Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 28 feta hjólhýsi með áföstum sólpalli og snyrtiaðstöðu. Staðsett í Aðaldalshrauninu. Upplýsingar í símum 462 5259 og 865 5992. Til sölu HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Laus eru til umsóknar hálf staða á aðalskrifstofu Háskólans á Akureyri. Starfið felst í símavörslu, almennri afgreiðslu, ljósritun og ritvinnslu. Góð kunnátta í ensku og norðurlandamálum æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskóla- kennara á Akureyri eða Starfsmannafélags ríkis- stofnana. Upplýsingar um starfið gefur Sigrún Harðardóttir á skrifstofu Háskólans á milli klukkan 10 og 12 í síma 463 0501. Skriflegum umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra Háskólans á Akureyri fyrir 25. júní nk. AKUREYRARKIRKJA: 10. júní, sjómannadagurinn. Sjómannamessa í Akureyrarkirkju kl. 11. Sr Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Einar Ingi Einarsson flytur hugvekju. Sjómenn lesa og aðstoða við útdeilingu. Karla- kór Akureyrar-Geysir syngur. Stjórnandi: Erla Þórólfsdóttir. Org- anisti: Sveinn Arnar Sæmundsson. Þriðjudagur 12. júní, morgun- söngur kl. 9. Fimmtudagur 14. júní, kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Bænaefn- um má koma til prestanna. Unnt er að kaupa léttan hádegisverð í Safn- aðarheimili eftir stundina. GLERÁRKIRKJA: Sjómannadags- guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 11.00. Sjómenn taka þátt í athöfn- inni. Athöfn við minnisvarðann verð- ur að guðsþjónustu lokinni. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma í umsjá unga fólksins sunnudag kl. 20.00, allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Tón- listarsamkoma laugardaginn 9. júní kl. 20.00. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur ásamt einsöngvurum, stjórn- andi Óskar Einarsson. Flutt verður létt og skemmtileg tónlist og er að- gangur ókeypis. Lofgjörðarsamkoma sunnudaginn 10. júní. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu ásamt einsöngvurum flytur fjöl- breytta tónlist, einnig verða vitnis- burðir og fyrirbænaþjónusta. Allir hjartanlega velkomnir. LAUGALANDSPRESTAKALL: Æðruleysismessa í Munkaþverár- kirkju sunnudaginn 10. júní kl. 21.00. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir leiðir guðsþjónustuna og Ólína Frey- steinsdóttir talar. Tónlistarmennirn- ir Eiki Bó, Stefán Ingólfsson og Arna Valsdóttir leiða sönginn. Þá verður tekið við fyrirbænum í at- höfn. Að henni lokinni verður boðið upp á kaffi í Kapítulinu. Kirkjustarf HÁSKÓLINN á Akureyri brautskráir 139 kandidata á há- skólahátíð sem haldin verður í Íþróttahöllinni á Akureyri, í dag, laugardaginn 9. júní kl. 10:30. Skipting brautskráðra eftir deildum er sem hér segir: Heil- brigðisdeild: B.S. próf í hjúkr- unarfræði 16, B.S. próf í iðju- þjálfun 15, Meistarapróf í hjúkrun 1. Kennaradeild: B.Ed.-próf í kennarafræði 12, B.Ed.-próf í leikskólafræði 23, Kennslufræði til kennslurétt- inda 34, fyrrihluta nám til meistaragráðu í skólastjórnun 4. Rekstrardeild: B.S. próf í rekstrarfræði 23, Diploma í iðnrekstrarfræði 4. Sjávarút- vegsdeild: B.S. próf í sjávarút- vegsfræði 7. Háskólaárið 2000-2001 voru sem fyrr fjórar deildir starf- ræktar í Háskólanum á Akur- eyri: Heilbrigðisdeild með 215 nemendur, kennaradeild með 257 nemendur, rekstrardeild með 169 nemendur og sjávarút- vegsdeild með 36 nemendur. Samtals stunduðu því 677 nem- endur nám við háskólann og hafa þeir aldrei verið fleiri. Háskólahátíð Há- skólans á Akureyri 139 kandidat- ar braut- skráðir TAP varð af reglubundinni starf- semi Skógræktarfélags Eyfirðinga á síðasta ári upp á 1,5 milljón króna. Hluti tapsins á rætur að rekja til kostnaðar í kringum 70 ára afmæl- ishald félagsins á árinu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í vikunni, sem að þessu sinni var haldinn utan- dyra, í Vaðlareit austan Akureyrar. Í skýrslu Vignis Sveinssonar for- manns Skógræktarfélagsins kom m.a. fram, að rekstur síðasta árs hafi verið viðunandi. Sölutekjur í gróðrastöðinni jukust um 24,7% en lítlis háttar tap varð þó á rekstri hennar. Mikil samkeppni var í jóla- trjáasölu en þrátt fyrir það skilaði hún rúmlega einnar milljóna króna hagnaði. Efnahagur félagsins er traustur, handbært fé frá rekstri var 4,6 milljónir króna og eigið fé í árslok var rúmar 25 milljónir króna. Í máli Vignis kom einnig fram að mikil aukning væri framundan í skógrækt með tilkomu landshluta- bundinna