Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 64

Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. „ÞAÐ er óhætt að segja að það hafi dimmt yfir byggðinni þegar okkur bárust fréttir af afgreiðslu Alþingis á þessu máli,“ segir Ólafur M. Birgis- son, sveitarstjóri á Tálknafirði, við Morgunblaðið um kvótasetningu meðafla á smábátum, en frumvarp um að fresta kvótasetningunni náði ekki fram að ganga á Alþingi um helgina. Bæjar- og sveitarstjórar nokkurra sjávarbyggða, sem Morgunblaðið ræddi við, segja að gildistaka laga um kvótasetninguna muni hafa veru- leg áhrif á afkomu fyrirtækja og ein- staklinga í byggðarlögunum. Þeir segja að stjórnvöld verði að koma til móts við kröfur trillukarla til að koma í veg fyrir byggðaröskun og at- vinnuleysi. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir nið- urstöðu Alþingis vera mikil von- brigði og áhrif kvótasetningarinnar verði viðtæk. Í framhaldinu verði að skoða út frá öðrum viðhorfum hvern- ig eigi að tryggja atvinnuöryggi á svæðinu. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir engin loforð hafa ver- ið gefin um sértækar aðgerðir vegna kvótasetningar á veiðar smábáta, en samkomulag náðist ekki milli stjórn- arflokkanna um helgina að fresta gildistöku kvótasetningar á næsta fiskveiðiári. Kristinn H. Gunnarsson andvígur frumvarpi um frestun Frumvarpsdrög þess efnis voru tilbúin og samþykki þingflokka stjórnarflokkanna lá fyrir nema hvað að andstaða þingflokksfor- manns framsóknarmanna og vara- formanns sjávarútvegsnefndar, Kristins H. Gunnarssonar, kom í veg fyrir það á endanum að frumvarpið var lagt fram. Í frumvarpsdrögunum er haldið fast við áformaða kvótasetningu en ákvæði bætt við til bráðabrigða sem kveður á um viðbótarkvóta á ýsu upp á 1.800 tonn og 1.500 tonn fyrir stein- bít. Einnig er kveðið á um að hver aðili sem eigi rétt til uppbóta í ýsu og steinbít vegna fjárfestinga fái aldrei uppbætur nema á einn bát í eigu sinni. Segir að slík takmörkun sé nauðsynleg vegna þeirra tilvika, þar sem einn aðili kaupir veiðileyfi vegna breytinga á tveimur bátum í eigu sinni. „Það er rétt að ég var og er andsnúinn þessu frumvarpi. Einfald- lega vegna þess að ég er andsnúinn því að kvótasetja smábátana á með- an vinna stendur yfir við endurskoð- un fiskveiðistjórnunarkerfisins í heild sinni,“ segir Kristinn H. Gunn- arsson m.a. í Morgunblaðinu í dag og bendir á að kvótasetningin þýði að smábátar veiði 8.000 tonnum minna en áður. Morgunblaðið/Ásdís Veiðar smábáta skipta miklu máli fyrir atvinnu í mörgum byggðarlögum á landinu og gæti gildistaka laga um kvótasetninguna haft víðtæk áhrif. Áhyggjur í sjávarplássum vegna kvóta á smábáta Dimmdi yfir byggð- inni við fréttirnar  Engin loforð/32  Trillurnar/33 NÝTT hlutafélag, Húsavík – harð- viður hf., var stofnað um áframhald- andi rekstur harðviðarvinnslu á Húsavík í gær. Hlutafé er 15 millj- ónir og leggur Húsavíkurkaupstaður til 90% fjárins. Aðrir hluthafar eru Kráká ehf., Grímur ehf. og Karl Ás- mundsson. Hlutafélagið hyggst taka á leigu eignir þrotabús Íslensks harðviðar sem Skipaafgreiðsla Húsavíkur ehf. hefur haft á leigu undanfarna þrjá mánuði. Afla þarf frekari sölusambanda Framkvæmdastjóri Húsavíkur – harðviðar hf. er Karl Ásmundsson og stjórnarformaður