Morgunblaðið - 22.05.2001, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 22.05.2001, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. „ÞAÐ er óhætt að segja að það hafi dimmt yfir byggðinni þegar okkur bárust fréttir af afgreiðslu Alþingis á þessu máli,“ segir Ólafur M. Birgis- son, sveitarstjóri á Tálknafirði, við Morgunblaðið um kvótasetningu meðafla á smábátum, en frumvarp um að fresta kvótasetningunni náði ekki fram að ganga á Alþingi um helgina. Bæjar- og sveitarstjórar nokkurra sjávarbyggða, sem Morgunblaðið ræddi við, segja að gildistaka laga um kvótasetninguna muni hafa veru- leg áhrif á afkomu fyrirtækja og ein- staklinga í byggðarlögunum. Þeir segja að stjórnvöld verði að koma til móts við kröfur trillukarla til að koma í veg fyrir byggðaröskun og at- vinnuleysi. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir nið- urstöðu Alþingis vera mikil von- brigði og áhrif kvótasetningarinnar verði viðtæk. Í framhaldinu verði að skoða út frá öðrum viðhorfum hvern- ig eigi að tryggja atvinnuöryggi á svæðinu. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir engin loforð hafa ver- ið gefin um sértækar aðgerðir vegna kvótasetningar á veiðar smábáta, en samkomulag náðist ekki milli stjórn- arflokkanna um helgina að fresta gildistöku kvótasetningar á næsta fiskveiðiári. Kristinn H. Gunnarsson andvígur frumvarpi um frestun Frumvarpsdrög þess efnis voru tilbúin og samþykki þingflokka stjórnarflokkanna lá fyrir nema hvað að andstaða þingflokksfor- manns framsóknarmanna og vara- formanns sjávarútvegsnefndar, Kristins H. Gunnarssonar, kom í veg fyrir það á endanum að frumvarpið var lagt fram. Í frumvarpsdrögunum er haldið fast við áformaða kvótasetningu en ákvæði bætt við til bráðabrigða sem kveður á um viðbótarkvóta á ýsu upp á 1.800 tonn og 1.500 tonn fyrir stein- bít. Einnig er kveðið á um að hver aðili sem eigi rétt til uppbóta í ýsu og steinbít vegna fjárfestinga fái aldrei uppbætur nema á einn bát í eigu sinni. Segir að slík takmörkun sé nauðsynleg vegna þeirra tilvika, þar sem einn aðili kaupir veiðileyfi vegna breytinga á tveimur bátum í eigu sinni. „Það er rétt að ég var og er andsnúinn þessu frumvarpi. Einfald- lega vegna þess að ég er andsnúinn því að kvótasetja smábátana á með- an vinna stendur yfir við endurskoð- un fiskveiðistjórnunarkerfisins í heild sinni,“ segir Kristinn H. Gunn- arsson m.a. í Morgunblaðinu í dag og bendir á að kvótasetningin þýði að smábátar veiði 8.000 tonnum minna en áður. Morgunblaðið/Ásdís Veiðar smábáta skipta miklu máli fyrir atvinnu í mörgum byggðarlögum á landinu og gæti gildistaka laga um kvótasetninguna haft víðtæk áhrif. Áhyggjur í sjávarplássum vegna kvóta á smábáta Dimmdi yfir byggð- inni við fréttirnar  Engin loforð/32  Trillurnar/33 NÝTT hlutafélag, Húsavík – harð- viður hf., var stofnað um áframhald- andi rekstur harðviðarvinnslu á Húsavík í gær. Hlutafé er 15 millj- ónir og leggur Húsavíkurkaupstaður til 90% fjárins. Aðrir hluthafar eru Kráká ehf., Grímur ehf. og Karl Ás- mundsson. Hlutafélagið hyggst taka á leigu eignir þrotabús Íslensks harðviðar sem Skipaafgreiðsla Húsavíkur ehf. hefur haft á leigu undanfarna þrjá mánuði. Afla þarf frekari sölusambanda Framkvæmdastjóri Húsavíkur – harðviðar hf. er Karl Ásmundsson og stjórnarformaður