Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 62

Morgunblaðið - 09.06.2001, Side 62
DAGBÓK 62 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... ÞEGAR Víkverji vaknaði einnmorgun nú í vikunni helltist yfir hann sálarangist, eins og ávallt þegar illa árar og þjóðarbúið verð- ur fyrir áföllum. Í þetta skipti var það vitaskuld ástand þorskstofns- ins sem olli Víkverja hugarangri. „Hvernig má það vera að fiskistofn- ar hrynji í hafinu umhverfis Ísland, hjá okkur sem búum við besta og fullkomnasta fiskveiðistjórnunar- kerfi í víðri veröld?“ hugsaði Vík- verji með sér og hann gerði það sem menn eiga síst af öllu að gera við þessar aðstæður; hann dró sængina upp fyrir haus og fór að hugsa um vandamálin. Eftir því sem Víkverji hugsaði meira jókst angistin og vandamálin hlóðust upp. Það var ekki bara þorskstofninn sem leitaði á hugann heldur fór Víkverji líka að ergja sig yfir ýmsu öðru sem úrskeiðis hefur farið að undanförnu. „Það er greini- lega eitthvað rotið í þjóðríkinu Ís- landi,“ hugsaði Víkverji með sér og sá skyndilega fyrir sér Hamlet í samnefndu leikriti eftir Shake- speare. Bensínverðið er til dæmis í sögulegu hámarki eftir stutt verð- stríð, sem leiddi til lækkunar í örfáa daga. Síðan hefur allt farið í sama farið og ástandið í þeim efn- um raunar aldrei verið eins slæmt og nú. Þó las Víkverji einhvers staðar að heimsmarkaðsverð hefði farið hríðlækkandi að undanförnu. Víkverji hefur aldrei skilið verð- lagningu á eldsneyti hér á landi og er löngu hættur að reyna að komast til botns í þeim lögmálum sem þar ríkja. Svo eru það matvörukaup- menn, sem hafa hærra verð á kass- anum en í hillunum, einkavæðingin sem leitt hefur til fákeppni og þá er oft stutt í okrið. Víkverji getur heldur aldrei ógrátandi hugsað um kvótakerfið og sægreifana. x x x Æ, HVÍLÍK ógn og skelfing.Víkverji bylti sér í rúminu og kveikti á útvarpinu. Þar var ver- ið að flytja fréttir af snjókomu fyrir austan og norðan og að ákveðnir fjallvegir væru ófærir og þó komið fram í júní. Ekki batnar það, hugs- aði Víkverji með sér. Síðan fóru einhverjir spekingar að tala um þorskstofninn og „áfell- isdóm yfir Hafrannsóknastofnun,“ eins og einhver orðaði það. Einn hagfræðingurinn talaði um hætt- una á „hjarðhegðun“ í kjölfar svona ótíðinda enda byggju Íslendingar við „færanlegt fjármagnskerfi“ sem auðveldaði fjármagnseigendum að flytja fé sitt úr landi ef þeim byði svo við að horfa og margur hefur farið á taugum af minna tilefni en þessari sótsvörtu skýrslu Hafró um þorskstofninn. Aðalatriðið væri að halda ró sinni, sagði hagfræðing- urinn, og Víkverji reyndi að taka sig saman í andlitinu, fór fram á baðherbergi, gerði á sér morgun- verkin og leið ögn skár á eftir. Víkverji ætlar sér ekki þá dul að blanda sér í pólitísk eða efnahags- leg deilumál á Íslandi enda hefur hann ekki umboð til þess á þessum vettvangi. Hann telur sig heldur ekkert vera að taka afstöðu í þeim málum sem hér hafa verið til um- ræðu heldur einungis að „hugsa upphátt“ eins og það er kallað. Og í ljósi ástandsins í efnahags- og þjóð- málum læðist sú hugsun óneitan- lega að honum hvort mikils væri misst þótt landstjórnin, og þá um leið yfirráðin yfir fiskimiðunum, flyttist úr landi, til dæmis til Brussel? Skipin Reykjavíkurhöfn: Ak- ureyrin, Snorri Sturlu- son, Örfirisey, Baldvin Þorsteinsson, Víðir og Þerney koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Venus, Rán, Ýmir, Pét- ur Jónsson, Sléttbakur og Eridanus koma í dag. Orlik og Olshana fóru í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofan er opin alla miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551 4349. Fataúthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði, frá kl. 14– 17 s. 552 5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040 frá kl. 15–17. