Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 40

Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 40
LISTIR 40 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ L íklega er ekkert sér- staklega gaman að vera George W. Bush Bandaríkja- forseti þessa dagana, en öllu verra er þó að vera Jenna eða Barbara Bush. Tvíburadætur forsetans eru nefnilega í vondum málum vegna áfengisneyslu, pabbi er sagður æfur og þjóðin öll fylgist spennt með framhaldinu. Dætur forsetans eru 19 ára há- skólanemar. Fyrir nokkru var Jenna gripin glóð- volg á bar í Texas með áfengisglas í hendi. Þar sem aldurs- mörk til drykkju eru dregin við 21 ár þurfti Jenna að mæta í dómsal þar sem hún var skikkuð til að vinna af sér refsingu, auk þess að sækja fræðslufundi um skaðsemi áfengis. Blekið var varla þornað á papp- írum dómarans þegar Jenna og Barbara systir hennar ákváðu að sletta úr klaufunum á veitingahúsi í Austin í Texas. Þar pöntuðu þær sér áfengi, en þegar veitingahúsa- eigandinn leyfði sér að efast um að þær hefðu aldur til kaupanna framvísaði Jenna skilríkjum, sem reyndust alls ekki vera hennar skilríki heldur einhverrar stúlku sem að sjálfsögðu hafði aldur til áfengiskaupa. Þorstinn hafði því komið Jennu í koll í annað skipti á skömmum tíma. Í kjölfarið hafa bandarískir fjöl- miðlar velt því fyrir sér hvort nú væri ekki tilefni til að skýra ræki- lega frá því sem forsetadæturnar taka sér fyrir hendur, og hafa raunir flestir gert það. Þeir höfðu heldur haldið sig til hlés fram að þessu og flestir kannski verið á því að stúlkurnar ættu ekki að líða fyrir embætti föðurins. Rifjað hef- ur verið upp, að Chelsea Clinton fékk að mestu að standa utan kastljóss fjölmiðla, eða allt þar til hún fór að taka þátt í opinberum athöfnum og fylgja foreldrum sín- um í heimsóknir um allan heim. Þar með litu fjölmiðlar svo á að hún hefði sjálf sett sig í stöðu op- inberrar persónu og yrði að sætta sig við umfjöllun sem slík. Flestir fjölmiðlar virðast nú líta svo á að Bush-dæturnar, og þá sérstaklega Jenna þótt Barbara fylgi með í pakkanum, hafi fyr- irgert rétti sínum til að standa ut- an kastljóss fjölmiðla með end- urteknum brotum á áfengislöggjöf Texas. Enginn reynir að halda því fram að þær hafi ekki gerst brotlegar þegar þær reyndu að kaupa áfengi þrátt fyrir að þær vanti enn tvö ár upp á löglegan aldur. Það, að fjölmargir jafnaldrar þeirra geri slíkt hið sama, telst ekki brúkleg afsökun. Faðir stúlknanna hefur verið þögull um málið, talsmenn hans biðja stúlkunum griða og segja að áfengislagabrot þeirra séu fjöl- skyldumál og verði leyst á þeim vettvangi. Skýrt hefur verið frá að forsetinn hafi hringt í dætur sínar og rætt þessa síðustu uppákomu við þær, en hann neitar að gefa upp hvað þeim fór á milli. Það er reyndar hægt að vera sammála honum um að fjölmiðlar seilist of langt, en að öðru leyti geta laga- brot dætranna vart talist einka- mál. Þær komu fram allnokkrum sinnum með honum í kosninga- baráttunni, enda telst það stjórn- málamönnum til tekna að eiga fal- legar fjölskyldur. Kjósi frambjóðendur að nota fjöl- skylduímyndina sér til fram- dráttar með því að hampa henni í fjölmiðlum, og taki fjölskyldu- meðlimir þátt í því af lífi og sál, er eðlilegt að fjölmiðlar hafi ríkari aðgang að þeim en ef þeir halda sig ávallt til hlés. Það er ekki hægt að velja og hafna hvaða mynd er gefin í fjölmiðlum, krefj- ast þess að fá sviðsljósinu beint að því sem sýnir viðkomandi í