Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GÆR ákvað stjórn Tæknivals að ganga til viðræðna við Aco um sameiningu fyrirtækjanna. Í til- kynningu frá Tæknivali segir að með sameiningu þeirra yrði til stærsta tölvu- og upplýsingatækni- fyrirtæki á landinu með tækni- lausnir og búnað frá Sony, Cisco, Compaq, Fujitsu Siemens, Apple, Microsoft, Panasonic og Thomson auk fjölda annarra viðurkenndra aðila. „Með sameiningu yrði jafnframt rennt sterkari stoðum undir rekst- urinn þannig að fyrirtækin stand- ist betur þær sveiflur sem ríkja í íslensku starfsumhverfi.“ Sameiginleg velta sex til sjö milljarðar Ætla má að sameiginleg velta Tæknivals og Aco sé á bilinu sex til sjö milljarðar króna á ári. Opin kerfi eiga 31% í Tæknival og 26% hlut í Aco en bæði fyrirtækin voru rekin með nokkru tapi á fyrsta fjórðungi ársins sem skýrir að hluta minnkandi hagnað hjá Opn- um kerfum. Árni Sigfússon, framkvæmda- stjóri Tæknivals, segir að viðræð- ur séu á frumstigi en eðlilegt og skylt sé að greina frá að slíkar við- ræður standi fyrir dyrum. Bjarni Ákason, framkvæmda- stjóri Aco, segir að Tæknival hafi átt frumkvæðið að viðræðunum og stjórnendur Aco ætli sér að skoða málin og sjá hvað Tæknivalsmenn hafi fram að færa. Við birtingu ársuppgjörs Tækni- vals um miðjan febrúar tilkynntu stjórnendur félagsins að gert væri ráð fyrir 11% veltuaukningu á þessu ári og að hagnaður ársins eftir skatta yrði yfir 120 milljónir króna. Árni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Tæknivals, gat þess einnig að fyrirtækið myndi leggja á borð áætlun um hagnað á hverj- um ársfjórðungi á yfirstandandi ári til þess að viðskiptalífið gæti fylgst glöggt með. Ljóst er að veð- ur hafa skipast skjótt í lofti í rekstri Tæknivals: félagið var rek- ið með 88,5 milljóna tapi á fyrsta ársfjórðungi og rekstrartekjur stóðu nánast í stað milli tímabila. Þurfum að herða róðurinn enn frekar Aðspurður um afkomuna á fyrsta ársfjórðungi segir Árni að gengisbreytingar hafi haft veruleg áhrif á afkomuna eins og hjá öðr- um fyrirtækjum. Kostnaðarliðir hafi verið þyngri á fyrirtækinu en gert hafi verið ráð fyrir, bæði vegna opnunar Office 1 verslana sem samkvæmt áætlun áttu að skila tekjum á fyrsta ársfjórðungi, þ.e. tekjur hefðu átt að byrja að koma inn í mars. Framkvæmdir hafi hins vegar dregist þannig að tekjurnar byrji ekki að koma inn fyrr en á öðrum fjórðungi en allur kostnaður hafi fallið til á fyrsta fjórðungi og það sé úr takti við áætlanir. Veltuauking hjá BT hafi numið 10% en kostnaður vegna fjölgunar verslana og aukningar á verslunarrými hafi einfaldlega ver- ið meiri en sem nemi veltuaukn- ingunni. Ljósu punktarnir í rekstrinum séu í kjarnaþjónustu eða þjónustu við stórnotendur, þar hafi afkoma verið betri en áætlað var. Einnig sé öll tækniþjónusta á áætlun. Gengisbreytingar, tafir á opnun Office 1 og kostnaðaraukning hjá BT séu meginskýringarnar á frá- viki frá áætlunum. „Þetta kom þyngra niður en við gerðum ráð fyrir og þetta liggur þungt á okk- ur, fyrirtækið hefur ekki mikið þol af þessu tagi og þess vegna þarf að bregðast við og við höfum reyndar þegar sagt að við myndum leita leiða