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Félag frímerkjasafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30–17. Mannamót Bólstaðarhlíð 43. Farið verður norður Kjöl, fimmtudaginn 21. júní kl. 8. Þingeyrarkirkja í A-Hún skoðuð. Kvöld- verður í Hreðavatns- skála. Nesti og góður klæðnaður. Upplýsingar og skráning í síma 568- 5052 fyrir þriðjudaginn 19. júní. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeginu. Sunnudagur: Félagsvist spiluð kl.13. Dansleikur kl. 20. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids spilað kl. 13. Dans- kennsla Sigvalda kl. 19- 22. Dagsferð 13. júní. Nesjavellir-Grafningur- Eyrarbakki. Húsið - Sjóminjasafnið á Eyr- arbakka skoðað. Leið- sögn: Tómas Einarsson og Pálína Jónsdóttir. Eigum ennþá nokkur sæti laus. 19.-22. júní. Trékyllisvík 4 dagar gist að Valgeirsstöðum í Norðurfirði svefnpoka- pláss. Ekið norður strandir. Farið í göngu- ferðir og ekið um sveit- ina. Ekið heimleiðis um Tröllatunguheiði eða Þorskafjarðarheiði. Síð- ustu skráningardagar. Eigum nokkur sæti laus. Leiðsögn Tómas Ein- arsson. Silfurlínan er op- in á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12.fh. í síma 588-2111 Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10til 16 í síma 588-2111. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Laugardagsgangan verður kl. 10 frá Hraunseli. Gíróseðlar fyrir ársgjöldum hafa verið sendir út, félags- skírteini fást í Hraunseli gegn kvittun félags- gjalds. Þriggja daga ferð til Hornafjarðar hefur verið breytt, farið þriðjudagin 3. júli til 5. júlí, nálgist farseðla á mánudag og þriðjudag 11 og 12 júní. Orlofið á Hótel Reykholti í Borg- arfirði 26.–31.ágúst nk. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli sími 555-0142. Sum- arfagnaður verður fimmtudaginn 14. júní í Hraunseli kl. 14, sumardagskrá kynnt og skemmtiatriði. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar á vegum ÍTR eru byrjaðar aftur í Breið- holtslaug á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9.30. (Ath. breyttur tími) Umsjón Edda Bald- ursdóttir íþróttakennari. Boccia á þriðjudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Dans hjá Sigvalda á mánudögum kl. 15.30, allir velkomnir (ekkert skráningargjald). Veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað verður á Listatúni í dag laug- ardag kl. 11. Mætum öll og reynum með okkur. Farið verður í skemmti- siglingu á Þingvallavatni fimmtudaginn 14. júní. Farið frá Gjábakka kl.13.15 og frá Gull- smára kl 13.30. Kaffi- veitingar í Þingvalla- sveit. Væntanlegir þátttakendur skrái sig sem fyrst á þátttökulista í Gullsmára og Gjá- bakka. Hámarksfjöldi 40 manns. Verið vel klædd því siglt er á opnum báti. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Hrafnista Hafnarfirði og Reykjavík. Eins og undanfarin ár verður sjómannadagurinn hald- inn hátíðlegur, dagskrá verður með hefð- bundnum hætti, kl. 14– 17 kaffisala í borðsölum, harmonikkuleikur, Hrafnistubúðin opin, ágóðinn rennur til vel- ferðar heimilisfólksins. Kl. 13–17 handa- vinnusýning og sala, handavinnusýning verð- ur einnig opin mánudag- inn 11. júní kl. 9–16. Skógræktarfélag Mos- fellsbæjar verður með skógardag í Hamrahlíð sunnudaginn 1. júní kl. 13 til 16. Gróðursett og grillað á eftir. Allir vel- komnir. