Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ JOHN BOWIS var ráðherra í heil- brigðisráðuneytinu í ríkisstjórn John Majors og segir hann áhugann á geðheilbrigðismálum hafa vaknað fyrir alvöru í ráðherratíð sinni. Þeg- ar íhaldsmenn misstu völdin í Bret- landi bað Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in, WHO, Bowis að taka að sér að vera í forsvari fyrir alþjóðaherferðir stofnunarinnar til að vekja athygli á málefnum geðheilbrigði annars veg- ar og taugasjúkdóma s.s. flogaveiki hins vegar. Bowis ferðaðist um ára- bil um heimsálfurnar þar sem hann „bankaði á dyrnar hjá ríkisstjórn- um, læknum og almenningi til að vekja athygli á þessum málefnum og koma þeim á kortið,“ eins og hann segir sjálfur. Geðsjúkdómar eru sá sjúkdóms- flokkur sem vex hvað örast í nútíma- samfélagi. Geðsjúkdómar eiga eftir að fara fram úr hjartasjúkdómum fyrir árið 2020sem sá þáttur sem veldur mestri örorku. „Kostnaðar- byrðin vegna geðsjúkdóma verður gífurleg og ef við förum ekki að láta hendur standa fram úr ermum og gera eitthvað í þessum málum eig- um við eftir að þurfa að takast á við gríðarstórt heilbrigðisvandamál inn- an fárra ára,“ segir Bowis og bætir við: „Við verðum að bæta heilbrigð- isþjónustuna – okkur hættir allt of mikið til að hugsa einungis um lækningu sjúkdóma en ekki forvarn- ir, geðsjúkdóma en ekki geðheil- brigði. Ríkisstjórnir verða að veita fé til forvarna því vandinn er eins og snjóbolti, hann veltir upp á sig ef ekkert er að gert og vandamálið verður sífellt stærra og dýrara því lengur sem litlum eða engum fjár- munum er varið til þessa mála- flokks. Það að leggja fjármuni til geðverndar er því fjárfesting til framtíðarinnar.“ Spurður hversu miklu fé þurfi að verja til þessara málaflokka brosir hann og svarar að það verði seint nægum peningum kostað til og stundum sé farvegur fjármunanna óskiljanlegur. Í Bret- landi er t.d. 10 sinnum meira fé veitt til holdsveikistofnana árlega en til flogaveikisjúklinga. „Þetta er sorg- leg og fáránleg staðreynd, að sjúk- dómur sem hefur verið útdauður í Bretlandi um áratuga skeið skuli fá hærri styrkveitingar en miklu brýnna verkefni sem snertir fjölda fólks á hverjum degi.“ Fordómaráðherrann Bowis hefur í starfi sínu sem Evr- ópuþingmaður lagt megináherslu á aukna vitund almennings og skiln- ing á sjúkdómum sem virðast ósýni- legir og fólk óttast og hefur jafnvel ríka fordóma um. „Við verðum að berjast gegn þeim fordómum sem hafa alltaf fylgt þessum sjúkdómum, ég var á tíma- bili kallaður fordómaráðherrann vegna þess hversu heilbrigðisráðu- neytið tekur á mörgum málaflokk- um sem fordómar ríkja í kringum. Sama hvaða stöðu við gegnum í samfélaginu þá verðum við að berj- ast gegn fordómum og skömm sem enn í dag er nánasti fylgifiskur geð- og taugasjúkdóma. Það er stað- reynd að fólk hefur meiri skilning og samúð með þeim sem eru með „sýni- lega“ sjúkdóma, taugasjúkdómar og geðvandamál eru vandséðari og skilningur á þeim svo miklu minni. Sjálfur er ég sykursjúkur og fólk á ekkert erfitt með að skilja þann sjúkdóm því mikil fræðsla hefur átt sér stað um orsakir, afleiðingar og meðferðarmöguleika sykursýki og sjúkdómurinn því ekki lengur skrít- inn og dularfullur.“ Spurður hvernig hann telji best að vinna á fordómum svarar Bowis að fræðsla sé þar lykilatriði. „Það er líka nauðsynlegt að fólk sem hefur einhvern þessara ósýnilegu sjúk- dóma tali um þá opinberlega og svipti þannig leyndardómshulunni af ástandinu. Starfsfélagi minn á breska þinginu kom út úr skápnum nýlega og sagði þjóðinni að hann væri með Parkinsonsveiki, hann hef- ur þjáðst af þeim sjúkdómi um ára- bil og fólk hefur haft hann á milli tannanna allan þann tíma, giskað á hvað amaði að honum og svo fram- vegis. Hann vildi aldrei segja frá sjúkdómi sínum af hræðslu við að fólk myndi missa trú á honum sem þingmanni og færi bara að líta á hann sem sjúkling. Loks ákvað hann að vera opinskár og þjóðin hefur sýnt honum mikinn skilning. Þetta á vonandi eftir að verða hvatning fyrir aðra að viðurkenna sjúkdóm sinn út á við. Það er sorglegt að verða vitni að því hve allt of margir einstakling- ar sem eru að ná góðum árangri í sinni starfsgrein kjósa að þegja yfir sjúkdómi sínum af ótta við almenn- ingsálitið og þann skaða sem gæti orðið ef þeir segðu frá. Þessi vandi heyrir sögunni til ef við náum að vekja skilning almennings og horf- ast í augu við ótta okkar og for- dóma. Við þurfum að sýna fram á að fólk getur tekist á við og sigrað sjúkdóma sína, hverjir sem þeir eru.