Morgunblaðið - 09.06.2001, Síða 61

Morgunblaðið - 09.06.2001, Síða 61
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 61 Gullsmiðir Bæjarlind 4, 200 Kópavogi sími 544 4420. Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, laugardaga 10-16, sunnudaga 13-16 TILBOÐSDAGAR Mikið úrval af garðhúsgögnum, allt gegnheilt tekk. Bananabekkur Tilboð kr. 39.000 Legubekkur Tilboð kr. 12.900 Fellibekkur Tilboð kr. 9.900 • Mikið úrval af stólum • Skenkir • Rúmgaflar • Náttborð • Snyrtiborð • Glerskápar • Hornskápar • Borðstofusett Full búð af nýjum vörum - fullt af tilboðum • Staflanlegir stólar • Stólar með og án arma • Borð í mörgum stærðum og gerðum • Blómaker í þremur stærðum Venjuleg húsgögn OFT hefur manni ofboðið frétta- flutningurinn hér á landi og sýnst sem fréttamennskan sé að verða meir og meir í takt við „gulu“ pressuna. Nú hafa fjölmiðlar stigið enn eitt skref í þá átt þegar þeir, á meinfýsinn og rætinn hátt, vógu að Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir að bjóða nokkrum sómakon- um í utanlandsferð. Þetta eru konur sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu lítilmagn- ans um áraraðir, konur sem hafa gefið krafta sína til líknarmála án kröfu um endurgjald. Í stað þess að þakka Mæðrastyrksnefnd fyrir velvild í garð þessara kvenna sem af fórnfýsi hafa gefið tíma sinn í þágu þeirra þurfandi, þarf nú Mæðrastyrksnefnd að sitja undir ámæli fjölmiðla vegna þess hvernig að málinu var staðið. Þetta mál er að mínum dómi stormur í vatns- glasi og ber meiri keim af illvilja en heiðarlegri og réttsýnni fjöl- miðlaumfjöllun. Við eigum að bera Mæðrastyrksnefnd og þessar kon- ur á örmum okkar en ekki senda þeim tóninn í einhverri vandlæt- ingu vegna þess hvernig að málum var staðið. Það má vissulega deila um hvað- an peningarnir voru teknir sem í þessa ferð fóru en að mínum dómi voru rangir aðilar teknir á beinið. Hvar er t.d. þakklæti kjörinna full- trúa okkar í borginni til þessara kvenna, hvar er þakklæti almenn- ings, hvar er þakklæti fjölmiðla? Eigum við ekki til neina sómatil- finningu í þeirra garð? Svo er ekki að merkja af aumlegu svari eins fulltrúa meirihlutans í borgar- stjórn sem hafði ekki bein í nefinu til að standa við bakið á Mæðra- styrksnefnd þegar fjölmiðlar fóru eins og eyðandi stormsveipur í um- fjöllun um þetta mál. Fréttamenn hafa hagað sér í þessu máli eins og þeir séu sál- arlausir andskotar. Það er eins og fréttaflutningnum af þessu máli hafi fyrst og fremst verið ætlað að særa og valda sem mestum óróa í samfélaginu. Ég vona að rætinn fréttaflutningur verði ekki til að draga íslenskt samfélag niður í svaðið en það var gerð tilraun til þess í þessu máli, viljandi eða hugsunarlaust. Ég hvet nú þá fjöl- miðla sem hlut eiga að máli að biðja þessar konur afsökunar á hvernig að Mæðrastyrksnefnd hef- ur verið vegið. Sú afsökun mun vissulega ekki lækna þau sár sem þegar er búið að valda, því gleðin yfir utanlandsferðinni hefur verið troðin niður í svaðið. Þó svo fjöl- miðlar hafi farið offari í þessu máli vil ég hvetja almenning til að tapa ekki áttum og taka upp hanskann fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur þarf á stuðningi okkar að halda í því fjölmiðlafári sem orðið hefur. Í Mæðrastyrksnefnd eru einstak- lingar sem fórna svo miklu fyrir svo mikið og þeim ber að umbuna, þó