Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sagði skýrslu Samkeppnisstofnunar um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku viðskiptalífi vera ítarlega og yfir- gripsmikla og ástæða væri til að þakka þeim, sem unnu að henni fyrir vel unnin störf. Hún sagði of snemmt að segja til um viðbrögð af hálfu Sam- keppnisstofnunar. Ráðherra var til andsvara um efni skýrslunnar í umræðu utan dagskrár á Alþingi sl. laugardag. Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar- innar, var málshefjandi og sagði hann það meginniðurstöðu skýrslu Sam- keppnisstofnunar að í atvinnulífinu séu skýr merki um pólitískt tengdar blokkir sem gæti sérhagsmuna. Þeim hafi Samfylkingin barist gegn. Tók Össur dæmi af kolbrabbanum „sem lifir og dafnar“ eins og hann orð- aði það. „Stærstu fyrirtækin á sviði trygginga, olíuverslunar, flutninga og ferðaþjónustu tengjast með gagn- kvæmu eignarhaldi. Stjórnunar- tengsl eru einnig mikil þar sem sömu aðilar sitja í stjórnum þessara fyrir- tækja og veita þeim forystu,“ sagði hann. „Niðurstaða mín er sú að óhófleg samþjöppun á smásölumarkaði hafi leitt til fákeppni, sem hefur stórskað- að neytendur með óhóflegu verði. Við erum að borga allt of mikið fyrir mat- inn okkar af því að tvær keðjur hafa hreðjatak á neytendum og kosta neytendur milljarða,“ sagði Össur og bætti því við, að skýrslan staðfesti einfaldlega allt, sem Samfylkingin hafi sagt um fákeppni og samþjöppun valds í samfélaginu í tengslum við stórfyrirtæki Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann lífeyrissjóði meira að segja hluta af pólitísku neti flokksins sem umlyki allt samfélagið og allt at- vinnulífið. Spurði hann ráðherra m.a. hvort hann teldi vísbendingar um að lífeyrissjóðir væru notaðir til að styrkja áhrif blokka í viðskiptalífinu. Valgerður sagði að í skýrslunni væri gefið til kynna að einn lífeyris- sjóður hefði fjárfest all nokkuð í einni fyrirtækjasamsteypu sérstaklega og annar sjóður í hinni stóru samsteyp- unni. „Má vera að þeirrar tilhneigingar hafi gætt á árum áður, að lífeyrissjóð- ir fjárfesti að einhverju leyti með þeim hætti sem háttvirtur þingmaður spyr um og að eitthvað eimi eftir af þessari fjárfestingastefnu sjóðanna. Ég tel hins vegar að landslagið í þess- um efnum hafi verið og sé að breytast, meðal annars vegna þess að í þessum hluta atvinnulífsins sem öðrum, er það krafa að arðbær sjónarmið verði höfð í fyrirrúmi í ríkara mæli en ef til vill hefur verið,“ sagði Valgerður. Ráðherra sagðist ekki sjá ástæðu til að setja sérstaka löggjöf um stöðl- uð útboð til að tryggja rétt minni- hlutaeigenda í fyrirtækjum. Hags- munir þeirra ættu að vera tryggðir í lögum um hlutafélög og einkahluta- félög, þar sem m.a. væri ákvæði sem skyldaði þann sem hefði eignast stór- an hlut í fyrirtæki til að kaupa hlut lít- illa hluthafa, væri þess óskað. Minnti ráðherra einnig á verðbréfalöggjöfina í þessu sambandi sem og að í hluta- félagalögum væri ákvæði um að hlut- hafar mættu ekki hygla sjálfum sér á kostnað annarra hluthafa. Slíkt gæti leitt til skaðabótaskyldu. Valgerður minnti á að í samkeppn- islögum væru ýmis úrræði sem ættu að tryggja að hagur neytenda væri ekki fyrir borð borinn. Í því sambandi nefndi hún bann við misnotkun mark- aðsráðandi stöðu fyrirtækja. Samkeppnisstofnun myndi kanna frekar þær ábendingar og ásakanir innlendra framleiðenda og heildsala um að matvörukeðjur hefðu notað kaupendastyrk sinn með óeðlilegum hætti og knúið fram ósanngjörn við- skiptakjör. Vaðið áfram í blindu Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, sagði niðurstöður Samkeppnisstofnunar ekki koma sér á óvart. Þær væru gagnleg kortlagn- ing á íslensku atvinnulífi og fróðlegt væri að bera þær saman við niður- stöður fyrri skýrslu stofnunarinnar. Einkunnarorðin væru skýr; vaxandi samþjöppun og fákeppni í olíuversl- un, tryggingastarfsemi, samgöngum og á fleiri sviðum. Ný fákeppnissvið hefðu skapast í almennri verslun og hátæknigreinum. „Samkeppnisstofnun varar við þessum aðstæðum og hefur oft bent á hversu erfitt sé að glíma við þær ef þeim er leyft að skapast. En ríkis- stjórn Íslands tekur ekkert mark á þessum niðurstöðum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks er á fullri ferð við að bæta við og búa til ný svið fákeppni eða einok- unar í bankastarfsemi og fjarskipt- um. Enn meiri samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútveginum,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði vandlifað í þess- um heimi, einkum ef maður héti Sam- keppnisstofnun. Ríkisstjórnin gerði hvoru tveggja; að skamma stofn- unina, spotta og gagnrýna skýrslur hennar þegar það ætti við, en setja síðan allt traust á hana þegar það hentaði málstaðnum hverju sinni. