Morgunblaðið - 09.06.2001, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Í UMRÆÐUM undanfarnadaga um skýrslu Hafrann-sóknastofnunar um nytja-stofna sjávar og ofmat stofn-
unarinnar á stærð þorskstofnsins,
hafa m.a. sjávarútvegsráðherra, for-
ystumenn útvegsmanna og fleiri
haldið því fram að ekki mætti blanda
stjórnkerfi fiskveiða saman við
vernd fiskistofnanna og fiskveiðiráð-
gjöf. Á liðnum áratug hefur þó marg-
sinnis komið fram í máli ráðherra og
forsvarsmanna í sjávarútvegi að eitt
meginmarkmið núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfis sé að koma í veg
fyrir ofveiði og stuðla að hagkvæmri
nýtingu auðlinda. Kvótakerfið sé
best til þess fallið að vernda fiski-
stofnana.
Kvótakerfið tryggir að höfð er
stjórn á sókn í fiskistofnana
„Kvótakerfið tryggir að höfð er
stjórn á sókn í fiskistofnana,“ sagði
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, í áramótagrein í Morgun-
blaðinu 31. desember 1995. Friðrik
J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ, sagði í ræðu á sjómannadaginn
fyrir ári: „Við stjórnum fiskveiðum
af nauðsyn og það er öllum sem um
það vilja hugsa ljóst að sú tíð kemur
aldrei að allir geti veitt eins og þeim
sýnist. Tækniframfarirnar hafa orð-
ið það stórfenglegar að sóknargetan
er og verður alltaf umfram afrakst-
ursgetu fiskistofnanna. Markmiðið
með fiskveiðistjórnuninni er að varð-
veita fiskistofnana og hámarka arð-
semina af nýtingu þeirra fyrir þjóð-
arheildina.“
Í 1. grein laga um stjórn fiskveiða,
sem sett voru 1990, segir að mark-
mið þeirra sé að stuðla að verndun
og hagkvæmri nýtingu fiskistofna og
tryggja með því trausta atvinnu og
byggð í landinu. Þegar lagafrum-
varpið um stjórn fiskveiða var til
meðferðar á Alþingi 1990, sagði
Halldór Ásgrímsson þáverandi sjáv-
arútvegsráðherra í framsöguræðu
með frumvarpinu: „Framseljanlegar
veiðiheimildir eru [...] grundvallarat-
riði í þessum tillögum um fiskveiði-
stjórn. Þær eru sá aflvaki sem stuðl-
ar að aðlögun fiskiskipastólsins að
afrakstursgetu fiskstofnanna. Þann-
ig eru lögmál markaðskerfisins nýtt
til að auka hagkvæmni veiðanna,“
sagði Halldór.
Þorsteinn Pálsson sendiherra
gegndi embætti sjávarútvegsráð-
herra á árunum 1991-1999. Hann
vék að meginmarkmiðum fiskveiði-
stjórnunarkerfisins í ræðu á Alþingi
um rekstrarvanda sjávarútvegsins í
maí 1992 og sagði m.a.: „Við höfum
gjarnan sett okkur meginmarkmið
með stjórnun fiskveiðanna. Þau eru í
aðalatriðum þrjú. Í fyrsta lagi að
stjórnunin leiði til þess að við náum
þeim markmiðum varðandi verndun
fiskstofna sem við setjum á hverjum
tíma. Í öðru lagi að við náum þeirri
hagkvæmni í rekstri útgerðarinnar
sem nauðsynleg er. Í þriðja lagi að
greinin geti búið við sem mest frjáls-
ræði og sem minnst opinber afskipti.
Vitaskuld geta verið skiptar skoðan-
ir um meginmarkmið af þessu tagi.“
Og síðar í ræðu sinni sagði Þor-
steinn: „Ég hygg þó að flestir séu á
einu máli um að fiskveiðistjórnunar-
kerfi þurfi að tryggja að við náum
þeim markmiðum um verndun fisk-
stofna sem sett eru á hverjum tíma.
Við getum farið ýmsar leiðir til þess
að ná þessum markmiðum. Í fyrsta
lagi getum við búið við aflamarks-
kerfi sem er í grundvallaratriðum
svipað því sem við búum við í dag.