ekki sé annað en með utan- landsferð. DANÍEL ÞORSTEINSSON, Miklubraut 7, Reykjavík. Rætinn fréttaflutningur í garð Mæðrastyrksnefndar Frá Daníel Þorsteinssyni: ,,YFIRVOFANDI er verkfall þroskaþjálfa sem starfa hjá íslenska ríkinu, en verkfall þroskaþjálfa sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið hátt í þrjár vikur. Við undirritaðir foreldrar nokk- urra skjólstæðinga þroskaþjálfa lýs- um yfir fullum stuðningi við launa- kröfur þeirra. Fyrir utan hve gífurlega þýðingarmikið og vanda- samt starf þeir inna af hendi, hlýtur einfaldlega að teljast sanngjarnt að þeir njóti sömu launakjara og aðrar starfsstéttir með sambærilega menntun. Við erum hins vegar alfarið á móti því að þroskaþjálfar fari í verk- fall. Ekki vegna þess að það myndi þýða að við þyrftum þá að hafa börnin okkar heima með tilheyrandi röskun á lífi okkar og störfum, en margir foreldra eiga til dæmis ekki val um hvenær þeir fara í sumarfrí og yrðu því að taka launalaust leyfi. Nei, við óttumst fyrst og fremst hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir velferð barna okkar. Flestir gera sér sennilega ekki grein fyrir hvað umönnun fatlaðra og þroska- heftra barna gengur út á. Þarfir þeirra eru vissulega mismunandi og einstaklingsbundnar, en öll eiga þó sameiginlegt að þurfa öruggan og traustan ramma um líf sitt, stöðuga og samfellda stundaskrá til að við- halda þeirri færni sem þau þó hafa. Sú færni er í flestum tilfellum af- rakstur markvissrar þjálfunar og vinnu um langan tíma (talið í árum). Þessi vinna hvílir á herðum þroska- þjálfa, sem eru sérmenntaðir og sérþjálfaðir til starfans. Engir, ekki einu sinni við foreldrarnir, geta komið í þeirra stað. Og verði röskun á þessari vinnu – s.s. vegna verkfalls – er ljóst að mörgum barnanna mun fara snarlega aftur og það mun taka langan tíma að bæta þann skaða. Þess vegna má ekki koma til verkfalls þroskaþjálfa. Og það er örugglega ekki vilji íslensku þjóð- arinnar að karp um sanngjarnar og eðlilegar launakröfur komi út sem níðingsskapur á fötluðum og varn- arlausum börnum. Ein spurning að lokum. Reglubundin sjúkraþjálfun er eitt af grundvallaratriðunum í umönnun fatlaðra barna. Falli hún niður um einhvern tíma getur það haft hræði- legar og jafnvel óafturkræfar afleið- ingar fyrir þau, vöðvar styttast, liðir læsast osfrv. Nú er það svo að sjúkraþjálfarar ríkisins fara ekki í verkfall þótt og ef þroskaþjálfar geri það. Sjúkraþjálfun er hluti af lögbundnum mannréttindum barnanna. En komi til verkfalls þroskaþjálfa, sem þýðir að stofnanir undir þeirra stjórn loka – hvert eig- um við þá að mæta með börnin okk- ar í sjúkraþjálfun? Gætum við t.d. leitað til sjúkrahúsanna? Virðingarfyllst, Anna Karen Kristjánsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Bergdís Rósantsdóttir, Bjarni J. Bogason, Bjarni Ó. Bjarnason, Eggert Ísólfsson, Elsa María Ólafsdóttir, Gaukur Garðarsson, Gísli Ragnarsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Guðrún Sóley Guðnadóttir, Guðrún Þórðardóttir, Gyða Einarsdóttir, Gylfi Björnsson, Helga Steinunn Hauksdóttir, Helgi Harðarson, Hrefna Egilsdóttir, Jórunn Magnúsdóttir, Kjartan Einarsson, Kolbrún Snæfeld, Kristján Már Hauksson, Michael Pantano, Ólafur J. Ólafsson, Páll Kristinn Pálsson, Sigríður Einarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Kristjánsson, Sigurður