til þess að herða róðurinn og auka hagræðinguna,“ sagði Árni. Aðspurður segir Árni að samein- ingarviðræður við Aco séu eðlilega hluti af því að styrkja Tæknival í erfiðara umhverfi. Sameiningarviðræð- ur Tæknivals og Aco VINNSLUSTÖÐIN hf. hefur und- irritað samning um kaup á öllum hlutabréfum í Jóni Erlingssyni ehf. í Sandgerði. Samningurinn er með fyrirvara um samþykki stjórnar Vinnslustöðvarinnar og hefur félag- ið frest til 31. maí til að fullnusta kaupsamninginn. Helstu eignir Jóns Erlingssonar ehf. eru fiskvinnsluhús í Sandgerði, vélbáturinn Æskan GK 222 auk aflaheimilda sem nema 1.750 þorskígildistonnum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, segir að með þessum kaupum sé Vinnslustöðin fyrst og fremst að verða sér úti um auknar aflaheim- ildir. Æskan sé lítið skip sem ekki sé í útgerð og verði það væntanlega ekki. Sigurgeir segir að miðað við 750 til 800.000 tonna úthlutun í loðnu þá hafi Vinnslustöðin haft 10.700 tonna þorskígildiskvóta en eftir þessi kaup aukist kvóti fyrir- tækisins um liðlega 15% eða í um 12.450 þorskígildistonn. Fram- leiðslugetan sé fyrir hendi hjá Vinnslustöðinni og því þurfi ekki að leggja í neinar fjárfestingar vegna aukins kvóta. Samningurinn kveður meðal annars á um heimild Vinnslu- stöðvarinnar til að framselja hluta hins keypta til þriðja aðila og segir Sigurgeir að menn hafi einfaldlega viljað hafa þennan fyrirvara inni í samningnum, ekki séu neinar áætl- anir um að selja þriðja aðila. Verði kaup Vinnslustöðvarinnar á hluta- bréfum í Jóni Erlingssyni ehf. stað- fest er gert ráð fyrir að fiskvinnslu- hús fyrirtækisins í Sandgerði verði selt en Vinnslustöðin hf. haldi eftir aflaheimildum, bátnum og veiðar- færum. Aflaheimildir aukast um 15% Vinnslustöðin kaupir Jón Erlingsson Æskan er kvótamikið skip þótt það sé aðeins ellefu brúttólestir að stærð. HAGNAÐUR Opinna kerfa var 4,1 milljón króna eftir skatta sam- anborið við 102 milljónir árið áður. Rekstrar- hagnaður fyrir fjár- magnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 103 millj- ónir króna en 239 millj- ónir árið áður. Að sögn Frosta Bergssonar, stjórnarformanns Op- inna kerfa, munar mest um að á fyrsta ársfjórð- ungi í fyrra hafi verið mikill söluhagnaður eigna hjá Skýrr hf., dótt- urfyrirtæki Opinna kerfa. Þá sé ljóst að hlutdeildarfélög Opinna kerfa, Tæknival og Aco, dragi niður afkom- una en nokkur taprekstur var á báð- um þessum félögum á fyrsta fjórð- ungi ársins. Rekstur móðurfélags gekk mjög vel Rekstrartekjur samstæðunnar stóðu nánast í stað á milli tímabila og voru 1.412 milljónir. Frosti segir að rekstur móðurfélagsins hafi gengið mjög vel, veltuaukningin hafi verið um 22% og rekstrarhagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði hafi numið 60 milljónum, sem er um 13% aukn- ing. „Aukningin í rekstrartekjum og rekstrarhagnaði móðurfélagsins er meiri en gert var ráð fyrir í áætl- unum. Vörubirgðir hafa aukist að- eins, en viðskiptakröfur hafa dregist saman miðað við síðustu áramót. Við erum ánægðir með aldurssamsetn- ingu birgða og viðskiptakrafna og hefur vel tekist til í umsjón með þeim.