Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 10

Morgunblaðið - 22.05.2001, Síða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sagði skýrslu Samkeppnisstofnunar um stjórnunar- og eignatengsl í íslensku viðskiptalífi vera ítarlega og yfir- gripsmikla og ástæða væri til að þakka þeim, sem unnu að henni fyrir vel unnin störf. Hún sagði of snemmt að segja til um viðbrögð af hálfu Sam- keppnisstofnunar. Ráðherra var til andsvara um efni skýrslunnar í umræðu utan dagskrár á Alþingi sl. laugardag. Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar- innar, var málshefjandi og sagði hann það meginniðurstöðu skýrslu Sam- keppnisstofnunar að í atvinnulífinu séu skýr merki um pólitískt tengdar blokkir sem gæti sérhagsmuna. Þeim hafi Samfylkingin barist gegn. Tók Össur dæmi af kolbrabbanum „sem lifir og dafnar“ eins og hann orð- aði það. „Stærstu fyrirtækin á sviði trygginga, olíuverslunar, flutninga og ferðaþjónustu tengjast með gagn- kvæmu eignarhaldi. Stjórnunar- tengsl eru einnig mikil þar sem sömu aðilar sitja í stjórnum þessara fyrir- tækja og veita þeim forystu,“ sagði hann. „Niðurstaða mín er sú að óhófleg samþjöppun á smásölumarkaði hafi leitt til fákeppni, sem hefur stórskað- að neytendur með óhóflegu verði. Við erum að borga allt of mikið fyrir mat- inn okkar af því að tvær keðjur hafa hreðjatak á neytendum og kosta neytendur milljarða,“ sagði Össur og bætti því við, að skýrslan staðfesti einfaldlega allt, sem Samfylkingin hafi sagt um fákeppni og samþjöppun valds í samfélaginu í tengslum við stórfyrirtæki Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann lífeyrissjóði meira að segja hluta af pólitísku neti flokksins sem umlyki allt samfélagið og allt at- vinnulífið. Spurði hann ráðherra m.a. hvort hann teldi vísbendingar um að lífeyrissjóðir væru notaðir til að styrkja áhrif blokka í viðskiptalífinu. Valgerður sagði að í skýrslunni væri gefið til kynna að einn lífeyris- sjóður hefði fjárfest all nokkuð í einni fyrirtækjasamsteypu sérstaklega og annar sjóður í hinni stóru samsteyp- unni. „Má vera að þeirrar tilhneigingar hafi gætt á árum áður, að lífeyrissjóð- ir fjárfesti að einhverju leyti með þeim hætti sem háttvirtur þingmaður spyr um og að eitthvað eimi eftir af þessari fjárfestingastefnu sjóðanna. Ég tel hins vegar að landslagið í þess- um efnum hafi verið og sé að breytast, meðal annars vegna þess að í þessum hluta atvinnulífsins sem öðrum, er það krafa að arðbær sjónarmið verði höfð í fyrirrúmi í ríkara mæli en ef til vill hefur verið,“ sagði Valgerður. Ráðherra sagðist ekki sjá ástæðu til að setja sérstaka löggjöf um stöðl- uð útboð til að tryggja rétt minni- hlutaeigenda í fyrirtækjum. Hags- munir þeirra ættu að vera tryggðir í lögum um hlutafélög og einkahluta- félög, þar sem m.a. væri ákvæði sem skyldaði þann sem hefði eignast stór- an hlut í fyrirtæki til að kaupa hlut lít- illa hluthafa, væri þess óskað. Minnti ráðherra einnig á verðbréfalöggjöfina í þessu sambandi sem og að í hluta- félagalögum væri ákvæði um að hlut- hafar mættu ekki hygla sjálfum sér á kostnað annarra hluthafa. Slíkt gæti leitt til skaðabótaskyldu. Valgerður minnti á að í samkeppn- islögum væru ýmis úrræði sem ættu að tryggja að hagur neytenda væri ekki fyrir borð borinn. Í því sambandi nefndi hún bann við misnotkun mark- aðsráðandi stöðu fyrirtækja. Samkeppnisstofnun myndi kanna frekar þær ábendingar og ásakanir innlendra framleiðenda og heildsala um að matvörukeðjur hefðu notað kaupendastyrk sinn með óeðlilegum hætti og knúið fram ósanngjörn við- skiptakjör. Vaðið áfram í blindu Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, sagði niðurstöður Samkeppnisstofnunar ekki koma sér á óvart. Þær væru gagnleg kortlagn- ing á íslensku atvinnulífi og fróðlegt væri að bera þær saman við niður- stöður fyrri skýrslu stofnunarinnar. Einkunnarorðin væru skýr; vaxandi samþjöppun og fákeppni í olíuversl- un, tryggingastarfsemi, samgöngum og á fleiri sviðum. Ný fákeppnissvið hefðu skapast í almennri verslun og hátæknigreinum. „Samkeppnisstofnun varar við þessum aðstæðum og hefur oft bent á hversu erfitt sé að