Pálsson Beck, Sirrý Skarphéðinsdóttir, Skjöldur Vatnar, Svava Magnúsdóttir, Valdimar Viðar Tómasson, Þorgils Garðar, Þórunn Óskarsdóttir. Fötluðu börnin bera skaðann Foreldrar barna, sem þurfa á aðstoð þroska- þjálfa að halda, hafa sent Morgunblaðinu opið bréf til ráðherranna Geirs H. Haarde, Jóns Kristjánssonar og Páls Péturssonar. VERKFALL þroskaþjálfa hjá Reykjavíkurborg hefur staðið yfir síðan 18. maí. Frá upphafi hefur verið mikil samstaða í hópnum og verkfallsvörslunni. Við höfum komið saman daglega og stappað stálinu hvert í annað. Við höfum farið á þá staði sem þroskaþjálfar starfa og er ástandið orðið bagalegt víða. Á leik- skólum hafa börn verið send heim daglega bæði fötluð og ófötluð. Skammtímavistunin í Eikjuvogi er lokuð og skammtímavistunin í Álfa- landi er rekin með mjög skertri þjónustu. Grunnskólarnir sendu fötluð börn heim. Eins og sést á þessu hefur verkfallið haft slæmar afleiðingar fyrir fötluð börn, ófötluð börn og aðstandendur þeirra. Við höfum fengið mikinn stuðning víða og greinilegt er að lágu launin okk- ar hafa vakið mikla athygli. Við höf- um fengið meðbyr frá ólíklegustu stöðum. Mjög líklegt verður að teljast að foreldrar séu orðnir langþreyttir á ástandinu. Það er gífurleg afturför fyrir fatlað barn og fjölskyldu þess að fá enga þjónustu í þetta langan tíma. Dragist þetta verkfall á lang- inn, taka sumarleyfin við og er hætt við að þjálfun hjá þroskaþjálfa skerðist þá sem því nemur. ÞROSKAÞJÁLFAR hjá Reykjavíkurborg. Leysum verkfall þroskaþjálfa Frá þroskaþjálfum í verkfalli: HALLÓ! Ég skrifa þetta fyrir vinkonu mína sem ætlar til Íslands 8. júní og hyggst dvelja þar í fjóra daga með eiginmanni sín- um, unnustu minni og mér. Er mögulegt að ein- hver geti veitt henni aðstoð við að finna ættingja manns sem hét Jón Guðmunds- son (Gudmundur- son) og fæddist 1876? Hún er ekki með fleiri upplýsingar um hann en á ljósmynd af honum. Myndin virðist vera tekin í Bandaríkjunum. Ég hef reynt að afla upplýsinga á vefsíðu íslenskra ætt- fræðinga en við vitum ekki nóg um Jón og ekki er hægt að birta ljós- myndir á síðunni. Jón fór til Vestur-Noregs, staðar skammt frá Bergen, á árunum 1907– 1908 og verið getur að hann hafi snú- ið aftur til Íslands eftir Noregsdvöl- ina. Hann eignaðist son í Noregi, Martin Alsaker (Haugland), hann fæddist 1.1. 1909 og Martin er faðir vinkonu minnar. Hana langar til að vita hvort einhver geti aðstoðað hana við að finna ættingja eða sagt henni hvar afi hennar hafi búið. Ég veit að hún verður mjög ánægð ef það tekst! Bestu kveðjur STEINAR GLAD-IVERSEN, Bjerkeveien 29, N-1350 Lommedalen, Noregi. Leitar ættingja Frá Steinari Glad-Iversen: Jón Guðmundsson ÉG furða mig á að í umræðunni um kvótann, þorskþurrðina og Hafró hefir ekki verið minnst einu orði á hvalafriðunina sem nú hefir staðið árum saman, hvalur og selur tímgast óhindrað og fjölgar geigvænlega á grunnslóð og góflar árlega seiðum og átu fiskistofna. Í hval- og selkjafta fer árlega ekki minna magn afla en sem nemur heildarafla íslenska fiski- skipaflotans og vel það. Væri ekki at- hugandi að fá hvalasérfræðinga Hafró í viðtöl og leita álits þeirra hvort þarna sé ekki að leita orsaka að hluta – eða alfarið? ÁSGEIR LONG, Lyngási 2, Garðabæ. Kvóta- umræðan Frá Ásgeiri Long: Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.