Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 58
skoðanir þeirra á öðrum mynd- um í keppninni verið æði skipt- ar. Mynd um sonarmissi Herbergi son- arins er átakan- legt drama og fjallar um sam- rýmda fjöl- skyldu, sem verður fyrir miklu áfalli þeg- ar sonurinn ferst sviplega af slysförum. Fyrir verðlaunaaf- hendinguna hafði myndin hlotið einróma lof gagnrýn- enda, sem hrós- uðu Moretti sér- staklega fyrir raunsönn og til- finninganæm efnistök. Að lokinni verðlaunaafhendingunni sagðist Moretti ekki hafa búist við því að vinna Gullpálmann: „Ég hafði gert mér grein fyrir því að almennum bíógestum líkaði myndin, en að hún næði til dómnefndarinnar, það er allt annar handleggur. Þar að auki á það við um Cannes, líkt og aðrar há- tíðir, að það er ekki alltaf samræmi milli viðbragða gagnrýnenda og dómnefndar. Ég tók því lítið mark á því, þegar fólk sagði mér að ég væri sigurstranglegastur.“ Moretti segist hafa verið kominn heim til Rómar þegar hann fékk Melanie Griffith og Antonio Banderas voru á meðal fjölmargra stjarna í Cannes. ÍTALSKA kvikmyndin Her-bergi sonarins (La Stanza delFiglio) hlaut Gullpálmann ákvikmyndahátíðinni í Cannes sem lauk formlega í kvöld með verð- launaathöfn. Leikstjóri, handrits- höfundur og aðalleikari myndarinn- ar Nanni Moretti veitti Gullpálm- anum viðtöku við mikinn fögnuð við- staddra. Þrenn verðlaun féllu í skaut Pí- anókennarans, sem leikstýrt var af Þjóðverjanum Michael Haneke. Myndin hlaut önnur verðlaun keppninnar, sérstök dómnefndar- verðlaun (Grand Prix), og aðalleik- ararnir Isabelle Huppert og Benoit Magimel voru valin bestu leikararn- ir. Verðlaunum fyrir bestu leik- stjórn var deilt milli tveggja Banda- ríkjamanna, David Lynch fyrir Mul- holland Drive og Joel Coen fyrir The Man Who Wasn’t There. Bosn- íumaðurinn Danis Tanovic fékk verðlaun fyrir besta handritið, að myndinni No Man’s Land. Spekingar höfðu átt í hinu mesta basli með að koma auga á sigurveg- arana að þessu sinni og nöfnum fjölda mynda í aðalkeppninni hafði verið fleygt fram, en engin ein virt- ist sigurstranglegust. Myndin, sem á endanum sigraði, Herbergi son- arins, var sýnd þegar langt var liðið á hátíðina og mesti þrótturinn far- inn úr hátíðargestum og því þekktu fáir til hennar. Eftir að dómar um myndina tóku að birtast rétt fyrir helgi, varð hinsvegar ljóst, að þar var loksins komin sú mynd sem að minnsta kosti gagnrýnendur voru sammála um, en fram að því höfðu kallið í gær um að hraða sér aftur til Cannes en hann segist ekki hafa haft hugmynd um hvers vegna. Að öllu gríni slepptu Hinn 48 ára gamli Nanni Moretti er meðal virtustu kvikmyndagerð- armanna Ítala og á að baki eina heimildarmynd og átta leiknar kvik- myndir, þar á meðal Kæra dagbók (Caro Diario), sem var sú fyrsta til að vekja á honum heimsathygli, árið 1993. Herbergi sonarins er lang „al- varlegasta“ myndin hans til þessa en fram að henni hefur sérstök kímnigáfa verið hans aðall. Þegar hann var spurður að því á sunnu- dagskvöldið, hvers vegna hann hefði ákveðið að venda kvæði sínu í kross og takast á við eins erfitt við- fangsefni og sorgina, svaraði hann, að hann vildi þróa áfram titilper- sónu sína úr fyrri myndunum og setja hana í allt aðrar og mun átak- anlegri aðstæður: „Þegar ég bjó til söguna hafði ég litlar áhyggjur af því að efnið væri of erfitt, því ég vissi nákvæmlega hvernig ég ætlaði að kvikmynda hana. Sú varð raunin þegar tökur hófust og ég hef aldrei verið ein- beittari.“ Ögrandi píanókennari Píanókennarinn er þegar orðinn umdeild fyrir ögrandi efnistök, en myndin er gerð eftir sögu austur- rísku skáldkonunnar Elfriede Jel- inek og fjallar um samband kyn- ferðislega bældrar konu, sem er píanókennari og eins nemanda hennar. Leikstjórinn Haneke var spurð- ur, hvort það hafi ekki verið erfitt að fá sigurleikarana tvo til að taka að sér þessi vandasömu hlutverk og svaraði hann óhikað að svo hafi ekki verið. Huppert bætti við að honum hafi fundist handritið svo gott, að það hafi ekki verið hægt að neita, en Magimel sagði tækifærið til að fá að leika á móti Huppert hafa ráðið mestu um sína ákvörðun. Maðurinn sem var víðs fjarri David Lynch veitti leikstjóra- verðlaununum viðtöku en landi hans Joel Coen tók sér titil myndar sinn- ar til fyrirmyndar og var víðs fjarri. Lynch sagði að sér væri mikill heiður að deila verðlaununum með Coen, þar sem hann hefði löngum haft dálæti á verkum þeirra Coen- bræðra. Hann sagðist ennfremur vera mjög upp með sér af að eiga mynd á Cannes-hátíðinni og að sigra, í ofanálag, væri alveg yndis- legt. Þegar Lynch var spurður að því hvort honum þætti keppni um bestu myndirnar yfirleitt eiga rétt á sér, sagði hann að honum þætti það um margt fáránlegt, því slíkt mat væri ætíð huglægt og undir hverj- um komið. En hann sagðist samt skilja hvers vegna efnt væri til slíkrar keppni, því hún drægi at- hyglina að slíkum hátíðum. Á sunnudagskvöldið tókst alla vega að draga athyglina enn eina sinni að kvikmyndahátíðinni í Cann- es, sem er hin 54. í röðinni, og verð- ur hún órjúfanlega tengd Ítalanum Nanni Moretti og kvikmynd hans „Herbergi sonarins“. Ítalska myndin Herbergi son- arins sigraði Kvikmyndahátíðinni í Cannes lauk á sunnu- daginn með afhendingu verðlauna. Hápunktur kvöldsins var þegar sjálfur Gullpálminn, aðalverðlaun keppninnar í Cannes, var afhentur. Skarphéðinn Guð- mundsson og Halldór Kolbeins ljósmyndari fylgdust með athöfninni og fengu viðbrögð vinningshafa að henni lokinni. FÓLK Í FRÉTTUM 58 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ David Lynch ásamt leikkonunni Lauru Herring en Lynch deildi leikstjórnarverðlaununum með Coen. Michael Haneke, leikstjóri myndarinnar Píanókennarinn, ásamt leikurunum Isabelle Huppert og Benoit Magimel. Ítalski leikstjórinn Nanni Moretti hampaði Gullpálmanum í Cannes fyrir mynd sína Herbergi sonarins. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gullpálminn í Cannes afhentur á sunnudagskvöldið skarpi@mbi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.