Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 28
ÚR VERINU 28 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STÝRIMANNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið við hátíðlega at- höfn 1. júní s.l. Þetta voru 110. skóla- slit frá stofnun skólans árið 1891. At- höfnin hófst með píanóleik Ástríðar Sigurðardóttur, sem lék tónlist eftir Bach og Liszt. Minnst var látinna sjómanna og fyrri nemenda skólans, sem hafa andast á skólaárinu. Sérstaklega var minnst tveggja sjómanna, sem fór- ust við störf sín á sjónum, Friðriks Friðrikssonar skipstjóra, sem fórst með skipi sínu Ingimundi gamla á Húnaflóa, hinn 8. október s.l. og Sveins Birkis Sveinssonar, sem tók út af togaranum Björgvin norðaust- ur af landinu 26. janúar s.l. Í dagskóla Stýrimannaskólans voru 50 nemendur; nokkrir nemend- ur eru í fjarnámi og á haust- og vor- önn voru haldin námskeið fyrir 30 rúmlesta skipstjórnarréttindi. Í fjar- skiptum (GMDSS), meðferð á hættulegum farmi (IMDG) og slysa- hjálp voru haldin mörg námskeið. Samtals luku 52 prófum til skip- stjórnarréttinda á skólaárinu, þar af í dagskóla Stýrimannaskólans 27, en 25 á átta vikna kvöldnámskeiðum (30 rl.). Við þessi skólaslit útskrifuðust fyrstu nemendurnir með skipstjórn- arpróf 2. stigs eftir nýrri skipan skipstjórnarnámsins, en Stýri- mannaskólinn tók upp áfangakerfi frá og með skólaárinu 1998. Í lok næstu haustannar 2001 munu fyrstu nemendur ljúka skipstjórnar- prófi 3. stigs, farmannaprófi, eftir þessu nýja skipulagi og einnig nokkrir sem ljúka 1. og 2. stigi. Auk 30 rúmlesta kvöldnámskeiða voru eins og undanfarin ár haldin námskeið fyrir starfandi skipstjórn- armenn. Í alþjóðlega neyðar- og öryggis- fjarskiptakerfinu, GMDSS, voru haldin 7 tíu daga námskeið og luku því námi, auk nemenda, 57. Síðan vorið 1994 hafa verið haldin 90 nám- skeið og hafa 730 lokið því námi. Áformað er að halda tveggja til þriggja daga upprifjunarnámskeið í GMDSS næsta haust. Í samvinnu við Slysavarnaskóla sjómanna og Landspítalann í Foss- vogi var haldið eitt námskeið í með- ferð slasaðra og notkun lyfjakistu og luku því 7 starfandi skipstjórnar- menn. Þessi námskeið taka fjóra daga. Eitt grunnnámskeið í meðferð hættulegra efna í þurrflutningaskip- um var haldið og luku því 8. Gerðar eru strangar kröfur um framvísan þessara skírteina við komu til hafna og verður að endurnýja skírteinin á minnst tveggja ára fresti. Þrjú upp- rifjunarnámskeið voru haldin og luku þeim 31. Samtals luku því 128 sérstökum námskeiðum sem voru haldin utan dagskólans á skólaárinu. Við skólaslitin voru mættir fjöl- margir eldri nemendur skólans sem áttu útskriftarafmæli. Fyrir hönd 50 ára prófsveina tal- aði Sigurður Árnason skipherra og færðu þeir bekkjarbræðurnir skól- anum vandað veggspjald af útskrift- arárgangi Stýrimannaskólans 1951. Kristján Þ. Jónsson skipherra tal- aði fyrir hönd 30 ára prófsveina og gáfu þeir 100 þúsund krónur í Lána- og styrktarsjóð nemenda Stýri- mannaskólans. Fyrir hönd 20 ára útskriftarnema talaði Gunnar Halldór Gunnarsson og gáfu þeir skólabræður í tækjasjóð skólans. Jóhann Bjarnason framkvæmda- stjóri Radíómiðunar h.f. færði skól- anum að gjöf MaxSea skipstjórnar- tölvu af fullkomnustu gerð, sem sýnir sjávarbotninn og umhverfið í þrívídd og bregður upp mynd af haf- svæðinu framundan skipinu og vörp- unni. Jóhann ávarpaði nemendur og óskaði þeim og Stýrimannaskólanum allra heilla. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur ávallt sent Stýri- mannaskólanum vegleg verðlaun til þess nemanda, sem skarar fram úr í siglingafræði á efsta stigi fiskimanna eða skipstjórnarprófi 2. stigs, sem veitir ótakmörkuð réttindi á fiskiskip af hvaða stærð sem er og hvar sem er. Stefán Viðar Þórisson Reyðar- firði fékk verðlaunin í þetta skipti, vandað skipsúr og loftvog. Stefán Viðar fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir góðan námsár- angur. Úr verðlauna- og styrktar- sjóði Páls Halldórssonar, skólastjóra Stýrimannaskólans 1900-1937, voru honum veitt bókaverðlaun fyrir kunnáttu, háttprýði og skyldurækni eins og segir í skrautrituðu skjali, sem fylgir verðlaununum. Guðmund- ur Rúnar Jónsson Mosfellsbæ sem lauk skipstjórnarprófi 1. stigs var verðlaunaður fyrir góðan námsár- angur. Fyrir góða frammistöðu í tungu- málum voru verðlaunaðir: Jóhannes Haraldsson Reykjavík, sem lauk 2. stigi, fyrir góða kunnáttu í íslensku. Guðmundur Rúnar Jónsson, Mos- fellsbæ, í ensku og Ólafur Birgir Georgsson, Vestmannaeyjum, sem lauk sjárvarútvegsbraut og 30 rúml. prófi, fyrir kunnáttu í dönsku, sem danska sendiráðið veitir. Þórarinn Friðjónsson, ritstjóri og framkvæmdastjóri útgáfufyrirtæk- isins SKERPLU, sendir við hver skólaslit öllum nemendum sem ljúka prófum til skipstjórnarréttinda almanak SKERPLU, áritað, sem var afhent við skólaslitin. Innritun í Stýrimannaskólann stendur nú yfir, en sérstök kynning á náminu verður á Sjómannadaginn niðri við Reykja- víkurhöfn. Frá skólaslitum Stýrimannaskólans í Reykjavík fyrsta júní. Talið frá vinstri. Bergþór Hávarðsson, sem lauk fyrsta stigi skipstjórnarprófs, Stefán Daniel Ingason, fyrsta stig, Jón Pétursson, lauk 200 tonna réttindaprófi, Sævar Sigurðsson, 200 tonna réttindi, Helgi Aage Torfason, annað stig skipstjórnarprófs, Stefán Þórisson, ann- að stig, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, annað stig, Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari, Jóhannes S. Har- aldsson, annað stig, og Bergur Garðarsson, 200 tonna réttindi. 52 luku prófum til skipstjórnarréttinda Skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hefur verið að flaka og frysta síld síð- an á mánudag og gengur það vel að sögn Freysteins Bjarnasonar, út- gerðarstjóra SVN. Síldin hefur verið fryst af þremur skipum, Beiti, Berki og færeyska skipinu Kronborg. Hafa þau hvert um sig landað 200 til 300 tonnum af síld til vinnslu, en þau eru með kælitanka til að halda síldinni ferskri. Skipin eru að veiðum norðaustast í Síldarsmugunni og er stíf tveggja sólarhringa sigling heim með síldina. Því verður hún ekki hæf til manneldis án þess að vera í kælingu. Jafnframt hefur verið nokkur áta í síldinni og segir Freysteinn að skipin hafi geymt þá síld í nótinni í sólarhring sem fara átti til manneldis, til að láta hana spýta. Hann segir að þetta sé þokkaleg- asta síld, þó fremur horuð og ekki sú allra stærsta. Vinnslan gengur vel og fer síldin á ýmsa markaði. Það er skortur á síld um þessar mundir og er til dæmis fyrsti farmurinn þegar farinn í skip. Fyrir vikið er verðið á síldinni þokkalegt að mati Freysteins en með þessu er verðmæti síldarinn- ar til útflutnings margfaldað. Auk hinna þriggja fyrrnefndu skipa hafa Súlan og Áskell EA landað síld hjá Síldarvinnslunni, sem nú hef- ur tekið á móti ríflega 4.000 tonnum. „Þetta er allt að lifna á ný eftir dvalann og eftir sjómannadag fer síldin að fitna, svo þetta lítur bara allt vel út,“ segir Freysteinn. Samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva hefur verið til- kynnt um löndun á 11.500 tonnum af síld, en leyfilegur heildarafli er um 132.000 tonn. Aðeins hefur verið landað á þremur stöðum, í Neskaup- stað og á Eskifirði og Seyðisfirði. Öll skip verða að vera í landi á sjómanna- daginn næstkomandi sunnudag. Síldin fryst ERLENT ÁTTA börn á aldrinum sex til átta ára létu lífið í gærmorgun þegar