Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 27
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 27 Í BYRJUN september mun verslun BabySam verða opnuð í Skeifunni 8 í Reykjavík. BabySam er dönsk versl- anakeðja sem sérhæfir sig í sölu á vörum fyrir börn, allt frá fæðingu til þriggja ára aldurs. 29 BabySam- verslanir eru reknar í Danmörku. BabySam-verslanirnar selja fatn- að, barnavagna, húsgögn og margt fleira. Eins verður boðið upp á að leigja vöggur, barnavagna, barnabíl- stóla og margt fleira. Baugur er sér- leyfishafi BabySam á Íslandi. Framkvæmdastjóri BabySam á Íslandi er Soffía Waage Árnadóttir. Verslunin BabySam opn- uð á Íslandi SVISSNESKA fyrirtækið SAir Group sem m.a. rekur flugfélagið Swissair, hefur boðað end- urskipulagningu fyrirtækisins og hyggst selja eignir og lækka kostn- að. Dálkahöfundur Wall Street Journal gagnrýnir, að undanfarnar vikur hafi verið unnið að því að sannfæra fjárfesta um að vandræði fyrirtækisins væru ekki eins alvar- leg og ætla mætti og að talsmenn fyrirtækisins hafi forðast að fara nákvæmlega í hvernig minnka ætti kostnað. Mario Corti, forstjóriSAir Group, lýsti því yfir fyrr í þessari viku að fyrstu fimm mánuði ársins hefði reksturinn gengið vel og sala aukist um 5% frá fyrra ári. Einnig hefðu verið seld nokkur hótel í eigu Swissair og áætlað væri að minnka kostnað um 500 milljónir franka á seinni hluta þessa árs. Tap fyr- irtækisins nam um 160 milljörðum íslenskra króna á síðasta ári. SAir Group er samt sem áður skuldum vafið og veitir ekki af end- urskipulagningunni. Aðalvanda- málið er Swissair sem er of lítið til að keppa við önnur flugfélög, sem eru hluti af öflugum samstarfs- félögum. Áætlanir Swissair um að stækka og eflast hafa ekki orðið að veruleika. Almenn niðursveifla í al- þjóðlegu efnahagslífi kemur heldur ekki á besta tíma fyrir SAir Group, en evrópsk flugfélög tilkynna um þessar mundir að hægt hafi á sölu. SAir Group á einnig 49,5% hlut í belgíska flugfélaginu Sabena og 49% hlut í tveimur litlu frönskum flugfélögum, Air Liberté og Air Littoral. Búist er við að frönsku flugfélögin verði tekin til gjald- þrotaskipta í þessum mánuði. „…það markar brottför okkar frá Frakklandi,“ segir Gabriela Baum- gartner, yfirmaður samskipta við fjárfesta hjá SAir Group. WSJ bend- ir á að brottförin verði hvorki hröð né auðveld og örugglega ekki ódýr. Óljós framtíð SAir Group SAMRUNI Telia og Sonera er nær því fullfrágenginn, að því er sænska blaðið Dagens Industri greinir frá í gær. Talsmenn símafyrirtækjanna tveggja hafa þó ekki staðfest fréttirn- ar. Í frétt DI kemur fram, að sam- einað norrænt símafélag verði til í tveimur lotum. Fyrsta skrefið er sam- eining sænska símafélagsins Telia og hins finnska Sonera, en í næstu lotu verði Tele Danmark hluti af samein- uðu félagi. Það var sænski fréttavef- urinn Ekonomi24 sem fyrstur birti fréttir af hugsanlegri stofnun Nordic Telecom í síðustu viku. Þar kom fram að sameiningarviðræður sænska Telia, finnska Sonera og danska Tele Danmark stæðu yfir og niðurstöðu af þeim mætti vænta á næstunni. DI segir að viðræðurnar hafi staðið yfir í níu mánuði og nú eigi einungis eftir að ganga frá formsatriðum í sambandi við samruna Telia og Son- era. Ef af þessum samruna verður og Tele Danmark kemur til liðs við fyr- irtækið í kjölfarið, verður til fyrirtæki með 16 milljónir farsímaáskrifenda, um 1.300 milljarða íslenskra króna veltu og markaðsvirði upp á 3.500 milljarða. Samruni Telia og Son- era sagður á lokastigi LYF- og líftæknisjóðurinn sem er í umsýslu Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) skilaði 34,64% ávöxtun á tímabilinu 30. apríl 2000 til 1. maí 2001. Fjármálasjóðurinn sem er í umsýslu SPH skilaði 20,49% ávöxtun á sama tímabili og Vanguard Europe Stock Index Fund í umsýslu Vangu- ard skilaði 18,22% ávöxtun, sam- kvæmt fréttatilkynningu frá SPH. Í tilkynningunni kemur fram að Sparisjóður Hafnarfjarðar hafi fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja hafið rekstur alþjóðlegra atvinnu- greinatengdra verðbréfasjóða í apríl 2000. Lyf- og líftæknisjóðurinn fjár- festir í leiðandi lyfjafyrirtækjum um allan heim. Fjármálasjóðurinn legg- ur áherslu á fjárfestingar í alþjóð- legum bönkum, verðbréfafyrirtækj- um og tryggingafélögum með breiðan tekjugrunn. Samanburðurinn á ávöxtun verð- bréfasjóðanna er birtur hjá Láns- trausti en samkvæmt fréttatilkynn- ingu er Scudder Global Themes Fund sem er í umsýslu Scudder í fjóðra sæti listans með 17,8% ávöxt- un og Alþjóðasjóðurinn sem er í um- sýslu SPH í því fimmta með 17,73% ávöxtun. Lyf- og líf- tæknisjóður með 34,64% ávöxtun ♦ ♦ ♦ Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.