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tók til máls í umræðunni og minnti á að þeg- ar fyrri skýrsla Samkeppnisstofnun- ar hefði komið út hefði hann gagnrýnt hana fyrir að sleppa umfjöllun um umsvif ríkisins í atvinnulífi. Af þeim sökum væri skýrslan nú mun betri þar sem umsvif ríkisins væru vel dregin fram. Í ljós kæmi að ríkið hefði mikið að gera í atvinnulífinu og því styddi niðurstaðan þau einkavæðing- arfrumvörp, sem fyrir lægju á Al- þingi. Skýrslan væri gagnlegt innlegg í umræðuna. Fákeppni á dagvörumarkaði Ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði margar fróðlegar upplýsingar koma fram í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Mesta athygli hans vakti fákeppnin á dag- vörumarkaðnum og stór hlutdeild Baugs og Kaupáss. Ísólfur greindi frá því að nýlega hefði hann átt fund með kartöflubændum í Þykkvabænum. Þar hefði komið fram að skilaverð til bænda væri 78 krónur fyrir tveggja kg poka. Slíkur poki væri seldur víða í verslunum á yfir 300 krónur og t.d. 319 kr. í Nýkaup. Ísólfur sagði þetta ótrúlegar upphæðir og því væri nauð- synlegt að fram kæmi í verðmerking- um, hvað ríkið fengi, framleiðandinn, milliliðurinn og seljandinn. Þá ætti að sjást raunverulega hver væri vinur neytenda. Selja á Landsvirkjun næst Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, benti á þá niðurstöðu Samkeppnisstofnunar að lítil tengsl væru á milli eignar og valds hér á landi sem væri líkt því fyrirbæri, sem hann hefði nefnt fé án hirðis. Stjórnendur ættu ekkert í fyrir- tækjunum og töpuðu þar af leiðandi ekki ef þeir gerðu mistök. Hann sagði fé án hirðis vaxa, þrátt fyrir tilburði til einkavæðingar. Pétur minnti á að mörg stór ríkisfyrirtæki vantaði í skýrsluna, t.d. Landspítalann, Há- skólann og orkufyrirtækin. Hvatti Pétur til þess að bretta upp ermar í einkavæðingunni og selja næst Landsvirkjun. Undir lok utandagskrárumræð- unnar þakkaði Össur Valgerði fyrir prýðileg svör við flestum sínum spurningum. Lýsti hann því yfir að Samfylkingin myndi óska eftir því á Alþingi næsta haust að skýrslan yrði tekin til ítarlegrar umræðu og þá gæti ráðherra lýst betur þeim ráðum sem hægt yrði að grípa til. „Niðurstaða þessarar umræðu er sú, að á öllum stöðum viðskiptalífsins er samkeppnin að minnka, fákeppnin að aukast og samþjöppunin er að aukast. Engar aðgerðir eru af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hvernig skyldi standa á því? Vegna þess að þetta gerist í skjóli ríkisstjórnarinnar, fyrst og fremst í skjóli Sjálfstæðisflokks- ins. Þess vegna er ekki gripið til neinna aðgerða,“ sagði Össur. Valgerður sagði í lokin, að orð Sam- fylkingarinnar um að draga ætti úr umsvifum ríkisins fylgdu ekki athöfn- um, þar sem flokkurinn hefði lýst sig andvígan frumvörpum um sölu bank- anna og Símans. Gagnrýndi hún einn- ig formann Vinstri-grænna fyrir svip- aðar sakir. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra um skýrslu Samkeppnisstofnunar Hagsmunir smærri eigenda tryggðir í hlutafélagalögum Morgunblaðið/Jim Smart Það hefur mikið mætt á þessum mönnum síðustu daga þingsins. