Morgunblaðið - 09.06.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 09.06.2001, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 9 VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð kynnti á fundi sínum á Eg- ilsstöðum sl. miðvikudag nýja mál- efnahandbók um sveitarstjórnar- mál. Þar eru sett fram helstu markmið flokksins um verkefni, ábyrgð og stefnu í sveitarstjórnar- málum. Handbókin skiptist í nokkra kafla, m.a. um fjárhag, rekstur og verkaskiptingu í sveitarfélögum, velferð og samábyrgð, náttúru og umhverfi, upplýsingatækni til fræðslu og framfara og nýsköpun í atvinnumálum. Í fréttatilkynningu flokksins kemur fram að með hand- bókinni sé tekin afdráttarlaus af- staða til margra þeirra lykilspurn- inga sem framboð til sveitarstjórnakosninga um land allt munu ræða á næstunni. Þá var greint frá ályktunum VG um fisk- veiðistjórnarmál, í kjölfar niður- staðna Hafrannsóknastofnunar um leyfilegan hámarksafla á næsta fisk- veiðiári. Leggur flokkurinn áherslu á að endurmeta verði allar forsendur fiskverndaraðgerða við Ísland. Vinna þurfi vandaða úttekt á ár- angri fiskveiðiráðgjafar, og leggja grundvöll að nýju ráðgjafar- og verndarkerfi þar sem raunveruleg óvissa í stofnstærðarmati verði sett í samhengi við viðurkennd varúðar- sjónarmið og grunnreglur sjálf- bærrar nýtingar. Vinstri grænir telja að hraða þurfi endurskoðun laga um stjórn fiskveiða og mótun nýrrar sjávarút- vegsstefnu. Gera eigi grundvallar- breytingar á aflamarkskerfinu og taka alla þá þætti sem hafa áhrif á sóknina með í reikninginn. Þá lýsir þingflokkurinn áhyggjum af því að annað árið í röð hafi rík- isstjórnin ákveðið að svonefndri aflareglu skuli í reynd vikið til hlið- ar með sérreglum og útgefnar veiði- heimildir auknar. Þingflokkur VG hyggst síðar á árinu gangast fyrir sérstakri náms- stefnu um grundvöll fiskveiðiráð- gjafar og stöðu fiskverndarmála. Vinstrihreyfingin – grænt framboð kynnir nýja málefnahandbók og ályktar um fiskveiðistjórnun Endurmeta þarf forsend- ur fiskverndaraðgerða Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vinstrihreyfingin – grænt framboð kynnir nýja málefnahandbók og ályktanir um fiskveiðistjórnunarmálin. F.v.: Árni Steinar Jóhannsson, Steingrímur J. Sigfússon, Svanhildur Kaaber og Þuríður Backman. Egilsstaðir. Morgunblaðið. Á ÍSAFIRÐI hefur verið stofnað til félagsskapar um smíði flugvélar þar í bæ. Markmiðið er að kaupa og smíða vél af gerðinni RV-9 og er stefnt að því að hefjast handa við gerð hennar í haust. Félagið mun sjálft fjármagna kaup og smíði vél- arinnar og telur Þór Harðarson, forsvarsmaður félagsins, að tvö til þrjú ár muni líða þar til vélin verð- ur fullgerð. Félagið er fyrst og fremst áhugamannafélag, en helsta hvötin að stofnun þess er áhugi félags- manna á flugmálum. Auk Þórs standa að félaginu þeir Þorri Gestsson, Páll Janus Hilmarsson, Skarphéðinn Ölver Sigurðsson og heiðursfélagi er Ingólfur Eggerts- son. Félagið sem stofnað var þann 1. júní nefnist FÍ, en til stóð að láta það heita Flugfélag Ísafjarðar. Fyrir því fékkst hins vegar ekki leyfi hjá Hagstofu Íslands sem taldi að heitið væri misvísandi, enda gerir Hagstofan ráð fyrir því að heitið flugfélag feli í sér að um flugrekstur sé að ræða. Að sögn Þórs stendur þó ekki til að hefja slíkan rekstur, heldur er ætlunin að nota vélina í einkaflugi á Ísafirði. Flugvél smíðuð á Ísafirði Léttur fatnaður í sumarfríið Buxnadress með safarísniði Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Buxur, bolir, jakkar, kjólar Góða helgi!                 Frábært úrval af fallegum hlutum Opið lau.-sun. frá kl. 15-18, þri.-fim. frá kl. 20:30-22:30 eða eftir nánara samkomulagi. Laugavegi 4, sími 551 4473 Brúðarkorsilett með tilheyrandi kr. 11.900 P ó stsend um Langur laugardagur Full búð af glæsilegum vörum Opið í dag frá kl. 10-17 Elégance boutique Laugavegur 25, sími 533 5500 15% afsláttur á löngum laugardegi Bankastræti 9, sími 511 1135 Í t ö l s k h ö n n u n www.jaktin.is Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra Vesti á frábæru tilboði í dag. Opið frá kl. 11—17. Indlandi Í versluninni Míru, Bæjarlind 6, Kópavogi, er ljósmyndasýning Freysteins G. Jónssonar. Tilefni sýningarinnar er að í lok liðins vetr- ar lauk Freysteinn ljósmyndanámi frá New York Institute of Photography. Á sýningunni eru 44 myndir, 20 eru svart- hvítar og 24 í lit. Sýningin samanstendur af myndum frá Indlandi sem teknar voru í febrúar á þessu ári. Sýningin er opin á opnunartíma Míru og eru allir velkomnir. Mannlíf á w w w .m ir a. is Bæjarlind 6, sími 554 6300 NÝ SENDING Glæsilegir brúðarkjólar, samkvæmiskjólar, frúarsett með síðum jökkum (stórar stærðir) Brúðameyjarkjólar og brúðasveinaföt Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Opið frá kl. 10 til 14 Sumarbuxur 20% afsláttur í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.