Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.06.2001, Qupperneq 31
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 31 NÝ REGLUGERÐ tekur gildi hér á landi um áramót, sem takmarkar notkun hættulegra efna í ýmsum varningi. Hættulegu efnin kallast sæfiefni, virk efni sem notuð eru til þess að berjast gegn skaðlegum líf- verum með efna- eða líffræðilegum aðferðum, að sögn Elínar G. Guð- mundsdóttir, fagstjóra eiturefna- sviðs hjá Hollustuvernd ríkisins. Á neytendasíðu sl. fimmtudag var fjallað um eitruð efni í viðarvörn svo sem krómsölt og TBT og segir Elín að með nýju reglugerðinni verði notkun slíkra efna takmörkuð talsvert. „Viðarvarnarefnin ásamt nagdýraeitri verða endurskoðuð fyrst af öllum, en í þeim er mikið af efnum sem geta verið hættuleg um- hverfinu.“ Reglurnar taka gildi hér vegna tilskipunar ESB frá því í maí í fyrra. Að sögn Elínar hafa reglur um eiturefni verið mjög flóknar og ólíkar milli landa, en unnið er að því að samræma þær. „Mjög strangar reglur gilda á hinum Norðurlönd- unum hvað notkun sæfiefna varðar. Skráningarskylda er á vörum sem innihalda slík efni og verður sú regla tekin upp hér á landi um næstu áramót. Ný efni verða tekin í áhættumat og síðan verður ákveðið hvort eigi að leyfa þau á markaði. Það sama gildir um virk efni sem fyrir eru, endurskoðað verður hvort þau verða seld áfram.“ Langur aðlögunartími Nokkur tími mun líða þar til allar breytingar, sem reglugerðin kveður á um, verða komnar í gagnið. „Skila á inn gögnum um viðarvarnarefnin í mars 2004. Eftir þann tíma koma fram niðurstöður úr áhættumati og þá verður farið að taka ákvarðanir um hvaða efni verða notuð áfram,“ segir Elín. Í bæklingi sem Hollustu- vernd sendir frá sér á næstu dögum um framkvæmd reglugerðarinnar kemur fram að aðildarlöndin fái tíu ára aðlögunartíma til þess að hætta að nota sæfiefni sem kunna að vera í sölu, en hljóta ekki samþykki nýju reglugerðarinnar. Gagnvarið timbur notað að óþörfu Viður sem varinn er hættulegum eiturefnum, er notaður meira en þörf krefur hérlendis, að mati Rögnvalds S. Gíslasonar, efnaverk- fræðings hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. „Ástæðulaust er að mála hlutina of svörtum litum þótt því sé ekki að leyna að í fúa- og viðarvörn er að finna mörg heilsu- spillandi efni,“ segir Rögnvaldur. „Ótækt er að setja alla gagnfúavörn úr flokkum A og B undir sama hatt, eins og fram kom í viðtali við Ómar Gunnarsson efnaverkfræðing og fleiri í Morgunblaðinu sl. fimmtu- dag. Þótt finna megi krómsölt, TBT og fleiri hættuleg efni í mörgum þeirra, er það ekki algilt um fúa- vörn í þessum flokkum. Engin yf- irborðsefni geta komið í staðinn fyrir gagnfúavörn þar sem á annað borð er hætta á að viður fúni, ólíkt því sem gefið var til kynna í um- ræddu viðtali,“ segir Rögnvaldur. Hjá Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins er veitt gæðaeftirlit með gagnvörn viðar, meðal annars A- og B-flokkum. „Við höfum eft- irlit með að kröfur séu uppfylltar samkvæmt Evrópustöðlum og einn- ig reglum á vegum Norræna timb- urverndarráðsins. Ótal efni er hægt að nota í hverjum flokki til að ná þessum kröfum. Lífræn tinsam- bönd eru til að mynda einungis hluti af þeim efnum, sem hægt er að nota til að gagnverja í flokki B og króm- sambönd eru bara í sumum þessara efna sem notuð eru í gagnvörn í flokki A og reyndar fleiri flokkum.“ Nota má hættuminni efni Rögnvaldur segir að verið sé að nota gagnvarið timbur í mun fleiri tilfellum en þurfi miðað við íslensk- ar aðstæður, til að mynda í borð- aklæðningar utan á húsveggjum sem óþekkt sé að fúni hér á landi. „Þetta er mikið notað, en það er bara af því að ekki er til reglugerð sem bannar það,“ segir hann. Rögnvaldur segir mikilvægt í allri umræðu að greina á milli við- arolía sem bornar eru á yfirborð viðar og annarra fúavarnarefna, en segir nauðsynlegt að hafa allan vara á varðandi umgengni við þessi efni. „Einna alvarlegast er að viðarolíur, sem eru seldar til að bera á timbur, eru meira og minna með varasöm- um gróðurdrepandi efnum, sem ég tel að óþarfi sé að nota. Í sumum löndum er búið að loka fyrir notkun ýmissa þessara efna og það er ekki að ástæðulausu. Um leið og komin er reglugerð sem takmarkar notk- un á vafasömum efnum, þurfa fram- leiðendur að nota önnur efni. Til eru aðrir valkostir sem kunna að vera dýrari og óvíst að þeir virki jafn vel.