Reinhard Reynis- son, bæjarstjóri Húsavíkur. Eitt meginverkefni félagsins á næstunni verður að afla frekari sölusambanda til að auka framleiðslu fyrirtækisins. Nýtt félag um harðvið- arvinnslu á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson SJÚKLINGUR á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði var fluttur með 46 sæta ATR-42 flugvél Íslandsflugs til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Einar Birgisson, hjá innanlands- deild Íslandsflugs, segir ástæðuna fyrir því að svo stór flugvél var send eftir sjúklingnum vera þá, að Dorn- ier-vél félagsins var í skoðun þegar útkallið barst og ekki önnur vél til- tæk en ATR-vélin. Einar segir lík- legt að þetta sé stærsta vél sem not- uð hefur verið í sjúkraflug til Ísafjarðar í allnokkurn tíma. 46 sæta flug- vél náði í einn sjúkling FLUGFÉLAG Íslands, sem hefur frá stofnun félagsins árið 1997 verið með þrjár Fokker-flugvélar Flug- leiða á leigu, hefur nú tekið við bein- um flugrekstri vélanna. Þá hefur fjórða flugvélin af þessari gerð verið tekin í notkun. Flugfélagið leigði vélarnar af Flugleiðum í svokallaðri blautleigu, þ.e.a.s. með áhöfn og flugrekstrar- leyfi. Flugleiðir voru þannig skráðar sem rekstraraðili vélanna hjá Flug- málastjórn. Flugfélag Íslands hefur nú gert nýja samninga, svokallaða þurrsamninga, við hollenskan banka sem er eigandi vélanna. Vélarnar eru eftir samningana skráðar beint á flugfélagið og færist flugrekstrarleg ábyrgð yfir á Flugfélag Íslands. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, segir þetta vera tæknilega útfærslu og að far- þegar verði ekki varir við neinar breytingar. Flugfélag Íslands hefur að undanförnu ráðið flugmenn, en Jón Karl segir að áfram verði hluti starfsmanna í leigu frá Flugleiðum. Þeir munu þó framvegis heyra undir flugrekstrarstjóra Flugfélags Ís- lands. Útlit vélanna verður það sama en vélarnar verða skráðar undir skráningarstöfunum JM í stað FI. Verða einkennisstafir þeirra því TF- JMT, JMS, JMR og JMU. Flugfélag Norðurlands notaði áður kennistaf- ina JM en Flugfélag Íslands er skráð á kennitölu félagsins. Jón Karl segir að þetta breytta rekstrarform gefi flugfélaginu aukinn sveigjanleika. „Við erum búnir að leigja eina Fokk- er-vél til viðbótar á flugrekstrarleyf- ið okkar en það hefðum við ekki get- að gert áður. Nú getum við einnig tekið að okkur erlend verkefni án þess að þurfa leyfi frá Flugleiðum og höfum því meira frelsi í rekstrinum.“ Auk Fokker-vélanna fjögurra rek- ur Flugfélagið þrjár Metró-vélar, tvær af gerðinni Twin Otter og hefur eina ATR á leigu. Fjórðu Fokker- vélinni bætt við FÍ fær flugrekstrarleyfi fyrir Fokker ♦ ♦ ♦ VINNSLA á bolfiski hefst í dag hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum en hún hefur legið niðri eftir brunann í fyr- irtækinu í desember síðastliðnum. Að sögn Jóns Ólafs Svanssonar framleiðslustjóra störfuðu milli 70– 80 manns í bolfiskvinnslu fyrir brun- ann, en nú verða 25 stöðugildi til að byrja með. Jón Ólafur telur að hægt verði að vinna úr 50–60 tonnum af hráefni á viku, en áður var vinnslu- getan tvisvar sinnum meiri eða 100– 120 tonn. Bolfiskvinnslan verður í vesturhluta hússins, þeim hluta sem slapp að mestu við brunann. Unnið í Ís- félaginu á ný
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.