glíma við þær ef þeim er leyft að skapast. En ríkis- stjórn Íslands tekur ekkert mark á þessum niðurstöðum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks er á fullri ferð við að bæta við og búa til ný svið fákeppni eða einok- unar í bankastarfsemi og fjarskipt- um. Enn meiri samþjöppun hefur átt sér stað í sjávarútveginum,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði vandlifað í þess- um heimi, einkum ef maður héti Sam- keppnisstofnun. Ríkisstjórnin gerði hvoru tveggja; að skamma stofn- unina, spotta og gagnrýna skýrslur hennar þegar það ætti við, en setja síðan allt traust á hana þegar það hentaði málstaðnum hverju sinni. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tók til máls í umræðunni og minnti á að þeg- ar fyrri skýrsla Samkeppnisstofnun- ar hefði komið út hefði hann gagnrýnt hana fyrir að sleppa umfjöllun um umsvif ríkisins í atvinnulífi. Af þeim sökum væri skýrslan nú mun betri þar sem umsvif ríkisins væru vel dregin fram. Í ljós kæmi að ríkið hefði mikið að gera í atvinnulífinu og því styddi niðurstaðan þau einkavæðing- arfrumvörp, sem fyrir lægju á Al- þingi. Skýrslan væri gagnlegt innlegg í umræðuna. Fákeppni á dagvörumarkaði Ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði margar fróðlegar upplýsingar koma fram í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Mesta athygli hans vakti fákeppnin á dag- vörumarkaðnum og stór hlutdeild Baugs og Kaupáss. Ísólfur greindi frá því að nýlega hefði hann átt fund með kartöflubændum í Þykkvabænum. Þar hefði komið fram að skilaverð til bænda væri 78 krónur fyrir tveggja kg poka. Slíkur poki væri seldur víða í verslunum á yfir 300 krónur og t.d. 319 kr. í Nýkaup. Ísólfur sagði þetta ótrúlegar upphæðir og því væri nauð- synlegt að fram kæmi í verðmerking- um, hvað ríkið fengi, framleiðandinn, milliliðurinn og seljandinn. Þá ætti að sjást raunverulega hver væri vinur neytenda. Selja á Landsvirkjun næst Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, benti á þá niðurstöðu Samkeppnisstofnunar að lítil tengsl væru á milli eignar og valds hér á landi sem væri líkt því fyrirbæri, sem hann hefði nefnt fé án hirðis. Stjórnendur ættu ekkert í fyrir- tækjunum og töpuðu þar af leiðandi ekki ef þeir gerðu mistök. Hann sagði fé án hirðis vaxa, þrátt fyrir tilburði til einkavæðingar. Pétur minnti á að mörg stór ríkisfyrirtæki vantaði í skýrsluna, t.d. Landspítalann, Há- skólann og orkufyrirtækin. Hvatti Pétur til þess að bretta upp ermar í einkavæðingunni og selja næst Landsvirkjun. Undir lok utandagskrárumræð- unnar þakkaði Össur Valgerði fyrir prýðileg svör við flestum sínum spurningum. Lýsti hann því yfir að Samfylkingin myndi óska eftir því á Alþingi næsta haust að skýrslan yrði tekin til ítarlegrar umræðu og þá gæti ráðherra lýst betur þeim ráðum sem hægt yrði að grípa til. „Niðurstaða þessarar umræðu er sú, að á öllum stöðum viðskiptalífsins er samkeppnin að minnka, fákeppnin að aukast og samþjöppunin er að aukast. Engar aðgerðir eru af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hvernig skyldi standa á því? Vegna þess að þetta gerist í skjóli ríkisstjórnarinnar, fyrst og fremst í skjóli Sjálfstæðisflokks- ins. Þess vegna er ekki gripið til neinna aðgerða,“ sagði Össur. Valgerður sagði í lokin, að orð Sam- fylkingarinnar um að draga ætti úr umsvifum ríkisins fylgdu ekki athöfn- um, þar sem flokkurinn hefði lýst sig andvígan frumvörpum um sölu bank- anna og Símans. Gagnrýndi hún einn- ig formann Vinstri-grænna fyrir svip- aðar sakir. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra um skýrslu Samkeppnisstofnunar Hagsmunir smærri eigenda tryggðir í hlutafélagalögum Morgunblaðið/Jim Smart Það hefur mikið mætt á þessum mönnum síðustu daga þingsins. