Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 47

Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 47 ÉG er tveggja barna móðir. Dóttir mín byrj- ar í skóla í haust og sonur minn er tveggja ára og í leikskóla. Hvað er öðruvísi við þau en önnur börn? Jú, aftur og aftur er sagt við mig hvað ég sé óheppin að eiga þau. Ástæðan er sú að þau eru bæði fötl- uð, á ólíkan hátt þó. Dóttir mín er það sem kallast fjölfötluð og sonur minn er með Downs-heilkenni. Nú gerist það oft þegar ókunnugt fólk heyrir þetta þá segir það við mig hvað ég sé óheppin. Svar mitt er alltaf hvers vegna í ósköpum það telji það óheppni að eiga tvö yndisleg börn. Venjulega kemur þá fát á fólk og það fer að afsaka sig og segja að það hafi ekki meint þetta svona. En hvað meinar það þá? Svo virðist sem þetta þjóðfélag sem við búum í dag sé ekki nægilega þroskað til að taka fötluðum eins og þeir eru og bjóða fatlaða velkomna á eigin for- sendum. Nokkuð hefur verið rætt um svokall- aða snemmómskoðun sem byrjað er að bjóða þunguðum konum upp á. Hvað erum við að gera með því? Er ekki markvisst verið að leita að fóstrum sem eru ekki „fullkomin“ og hvað gerist þegar þau finnast? Grunur læðist að manni að þau fái aldrei að fæðast. Og ástæðan, oftast fáfræði. Fólk hefur ranghug- myndir um hvernig það er að eiga fatlað barn og fólk hefur almennt ranghugmyndir um fatlanir. Segjum sem svo að snemmómskoðun gefi til kynna að fóstur sé með Downs-heil- kenni og legvatnsástunga staðfesti það. Hvernig er hægt að ætlast til þess að verðandi foreldrar geti með- tekið misgóða fræðslu heilbrigðis- stétta undir svona álagi? Við skulum ekki gleyma því að það eru líka rang- hugmyndir á meðal fagfólks sem að auki hefur oftast ekki reynslu af upp- eldi fatlaðra einstaklinga. Því þurf- um við að staldra við og hugsa hvað við erum að gera með því að bjóða upp á snemmómskoðun. Er þetta til- raun til að gera mannlífið einsleitt og útrýma einstaklingum með Downs- heilkenni og aðrar fatlanir? Er það réttlætanlegt? Mitt svar er að sjálf- sögðu nei! Ég hefði ekki viljað missa af því að eiga mín börn og ég tek þeim eins og þau eru. Ég vil ekki búa í þjóðfélagi þar sem enginn sker sig úr fjöldanum. Ég las fyrir skömmu viðtal við foreldra barns með Downs- heilkenni þar sem þau setja fram þá spurningu að ef tæknin fyrir tuttugu árum hefði boðið upp á að athuga hvort fóstur væri samkynhneigt hver væri staða samkynhneigðra í dag? Sem betur fer hafa fordómar gagn- vart þeim minnkað stórlega á síðustu árum og því er það von mín að for- dómar og umburðarleysi gagnvart fötluðum fari einnig minnkandi. Við þurfum að kenna börnum frá fyrstu tíð að það sé eðlilegt að fólk sé mis- munandi. Fyrir nokkrum dögum var ég úti heima hjá mér með son minn þegar nágranni minn á 9. ári og vinur hans koma og fara að spjalla við mig. Þeir voru að velta því fyrir sér hvort dóttir mín sem byrjar í skóla í haust færi í Hólabrekkuskóla þar sem þeir eru nemendur. Ég sagði þeim að hún færi í Safamýrarskóla sem væri skóli fyrir fötluð börn. Þeir skildu það vel og tjáðu mér að það væri líka erfitt að vera með hjólastól í Hólabrekku- skóla. Þá fóru þeir að spá í hvaða skóla sonur minn færi í og ég sagðist ekki vita það, kannski færi hann bara í Hólabrekkuskóla því hann væri svo lítið fatlaður. Þá kom fát á drengina því þeir voru ekki búnir að átta sig á því að sonur minn væri fatlaður. Eft- ir smá umhugsun sagði annar þeirra: „Já, hann er svo lítill, öll lítil börn eru lítið fötluð því þegar maður er lítill þá veit maður svo lítið.