Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEGAR ég var sjö ára gömul las ég bókina Pollýönnu í fyrsta sinn. Á þeim árum þótti það ein mesta dyggð konunnar að sýna endalaust umburðarlyndi. Allar stelpur voru því hvattar til þess að lesa Pollýönnu enda er sú bók einhver besti skóli sem fáanlegur er í þeim efnum. Svo lengi lærir sem lifir. Bækur og lestur bóka hafa allar stundir verið stór þáttur í lífi mínu. Ég hef nú unnið í meira en 20 ár á Bóka- safni Kópavogs og líkað það vel. Við Kópavogsbúar höfum horft á bæinn okkar vaxa með undraverð- um hraða. Við höfum það á tilfinn- ingunni að Kópavogur sé á góðri leið með að verða nafli alheimsins ef svo heldur sem horfir. En einhvers staðar í öllum þess- um hraða hafa kjör starfsfólks bæj- arins orðið eftir á listanum. Launin hafa staðið í stað – og reyndar lækkað miðað við laun annarra í þjóðfélaginu sem vinna sambæri- lega vinnu. Nú kemur sér vel að hafa lesið Pollýönnu á hverju ári sem barn. Mér hefur loks skilist hvað vænt- anlega vakir fyrir mínum ágætu vinnuveitendum. – Ekki trúi ég því að þeir hafi bara gleymt okkur. Þeir eru að búa okkur markvisst undir þau ár sem brátt vitja okkar, það eru elliárin, þegar ekkert verður annað fyrir okkur til að lifa af en ellistyrkurinn – ef ekki verður þá búið að afnema hann að fullu. Það verður ekki svo mikill munur á þeirri upphæð og því sem við fáum í laun fyrir vinnu okkar hér á Bókasafni Kópavogs í dag, að þörf verði á því fyrir okkur að breyta lífsmáta okkar sem nokkru nemur. Við getum því litið á vinnu okkar hjá Kópavogsbæ sem háskóla í und- irgefni, lítillæti og þolinmæði. Við eigum bara að brosa og þakka fyrir það að fá að vera í vinnu á lægsta taxta til þess að búa okkur undir það að lifa af ellilaun- unum. Við megum líklega þakka fyrir það að fá að vinna hjá Kópavogsbæ án þess að borga fyrir það. Reynum því enn að brosa og muna að: „Hvert verk lofar sig sjálft“, þótt vinna okkar sé lítils metin af vinnuveitandanum. KRISTJANA EMILÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 27, Kópavogi. Kalt skal við kalið leggja Frá Kristjönu Emilíu Guðmundsdóttur: Kristjana E. Guðmundsdóttir Opið bréf til ráðamanna Kópavogs ERT þú kennari sem langar að breyta til, prófa nýtt umhverfi? Eða langar þig að kenna hópi já- kvæðra og samheldinna barna sem þykir vænt um sveitina sína og skólann sinn, þar sem þú getur kynnst hverju einu og einasta persónulega? Langar þig að kenna við skóla þar sem allir eru félagar, jafnt í efsta sem neðsta bekk? Ef svarið við þessum spurningum er já, þá ættir þú tví- mælalaust að sækja um kennara- eða skólastjórastöðu við Grunn- skólann í Skógum. Við niðinn frá Skógafossi, þar sem Eyjafjallajök- ull gnæfir yfir sveitinni og Skógas- andur breiðir úr sér í að því er virðist nær endalausa víðáttu í átt- ina að hafinu þar sem hvítfyssandi öldur leika sér við ströndina, stendur Grunnskólinn í Skógum. Hann er á nútíma mælikvarða lítill og fámennur skóli, en þó svo stór og sterkur. Stór í þeim skilningi að hann hefur alla þá aðstöðu sem góður skóli þarf og ég held að margir fjölmennari skólar á lands- byggðinni gætu verið stoltir af. Hann hefur góða aðstöðu til íþróttanáms, góða aðstöðu til all- skyns sérgreina eins og mat- reiðslu, tölvunáms og svo mætti áfram telja. Skólinn er sterkur því á bak við hann stendur þéttur hóp- ur foreldra og annarra velunnara skólans sem eru tilbúnir til að leggja töluvert á sig til að skólinn geti dafnað. Grunnskólinn í Skóg- um er mjög vel í sveit settur hvað varðar öll samskipti við aðra skóla á svæðinu, þá bæði í austur og vestur. Í næsta nágrenni við skól- ann er eitt stærsta og vandaðasta byggðasafn landsins, Byggðasafnið í Skógum, þar sem er hægt að sækja endalausan fróðleik um forna siði og menningu. Í næsta umhverfi skólans eru einnig ótelj- andi staðir sem hafa verið vett- vangur atburða í þjóðsögum og Ís- landssögunni. Má þar nefna Steinahelli, Dranginn í Drangshlíð, Skógafoss með kistu Þrasa, Stóru- Borg þar sem fundist hafa merkar fornminjar og svo mætti lengi telja. SIGURGEIR LÍNDAL INGÓLFSSON, formaður foreldraráðs grunnskólans í Skógum. Skógaskóli Frá Sigurgeiri Líndal Ingólfssyni: Sigurgeir Lín- dal Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.