“ Neikvæð áhrif hlut- deildarfélaga Áhrif dótturfélag- anna Tölvudreifingar og Skýrr voru jákvæð um átta milljónir króna fyrir skatta en voru jákvæð um 79 milljónir árið áður. Áhrif hlutdeildar- félaga voru samtals neikvæð um 37 millj- ónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en voru jákvæð um 10 millj- ónir árið áður. Frosti segir að þar muni mest um Tæknival en taprekst- ur þar hafi verið verulegur það sem af er árinu og rekstur Aco hafi einnig skilað verulegu tapi. Aðspurður um sameiningarvið- ræður Tæknivals og Aco segist Frosti telja að þau geti náð fram mikilli hagræðingu með samruna, það séu góðar líkur á að þarna geti orðið til sterk eining, ef menn beri gæfu til þess að ná saman. Frosti segir að Opin kerfi hafi ekki selt hlutabréf úr safni sínu á fyrsta fjórðungi ársins og því sé ekki um að ræða söluhagnað eigna á tímabilinu. Í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2000 kemur fram, að í áætlunum fyr- ir rekstrarárið 2001 sé gert ráð fyrir að hagnaður eftir skatta verði yfir 280 milljónir og segir Frosti að for- ráðamenn félagsins telji ekki ástæðu til að breyta þeirri áætlun að svo stöddu. Minni hagnaður Frosti Bergsson Fjórðungsuppgjör Opinna kerfa hf. Í MORGUNBLAÐINU á laugar- dag sagði Henrik Stensen upplýs- ingafulltrúi SAS að markmið nýrrar yfirstjórnar SAS-flugfélagsins séu skýr og félagið ætli sér að taka virkan þátt í endurskipulagningu evrópsks flugmarkaðar á næstu fimm til tíu árum. Aðspurður um möguleg kaup á hlutabréfum í Flugleiðum sagði Stensen að ekki liggi fyrir beinar áætlanir um slíkt og að félagið haldi öllum mögu- leikum opnum í því sambandi. Hörður Sigurgestsson stjórnar- formaður Flugleiða segir að Flug- leiðir séu í markaðssamstarfi við SAS um flug og tengingar innan Evrópu. Undanfarin misseri hafi félagið einnig verið með samstarf á flugleiðum til Boston, Baltimore, Minneapolis og Orlando í Banda- ríkjunum frá öllum höfuðborgum Norðurlanda. Hörður segir að Flugleiðir hafi áhuga á því að efla það markaðssamstarf ef það finnist möguleikar til þess en SAS fljúgi ekki beint á neina af þessum stöð- um. Kaupa 68% í Braathens Á mánudag keypti SAS 68% í norska flugfélaginu Braathens á um 12 milljarða íslenskra króna. Að sögn Harðar eru kaup SAS á Braathens staðfesting á því að það sé ekki markaður fyrir samkeppni í innanlandsflugi. Í viðtali við Fin- ancial Times nýverið sagði nýr for- stjóri SAS að félagið ætlaði sér að vera virkur þátttakandi í þeirri endurskipulagningu sem myndi fara fram á evrópskum flugmarkaði næstu fimm til tíu ár. Hörður segir að flugmarkaðurinn í Evrópu hafi verið á mikilli hreyfingu undanfar- ið. Flugbandalög hafi verið að myndast án þess að um hafi verið að ræða miklar eða beinar eigna- tengingar. Áhersla Flugleiða sé hér eftir sem hingað til að reka öflugt flugfélag með tíðar ferðir bæði til Evrópu og Ameríku. Þetta hafi meðal annars orðið til þess að ferðamannastraumurinn hingað til lands hefur tvöfaldast á skömmum tíma. Hörður segir að það séu eng- in áform eða umræður um eigna- tengl við SAS að svo stöddu. Frekara samstarf við SAS ekki í burðarliðnum Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.