“ Þetta fannst mér alveg frábært og vildi að full- orðnir gætu tekið sér þessa ungu drengi til fyrirmyndar því í þeirra huga eru börnin mín bara eins og hver önnur börn. Auðvitað er það ekkert auðvelt mál að ala upp börn en það er ekkert mikið flóknara að ala upp fötluð börn. Reyndar er það að mörgu leyti eins. Öll börn hafa jú þessar sömu grundvallarþarfir, súrefni, næringu, skjól, umhyggju o.s.frv. Þetta er ná- kvæmlega það sem fötluð börn þurfa. Það er því að ýmsu að huga þegar fatlað barn kemur í fjölskylduna en númer eitt er að minnast þess að fatl- að barn er sjálfstæður einstaklingur eins og við hin með sínar eigin lang- anir og þarfir og sinn rétt á lífinu eins og allir hinir. Hvers vegna er það óheppni að eiga fötluð börn? Kolbrún Erla Pétursdóttir Snemmómskoðun Þjóðfélagið virðist ekki vera nógu þroskað til að taka fötluðum eins og þeir eru, segir Kolbrún Erla Pétursdóttir, og bjóða fatlaða velkomna á eigin forsendum. Höfundur er móðir tveggja fatlaðra barna. SKRÁÐAR hunda- tegundir á Íslandi eru um 50 talsins og hver tegund hefur sína eig- inleika. Hundategundir henta fólki misvel og fer það meðal annars eftir lífsstíl og áhuga- málum. Ef guð lofar og allt gengur að óskum er ekki ólíklegt að hundurinn eigi eftir að búa á heimilinu í 10–15 ár. Því er um að gera að vanda valið. Huga skal að því að það er óneit- anlega mikil skuldbind- ing að taka hund inn á heimilið. Skrifstofa Hundaræktarfélags Ís- lands hefur í áraraðir lagt metnað í að veita upplýsingar og ráðgjöf um hundategundir. Markmiðið er að stuðla að bættu hundahaldi í öllum skilningi þess orðs. Eitt aðalhlutverk félagsins er að skrá hreinræktaða hunda í ættbók (upprunavottorð). Það skal tekið fram að ættartala og ættbókarskír- teini HRFÍ er ekki það sama. Hrein- ræktaður hundur er skáður í ættbók frá HRFÍ, eina hundaræktarfélagið á Íslandi, sem Alþjóðasamtök hundaræktarfélaga – FCI viður- kenna. Þess má geta að aðeins eitt viðurkennt hundaræktarfélag er í hverju landi. Hins vegar getur ætt- artala fylgt hvaða hundi sem er því það er hægur vandi fyrir alla hunda- sala að útbúa slíkt skjal og jafnvel skálda í eyðurnar. Oft heyrast raddir þess efnis að ættbók sé einungis „snobb“, en því fer fjarri. Ef við værum að kaupa bíl efast ég um að við myndum sætta okkur við að bílasalinn segði að engir pappírar fylgdu honum. Bíllinn væri án skráningarnúmera og án sögu. Ef við ákveðum að kaupa hund með við- urkennda ættbók erum við að reyna að tryggja okkur og að hundurinn hafi þá eiginleika sem við væntum og enginn vafi leiki á uppruna hans. Ekki er nóg að hund- urinn sé ættbókarfærð- ur til að við njótum góðra samskipta við hann. Það skiptir sköp- um að tíkinni (móður hvolpsins) hafi liðið vel á meðgöngunni og vel hafi verið hlúð að henni og hvolpinum hjá rækt- anda. Eins og gefur að skilja er eðlilegast að ræktandi ali hvolpinn upp við líkar aðstæður og bíða hans á nýju heimili, uppeldið hafi ekki farið fram til dæmis í hlöðu eða skúr og þá án eðlilegra sam- skipta við fólk. Það er athugunarvert og full ástæða fyrir hvolpakaupanda að hika ef ræktandi hefur til sölu margar tegundir hunda. Að koma á heimili eða í hundahús ræktanda á ekki að vera eins og að koma á vörulager þar sem hægt er að velja úr fjöldanum öllum af hundategundum. Verst væri þó ef tegundir hundasalans, „rækt- andans“, væru svo margar að hann einfaldlega afhenti væntanlegum hvolpakaupendum vörulista, þar sem þeir gætu valið um stærð, háraf- ar og mismunandi gæði hunda á mis- háu söluverði. Slík framleiðsla ætti ekkert skylt við hundarækt. Ábyrgur ræktandi Hundarækt felur í sér mikla ábyrgð. Ábyrgur ræktandi hugsar fyrst og síðast um að bæta hundateg- undina og miðar að því að rækta heil- brigða hunda og vanda vel til verks- ins. Hann tekur mið af öllum erfðafræðilegum göllum sem í teg- undinni kunna að finnast og gerir viðeigandi ráðstafanir. Til dæmis heilsufarsrannsókn með tilliti til augnsjúkdóma og/eða mjaðmaloss. Ræktandi á að vera vel að sér um þá hundategund sem hann ræktar og geta veitt upplýsingar um flest er viðkemur henni. Það er mikilvægt fyrir væntanlegan hvolpakaupanda að fá að skoða hvolpinn og foreldra hans oft og vel áður en fest eru kaup á honum. Ég hvet væntanlega hvolpakaup- endur til afla sér ítarlegra upplýs- inga hjá Hundaræktarfélagi Íslands áður en kaup á hvolpi fara fram. Að velja sér hund við hæfi Hanna Björk Kristinsdóttir Höfundur er ritstjóri Sáms, tímarits Hundaræktarfélags Íslands. Hundar Hundarækt, segir Hanna Björk Krist- insdóttir, felur í sér mikla ábyrgð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.