góðu ljósi en vilja svo frið að öðru leyti. Bush þarf líka að taka opinbera afstöðu í málinu af því að hann átti beinan hlut að því sem ríkisstjóri í Texas að herða viðurlög við brot- um á áfengislöggjöf ríkisins. Hann hreykti sér af því í kosn- ingabaráttunni að hann vildi taka hart á lögbrjótum og því þarf hann að svara þegar hann er spurður um meint brot dætranna. Það er eðlilegt að fjölmiðlar krefji forseta Bandaríkjanna og fyrrverandi ríkisstjóra álits á ætl- uðum áfengislagabrotum dætra hans í Texas. Þær verða svo lík- lega að venjast því að vera um- kringdar fólki, sem vill gjarnan koma höggi á karl föður þeirra með því að fylgjast með hverju fótmáli þeirra og bregðast við hart ef þær misstíga sig. Það hef- ur til dæmis komið fram að veit- ingahúsaeigandinn í Austin í Tex- as lét sér ekki nægja að kalla á lögreglu, heldur hringdi í dauðans ofboði í neyðarlínuna þegar Jenna rétti fram skilríkin. Er þó erfitt að sjá að neyðarástand hafi ríkt þótt forsetadóttirin hafi staðið ásamt systur sinni við barborðið með skilríki sem sýndu hana tveimur árum eldri en hún er. Og þegar fjölmiðlar leita til sálfræðinga, til að biðja þá að rýna í hvort hegðun forsetadætranna sé kall á hjálp og lýsi áfengissýki á byrjunarstigi, þá er auðvitað farið offari. Það er svo til marks um að þær systur hafi alls ekki áttað sig á at- hyglinni sem fylgir forsetaemb- ættinu, að Jennu skyldi detta í hug að reyna að svíkja út áfengi með annarra manna skilríkjum. Hvert mannsbarn í Texas þekkir hana af myndum eftir rík- isstjóraár föður hennar og kosn- ingabaráttuna um forsetaemb- ættið. Líklega munu þær systur verða rækilega minntar á það næstu árin hverra manna þær eru. Einkamál og afbrot Það er eðlilegt að fjölmiðlar krefji for- seta Bandaríkjanna og fyrrverandi rík- isstjóra álits á ætluðum áfengislagabrot- um dætra hans í Texas. Þær verða svo líklega að venjast því að vera um- kringdar fólki, sem vill gjarnan koma höggi á karl föður þeirra með því að fylgjast með hverju fótmáli þeirra og bregðast við hart ef þær misstíga sig. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu LISTASAFN ASÍ var stofnað árið 1961 með stofngjöf sem Ragnar Jónsson í Smára gaf Alþýðusam- bandi Íslands. Í þeirri gjöf voru 120 listaverk, málverk og vatnslitamynd- ir eftir 30 listamenn. Verk frumherj- anna fjögurra voru þar á meðal, auk verka eftir Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Þorvald Skúlason og Svavar Guðnason. Síðan þá hefur safnið þegið margar góðar gjafir og listaverkaeign safnins stækkað jafnt og þétt. Hún telur nú um 1.000 verk. Afmælissýningin, sem nú er haldin í tilefni áranna fjörutíu, sýnir nokkra af gullmolum safneignarinnar. Má þar sjá nokkrar perlum íslenskrar listasögu, svo sem Fjallamjólk Jó- hannesar Kjarval, Eldhúsborð Þor- valds Skúlasonar, Á stöðli Gunnlaugs Scheving og myndir af tímamótasýn- ingu Svavars Guðnasonar árið 1945. „Ég vildi setja saman yfirlitssýn- ingu þar sem stiklað er á stóru um ís- lenska listasögu og sýnt hvaða breyt- ingum hún tók fyrri hluta síðustu aldar,“ segir Kristín. „Allir þrír sal- irnir í húsinu eru notaðir undir sýn- inguna og þeim skipt eftir viðfangs- efnum.