Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 1

Morgunblaðið - 22.05.2001, Side 1
114. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 22. MAÍ 2001 NUNNA gengur hjá þar sem kard- ínálarnir Crescenzo Sepe og Paolo Bertoli ræða saman í Vatíkaninu. Jóhannes Páll páfi annar bað í gær kardínála rómversk-kaþólsku kirkjunnar, sem eru saman komnir á fundi í Vatíkaninu, að leggja til skýra stefnu sem hjálpað geti kaþ- ólsku kirkjunni að halda áfram al- heimsverkefni sínu á þriðja árþús- undinu. Eining kirkjunnar um páfann, samskipti kirkjunnar við fjölmiðla, afleiðingar hnattvæð- ingar og trúboðsandi kirkjunnar voru helstu umræðuefnin á lok- uðum þriggja daga fundi 155 kard- ínála er hófst í gær, að sögn tals- manns Vatíkansins. Þetta er í sjötta sinn sem páfi kallar saman slíkan fund kardínála kirkjunnar síðan hann var kjörinn árið 1978. Reuters Kardínálar funda Vatíkaninu. AFP. PALESTÍNUMENN hvöttu í gær til þess að kallaður yrði saman leið- togafundur um málefni Mið-Austur- landa og yrði um framhald svo- nefndra Sharm el-Sheikh-viðræðna að ræða. Yrðu þar, að sögn Ahmed Rabbo, upplýsingamálaráðherra Pal- estínumanna, ræddar leiðir til að hrinda í framkvæmd friðarhugmynd- um George Mitchells, fyrrverandi öldungadeildarþingmanns og sátta- semjara í deilunum á N-Írlandi. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að tillögur Mitchells verði grundvöllur friðarvið- ræðna. Ætlar hann að beita sér fyrir nýju frumkvæði til að binda enda á átökin en um 550 manns, aðallega Palestínumenn, hafa fallið síðan þau hófust í september í fyrra. Powell ræddi símleiðis við Sharon og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínustjórnar, í gær, einnig Hubert Vedrine, utanrík- isráðherra Frakklands. Enn kom til átaka í gær, ísraelski flugherinn gerði árásir á Gaza-svæð- ið og skaut eldflaugum á skotmörk á Vesturbakkanum eftir að miðaldra Ísraeli missti auga í skotárás sem gerð var á Gilo, eitt af nýjum hverf- um Ísraela í Jerúsalem. Palestínu- maður særðist hættulega í skotbar- daga sem varð í Beitunia, nálægt Ramallah á Vesturbakkanum. Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta hefur um hríð verið sök- uð um aðgerðaleysi í deilum Ísraela og Palestínumanna og arabaleiðtog- ar hafa bent á að eingöngu Banda- ríkjastjórn gæti fengið ríkisstjórn harðlínumannsins Ariels Sharons í Ísrael til að fallast á tilslakanir. Powell leggur sem fyrr áherslu á að ekki sé hægt að þvinga deiluaðila til að semja um frið, en ljóst þykir samt að breyting hafi orðið í stefnu Banda- ríkjamanna, þeir ætli að láta meira til sín taka. Skýrsla nefndar Mitchells var kynnt í heild sinni í gær en áður hafði verið skýrt frá sumum tillögum hennar. Mitchell sagði á blaða- mannafundi að ástandið hefði versn- að að undanförnu. „Og það mun halda áfram að versna nema ríkis- stjórn Ísraels og stjórn Palestínu grípi þegar í stað og á markvissan hátt til aðgerða, sem binda enda á of- beldið, byggja aftur upp traust og hefja á ný samningaviðvæður,“ sagði hann. Í nefndinni áttu m.a. sæti Javier Solana, æðsti talsmaður Evrópusam- bandsins í öryggis- og varnarmálum. Arafat átti í gær fund með Solana í Gaza-borg og sagði að honum lokn- um, að Palestínumenn styddu hug- myndir Mitchell-nefndarinnar og vildu ræða þær á leiðtogafundi. Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, lýsti stuðningi við tillögurnar og í The Jerusalem Post segir að Ísraelsstjórn virðist hafa ákveðið að fallast á meginatriði þeirra. Talsmað- ur Sharons sagði hins vegar í gær, að Palestínumenn yrðu að fara að til- mælunum sem komu fram í skýrslu Mitchells um að stöðva bæri tafar- laust allar ofbeldisaðgerðir. Gaf hann í skyn að um blekkingaleik væri að ræða þegar þeir legðu til leiðtoga- fund. Arafat vill leiðtogafund um tillögur Mitchells Jerúsalem, Gazaborg. Reuters, AFP.  