Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 10

Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDAAÐILAR væntan- legs álvers á Reyðarfirði fylgja ávallt ströngustu kröfum sem í gildi eru um leyfilegt magn ýmissa efna í lofti að sögn Gunnars G. Tómassonar, verk- fræðings, en Gunnar vann skýrslu um áhrif fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði fyrir Reyðarál hf. Á fundi Landverndar á þriðjudag um áhrif fyrirhugaðs álvers í Reyð- arfirði kom fram hjá Ingibjörgu E. Björnsdóttur umhverfisfræðingi, að 2 tonn af fjölarómatískum kolvetnum, eða PAH-efnum verði losuð út í and- rúmsloftið, en þau eru krabbameins- valdandi. Þá fari 828 tonn af brenni- steinstvíoxíði út í andrúmsloftið á hverju ári, brennisteinsþoka geti myndast við vissar aðstæður og 88,5 tonn af köfnunarefnisoxíðum muni fara í andrúmsloftið árlega. Gunnar G. Tómasson bendir á hinn bóginn á að framkvæmdaaðilar ál- versins hafi kosið að fylgja ströng- ustu kröfum sem gerðar eru í þessum efnum. Notast sé við íslenskar reglu- gerðir, tilskipanir frá Evrópusam- bandinu eða leitað til einstakra landa og ströngustu kröfum sem finnast hverju sinni verði framfylgt í álverinu í Reyðarfirði. Sem dæmi nefnir Gunn- ar leyfileg mörk fyrir magni brenni- steinstvíoxíðs í lofti, þar séu íslenskar reglur strangari en Evrópulöggjöf og því hafi verið kosið að fylgja þeim. Varðandi leyfilegt loftmagn flúoríð- efna fylgja framkvæmdaaðilar norsk- um reglum sem Hollustuvernd ríkis- ins hefur einnig notað. Þá segir Gunnar engar reglur vera til á Íslandi eða í Evrópusambandinu um leyfilegt magn PAH efna í lofti. Í því tilfelli fylgi menn allra ströngustu kröfum um losun slíkra efna sem gerðar eru í einstökum Evrópulönd- um. Ströngustu kröfum fylgt í hvívetna Fundur Landverndar um matsskýrslur vegna fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði ÁRSREIKNINGAR Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2000 voru í fyrri- nótt samþykktir í borgarstjórn Reykjavíkur. Átta fulltrúar R-lista greiddu atkvæði með reikningun- um og sjö fulltrúar Sjálfstæðis- flokks á móti. Sjálfstæðismenn létu bóka að skuldastaða Reykjavíkur- borgar hafi versnað til muna í valdatíð R-listans, skuldirnar hafi vaxið um átta milljónir króna á dag og að áhrif skuldaaukningarinnar muni fyrr eða síðar verða til þess að seilst verði í vasa borgarbúa sem á endanum þurfi að borga brúsann. Þá voru í bókuninni gagn- rýnd „þau bókhaldsbrögð sem nú- verandi meirihluti hefur beitt til að villa um fyrir kjósendum varðandi raunverulega stöðu borgarinnar. Í eyðslufylleríi umliðinna ára hefur R-listinn gengið verulega á eignir Reykjavíkurborgar og flutt skuldir borgarinnar frá borgarsjóði til hinna ýmsu fyrirtækja. Þessi blekkingarleikur hefur þó ekki ein- vörðungu áhrif á bókhaldsstærðir heldur stuðlar hann einnig að mis- vísandi skilaboðum um hvar póli- tísk ábyrgð ákvarðana liggur,“ sagði í bókuninni. „Ómálefnalegt að bera saman ólíka hluti“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gagnrýndi að sjálf- stæðismenn hafi á blaðamanna- fundi fyrr um daginn borið skulda- stöðu borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar saman við skuldastöðu ríkissjóðs og sveitarfélaga en ekki tekið fyrirtæki í eigu ríkis og sveit- arfélaga með í reikninginn. „Ég geri ekki athugasemd við að sjálf- stæðismenn sýni línurit sem sýna tiltekna þróun eða að þeir sýni samstæðu borgarinnar en ekki borgarsjóðinn. Það er í góðu lagi, en þið skuluð bera saman sambæri- lega hluti,“ sagði Ingibjörg. „Það gerðuð þið ekki og þetta er ómerkilegur málflutningur.