“ Rögnvaldur segir lykilatriði að rétt sé staðið að vinnulagi og með- höndlun viðar og viðarefna en hjá Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins megi nálgast rit um það efni sem nefnist „Yfirborðsefni fyrir viðarfleti utanhúss.“ Notkun hættu- legra efna í við- arfúavörn verð- ur takmörkuð Ný reglugerð tekur gildi um áramót sem takmarkar notkun hættulegra efna í ýms- um varningi, svo sem í viðarfúavörn. Viður, sem varinn er með hættulegum efn- um, er meira notaður hér á landi en þörf krefur, að mati efnaverkfræðings hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gagnvarið timbur er notað oftar en nauðsynlegt er hér en þrýstifúa- vörn inniheldur oft hættuleg efni og er notuð m.a. í sólpalla. brauðálegg frá Síld og fiski um að meðaltali 6%. Ekki er um allt álegg að ræða að sögn Sófusar Sigurð- arsonar sölustjóra. Skinka hefur hækkað um 5,6 til 6,3%, pepperoni og spægipylsur um 5,3% og beikon um 7,6%. Ástæður hækkunarinnar segir Sófus vera margþættar: „Það eru hækkanir á svínafóðri sem er allt keypt í banda- ríkjadollurum. Síðan eru umbúða- hækkanir og laun sem eru að hækka. Ef það er eitthvað þá er verið að halda hækkununum í lág- marki.“ Dilkakjöt hækkar um 6% Norðlenska hækkaði dilkakjöt um 6% um mánaðarmótin. Aðspurður um ástæður hækkun- arinnar sagði Gunnar Níelsson sölustjóri að Ríkið hafi dregið úr framlögum vegna geymslugjalds og því hafi ekki verið annað fært en að hækka verðið í samræmi við aukinn kostnað. Auk þess hafi flutnings- kostnaður, pökkunarkostnaður og launakostnaður aukist talsvert. Gengisþróun óhagstæð Gott fæði sem framleiðir meðal annars Gott granola, Morgungull og Gott múslí hækkaði verð á öllum vörum um 7 til 8% þann fyrsta júní. „Vörurnar okkar hafa ekki hækkað árum saman og þessi hækkun er til þess gerð að vega upp í aukinn kostnað. Allt okkar hráefni VERÐHÆKKANIR á neysluvör- um hafa verið áberandi undanfarið og mörg fyrirtæki hafa hækkað verð á mat- og drykkjarvörum sín- um. Goði hækkaði verð á kjötvörum að meðaltali um 7% þann fyrsta júní sl. Nautavöðvar hækkuðu um 12 til 18% en lambalæri og -hryggir um 10%. Forunnar kjötvörur, sem eru stærsti hlutinn af vörum sem hækk- uðu, hækka um 6,5% að nautahakki og -gúllasi undanskildu. Ástæður hækkunarinnar segir Karl Steinar Óskarsson markaðsstjóri vera margþættar. „Umbúða- og dreif- ingarkostnaður hefur hækkað vegna gengissigs krónunnar og svo hefur bensín hækkað svo dæmi sé tekið. Hækkun á lambakjöti okkar má rekja til hækkunar á verði til bænda síðastliðið haust sem var ekki tekin inn í verðið fyrr en í vor. En einnig er þar um að ræða kostn- aðarhækkanir.“ Svínakjöt hækkar um 3 til 4% Svínakjöt hefur hækkað hjá Slát- urfélagi Suðurlands undanfarið og nemur hækkunin um 3 til 4%. Að sögn Steinþórs Skúlasonar forstjóra hækkuðu þó ekki allar kjötvörur. „Um miðjan maí hækk- uðum vínarpylsur í tíu stykkja pakkningum um 3%, en fyrirhafði þessi vara verið á óbreyttu verði frá því 1991.“ Ástæður hækkunarinnar segir hann vera hækkað verð á svínakjöti til bænda sem stafi svo aftur af hækkunum á gengi. Innfluttar vörur hækka einnig hjá SS Innfluttar vörur hækkuðu einnig hjá Sláturfélaginu. Niðursoðið gæludýrafóður hækkaði um 4 til 6%, innfluttur ís hækkaði um 5 til 7%, sælgæti um 2% og Barilla pasta um 9%. Gunnar G. Gunnarsson deildarstjóri innflutningssviðs seg- ir ástæður hækkunarinnar vera að langstærstum hluta gengisþróun, en auk þess hafi einstaka vörur hækkað frá framleiðanda. Flest álegg að hækka Um mánaðarmótin hækkaði hefur hækkað með genginu og kostnaður við flutning, laun og