Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. og Háskólinn á Akureyri hafa sett í gang samstarfsverkefni í áframeldi á þorski í tveimur sjókvíum í Eyjafirði, skammt sunnan Svalbarðseyrar. Um er að ræða tilraunaverkefni, þar sem ala á áfram 10-15 tonn af þorski í sumar og fram á haust en þá verður fiskurinn tekinn til vinnslu. Í gær var fyrstu þorsk- unum sleppt í aðra kvína, alls um einu tonni, sem veiddur var í snurvoð í Eyjafirði og Skagafirði og fluttur lifandi í körum á áfangastað. Ekki lifði þó allur fiskurinn ferðalagið af. Björn Gíslason og Bergur Guð- mundsson, nemar í sjávarútvegs- deild HA, hafa umsjón með verk- efninu og hafa þeir félagar m.a. fengið styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Einnig starfar Krist- ján Halldórsson skipstjóri hjá ÚA með þeim að verkefninu í sumar. Björn sagði að tíminn fram á haust yrði notaður til ýmissa rannsókna. Þorskurinn í annarri kvínni verður alinn á síld og loðnu en þorskurinn í hinni á þurrfóðri frá Laxá. Strax eftir helgi verður aftur haldið í róður en báturinn Jón forseti ÓF frá Ólafsfirði er not- aður við veiðarnar. Í tengslum við verkefnið hefur fengist tímabund- ið leyfi sjávarútvegsráðuneytisins til dragnótaveiða í Eyjafirðinum. Tilraunaverkefni ÚA og Háskólans á Akureyri Áframeldi á þorski hafið í kvíum í Eyjafirði Morgunblaðið/Kristján Þorskinum rennt í kvína, Bergur Guðmundsson og Haraldur Ólafsson raða í rennuna, Birkir Magnússon er á háfnum og Björn Gíslason sér um talninguna. GYLFI Arnbjörns- son, framkvæmda- stjóri Eignarhalds- félags Alþýðubank- ans, verður næsti framkvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands. Gert er ráð fyrir að formlega verði gengið frá ráðningu hans á fundi miðstjórnar sambandsins um miðjan mánuðinn. Gylfi hefur verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Alþýðubankans í fjögur ár en þar áð- ur var hann hagfræðingur Al- þýðusambandsins um fimm ára skeið, á árunum 1992–1997. Gylfi staðfesti við Morgun- blaðið í gær að sér hefði verið boðin staða framkvæmdastjóra ASÍ í vikunni og hann hefði fallist á að taka hana að sér. Hann á von á því að taka við nýju starfi um mitt sumar en enn hefur ekki verið ráðið í stöðu hans hjá Eignarhalds- félaginu. „Þetta starf leggst vel í mig og verkalýðshreyfingin hefur lengi verið mér hugleikin,“ sagði Gylfi. Hann tekur við af Ara Skúlasyni sem lét af störfum sem fram- kvæmdastjóri skömmu eftir ára- mót. Gylfi Arnbjörnsson er kvænt- ur Arnþrúði Ösp Karlsdóttur verkefnisstjóra og eiga þau fjögur börn. Alþýðusamband Íslands Gylfi Arnbjörns- son næsti fram- kvæmdastjóri Gylfi Arnbjörnsson EINAR K. Guðfinns- son, 1. þingmaður Vest- firðinga fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir ákvörð- un sjávarútvegsráð- herra um að gefa veiðar á steinbíti frjálsar á næsta fiskveiðiári vera mjög mikilvæga og svo sannarlega skref í rétta átt fyrir smábátasjó- menn. Hann leggur áherslu á að enn frekar verði að koma til móts við smábátasjómenn og vonast til þess að frum- varp það sem tilbúið var á lokadögum þingsins en kom ekki fram, um auknar veiðiheimildir í steinbít, ufsa og ýsu, verði afgreitt á Alþingi í haust. „Ég fagna þessari ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra mjög,“ segir Ein- ar. „Ég tel að hún muni leiða til þess að tekjumyndun í sjávarútvegi á Vestfjörðum muni aukast og það er auðvitað það sem málið snýst um.“ Ekki sammála því að ákvörð- unin leiði til of mikillar sóknar Einar segist ekki sammála þeim sem hafi lýst áhyggjum sínum í fjöl- miðlum af því að ákvörðun ráðherra leiði til of mikillar sóknar. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ekki síð- ur væri hægt að stjórna veiðum með sóknartakmörkunum en aflamarkstakmörk- unum. Til dæmis ætti að vera auðvelt að beita svæðalokunum til þess að afstýra rányrkju á steinbít og skapa rými fyrir strandveiðiflotann. Ég hef alls ekki áhyggjur af því að þetta leiði til þess að sóknin verði óeðlileg eða komi í veg fyrir að minni bátarnir geti stundað þessar veiðar. Öðru nær,“ segir Einar ennfremur. Að þessu leyti telur Einar að ákvörðun ráðherra hafi verið Vest- fjörðum og Vestfirðingum til heilla, en hann tekur þó fram að fráleitt sé lokið aðgerðum fyrir smábátaflot- ann í heild. Sjávarútvegsráðherra hafi hins vegar verið settar mjög þröngar skorður nú, þar sem hann fari ekki með lagasetningarvald og hafi því einungis getað gripið til að- gerða sem ekki kölluðu á lagasetn- ingu. Vill aukningu á ýsu strax „Sjávarútvegsráðherra vildi á síð- ustu dögum þingsins beita sér fyrir að afgreitt yrði frumvarp hans um aukningu á aflaheimildum smábáta- flotans. Það hefði þýtt að ýsuaflinn hefði aukist um 70%. Því miður náði það ekki fram að ganga, en þessu máli er alls ekki lokið og ég bind vonir við að frumvarpið geti orðið að lögum nú á haustþingi. Það yrði mjög gott innlegg í þetta mál að mínu mati,“ segir Einar og bætir við að þá yrði aflaaukningin í ýsu að taka gildi strax á næsta fiskveiðiári, enda sé slíkt tæknilega mögulegt í framkvæmd. Hann bætir því við að störf end- urskoðunarnefndar um stjórn fisk- veiða vegi hér afar þungt og mjög brýnt sé að vinnu hennar sé hraðað. Endurskoðunarnefndin hefur engan tíma til að drolla „Nefndin hefur það hlutverk að auka sátt um fiskveiðistjórnunar- kerfið. Það liggur fyrir að meðal landsmanna er bullandi óánægja með hlut smábátanna eins og hann er í dag og því tel ég að nefndinni beri að setja fyrr en seinna fram til- lögur sem geta aukið sátt um þessi mál. Hún hefur engan tíma til að drolla með þessi mál fram á haust, því að þessi mikla óvissa sem er í kringum greinina, ofan í þennan mikla niðurskurð aflaheimilda, er al- gjörlega óþolandi fyrir sjávarútveg- inn og til stórskaða fyrir greinina,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar Fagnar ákvörðun sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson KARLMAÐUR sem var við vinnu á hjólbarðaverkstæði á Ísafirði slasað- ist á fæti í gærmorgun þegar dekk sem hann var að dæla lofti í sprakk. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Ísafirði voru meiðsl mannsins minni en fyrst var talið en fóturinn er bólginn og marinn. Mað- urinn var fluttur á sjúkrahúsið á Ísa- firði. Um klukkan fjögur síðdegis féll 10 ára gamall drengur niður af þaki. Hann var talinn handarbrotinn og var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Meiddist þegar dekk sprakk ELDUR kviknaði í jeppa þegar hon- um var ekið austur yfir Markar- fljótsbrú síðdegis í gær. Þrennt var í bílnum, tveir fullorðnir og barn og sakaði engan. Tekist hafði að slökkva eldinn áður en slökkvilið bar að. Bíllinn er talsvert skemmdur. Þegar bílstjórinn opnaði vélarhlíf- ina sá hann að eldur kraumaði í vél- arhúsinu. Eldurinn var slökktur með handslökkvitæki sem vegfarandi sem átti leið hjá hafði í bíl sínum. Kviknaði í bíl á Mark- arfljótsbrú ÞÆR eru ýmsar, kræsingarnar sem finnast í sjónum. Vel bar í veiði hjá þessari kríu á Seltjarnarnesi sem gæddi sér á gómsætu hornsíli. Gott í gogginn Morgunblaðið/Ómar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.