Morgunblaðið - 09.06.2001, Síða 14
FRÉTTIR
14 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í HVARFI rétt undir þjóðveg-inum í Hvalfirði, við Fossaá íFossaárdal, í skjóli undir Eyr-
arfjalli, stendur lítill sumarbústað-
ur í sannkallaðri gróðurvin innan
um tún og mela. Í gær voru í bú-
staðnum saman komin fjölskylda
og vinafólk Snæbjarnar heitins
Jónassonar, fyrrum vegamála-
stjóra, til að skoða afrakstur þeirr-
ar miklu vinnu sem hann lagði í að
gróðursetja þarna tré og plöntur.
Snæbjörn hafði lengi ætlað að
bjóða vinum og velunnurum að
koma og sjá afrakstur erfiðis síns
en entist því miður ekki ævi til, en
hann féll frá um miðjan júlí árið
1999. Í vetur tók ekkja hans,
Bryndís Jónsdóttir, ákvörðun um
að láta verða af þessari heimsókn
núna í vor.
„Við keyptum hér land árið 1966
og þá var hér ekki nokkur planta,“
upplýsti Bryndís með nokkru
stolti, „þannig að óhætt er að
segja að ótrúlega vel hafi tekist
til.“ Jónas, sonur Snæbjarnar,
sagði að meðal gestanna sem
þarna voru saman komnir væru
margir þeir sem faðir hans hafði
helst samband við um ræktunina
og naut ýmissar fyrirgreiðslu hjá,
s.s. varðandi útvegun á fræi og
plöntum. „Hér eru í dag bæði
fulltrúar úr garðyrkjufélaginu og
skógræktarfélaginu, auk kunn-
ingja pabba sem hafa haft þennan
sama skógræktaráhuga.“
Trjárækt en ekki skógrækt
Í stuttri tölu sem Jónas hélt áð-
ur en gestum var boðið að ganga
um eignina og skoða plönturnar
kom fram að hvammurinn sem bú-
staðurinn stendur í væri um sjö
hektarar að stærð og væri á landa-
merkjum sem áin skipti, Kiðafells
sunnan megin og eyðijarðarinnar
Útskálahamars norðan megin.
Helming hvammsins keypti fjöl-
skyldan en leigir hinn hlutann af
bóndanum á Kiðafelli gegn gróð-
ursetningu og umhirðu ræktunar-
innar í hvamminum. Jónas sagði
að fyrstu árin hafi farið í skógrækt
til skjólmyndunar hjá Snæbirni.
„Pabbi vildi ekki láta kalla sig
skógræktarmann heldur trjárækt-
armann, en skjólið var nauðsyn-
legt til að geta ræktað eitthvað
sem átti að standa upp úr grasi.“
Hann sagði föður sinn strax hafa
stefnt að því að gera þarna til-
raunir með ýmsar tegundir sem
ekki voru í almennri ræktun hér-
lendis. „Hann leit á sumarbústað-
arlandið frekar sem stóran garð
heldur en skóg.“
Lítið merkt
Jónas var búinn að setja niður
nokkrar merkingar við tré og
plöntur í hvamminum en sagði að
líta yrði á þær með fyrirvara og
hann tæki vel leiðréttingum.
„Pabbi sagði að þó maður fengi
fræ merkt ákveðinni tegund væri
ekki víst nema einhver önnur yxi
upp af fræinu. Maður gæti ekki
verið viss fyrr en plantan færi að
blómstra en þá þyrfti jafnvel að
bíða í tuttugu ár.“ Þetta sagði Jón-
as föður sinn hafa notað sem af-
sökun þegar verið var að hvetja
hann til að merkja plönturnar, það
væri betra að bíða og vera viss.
Jónas sagði föður sinn í raun
hafa haft gaman af öllum öllum
gróðri og stöðugt hafa viljað fjölga
tegundum og afbrigðum. Á lista
sem gestir fengu í hendur yfir hin-
ar ýmsu tegundir við bústaðinn
voru taldar upp yfir sjötíu teg-
undir en Jónas sagðist telja að á
landareigninni væru þær yfir
hundrað talsins.
Sannkölluð
gróðurvin í
Hvalfirði
Bryndís Jónsdóttir, ekkja Snæbjarnar Jón-
assonar, fyrrum vegamálastjóra, bauð vin-
um hans og velunnurum að koma og skoða
þann mikla árangur sem hann náði í upp-
græðslu og trjárækt við sumarbústað fjöl-
skyldunnar í Kjós, á sólríkum sumardegi.
Snæbjörn Jónasson,
fyrrverandi vegamálastjóri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bryndís Jónsdóttir, ekkja Snæbjarnar Jónassonar, fyrrverandi vegamálastjóra, og Jónas Snæbjörnsson, sonur
þeirra, tóku á móti gestum í blíðskaparveðri síðdegis í gær í Kjósinni.
