiðslu- stofu á Rauðarárstíg á föstu- dagsmorgun. Níu nagladekkjum var stolið úr geymslu í Breið- holti. Íbúi í fjölbýlishúsi hafði verið að taka til í geymslunni og sett nagladekkin út fyrir geymsl- una í stutta stund. Þjófurinn hef- ur ekki getað staðist freist- inguna. Lögreglu var tilkynnt á laug- ardagskvöld um þjófnað á upp- gjöri frá veitingastað í Grafar- vogi. Unnið er að rannsókn málsins. Átök urðu milli tveggja manna í Hafnarstræti á laugardags- morgun. Mennirnir hafa orðið eitthvað ósáttir en báðir voru undir áhrifum áfengis. Við slags- málin brotnaði rúða í veitinga- stað og einnig urðu skemmdir á bifreið. Báðir ætla að kæra hinn fyrir árás. Lögreglu bárust upplýsingar um innbrot í skólahúsnæði í Grafarvogi að kvöldi föstudags. Skemmdir höfðu verið unnar á innanstokksmunum. Fjögur ung- menni á aldrinum 14–15 ára voru flutt á hverfisstöð lögreglu þang- að sem foreldrar sóttu þau. Skemmtistað í miðbænum var lokað rúmlega fjögur á laugar- dagsmorgun en þá voru þar vín- veitingar í andstöðu við gildandi heimildir staðarins. Starfsemin var stöðvuð og 20 gestum og létt- klæddum meyjum var vísað út. Á sama tíma á sunnudagsmorgun varð einnig að loka staðnum og vísa fólki út. Öllu fleiri gestir voru þá á staðnum. Málið fer til frekari meðferðar. Maður var fluttur rænulítill á slysadeild til skoðunar en hann hafði verið gestur á nektarstað í miðbænum og verið hjálpað það- an út vegna slæms ástands. 19 bílar skemmdir við Ránargötu Skemmdir voru unnar á 19 bif- reiðum á Ránargötu um helgina. Svo virðist sem einhver hafi fundið sig knúinn til að renna oddhvössum hlut eftir hliðum bifreiðanna. Í sumum tilvikum er um talsvert tjón að ræða. Því miður ber eitthvað á því að börn séu að fikta við eld á gróð- ursvæðum borgarinnar og kveiki þannig óvart eða viljandi í sinu. Gott væri að foreldrar ræddu við börn sín um afleiðingar sinu- bruna fyrir náttúruna og fuglalíf. Úr dagbók lögreglunnar Nektarstað lokað í tvígang 18.–20. maí SÍMINN mun halda ráðstefnu um IP-lausnir miðvikudaginn 23. maí kl. 9–17 á Hótel Loftleiðum. IP er skammstöfun á Internet Protocol, sem er samskiptastaðall sem varð til með Netinu, og er nú að breiðast út í tölvusamskiptum. Dag- skráin stendur allan daginn og mun fjöldi fyrirlesara koma fram. Þeirra á meðal eru nokkrir erlendir fyrir- lesarar frá Cisco, Nortel og Telia. Ráðstefnan mun fjalla um IP- tæknina og lausnir Símans. Hermann Ársælsson, forstöðu- maður hjá Símanum, mun fjalla um IP-net Símans í nútíð og framtíð. Arnaldur Axfjörð hjá Áliti mun fjalla um sýn hýsingaraðila á IP-fjar- skiptanetum og segja frá helstu kröfum þeirra. Jaak Defour frá Cisco fjallar um hlutverk IP í fjar- skiptum nútímans og möguleika framtíðarinnar. Mats Ekman frá Telia heldur erindi um þráðlaus fjar- skiptakerfi og Sigurður Hjalti Krist- insson frá Króla fjallar um ávinning fyrirtækja af hreyfanlegri tölvu- vinnslu og hlutverk þráðlausra IP- neta. Þórarinn V. Þórarinsson, for- stjóri Símans, setur ráðstefnuna en ráðstefnustjóri verður Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála Símans. Síminn heldur ráðstefnu um IP-net HALDIÐ var heimsmeistaramót í suður-amerískum dönsum í flokki ungmenna í Koblenz í Þýskalandi laugardaginn 19. maí sl. Frá Íslandi tóku þátt tvö dans- pör, Ísak N. Halldórsson og Helga Dögg Helgadóttir, Dansíþrótta- félaginu Hvönn, Kópavogi, og Hannes Egilsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, Dansíþróttafélag- inu Gulltoppi, Reykjavík. Alls tóku 73 pör þátt í keppninni. Ísak og Helga Dögg komust í undanúrslit og höfnuðu í 8.