Hins vegar er hægt að hugsa sér
margs konar útfærslur á því. Í öðru
lagi getum við byggt í grundvallarat-
riðum á sóknarmarkskerfi og í þriðja
lagi gætum við búið við útboð á veiði-
heimildum og látið uppboð stjórna
því hverjir veiða á hverjum tíma. Ég
ætla ekki að fara mörgum orðum um
þessar þrjár meginleiðir. Eins og nú-
verandi fiskveiðistjórnunarlög eru
orðin eftir margra ára þróun þá tel
ég að menn komist býsna nærri því
að koma til móts við þau höfuðmark-
mið sem við höfum sett. Eftir að nýju
lögin gengu í gildi sýnir reynslan af
fyrsta fiskveiðitímabilinu að okkur
virðist vera að takast að ná að stýra
veiðunum í samræmi við þær
ákvarðanir um heildarafla sem sett-
ar hafa verið,“ sagði Þorsteinn.
Reyndist aflamarkskerfið sem
skyldi við stjórnun heildarafla?
Þorsteinn mælti fyrir frumvarpi
um endurskoðun laganna um stjórn
fiskveiða á Alþingi í febrúar 1994,
sem byggt var á tillögum endurskoð-
unarnefndar („tvíhöfða nefndarinn-
ar“). Fór hann þá yfir reynsluna af
aflamarkskerfinu og sagði m.a.:
„Það hefur lengi verið eitt af okkar
helstu markmiðum að stuðla að við-
gangi og hagkvæmustu nýtingu fisk-
stofna hér við land. Til þess að
tryggja viðgang fiskstofna er grund-
vallaratriði að geta stjórnað hve
mikið er veitt úr þeim. Hafrann-
sóknastofnun hefur frá árinu 1976
birt tillögur um hámarksafla þorsks
á Íslandsmiðum sem hafa lengst af
miðast við að ekki sé gengið á stofn-
inn. Á árunum 1976-1993 hefur
þorskafli að jafnaði verið rúmlega
20% umfram ráðgjöf stofnunarinn-
ar. Spornað var við þessari óheilla-
vænlegu nýtingu stofnsins árið 1991
og síðan hefur afli umfram ráðgjöf
verið mun minni. Til þess að meta
hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið
hefur reynst við stjórnun heildarafla
er eðlilegt að bera saman leyfilegan
heildarafla og veiddan afla. Sl. ára-
tug hefur umframaflinn verið tæp-
lega 14%. Þessi staðreynd gæti bent
til þess að aflamarkskerfið hafi ekki
reynst sem skyldi. Það er að mínu
mati ekki rétt. Ástæða þess er fyrst
og fremst sú að stjórnun
byggðist á blöndu af aflam
sóknarmarkskerfi frá 1
Eftir að nánast hreint af
kerfi kom til hefur afli v
ákvörðun um heildarafla ef
skilinn afli krókabáta sem h
ið langt umfram allar við
sagði Þorsteinn ennfremur
Viðurkenningar margra
manna hér á landi og e
Á árinu 1992 kom í ljós a
þorskstofnsins var orðið mj
legt og var gripið til mikill
ingar á þorskafla á næstu
aflaskerðing fól í sér gr
breytingar á stuttum tíma.
Ragnarssonar var þó ekk
skoðunar að aflamarksker
brugðist í samtali við Mbl. í
en þá lá fyrir ákvörðun um
tonna heildarþorskafla: ,,Þ
höfum nú haft kvótakerfið
ár er eðlilegt að fólk velti
sér hvort það hafi brugðist
einhver önnur atriði skýr
komið er. Ég fullyrði að þó
kerfið hafi ekki verið fullkom
an af hafi það þó stutt að þv
aflanum innan þeirra
marka sem ákveðin
voru,“ sagði hann.