“ Bowis nefnir í framhjáhlaupi dæmi um hversu fordómar eru lang- lífir. Allt til ársins 1970 var floga- veikum t.d. bannað að giftast í Bret- landi, og í Bandaríkjunum giltu á sama tíma lög í mörgum fylkjanna sem gátu meinað flogaveikum að fara á veitingahús, í leikhús og í op- inberar byggingar. Auk þess voru flogaveikisjúklingar gerðir ófrjóir í átján ríkjum Bandaríkjanna allt til ársins 1956. Nútíminn er lítið skárri og nefnir Bowis að í Þýskalandi og Ítalíu dagsins í dag eru 20% floga- veikra atvinnulaus og önnur 20% fara á ótímabær eftirlaun. „Þetta eru aðeins örfá dæmi um hversu grimmir, rangir og miskunn- arlausir fordómar eru og þetta eru bara dæmi um flogaveiki, geðsjúk- dómasögurnar geta verið miklu svæsnari. Þegar fólk öðlast skilning á að hægt er að ná stjórn á sjúkdóm- um, jafnvel þó ekki sé hægt að lækna þá alla, þá hætta þessir til- gangslausu fordómar og þungri byrði er létt af þeim sem þurfa að kljást við sjúkdómana. Manni virðist það nógu þungbært að þurfa að tak- ast á við erfiðan sjúkdóm þótt ein- staklingurinn þurfi ekki líka að horf- ast í augu við hræðslu annarra.“ Klúbbhúsin undirstöðuatriði í geðheilbrigðiskerfinu „Það þarf að leggja nýjar áherslur í geðheilbrigðismálum, forgangs- raða verkefnum á annan hátt. Við þurfum að koma þeirri staðreynd á framfæri að við getum öll veikst á geði – hvenær sem er. Tölfræðin segir okkur að einn af hverjum þremur á eftir að finna fyrir geð- vandamálum einhvern tíma á ævinni og það segir sig sjálft að þessi eini getur verið hver sem er í fjölskyld- unni okkar, einhver sem okkur þyk- ir vænt um. Það er því skylda okkar að veita þá heilbrigðisþjónustu sem við vildum sjálf að ættingjar okkar fengju að njóta ef þeir veiktust. Þetta þýðir að það þarf að breyta ýmsu í núverandi kerfi, við verðum að bjóða upp á mannúðlegri með- ferðarúrræði, og tala um þá þætti sem vantar oft í umræðunni um geð- heilsu, þ.e. að koma í veg fyrir sjúk- dóminn. Það þarf einnig að leggja aukna áherslu á framhaldsmeðferð fyrir fólk sem hefur gengið í í gegn- um geðsjúkdómaferlið og fylgja þeim árangri sem það hefur náð í baráttunni við sjúkdóm sinn með öflugri eftirmeðferð. Klúbbhúsin, eins og Klúbburinn Geysir sem Ís- lendingar hafa stofnsett og rekið, eru nauðsynlegur liður í endurhæf- ingu geðsjúkra og gera þeim kleift að verða aftur virkir þjóðfélags- þegnar. Klúbbarnir efla sjálfstraust fólks, hjálpa því að fá vinnu, geta þegar best lætur verið eins og annað heimili þar sem ríkir skilningur á aðstæðum hvers og eins og enginn þarf að finna fyrir fordómum sem eru svo tengdir andlegum sjúkdóm- um. Það má því segja að klúbbhúsin séu n.k. aðalbækistöð fólks á bata- vegi. Klúbbarnir eru því undirstöðu- atriði sem þarf að efla í góðu geð- heilbrigðiskerfi. Það hefur sýnt sig að þetta form endurhæfingar virkar mjög vel og skilar árangri, fólk veik- ist síður aftur og er sjaldnar lagt inn á sjúkrahús. Þarna kemur beinn sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið sem ekki er hægt að líta fram hjá. Forvarnir eru ekki bara heilbrigðis- mál heldur lífsspursmál sem snertir öll svið þjóðlífsins. Ef fólk borðaði betur, hreyfði sig meira og keyrði varlegar þá mætti spara heilmikinn pening í þjóðfélaginu en þetta eru útópískar hugsanir en klúbbhúsin eru hins vegar raunveruleg og skila árangri,“ segir Bowis og brosir að tilhugsuninni um betri og skynsam- legri heim. Vinna þarf bug á fordómum tengdum geðsjúkdómum Morgunblaðið/Sigurður Jökull John Bowis Evrópuþingmaður hefur unnið að geðheilbrigðis- málum um árabil og öðlast víð- tæka reynslu af