Reinhard Reynis- son, bæjarstjóri Húsavíkur. Eitt meginverkefni félagsins á næstunni verður að afla frekari sölusambanda til að auka framleiðslu fyrirtækisins. Nýtt félag um harðvið- arvinnslu á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson SJÚKLINGUR á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði var fluttur með 46 sæta ATR-42 flugvél Íslandsflugs til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Einar Birgisson, hjá innanlands- deild Íslandsflugs, segir ástæðuna fyrir því að svo stór flugvél var send eftir sjúklingnum vera þá, að Dorn- ier-vél félagsins var í skoðun þegar útkallið barst og ekki önnur vél til- tæk en ATR-vélin. Einar segir lík- legt að þetta sé stærsta vél sem not- uð hefur verið í sjúkraflug til Ísafjarðar í allnokkurn tíma. 46 sæta flug- vél náði í einn sjúkling FLUGFÉLAG Íslands, sem hefur frá stofnun félagsins árið 1997 verið með þrjár Fokker-flugvélar Flug- leiða á leigu, hefur nú tekið við bein- um flugrekstri vélanna. Þá hefur fjórða flugvélin af þessari gerð verið tekin í notkun. Flugfélagið leigði vélarnar af Flugleiðum í svokallaðri blautleigu, þ.e.a.s. með áhöfn og flugrekstrar- leyfi. Flugleiðir voru þannig skráðar sem rekstraraðili vélanna hjá Flug- málastjórn. Flugfélag Íslands hefur nú gert nýja samninga, svokallaða þurrsamninga, við hollenskan banka sem er eigandi vélanna. Vélarnar eru eftir samningana skráðar beint á flugfélagið og færist flugrekstrarleg ábyrgð yfir á Flugfélag Íslands. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, segir þetta vera tæknilega útfærslu og að far- þegar verði ekki varir við neinar breytingar. Flugfélag Íslands hefur að undanförnu ráðið flugmenn, en Jón Karl segir að áfram verði hluti starfsmanna í leigu frá Flugleiðum. Þeir munu þó framvegis heyra undir flugrekstrarstjóra Flugfélags Ís- lands. Útlit vélanna verður það sama en vélarnar verða skráðar undir skráningarstöfunum JM í stað FI. Verða einkennisstafir þeirra því TF- JMT, JMS, JMR og JMU. Flugfélag Norðurlands notaði áður kennistaf- ina JM en Flugfélag Íslands er skráð á kennitölu félagsins. Jón Karl segir að þetta breytta rekstrarform gefi flugfélaginu aukinn sveigjanleika. „Við erum búnir að leigja eina Fokk- er-vél til viðbótar á flugrekstrarleyf- ið okkar en það hefðum við ekki get- að gert áður. Nú getum við einnig tekið að okkur erlend verkefni án þess að þurfa leyfi frá Flugleiðum og höfum því meira frelsi í rekstrinum.“ Auk Fokker-vélanna fjögurra rek- ur Flugfélagið þrjár Metró-vélar, tvær af gerðinni Twin Otter og hefur eina ATR á leigu. Fjórðu Fokker- vélinni bætt við FÍ fær flugrekstrarleyfi fyrir Fokker ♦ ♦ ♦ VINNSLA á bolfiski hefst í dag hjá Ísfélaginu í Vestmannaeyjum en hún hefur legið niðri eftir brunann í fyr- irtækinu í desember síðastliðnum. Að sögn Jóns Ólafs Svanssonar framleiðslustjóra störfuðu milli 70– 80 manns í bolfiskvinnslu fyrir brun- ann, en nú verða 25 stöðugildi til að byrja með. Jón Ólafur telur að hægt verði að vinna úr 50–60 tonnum af hráefni á viku, en áður var vinnslu- getan tvisvar sinnum meiri eða 100– 120 tonn. Bolfiskvinnslan verður í vesturhluta hússins, þeim hluta sem slapp að mestu við brunann. Unnið í Ís- félaginu á ný

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.