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ræðir við stórmeistarann og skrifstofustjórann Friðrik Ólafsson. ÖKUMÖNNUM verður eftir 1. nóvember nk. bannað að nota far- síma við akstur án handfrjáls bún- aðar. Alþingi samþykkti lög þessa efnis á laugardagskvöld. Sam- kvæmt lögunum á dómsmálaráð- herra að setja nánari reglur um um notkun annars fjarskiptabúnaðar og svipaðs búnaðar við akstur. Lög þessi öðlast gildi þegar sex mán- uðir eru liðnir frá birtingu þeirra. Ekki skal þó refsa fyrir brot á þeim fyrr en ár er liðið frá gild- istöku laganna. Nýsett lög eru hluti af frumvarpi um breytingar á umferðarlögum, en með því var lögð til sú breyting að notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar verði bönnuð. Einnig voru lagðar til breytingar á ákvæðum umferðarlaga um öku- réttindi. Frumvarpið var byggt á tillögum starfshóps sem dómsmála- ráðherra skipaði til að fara yfir um- ferðarlög og reglur settar á grund- velli þeirra í þeim tilgangi að gera tillögur og ábendingar um atriði sem betur mættu fara í því skyni að auka umferðaröryggi og bæta umferðina. Í starfshópnum áttu sæti Þorgerður K. Gunnarsdóttir alþingismaður, sem var formaður hópsins, Hjálmar Björgvinsson að- alvarðstjóri, tilnefndur af ríkislög- reglustjóra, Ingvi Hrafn Óskars- son, aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra, Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, og Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs. Starfshópur- inn skilaði skýrslu sinni til dóms- málaráðherra í febrúar 2001. Þar er að finna fjölmargar tillögur um breytingar á lögum og reglum um umferðarmálefni. Að öðru leyti en fram kemur í frumvarpinu eru til- lögur hópsins til nánari athugunar í ráðuneytinu. Í meðförum allsherjarnefndar Alþingis var ákveðið að fresta af- greiðslu á þeim breytingum sem lagðar eru til um ökuréttindi í frumvarpinu þar sem þær þurfi að skoða frekar og í víðara samhengi. Nefndin leit hins vegar svo á að þar sem notkun farsíma án hand- frjáls búnaðar geti dregið úr færni ökumanns til að stjórna bifreið og þannig aukið hættu í umferðinni eigi að koma banni við notkuninni á sem fyrst. Því mælti nefndin með því að frumvarpið yrði samþykkt. Í greinargerð með lagafrumvarp- inu segir að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar í umferðinni sé augljóslega til þess fallin að draga úr færni ökumanns til að stjórna bifreið og auka hættu í umferðinni. Þetta styðjist við fjölda erlendra rannsókna. Af þessum sökum hafi mörg ríki lagt bann við notkun far- síma án handfrjáls búnaðar við akstur, þar á meðal Danmörk, Nor- egur, Bretland, Belgía, Grikkland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland. Ökumönnum bannað að tala í farsíma við akstur Alþingi samþykkir breytingar á umferðarlögum ALÞINGI samþykkti undir mið- nætti sl. laugardagskvöld heimild til að selja allt hlutafé ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum allra þingmanna stjórnarflokkanna, sex þingmenn vinstri-grænna greiddu atkvæði gegn því og ellefu þing- menn Samfylkingar og Frjálslynda flokksins greiddu ekki atkvæði. 32 sögðu þannig já, 6 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og 11 voru fjarver- andi. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, að með einkavæð- ingu Landssímans væri nýfrjáls- hyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum, sem vill koma sem flestum sviðum þjóðlífsins í hendur einkaðila til þess að græða á því, að vinna stór- an sigur. Þá sagði hann málið stóran bautastein á langri vegferð Framsóknarflokksins til hægri í ís- lenskum stjórnmálum. „Viðmiðun- artundur þannig að villugjarnar sál- ir geta leitað að þessum bautasteini vilji þær átta sig á því hvar Fram- sóknarflokkurinn er á vegi stadd- ur,“ sagði Steingrímur og kvaðst spá því að þetta mál verði ekki til farsældar, hið minnsta ekki því fólki sem byggði hinar strjálu byggðir. Lúðvík Bergvinsson, Samfylking- unni, sagði Samfylkinguna sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og benti á að í allri samkeppnisumræðunni svelg- ist mönnum ekki á við að selja fyr- irtæki með 80–90% markaðshlut- deild. „Við munum ekki standa að því að einkavæða einokun,“ sagði Lúðvík. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, sagði að þeir sem hefðu þá skoðun að einkarekstur væri heppi- legri en ríkisrekstur hljóti að gleðj- ast yfir þessu skrefi, þessari mestu einkavæðingu til þessa. Sala ríkissjóðs á Landssíman- um heimiluð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.