Orð Powells/25 ÞINGMENN og samkeppnisstofn- unin í Danmörku hafa nú krafist skýringa á meintu samráði olíufélag- anna eftir að flest þeirra viður- kenndu að hafa samið um verð á olíu og bensíni. Það gerðist eftir að fyrr- verandi starfsmaður Uno-X, sem nú er Hydro Texaco, viðurkenndi í sjón- varpsviðtali á sunnudagskvöld að hafa átt þátt í að gera samkomulag til að binda enda á verðstríð olíu- félaganna árið 1995. Að sögn mannsins tóku „nærri því öll félögin“ þátt í samráði um verð. Í kjölfar viðtalsins viðurkenndu m.a. Q8 og Shell, að starfsmenn þeirra hefðu fundað með öðrum olíufélög- um og upplýst þau um fyrirhugaðar verðbreytingar. Bæði félögin full- yrða hins vegar að tekið hafi verið fyrir þetta fyrir nokkrum árum. For- stjóri Hydro Texaco þvertekur fyrir samráð en segir engu að síður að úti- lokað hafi verið að vita hvað einstak- ir starfsmenn höfðust að. Krefja ráðherra svara Nú hafa formaður viðskiptanefnd- ar danska þingsins, vinstrimaðurinn Frank Aaen, og þingmaður Venstre, Svend Erik Hovmand, krafið við- skiptaráðherrann Ole Stavad um svör við því hvaða aðgerða hann hyggist grípa til. Gekk Aaen svo langt að líkja verðsamráði olíufélag- anna við skipulagða glæpastarfsemi þar sem fé hefði verið haft af dönsk- um neytendum. Til marks um fákeppnina á dönsk- um olíumarkaði er bent á að aðeins um 2% þeirra sem kaupi mest af olíu og bensíni skipti um olíufélag. Í könnun Politiken kom í ljós að marg- ir stórnotendur höfðu skipt við sama olíufélagið í yfir tuttugu ár, án þess að þeim hefði nokkurn tíma borist hagstæðara tilboð frá öðrum félög- um. Danska samkeppnisstofnunin seg- ir að ekki verði hjá því komist að kanna málið en hún hefur hingað til þrjóskast við, m.a. á þeim forsendum að félögin hafi vafalaust komið öllum sönnunargögnum undan. Olíufélög í Danmörku viðurkenna verðsamráð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HEIMILDARMAÐUR í Túrkmenistan sagði í gær að stjórnvöld landsins kynnu að hefja herferð fyrir því að Sap- armurat Niyazov, sem hefur verið kjörinn forseti landsins til lífstíðar, yrði formlega tekinn í tölu „spámanna“. Heimildarmaðurinn, sem tengist æðstu embættismönn- um Túrkmenistans, sagði að þeir hefðu rætt þann möguleika að hefja slíka herferð eftir að talsmaður forsetans, Kakamur- at Balliyev, skrifaði grein um meinta spádómsgáfu hans í málgagn stjórnarinnar. Greinin var með fyrirsögninni „Orð spámannsins – spámannsins Saparmurats“ og höfundurinn kvaðst vilja „sanna“ að forset- inn væri spámaður. Hann sagði að enginn vafi léki á „guðdóm- legri gáfu“ forsetans og skír- skotaði til siðspekirits hans, „Rukhname“, sem dreift var til útvalinna Túrkmena fyrr á árinu. Bókinni hefur verið líkt við Kóraninn og Biblíuna og talsmaður forsetans sagði að hún yrði „leiðarljós á þriðja ár- þúsundinu sem mun lýsa upp jörðina frá Mið-Asíu og það verður ljós spámannsins Sap- armurats“. Niyazov var kjörinn forseti til lífstíðar á þinginu í desem- ber 1999 og dýrkuninni á hon- um virðast engin takmörk sett. Túrkmenistan Forsetinn í tölu spá- manna? Ashkhabad. AFP. BÚAST má við því að fimm til sjö fellibyljir skelli á Atlants- hafsströnd Norður- og Mið- Ameríku á komandi fellibylja- tíð, en hún miðast við fyrsta júní til loka nóvember. Telst þetta „venjuleg“ fellibyljatíð, að því er veðurfræðingar bandarískra stjórnvalda greindu frá í gær. Í venjulegu árferði má búast við átta til ellefu hitabeltis- stormum á þessu svæði og að fimm til sjö þeirra nái fellibyls- styrk, eða vindhraða yfir 33 metrum á sekúndu. Búist er við að tveir eða þrír fellibyljir verði kröftugastir og vindhraði í þeim fari í allt að 49 metra á sekúndu. Þetta eru færri fellibyljir en undanfarin þrjú ár, en veður- fræðingar ítreka að það þýði alls ekki að minni viðbúnaðar sé þörf. „Venju- leg“ felli- byljatíð Washington. AFP, Reuters.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.