“ Í bókun R-lista sagði að þriðja árið í röð væru frávik frá fjárhags- áætlun óveruleg. Borgarsjóður hafi skilað 1,9 milljörðum í tekjuafgang ef ekki er tekið tillit til lífeyr- isskuldbindinga að fjárhæð 952 milljónir króna. Heildarskuldir borgarsjóðs hafi lækkað annað árið í röð, nú um 1,4 milljarða að raun- gildi. Um samstæðureikning borg- arinnar segir að sú breyting hafi verið gerð að þar séu nú öll fyr- irtæki, sem borgarsjóður eða fyr- irtæki hans eiga meirihluta í, sem hafi áhrif á efnahagsreikning sam- stæðunnar. Samkvæmt honum hafi peningalegar eignir aukist um 2,6 milljarða og skuldir um rúma 6 milljarða að raungildi. Peningaleg staða án lífeyrisskuldbindinga hafi því versnað um 3,5 milljarða og um 6,6 milljarða að raungildi séu líf- eyrisskuldbindingar meðtaldar. Skuldaaukninguna megi rekja til lántöku Orkuveitu Reykjavíkur vegna fjárfestinga í virkjunum og veitukerfum. Einnig hafi Félagsbú- staðir hf. tekið lán til kaupa á félagslegum íbúðum. Verðmæti fastafjármuna samstæðunnar hafi aftur á móti aukist um 30 milljarða króna. Ársreikningar Reykja- víkurborgar samþykktir ÞRÍR vélstjórar á Herjólfi hafa sagt upp störfum eftir að fjórða mannin- um, sem vann sem vélstjóri í afleys- ingum, var sagt upp. Kristján Ólafs- son, deildarstjóri skiparekstrar hjá Samskipum, sem tóku við rekstri Herjólfs á síðasta ári, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þrír vélstjórar séu skráðir á skipið en ætlunin hafi verið að fækka um eina vélstjóra- stöðu. Í kjölfar þess hafi hinir vél- stjórarnir þrír sagt upp störfum. Kristján sagði að auðveldlega myndi ganga að fá nýja menn í störf- in, þau yrðu ekki endilega auglýst enda væru aðrir vélstjórar þegar starfandi hjá Samskipum. Aðspurð- ur sagði hann að ekki stæði til að segja upp öðrum starfsmönnum á Herjólfi, þó að ákveðin endurskoðun varðandi rekstur væri alltaf í gangi. Segja upp í kjölfar uppsagnar Vélstjórar á Herjólfi STEFÁN Pétursson fjármálastjóri Landsvirkjunar segir að þær for- sendur sem Þorsteinn Siglaugsson rekstrarhagfræðingur gaf sér við mat á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar séu í fáum en mikilvægum atriðum rangar. Afleiðingin sé sú að niðurstaða Þorsteins um að tap á Kárahnjúka- virkjun verði 22–51 milljarður standist alls ekki. Þvert á móti sé útlit fyrir vel viðunandi hagnað. Stefán ítrekar þó að skýrsla Þor- steins sé að mörgu leyti vel gerð. Sérstaklega í ljósi þess að Lands- virkjun hafi hingað til ekki verið tilbúin til að gefa miklar upplýsing- ar um verkið. Í samtali við Morgunblaðið í gær vildi Stefán þó ekki gefa upp hve mikið Landsvirkjun telji sig geta hagnast á virkjuninni. Ástæðan sé sú að slíkar upplýsingar séu við- kvæm viðskiptaleyndarmál. Vissu kaupendur um þann arð sem Lands- virkjun hefði af virkjun myndu þeir krefjast lægra orkuverðs. Það sama eigi við um rekstrarkostnað. Þá geri Þorsteinn ráð fyrir 1.250 