þeim. Fræðsla og skilningur lykilatriði Breski Evrópuþingmaðurinn John Bowis er staddur hér á landi til að halda fyrirlestur um geðheilbrigði á norrænni ráðstefnu klúbbsins Geysis. Jóhanna K. Jóhannesdóttir ræddi við Bowis um þennan sívaxandi málaflokk og vanda og lausnir tengdar honum. jkj@mbl.is SIGURSTEINN Baldursson hjól- reiðamaður hélt af landi brott í gær til að hefja háfjallaleiðangur sinn á fjallahjóli frá nyrstu strönd Alaska að syðsta odda Argentínu. Fyrirhuguð leið er 33 þúsund km löng, þar af 400 km á vegum og mun hjólaferðalagið vera hið lengsta sinnar tegundar í heim- inum. Leið Sigursteins liggur um 15 þjóðlönd eftir torfærum stígum og slóðum. Hyggst hann ennfremur klífa hæsta fjall hvers lands á leið- inni, m.a. tvo af Hátindunum sjö, annars vegar hæsta fjall Norður- Ameríku, McKinley, sem er 6.194 m hátt, og hins vegar hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconcagua, 6.595 m. Sigursteinn sagði á blaða- mannafundi í gær að kvíðvænleg- asti þáttur ferðarinnar væri sjálf- ur brottfarardagurinn þegar komið væri að kveðjustund. Sagði hann að þótt kílómetrarnir væru margir væri ekki aðalmarkmiðið að safna þeim sem slíkum, heldur minningum á fjölbreyttri leið. Vegna leiðangursins hafa Skóla- vefurinn ehf. og nokkrir valdir skólar á landinu ákveðið að nýta tækifærið og búa til námsefni sem tekur mið af því svæði sem Sigur- steinn fer yfir á ferð sinni. Bakvarðasveit Sigursteins er skipuð Herði Gunnarssyni mark- aðsstjóra, Þorkatli Þorkelssyni ljósmyndara og Þorsteini G. Gunnarssyni fjölmiðla- og upplýs- ingafulltrúa. Morgunblaðið/Þorkell Háfjallaleiðangur hafinn UM ÞESSAR mundir stendur yfir námskynning hjá ýmsum deildum Háskóla Íslands. Kynningin er ætluð nýstúdentum sem og öðrum sem vilja kynna sér hvaða nám er í boði innan deildanna en nemendur og kennarar verða á staðnum og svara spurningum, að sögn Halldóru Tóm- asdóttur kynningarstjóra HÍ. Halldóra segir kynninguna núna vera minni en kynninguna sem hald- in er árlega í apríl og því sé auðveld- ara að ná persónulegri tengingu við kennara og fá góða innsýn í námið. Í dag verður guðfræðideild með kynn- ingu í stofu 5 í Aðalbyggingu og heimspekideild í Nýja-Garði. Á morgun verður kynning á námi hjúkrunarfræðideildar í Eirbergi og hjá tannlæknadeild í Læknagarði. Þriðjudaginn 29. maí verður síðan kynning hjá lyfjafræðideild í Haga á Hofsvallgötu 53 og á miðvikudag hjá félagsvísindadeild í Odda. Allar þessar kynningar standa yfir frá kl. 15–18. Þá mun viðskipta- og hag- fræðideild vera með fyrirlestra og umræður í stofu 101 í Odda á mið- vikudag kl. 17 en einnig heldur Námsráðgjöf daglega tvo kynning- arfundi, fyrir og eftir hádegi, til 6. júní. Þar er einnig hægt að taka áhugasviðspróf sem kostar 3.500 krónur. Námskynning hjá ýmsum deildum HÍ SKÓLARÁÐ Skálholtsskóla ákvað á fundi sínum í gær að mæla aftur með Guðmundi Einarssyni kennara í stöðu rektors við skólann. Fyrr í þessum mánuði frestaði kirkjuráð ráðningu rektors þar sem það taldi að Guðmundur uppfyllti ekki öll skil- yrði fyrir ráðningu. Þegar starfið var auglýst kom fram að umsækjendur yrðu að hafa háskólapróf og þekk- ingu og reynslu í kirkjulegu starfi. Guðmundur er með próf úr Kenn- araskóla Íslands. Taldi kirkjuráð það ekki jafngilda háskólaprófi og óskaði kirkjuráð eftir nýrri og rökstuddri tillögu um ráðstöfun starfsins. Fimm skólaráðsfulltrúar af sjö mæltu aftur með Guðmundi, sem er kennari við Reykholtsskóla og segj- ast þeir í rökstuðningi sem fylgir til- lögunni telja að hann uppfylli skil- yrði fyrir ráðningunni. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skál- holti, formaður skólaráðs, segir að ekki verði gefið frekar upp hvað seg- ir í rökstuðningnum, þar til kirkju- ráð hefur séð tillögurnar. Til vara mæltu þessir sömu fimm með Árna Svani Daníelssyni guðfræðingi. Tveir fulltrúar mæltu með sr. Bern- harði Guðmundssyni, starfsmanni á biskupsstofu, í starf rektors. Skólaráð Skálholtsskóla Enn mælt með Guð- mundi Einarssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.