maður vopnaður hnífi gekk ber- serksgang í japönskum barnaskóla. Maðurinn, sem á við geðræn vandamál að stríða, æddi inn í fjórar skólastofur í Ikeda-barnaskólanum í úthverfi Osaka. Þar stakk maðurinn að minnsta kosti 26 börn og þrjá kennara. Æðiskast mannsins stóð yfir í 12 mínútur. Ellefu hinna særðu voru fluttir á sjúkrahús í Ikeda þar sem þrír létust og tveir eru í lífs- hættu. Hinir sex, þar á meðal 27 ára gamall kennari sem hjálpaði til við að yfirbuga árásarmanninn, eru lítið særðir, að sögn yfirskurðlæknis á sjúkrahúsinu. „Vildi að þið tækjuð mig af lífi“ Lögreglan hefur staðfest að mað- urinn heiti Mamoru Takuma. Hann var handtekinn með aðstoð tveggja kennara við skólann, en var sagður ófær um að svara spurningum um ódæðið, þar sem hann hafði tekið inn gríðarstóran skammt róandi lyfja. Að sögn lögreglunnar í Osaka var maðurinn vart með meðvitund við handtökuna. Þó er haft eftir lögreglu að þá hafi Takuma sagt: „Ég er orð- inn þreyttur á öllu. Ég er búinn að gera margar sjálfsvígstilraunir en dey ekki. Ég vildi bara að þið næðuð mér og tækjuð mig af lífi.“ Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin en hann var handtekinn árið 1999, fyrir að byrla kennurum við skóla, sem hann vann áður í, róandi lyf. Japanir slegnir Japanir eru stoltir af lágri glæpa- tíðni í landinu og því er fjöldamorðið í barnaskólanum mikið áfall. For- sætisráðherra landsins, Junichiro Koizumi, sagði sér vera mjög brugð- ið og lét í ljós samúð með aðstand- endum hinna látnu. Þá sagði Atsuko Toyama, menntamálaráðherra Jap- ans, að atburðir sem þessir ættu ekki að geta gerst. „Mig tekur þetta mjög sárt. Við munum reyna að bregðast við með því að setja starfshóp í málið og rannsaka staðreyndir þess.“ Þetta er mesta fjöldamorð sem framið hefur verið í Japan síðan 12 manns létust í eiturgasárás sem sér- trúarsöfnuður gerði á neðanjarðar- lestarstöð í Tókýó árið 1995. Þá lét- ust 12 manns og þúsundir veiktust af völdum gassins. Reuters Móður nemanda í Ikeda-barnaskólanum í Japan er hér fylgt út úr skól- anum eftir að maður, vopnaður hnífi, varð átta börnum að bana. Átta börn myrt í skóla í Japan Ikeda, Japan. AFP TIMOTHY McVeigh, maðurinn sem varð 168 manns að bana í sprengju- tilræði í Oklahoma árið 1995, býr sig nú undir að dauðadómi yfir honum verði framfylgt. Að sögn lögfræðinga McVeighs hefur hann hafnað frekari tilraunum til að stöðva af- tökuna eftir að dómstóll í Oklahoma neitaði sl. mið- vikudag að veita honum frestun. McVeigh verður tekinn af lífi á mánudag með banvænni sprautu. Aðstandendur þeirra sem létust í sprengjutilræðinu og einhverjir þeirra, sem komust lífs af, alls 300 manns, munu fylgjast með aftökunni.McVeigh Aftöku McVeighs ekki frestað RÍKISSAKSÓKNARI Belgíu krafð- ist þess í gær að fjórir hútúar, sem fundnir hafa verið sekir um stríðs- glæpi í Rúanda, yrðu dæmdir í lífs- tíðarfangelsi. Kviðdómur í máli hútúanna – tveggja nunna, prófessors og fyrr- verandi ráðherra – fann þá seka um að hafa aðstoðað róttæka hútúa við að myrða þúsundir tútsa í Rúanda 1994. Talið er að um 800.000 manns hafi þá látið lífið fyrir morðsveitum hútúa. Þetta er í fyrsta sinn sem kvið- dómur dæmir meinta stríðsglæpa- menn frá öðru landi. Réttað var yfir hútúunum samkvæmt lögum frá 1993 sem veita belgískum dómstól- um lögsögu í stríðsglæpamálum þótt glæpirnir hafi ekki verið framdir í Belgíu. Ríkissaksóknari Belgíu, Alain Winants, sagði að dæma ætti hú- túana í lífstíðarfangelsi til að sýna að Belgía væri ekki griðastaður fjölda- morðingja. Sögulegt dómsmál í Belgíu Hútúar dæmdir fyrir stríðsglæpi í Rúanda Brussel. Reuters.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.