Það er sannkallaður sælureitur sem bústaðurinn stendur í við Fossaá í
annars berangurslegu umhverfi þjóðvegarins í Hvalfirði.
BRAUTSKRÁNING nemenda úr
Menntaskólanum við Sund fór
fram við hátíðlega athöfn í Há-
skólabíói í gær.
Alls brautskráðust 138 stúd-
entar, sjö nemendur úr lat-
ínudeild, 25 úr nýmáladeild, 32 úr
félagsfræðideild, níu úr hag-
fræðideild, 51 úr náttúrufræði-
deild og 14 úr eðlisfræðideild.
Í skýrslu Más Vilhjálmssonar
rektors skólans kom meðal annars
fram að undanfarin ár hefði skól-
inn þurft að takmarka fjölda ný-
nema sem innrituðust til þess að
bregðast við þrengslum og hús-
næðisskorti sem þjakað hefði skól-
ann árum saman. „Aðstaða nem-
enda og starfsmanna er verri en
boðlegt er enda skólinn í allt of
litlu húsnæði sem hannað var sem
grunnskóli á sínum tíma.“ Á hinn
bóginn horfði til betri vegar í
þeim efnum. „Sameiginleg nefnd
ríkis og Reykjavíkurborgar hefur
lagt til að á næstu árum verði
byggðir þrír nýir framhaldsskólar
í Reykjavík. Menntaskólinn við
Sund er einn þeirra.“
Rektor minntist enn fremur á
verkfall kennara og sagði að vet-
urinn hefði verið erfiður, bæði
fyrir nemendur og aðstandendur
þeirra, kennara og aðra starfs-
menn skólans. „Það er aðdáun-
arvert hvernig nemendur hafa
unnið út úr þessum erfiðu að-
stæðum í vetur, þó að náms-
árangur hefði stunduð getað verið
betri.“
Jöfnun á hæstu
fullnaðareinkunn
Fram kom í máli rektors að
námsárangur þess árgangs sem
nú kveður skólann hafi verið sér-
lega góður. „Óvenju margir nem-
endur voru með ágætiseinkunn.
Alls voru 12 nemendur með ágæt-
iseinkunn, 9 í meðaltal eða hærra,
þ.á m. 10 nemendur nátt-
úrufræðideildar. Líklegt er að
aldrei fyrr í sögu skólans hafi út-
skrifast jafnmargir nemendur með
ágætiseinkunn.“
Dux scholae Menntaskólans við
Sund er Berglind Bára Sigurjóns-
dóttir og hlaut hún ágæt-
iseinkunnina 9,7 en hún braut-
skráðist úr félagsfræðideild.
Árangur hennar er jöfnun á hæstu
fullnaðareinkunn sem gefin hefur
verið við MS frá upphafi skólans.
Morgunblaðið/Golli
Berglind Bára Sigurjónsdóttir, dux scholae, tekur við viðurkenningum úr hendi Más Vilhjálmssonar rektors.
Skólaslit Mennta-
skólans við Sund
Aðstaða
nemenda
og starfs-
manna er
verri en
boðlegt er
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur gefið út reglugerð um eftirlits-
nefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Eftirlitsnefndin hefur það hlutverk
að fylgjast með fjármálum sveitar-
félaga og gera nauðsynlegar athug-
anir á þróun þeirra.
Í reglugerðinni segir m.a. að
félagsmálaráðherra skipi þriggja
manna eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga. Einn fulltrúi er skip-
aður samkvæmt tilnefningu Samb-
ands íslenskra sveitarfélaga og tveir
án tilnefningar og skal annar þeirra
vera löggiltur endurskoðandi. Þrír
varamenn skulu skipaðir með sama
hætti. Ráðherra skipar formann
nefndarinnar. Félagsmálaráðuneyt-
ið leggur eftirlitsnefndinni til sér-
stakan starfsmann sem undirbýr
fundi hennar og útvegar og vinnur
ýmsar nauðsynlegar upplýsingar
fyrir störf nefndarinnar.
Hlutverk eftirlitsnefndarinnar er
að fylgjast með fjármálum sveitar-
félaga og gera nauðsynlegar athug-
anir á þróun þeirra. Leiði athugun í
ljós að fjármál sveitarfélags stefni í
óefni skal nefndin aðvara viðkom-
andi sveitarstjórn og grípa til nauð-
synlegra ráðstafana. Samhliða skal
nefndin upplýsa ráðuneytið um álit
sitt.
Eftirlits-
nefnd með
fjármálum
sveitar-
félaga