“ Sýningin hefst í salnum uppi, Ásmundarsal, með gömlu meisturunum og landslagsmálverk- inu, í herberginu sem kölluð er arins- tofan eru expressjónistarnir, þar sem hið daglega líf er orðið að við- fangsefni, og loks er endað í Gryfj- unni, þar sem gefur að líta þrjú ol- íumálverk og tvær vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason. Eitt verk- anna er af sýningu Svavars árið 1945. „Breytingin er svo augljós, það eru allt aðrar áherslur bæði hvað varðar stíl og líka inntak,“ segir Kristín um salina þrjá. „Það verður náttúrulega breyting þegar Gunnlaugur, Þor- valdur og Jón Engilberts fara að snúa sér meira að viðfangsefnunum sem tengjast mannekjunni og um- hverfi hennar. Listamenn leggja þá ekki lengur ofuráherslu á að mála landslag, en svo verða auðvitað mikil tímamót í íslensku listalífi þegar Svavar Guðnason opnar abstrakt- sýningu sína. Eins og Björn Th. Björnsson segir, það er eins og loft- steini hefði lostið niður í miðbæ Reykjavíkur.“ Sýningin lætur staðar numið við list Svavars, þó að í eigu safnsins sé fjöldi nýrra verka. „Listaverkaeign safnsins býður upp á úttekt á þessu tímabili sem endar með honum. Það er svolítið merkilegt, að mörgum bregður enn við að sjá málverk Svav- ars og telja abstraktlistina enn vera framsækna nýjung. Ég reyni að sýna fram á annað með heiti sýningarinn- ar, List frá liðinni öld. 20. öldinni er lokið og málverkin, hversu nýstárleg sem þau voru á sínum tíma, eru hreinlega orðin klassísk,“ segir Kristín, en öll verkin á sýningunni eru máluð fyrir stofnun safnsins, sem nú fagnar sínu fertugasta starfsári. Nær öll verkin sem til sýnis eru, eru úr frumgjöf Ragnars í Smára. Ljóst er að hann á heiðurinn að safn- inu að stórum hluta. Á leiðinni út rek- ur blaðamaður augun í Kjarvals- mynd sem hangir uppi á vegg niðri, þar sem greina má andlit. „Þetta verk ber nafn Ragnars,“ segir Krist- ín. „Það er ekki beint portrett, frem- ur hugleiðing Kjarvals um frum- kvöðulinn sem leiðandi afl í samfélaginu.“ Perlur íslenskrar listasögu rifjaðar upp Liðin eru 40 ár frá stofnun Listasafns ASÍ um þessar mundir. Af því tilefni verður opnuð afmælissýning í safninu undir yfirskriftinni List frá liðinni öld. Inga María Leifsdóttir kom við á Freyjugötu, þar sem Kristín Guðnadótt- ir forstöðumaður leiddi hana í sannleikann um sýninguna og verkin. Morgunblaðið/Jim Smart Kristín Guðnadóttir, for- stöðumaður Listasafns ASÍ. Morgunblaðið/Jim Smart Eitt af verkum Svavars Guðnasonar á sýningunni List frá liðinni öld. ingamaria@mbl.is SUMARDAGSKRÁ hjá Vestur- farasetrinu á Hofsósi hefst í dag með málverkasýningu Dons Mart- ins frá Gimli í Manitoba í Kanada, en verk hans eiga að endurspegla Nýja-Ísland. Vesturfarasetrið er í tengslum við Íslendingafélög vestanhafs og sinnir hlutverki miðstöðvar fyrir samskipti Íslendinga og fólks af ís- lenskum ættum. Þetta er sjálfseign- arstofnun í umsjá Snorra Þorfinns- sonar ehf., sem stóð að endurreisn Gamla Kaupfélagshússins og upp- byggingu setursins, sem fékk Hvatningarverðlaun Iðnþróunar- félags Norðurlands í byrjun árs. 21. október í fyrra, þegar 125 ár voru liðin frá landnámi Íslendinga við Winnipegvatn, bauð Valgeir Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Vesturfarasetursins, landslagsmál- aranum Don Martin að halda sýn- ingu í sumar eftir að hafa séð verk eftir hann í Gimli í Safni íslenskrar menningararfleifðar í Vesturheimi. „Ég varð að biðja hann um að end- urtaka þetta því ég trúði þessu ekki,“ segir Don Martin, sem er 68 ára og hefur tvisvar áður komið til Íslands. Vesturfarasetrið er opið daglega frá klukkan 11 til 18. Don Martin sýnir á Hofsósi Don Martin málar á vettvangi í Nýja-Íslandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.