Í svargrein Kristjáns
Ragnarssonar við gagn-
rýni Jóns Sigurðssonar,
Frjálslynda flokknum, á
kvótakerfið, sem birtist
í Morgunblaðinu í október
yrti Kristján að árangurinn
kerfinu væri ótvíræður. „O
ur tekist að nútímavæða
sjávarútveg. Endurnýjun
gengið vel, fyrirtæki eru að
kútnum en þurfa svigrúm t
vaxa og dafna. Vísbendinga
að upp séu að koma árgan
ilvægra fiskistofna sem e
sterkustu í háa herrans tíð
tíma er auðlindin að skila m
kvæmni og árangri fyrir þjó
heild. Kvótakerfið hefur h
urkenningar margra mætr
hér á landi og erlendis. Fr
komið hjá forstjóra Þjóðh
unar að hann teldi fiskveiði
arkerfið hagkvæmt og að
tekjur þjóðarbúsins
hámarkaðar með því,“ sag
„Markmið fis
er að varðve
Deilt er um hvort ástæða sé til að blanda
stjórnkerfi fiskveiða inn í umræðuna um
vernd fiskistofna og skýrslu Hafrannsókna-
stofnunar um ástand þorskstofnsins. For-
ystumenn í sjávarútvegi og sjávarútvegs-
ráðherrar hafa margoft á undanförnum
áratug lýst yfir að kvótakerfið sé best fallið
til að vernda fiskistofnana. Ómar Frið-
riksson rifjar upp þessi ummæli og ræðir
við nokkra af helstu forsvarsmönnum sjáv-
arútvegsmála á undanförnum árum.
Ágreiningur um hvort blanda eigi kvótakerfinu í umr
Skiptar skoðanir eru á h
fyrrverandi sjávarútveg
ÆVINTÝRIN ENDI VEL
ÓHUGNANLEGAR TILRAUNIR
Fréttir um að bandarískir ogbreskir vísindamenn hafi not-að líkamsleifar hvítvoðunga,
barna og fullorðinna í kjarnorkutil-
raunir vekja óhug. Tilraunirnar voru
að mestu gerðar á sjötta áratugnum
og snerust um að mæla áhrif geisl-
unar á menn. Gengu þær undir nafn-
inu „Sólskinsverkefnið“. Líkin voru
fengin víða að – frá Evrópu, Suður-
Ameríku, Bandaríkjunum, Kanada,
Hong Kong og Ástralíu – á 15 ára
tímabili og virðist samþykkis að-
standenda ekki hafa verið leitað.
Umfang þessa máls hefur verið
dregið fram í dagsljósið með upplýs-
ingum, sem greint hefur verið frá í
þessari viku. Hins vegar hefur verið
vitað af þessum tilraunum um nokk-
urt skeið. Árið 1995 var sýnd heim-
ildamynd þar sem rætt var við Jean
Prichard, sem fæddi andvana barn
árið 1957. Fætur barnsins voru
teknir og notaðir í tilraunir. Þegar
móðirin vildi fá að klæða barnið fyr-
ir útför þess var henni bannað það
til þess að hún kæmist ekki að því
hvað hefði verið gert við líkið. Eng-
inn hafði spurt hana hvort fjarlægja
mætti líkamshluta úr barninu.
Hugtakið vísindi er allajafna tengt
hugsjónum og göfugum markmiðum.
Oft getur hins vegar verið stutt í
öfgarnar og furðulega auðvelt að
láta siðfræðina lönd og leið. Ekki
þarf að leita lengra aftur en til
seinni heimsstyrjaldarinnar til að
finna hörmuleg ódæðisverk framin í
nafni vísindanna og það virðist við
fyrstu sýn ótrúlegt að í lýðræðisríkj-
um þar sem rétti einstaklingsins er
hampað í síbylju skuli slíkir hlutir
geta gerst.
Einn af forvígismönnum „Sól-
skinsverkefnisins“ var Willard
Libby, sem árið 1960 hlaut Nób-
elsverðlaunin í efnafræði. Á fundi í
janúar árið 1955 kvartaði Libby
undan því að erfiðleikar við að út-
vega sýni úr mönnum gerðu að verk-
um að miklar gloppur væru í nið-
urstöðum tilraunanna: „Ég veit ekki
hvernig við eigum að útvega þau, en
ég veit að það er sérstaklega mik-
ilvægt að fá þau og einkum úr ung-
um aldurshópi. Sýni úr mönnum
skipta því mestu máli og ef einhver
veit hvernig hægt er að fremja lík-
stuld væri sá hinn sami að vinna
þjóð sinni raunverulegt gagn.“ Vís-
indamönnunum, sem unnu að verk-
efninu, var ljóst að lagalegur og sið-
fræðilegur grunnur rannsókna
þeirra var vafasamur.