um- búðir hefur aukist“ segir Viðar Sig- urjónsson framkvæmdastjóri. Hækkun um 2,5 til 18% Vörur voru að hækka þann 22. maí hjá O Johnson & Kaaber. Verðhækkunin þar var misjöfn en var á bilinu 2,5 til 18%. Til dæm- is hækkaði Melroses te um 6,25%, Pilsbury hveitið um 17,97%, ör- bylgjupitsur frá Chicago-Town um 3,4% og Colgate vörurnar um 9,6%. Að sögn Alfreðs Jóhannssonar sölustjóra má rekja hækkunina beint til gengisþróunar það sem af er árinu. Hann segir verðið á þess- um vörum stjórnast af verði gjald- miðlana sem þær eru keyptar í og því þurfi að hækka verðið nú. Innfluttar vörur hækka Nathan & Olsen hækkuðu allar innfluttar vörur um að meðaltali 5% þann 5. júní. Morgunkorn hækkaði um 5,8%, sykur um 6,5% og aðrar innflutn- ingsvörur hækkuðu um 4% að með- altali. Aðspurður um ástæður hækkunarinnar sagði Þorsteinn Gunnarsson markaðsstjóri að slæmu gengi krónunnar væri um að kenna, en einnig hafi markaðsverð á sykri farið hækkandi. Þorsteinn segir að þrátt fyrir þessa hækkun sé fyrirtækið að taka á sig hluta af gengistapinu. Verðhækkun hjá Blómavali Undanfarið hafa ýmsar smávör- ur hækkað í verði hjá Blómavali. Ís hefur hækkað um að meðaltali 8 til 10% að sögn Trausta Gunn- arssonar verslunarstjóra. „Ísinn hefur ekkert hækkað frá heildsala síðan snemma á árinu, en þá hækk- aði hann um 4,5%. Þá hækkuðum við ekkert og höfum ekki hækkað ísinn í tvö ár.“ Brauð hafa einnig hækkað hjá Blómavali og nemur verðhækkunin frá 7% til 15%. Kristinn Einarsson framkvæmdastjóri segir þessa verðhækkun ráðast af verði frá bökurum sem hafi hækkað um miðjan maí, en brauðin sem hækk- uðu voru öll keypt hjá Jóa Fel bak- ara. „Við samræmum verðin en áð- ur voru þau mismunandi. Í staðinn fyrir að hafa verðið 270, 280 og 290 krónur setjum við allt brauðið í 310 krónur.“ Kristinn tekur þó fram að sum- arblóm séu að lækka í Blómavali núna og stjúpur séu á tilboði. Þar hafi verðið lækkað úr 1500 kr í 1000 kr fyrir 20 stjúpur. Jói Fel hækkar brauðverð Brauð hafa einnig verið að hækka frá bökurum. Hjá Jóa Fel hafa brauð hækkað um miðjan maí um 6 til 7% að sögn Lindu Magn- úsdóttur verslunarstjóra. Hún seg- ir að hækkanir á hveiti ráði þar mestu um enda stjórnist verðið af gengi dollarans sem hefur verið mjög hátt undanfarið. Öll brauð hækka um 5% Myllan hefur boðað hækkun á öll- um brauðum um 5% þann 14. júní. „Þetta er bara verðhækkun vegna allra verðhækkananna sem hafa verið að skella á okkur“ segir Kolbeinn Kristinsson forstjóri Myllunnar. „Við vonuðumst til að gengið myndi ganga til baka, en þar sem það hefur ekki orðið gátum við ekki beðið með þetta lengur.“ Kol- beinn bætir við að það séu bara brauðin sem hækki núna og verð á öðrum vörum Myllunnar hafi hækkað áður en hækki ekki núna. Almennar verðhækkanir vegna gengis- þróunar NÚ geta viðskiptavinir matvöru- verslunar hagkaup.is notað Fríkort- ið sitt eins og í öðrum verslunum Hagkaups og safnað þannig frí- punktum í hvert skipti sem verslað er í matinn. Í fréttatilkynningu segir að hagkaup.is sé fyrsta netverslunin á Íslandi sem bjóði viðskiptavinum sínum upp á að nota Fríkortið. Þar segir ennfremur að einfalt sé að nota kortið þar sem aðeins þurfi að slá inn kortanúmerið í fyrsta skipti sem það er notað. Nýtt Frípunktar á Netinu NÝVERIÐ hóf húðmeðferðarstofan Húð-ný-ung starfsemi í Kringlunni. Á stofunni er m.a. boðið upp á sér- hæfðar húðmeðferðir við háræða- sliti, húðsliti, bólum, bóluörum, hrukkum og dökkum húðflekkjum. Húð-ný-ung býður viðskiptavinum húðmeðferðir alla virka daga frá klukkan 10 til 20 og laugardaga frá klukkan 12 til 16 yfir sumartímann. Á fimmtudögum milli klukkan 15 og 17 er síðan boðið upp á viðtöl við Guðmund Benediktsson, lækni. Stofan er staðsett á 3. hæð Kringl- unnar og eigendur hennar eru Heið- dís Steinsdóttir, Ása Oddsdóttir og Guðmundur Benediktsson, læknir. Heiðdís Steinsdóttir, einn þriggja eigenda Húð-ný-ung. Ný húðmeð- ferðarstofa í Kringlunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.