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ræðir við stórmeistarann og skrifstofustjórann Friðrik Ólafsson. ÖKUMÖNNUM verður eftir 1. nóvember nk. bannað að nota far- síma við akstur án handfrjáls bún- aðar. Alþingi samþykkti lög þessa efnis á laugardagskvöld. Sam- kvæmt lögunum á dómsmálaráð- herra að setja nánari reglur um um notkun annars fjarskiptabúnaðar og svipaðs búnaðar við akstur. Lög þessi öðlast gildi þegar sex mán- uðir eru liðnir frá birtingu þeirra. Ekki skal þó refsa fyrir brot á þeim fyrr en ár er liðið frá gild- istöku laganna. Nýsett lög eru hluti af frumvarpi um breytingar á umferðarlögum, en með því var lögð til sú breyting að notkun farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar verði bönnuð. Einnig voru lagðar til breytingar á ákvæðum umferðarlaga um öku- réttindi. Frumvarpið var byggt á tillögum starfshóps sem dómsmála- ráðherra skipaði til að fara yfir um- ferðarlög og reglur settar á grund- velli þeirra í þeim tilgangi að gera tillögur og ábendingar um atriði sem betur mættu fara í því skyni að auka umferðaröryggi og bæta umferðina. Í starfshópnum áttu sæti Þorgerður K. Gunnarsdóttir alþingismaður, sem var formaður hópsins, Hjálmar Björgvinsson að- alvarðstjóri, tilnefndur af ríkislög- reglustjóra, Ingvi Hrafn Óskars- son, aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra, Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, og Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs. Starfshópur- inn skilaði skýrslu sinni til dóms- málaráðherra í febrúar 2001. Þar er að finna fjölmargar tillögur um breytingar á lögum og reglum um umferðarmálefni. Að öðru leyti en fram kemur í frumvarpinu eru til- lögur hópsins til nánari athugunar í ráðuneytinu. Í meðförum allsherjarnefndar Alþingis var ákveðið að fresta af- greiðslu á þeim breytingum sem lagðar eru til um ökuréttindi í frumvarpinu þar sem þær þurfi að skoða frekar og í víðara samhengi. Nefndin leit hins vegar svo á að þar sem notkun farsíma án hand- frjáls búnaðar geti dregið úr færni ökumanns til að stjórna bifreið og þannig aukið hættu í umferðinni eigi að koma banni við notkuninni á sem fyrst. Því mælti nefndin með því að frumvarpið yrði samþykkt. Í greinargerð með lagafrumvarp- inu segir að notkun farsíma án handfrjáls búnaðar í umferðinni sé augljóslega til þess fallin að draga úr færni ökumanns til að stjórna bifreið og auka hættu í umferðinni. Þetta styðjist við fjölda erlendra rannsókna. Af þessum sökum hafi mörg ríki lagt bann við notkun far- síma án handfrjáls búnaðar við akstur, þar á meðal Danmörk, Nor- egur, Bretland, Belgía, Grikkland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland. Ökumönnum bannað að tala í farsíma við akstur Alþingi samþykkir breytingar á umferðarlögum ALÞINGI samþykkti undir mið- nætti sl. laugardagskvöld heimild til að selja allt hlutafé ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum allra þingmanna stjórnarflokkanna, sex þingmenn vinstri-grænna greiddu atkvæði gegn því og ellefu þing- menn Samfylkingar og Frjálslynda flokksins greiddu ekki atkvæði. 32 sögðu þannig já, 6 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og 11 voru fjarver- andi. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, að með einkavæð- ingu Landssímans væri nýfrjáls- hyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum, sem vill koma sem flestum sviðum þjóðlífsins í hendur einkaðila til þess að græða á því, að vinna stór- an sigur. Þá sagði hann málið stóran bautastein á langri vegferð Framsóknarflokksins til hægri í ís- lenskum stjórnmálum. „Viðmiðun- artundur þannig að villugjarnar sál- ir geta leitað að þessum bautasteini vilji þær átta sig á því hvar Fram- sóknarflokkurinn er á vegi stadd- ur,“ sagði Steingrímur og kvaðst spá því að þetta mál verði ekki til farsældar, hið minnsta ekki því fólki sem byggði hinar strjálu byggðir. Lúðvík Bergvinsson, Samfylking- unni, sagði Samfylkinguna sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og benti á að í allri samkeppnisumræðunni svelg- ist mönnum ekki á við að selja fyr- irtæki með 80–90% markaðshlut- deild. „Við munum ekki standa að því að einkavæða einokun,“ sagði Lúðvík. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, sagði að þeir sem hefðu þá skoðun að einkarekstur væri heppi- legri en ríkisrekstur hljóti að gleðj- ast yfir þessu skrefi, þessari mestu einkavæðingu til þessa. Sala ríkissjóðs á Landssíman- um heimiluð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.