Samkvæmt bandarískum skjölum
var rúmlega 1.500 líkum safnað sam-
an og þau send til Bretlands og
Bandaríkjanna, mörgum þeirra af
börnum, að því er kom fram hjá
bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC,
en samkvæmt breskum blöðum voru
líkin 6.000. Hermt hefur verið að
leitað hafi verið fanga þar sem eft-
irlit var slakt, sérstaklega á fá-
tækrasvæðum. Ákveðið hefur verið
að hefja rannsókn þessa máls í Bret-
landi og Ástralíu og mikill þrýst-
ingur hefur myndast á stjórnvöld í
Hong Kong.
Gögn um þessar tilraunir sáu
fyrst dagsins ljós eftir að Bill Clin-
ton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti,
ákvað að opna skyldi skjalaskápana.
Leynd var svipt af mörg hundruð
skjölum, en þó eru enn skjöl varð-
andi „Sólskinsverkefnið“, sem ekki
eru talin þola dagsbirtu.
Það er auðvelt að segjast aldrei
mundu taka þátt í óhæfuverkum, en
dæmi á borð við „Sólskinsverkefnið“
sýnir að enginn skyldi fullyrða
hvernig hann myndi bregðast við
þegar á reyndi. Leiðin úr hinu sið-
menntaða þjóðfélagi í villimennsk-
una er stutt og það er hættulegt að
sofna á verðinum.
Sumarið er tími ævintýranna íaugum margs ungs fólks. Að
baki er vetur, skóli og skammdegi
og við tekur sól og ylur, bjartar
sumarnætur, launuð vinna og rýmri
auraráð.
En ævintýrin eru með þeim
ósköpum að þau geta ýmist haft góð-
an endi eða illan.
Þess vegna er ástæða til að benda
á það framtak nokkurra aðila sem
koma að vímuefnavörnum, að standa
saman að því að brýna fyrir ungu
fólki að ganga hægt um gleðinnar
dyr nú í sumar því að á þessum árs-
tíma eru ölvunarakstur og nauðganir
algengari en á öðrum tímum ársins.
Tölur bæði frá Umferðarráði og
Neyðarmóttökunni leiða í ljós að
margir áttu um sárt að binda eftir
síðasta sumar vegna tilfella sem
hægt var að rekja til áfengis-
drykkju.
Þannig létust síðasta sumar fimm
ungmenni í tveimur umferðarslys-
um, þar sem ölvun kom við sögu, og
þrjú önnur slys tengdust ölvun, þar
sem allir ökumennirnir slösuðust og
tveir farþegar, í sumum tilfellum al-
varlega.
Að sama skapi sýna tölur frá
Neyðarmóttökunni að flestar nauðg-
anir eiga sér stað í ágúst en þar
næst í júlí. Í yfir 30% nauðgana er
þolandi í áfengisdauða. Í langflest-
um tilfellum verða nauðganirnar
heima hjá þolanda eða geranda og
yfirleitt þekkjast þeir. Nauðganirn-
ar tengjast oftast gleðskap í heima-
húsum, en næstalgengasti vettvang-
ur nauðgana er á víðavangi.
Ekki þarf mikið ímyndunarafl til
að skynja hvílíkir harmleikir eru á
bak við atburði af þessu tagi og eft-
irköst þeirra – ölæðisafglöp sem
leggja líf ungra manneskja í rúst.
Í þessu ljósi er ekki vanþörf á
framtaki Jafningjafræðslunnar, sem
er um þessar mundir að þjálfa 15
manna hóp fólks, sem mun fara í
vinnuskóla og ræða við unglinga þar
í 9. og 10. bekk um vímuefni og af-
leiðingar þeirra auk þess að svara
þeim spurningum sem unglingarnir
kunna að bera fram.
„Sumarið býður upp á ýmis æv-
intýri sem við viljum öll að endi vel
og þar tel ég að stuðningur heima
fyrir skipti mestu máli,“ sagði Sig-
urður Guðmundsson landlæknir á
kynningarfundi forvarnahópsins.
Orðunum er auðvitað beint til for-
eldranna. Engir eru í betri aðstöðu
til að brýna fyrir unga fólkinu að
fara að öllu með gát þegar gengið er
á vit ævintýra sumarsins.