milljónum í rekstrarkostnað en Landsvirkjun treysti sér til að reka virkjunina fyr- ir minna fé. Þorsteinn á villigötum varðandi þróun álverðs Stefán segir að sú arðsemiskrafa sem Þorsteinn gerir ráð fyrir í því sem hann nefnir raunsætt mat sé í hóf stillt. Þorsteinn gerði ráð fyrir að ávöxtun á hlutafé yrði 8,42% en 4,37% af lánsfé. Stefán segir að Landsvirkjun geri hins vegar enn hærri arðsemiskröfu til virkjunar- innar. Í áætluninni sé gert ráð fyrir þeim möguleika að sitthvað bregði út af við fram kvæmdina. Með góðri áætlanagerð og vali á hæfum verk- tökum sé þeirri áhættu haldið í lág- marki. Engin framkvæmd sé þó án áhættu. Stefán segir að veigamestu mis- tökin sem Þorsteinn hafi gert í skýrslunni varði verð á áli. Í skýrslunni segir hann að sér- fræðingar geri ráð fyrir að álverð lækki um 1–1,5% árlega. Sé varlega farið valdi sú lækkun því að orku- verð lækki um 2,94% árlega að raungildi miðað við áætlaða verð- bólgu í Bandaríkjunum. Stefán segir að hér sé Þorsteinn á villigötum. Sérfræðingar haldi því fram að álverð muni til framtíðar lækka um 1–1,5% að raungildi á ári en ekki 2,94% eins og Þorsteinn heldur fram. Hann bendir á að til að rökstyðja sitt mál sýni Þorsteinn á mynd þróun álverðs frá árinu 1989 til dagsins í dag. Það sem sé villandi við þessa mynd, og þar með þá spá sem af henni sé dregin, sé að 1988– 89 hafi álverð verið í sögulegu há- marki. Sé miðað við verð á áli frá 1968 líti myndin og spá um álverð allt öðruvísi út. „Kjarni málsins er sá að Þor- steinn er ekki að gefa sér sömu for- sendur um þróun álverðs og helstu sérfræðingar á því sviði í heiminum í dag,“ segir Stefán. Þær áætlanir sem Landsvirkjun, Norsk Hydro, Reyðarál, íslenskir fjárfestar og al- þjóðlegur bankamarkaður nota gera ráð fyrir að álverð á samningstím- anum, 20 ár, verði að meðaltali í kringum 1550 dollarar á tonnið. Þor- steinn geri hins vegar ráð fyrir að meðalverð verði um 1030 dollarar á tonn. Þá segir Stefán að Þorsteinn reikni orkumagn rangt með tilliti til stofnkostnaðar. Mat Þorsteins á að virkjanir vegna Reyðaráls kosti 107 milljarða á núverandi gengi sé þó innan skekkjumarka. Inni í þeirri tölu séu hins vegar fleiri virkjanir en Kárahnjúkavirkjun, t.a.m. stækkun Kröfluvirkjunar o.fl. Þess- ar framkvæmdir afli um 5.500 Gíga- wattstunda. Stefán segir að Þor- steinn virðist hins vegar miða útreikninga sína við að Kárahnjúka- virkjun ein muni kosta 107 milljarða og orkumagnið í samningum sé að- eins 4.890 gWst.                                         !  "  #$$          Stefán Pétursson, fjármálastjóri Landsvirkjunar Mikilvægar forsendur um arðsemi rangar NÚ er sá tími að ganga í garð þegar kúm og kálfum er hleypt út úr fjósum eftir veturlanga inniveru. Fyrsti dagurinn úti á túni er yfirleitt mikill gleðidagur í lífi nautpeningsins. Kálfinum Smellu frá Dalbæ í Hruna- mannahreppi var nýlega hleypt út úr stíu sinni. Til að byrja með þurfti hann að sæta því að vera bundinn með múl við tré. Smella var ekki mjög ánægð með þetta og bræðurnir Björgvin og Elís Jónssynir höfðu samúð með sjónarmiði kálfsins, enda eiga ungir drengir og kálfar margt sameiginlegt á vorin. Smella úti í garði Morgunblaðið/Sigurður Sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.