–10. sæti. Hannes og Sigrún Ýr komust inn í 48 para úrslit og voru í sæti 47–48. Rússar urðu heimsmeistarar í þetta sinn, en það var parið Evgueni Step- anov og Maria Gontscharouk. Bæði íslensku pörin munu nú halda til Blackpool á Englandi en þar fer fram alþjóðleg danskeppni eins og undanfarin ár. Fleiri Ís- lendingar taka þátt í keppninni, þau Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bernburg, Dansfélaginu Kvistum í Reykjavík, og atvinnu- dansparið okkar, þau Adam Reeve og Karen Björk Björgvinsdóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir. Náðu góðum árangri í Þýskalandi FÉLAG íslenskra húðlækna og Krabbameinsfélag Íslands samein- ast um þjónustu við almenning fimmtudaginn 24. maí kl. 10–12. Fólk sem hefur áhyggjur af blettum á húð getur komið í Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík eða á göngudeild húð- og kynsjúkdóma í Þverholti 18 í Reykja- vík. Húðsjúkdómalæknir skoðar blett- ina og metur hvort ástæða er til nán- ari rannsókna. Skoðunin er ókeypis. Nauðsynlegt er að panta tíma þriðju- daginn 22. maí kl. 9–12 í síma 540- 1916. Þetta er í ellefta sinn sem þessir aðilar sameinast um blettaskoðun í sumarbyrjun. Sums staðar erlendis er hliðstæð þjónusta orðin árviss, enda er reynslan af henni góð og mörg dæmi eru um að varhugaverð- ar breytingar á húð hafi fundist tím- anlega. „Síðustu ár hafa greinst að með- altali 37 sortuæxli og 180 önnur húð- krabbamein á ári, samkvæmt upp- lýsingum frá Krabbameinsskránni. Tíðni húðkrabbameins í heild hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Sortu- æxli í húð er algengasta tegund krabbameins hjá konum á aldrinum frá 15 til 34 ára. Lífshorfur sjúklinga með sortu- æxli og önnur húðkrabbamein hafa batnað mikið síðustu áratugi. Nú eru á lífi um 320 Íslendingar sem hafa fengið sortuæxli og 920 sem hafa fengið önnur húðkrabbamein. Mikilvægt er að fara til læknis ef fram koma breytingar á húð eins og blettir sem stækka eða eru mislitir og sár sem ekki gróa. Á flestum heilsugæslustöðvum og í mörgum apótekum er hægt að fá fræðslurit um húðkrabbamein. Ástæða er til að benda á að hjá Krabbameinsráðgjöfinni er hægt að fá upplýsingar, ráðgjöf og stuðning um flest er varðar krabbamein. Svar- að er í síma 800-4040 kl. 15–17 virka daga. Nýlega hefur verið opnuð sér- stök vefsíða um húðkrabbamein. Slóðin er www.krabb.is/190.htm.“ Ókeypis blettaskoðun UNDANFARIN sumur hefur Ung- mennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands staðið fyrir námskeiðum sem eru ætluð börnum á aldrinum 9–11 ára. Námskeiðin eru þemaskipt og er mikil áhersla lögð á fjölmenningarlegt samfélag og já- kvæð mannleg samskipti. Fjallað er um ólíka menningu og líf fólks í fjarlægum löndum þar sem þátttakendur bragða m.a. mat frá Afríku. Undirstöðuatriði skyndi- hjálpar verða kennd, þátttakendur fá m.a. að skoða og prófa búnað sjúkrabíls. Farið er í gróðursetning- ar, skapandi leiki og ýmis önnur skemmtileg verkefni. Sagt verður frá sögu og starfi Rauða krossins, þátttakendur vinna leikþætti og mála myndir upp úr efninu. Loks verður uppskeruhátíð haldin í Viðey á lokadaginn. Hvert námskeið er ein vika, frá mánudegi til föstudags, og stendur yfir frá kl. 9:00–16:00. Námskeiðin verða sem hér segir: 1. 11. júní til 15. júní. 2. 18. júní til 22. júní. 3. 25. júní til 29. júní. 4. 2. júlí til 6. júlí. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá skrifstofu Ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Ís- lands, Hverfisgötu 105, Reykjavík. Rauði krossinn heldur námskeið fyrir börn HALDIN verður sérstök kennsla á vegum Karuna, Samfélags Mahay- ana búddista á Íslandi í dag, þriðju- daginn 22. maí. Venerable Kelsang Drubchen mun útskýra iðkun „Med- icine Buddha“ sem er almennust búddískra iðkana til að lækna sjúk- dóma, segir í fréttatilkynningu. Kennslan fer fram kl. 20 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Kennsl- an er öllum opin og fer fram á ensku. Þátttökugjald er 1000 krónur en 500 kr. fyrir námsmenn og öryrkja. Heilun Búdda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.