skógræktarverkefna og kalli það á stóraukna framleiðslu trjáplantna. Þurfi Skógrætarfélagið því að marka sér stefnu um hvort það vilji taka þátt í þeirri aukningu. Mikil þörf á viðbótar framleiðslurými Í máli Hallgríms Indriðasonar framkvæmdastjóra Skógræktar- félags Eyfirðinga kom m.a. fram að gróðursetningar hafi verið með allra mesta móti hjá félaginu á síðasta ári. Alls var plantað um 90.000 plöntum og var mest plantað í Kjarna, Eyrarlandsháls og Mel- gerðismela. Plöntuframleiðsla í Gróðrarstöð- inni í Kjarna hefur vaxið ört síðustu árin. Heildarfjöldi framleiddra plantna á síðasta ári var um 1.300.000 og á þessu ári horfir í svip- aða framleiðslu. Hallgrímur sagði gróðurhús stöðvarinnar löngu full- nýtt og að mikil þörf væri á viðbótar framleiðslurými. Framleiðsla sum- arblóma sem hafin var á síðasta ári virðist hafa skilað félaginu nokkrum arði og fjölda ánægðra viðskipta- vina. Í framkvæmdaáætlun fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að hafist verði handa um frekari uppbyggingu í Kjarnastöð. Byggja þarf gróðurhús og undirbúa útistæði fyrir plöntur. Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga Gróðursetning með allra mesta móti í fyrra Morgunblaðið/Halldór Fundarmenn á aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem haldinn var í Vaðlareit, hlýða á Vigni Sveinsson, formann félagsins. Leiguskipti Akureyri - Reykjavík Óska eftir 4ra herbergja íbúð í leiguskiptum á 130 fm raðhúsi á Akureyri í a.m.k. 2 ár. Upplýsingar í síma 862 8826 e.kl. 19.00. ÍSLENSKIR djassáhugamenn horfa fram á skemmtilega tíma síðar í sum- ar en dagana 14.-18. ágúst verður fyrsta alþjóðlega Django djasshátíðin á Íslandi, haldin á Akureyri á Lista- sumri. Hátíðin er tileinkuð sígaunan- um Django Reinhardt og tónlist hans og er hér um sannkallaða djassveislu að ræða. Django Reinhardt er af mörgum talinn einn snjallasti djassgítarleikari sem uppi hefur verið. Hann lék öllum betur á gítar þrátt fyrir að hafa misst tvo fingur á vinstri hendi í bruna 18 ára að aldri. Django var orðinn goð- sögn í lifanda lífi en hann lést aðeins 43 ára gamall. Aðdáendur hans sækja árlegar tón- listarhátíðir víða um heim til þess að leika og hlýða á besta flutning sem völ er á af Djangodjasstónlist. Virtasta og stærsta hátíðin er haldin í Samois í Frakklandi, þar sem Django bjó síð- ustu æviárin. Django Jazz 2001 festi- val á Akureyri á að verða hátíðin sem veitir Íslendingum tækifæri til að sækja slíkan tónlistarviðburð heima, jafnframt því að veita aðdáendum beggja vegna Atlantshafs tækifæri á að mætast á miðri leið. Kveikjan að hátíðinni eru árlegir tónleikar Robin Nolan Trio í Deiglunni á Akureyri sl. þrjú ár og námskeið þeirra félaga í Tónlistarskólanum á Akureyri. Fyrir utan árlegt námskeið þeirra félaga er um nokkra tónleika að ræða á Django Jazz 2001 festival á Akur- eyri. Þar ber fyrst að telja að Robin Nolan Trio frá Hollandi leikur í Deigl- unni fimmtudagskvöldið 16. ágúst. Daginn eftir leikur kvintettinn Perl Django frá Seattle, sem er ein besta Djangohljómsveit Bandaríkjanna. Þann 18. ágúst er svo komið að stærsta lið hátíðarinnar, eða innigötu- tónleikum í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Á kynningu hátíðarinnar sagðist Jón Hlöðver Áskelsson þess fullviss að hljómburðurinn á Glerár- Django Jazz 2001 festival á Akureyri um miðjan ágúst Sannkölluð veisla fyrir djassáhugamenn Morgunblaðið/Kristján Félagarnir Ólafur Haukur Árnason, Pétur Ingólfsson og Jóhann Guð- mundsson, sem kalla sig Hrafnaspark, léku djass á kynningu alþjóðlegu Django-djasshátíðarinnar á Glerártorgi. torgi væri frábær. Hann sagði jafn- framt að því stefnt að hátíð sem þessi yrði árlegur viðburður. Við sama tækifæri sagði Gunnar Ragnars, sem einnig kemur að undirbúningi, að hér væri um mjög áhugaverða uppákomu í bænum ræða, „og trúlega sú flott- asta í sumar.“ Fimm tíma sveifla á Glerártorgi Á þessum hápunkti hátíðarinnar á Glerártorgi verða fimm tíma tón- leikar með sígaunasveiflu og Django- jassi á göngum Glerártorgs. Robin Nolan Trio og Perl Django fá þar til liðs við sig söngvarann víðþekkta Randy Greer frá Barcelona og Paul Weeden, gítarleikarann góðkunna frá Noregi. Einnig leikur Djangókvartett Akureyrar skipaður ungum Akureyr- ingum en kvartettinn verður þá búinn að fara í sína fyrstu tónleikaför til Grænlands og taka þátt í námskeiði Robin Nolan Trio.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.