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastdæma, Breið- holtskirkju við Þang- bakka. Skálholtsskóli, ellimálanefnd Þjóðkirkj- unnar og ellimálaráð Reykjavíkurprófast- dæma efna til sum- ardvalar fyrir eldri borgara í Skálholti. Boð- ið er til fimm daga dval- ar í senn og raðast þeir þannig: 25. til 29. júní, 2. til 6. júlí og 9. til 13. júlí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma f.h. virka daga í síma 557- 1666. Haukar, öldungaráð. Sumarferðin er 13. júní. Skráning í símum 555- 0176 eða 555-0852. Minningarkort Líknarsjóður Dómkirkj- unnar, minningaspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju Vesturbrún 30 sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28 í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552- 4994 eða síma 553-6697, minningarkortin fást líka í Háteigskirkju við Háteigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju s. 520-1300 og í blómabúð- inni Holtablómið, Lang- holtsvegi 126. Gíróþjón- usta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju sími 520 1300 og í blóma- búðinni Holtablómið, Langholtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkjunni Í dag er laugardagur 9. júní, 160. dagur ársins 2001. Kólúmbamessa. Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sálu- hjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (II.Tím. 3, 15.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 ræma, 8 mergð, 9 dáin, 10 kraftur, 11 ávinnur sér, 13 fyrir innan, 15 reifur, 18 á langt líf fyrir höndum, 21 verkfæri, 22 kyrru vatni, 23 ókyrrð, 24 farangur. LÓÐRÉTT: 2 guðlega veru, 3 líkams- hlutar, 4 tölustaf, 5 selur- inn, 6 æsa, 7 röskur, 12 bors, 14 goggur, 15 hrósa, 16 ráfa, 17 and- varpi, 18 óþefur, 19 slægjulands, 20 strá. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skjól, 4 gefur, 7 bólan, 8 öngul, 9 dáð, 11 anna, 13 urra, 14 urtan, 15 hlýr, 17 gafl, 20 enn, 22 saddi, 23 amman, 24 renna, 25 norpi. Lóðrétt: 1 subba, 2 jólin, 3 lind, 4 glöð, 5 fagur, 6 rolla, 10 áttin, 12 aur, 13 ung, 15 hosur, 16 ýldan, 18 armar, 19 lundi, 20 eira, 21 nafn. K r o s s g á t a UM síðustu helgi bauð herrann minn mér út að borða á Pizza Hut við Suð- urlandsbraut. Hann kom strax auga á rómantískasta staðinn í húsinu. Þau borð reyndust þá vera ætluð reykingafólki en við reykj- um hvorugt. Brosmild stúlka vísaði okkur á reyklaus borð miklu óvistlegri en framan- greint. Er reykingafólki gert hærra undir höfði á veit- ingahúsum en þeim sem ekki reykja? Við höfum tekið eftir sömu vanköntum víðar á veitingastöðum. Verða reyklaus pör að byrja að reykja til að geta setið við sama (rómantíska) borð og reykingafólk? Björg Elín. Léleg þjónusta ÉG hef alltaf skoðað BT blaðið þegar það kemur á mitt heimili. Mig vantaði nýjan GSM-síma og fór þá að skoða þetta ágæta blað. Svo sá ég þetta fína tilboð. Ég ákvað því að fara og kaupa mér síma og fór því snemma í háttinn svo ég gæti vaknað snemma og fengið frí 1.000 sms. Um morguninn hringdi ég í BT til þess að vera alveg örugg um að síminn kostaði ekki bara 1 kr. og svo þyrfti maður að borga eitthvað ákveðið á mánuði. Jú, jú sagði konan, hann kostar bara krónu og sagði að það væri best bara að drífa sig af stað svo maður gæti fengið frí sms og það væri best að fara í BT í Skeif- unni. Ég dríf mig þangað og tek númer. Ég sá fullt af fólki að bíða en ákvað að vera bara jákvæð og þolin- móð. Ég fór í tölvurnar þar sem var hægt að fara í leiki og svoleiðis á meðan maður bíður. Þegar ég var búin að vera þarna í fjóra tíma frá kl. 12–16 var komið að mér. Ég talaði við afgreiðslu- manninn og sagði honum að ég ætlaði að borga vissa upphæð á mánuði, en þá segir hann að ég verði að vera orðin 18 ára og eiga kreditkort. Þetta stóð ekki í blaðinu, svo ég þurfti bara að hætta við og fara heim. Þetta finnst mér mjög lé- legt af BT, ég var búin að bíða þarna í fjóra tíma. Kveðja, Ásdís M. Egilsdóttir Reynimel 84, R., 12 ára. Götuljós vantar BJÖRGVIN hafði samband við Velvakanda og vildi benda á að það vantar til- finnanlega götuljós á gatnamótum Arnarbakka og Stekkjarbakka. Þarna er mikill umferðarþungi og erfitt að komast yfir. Skaðsemi nagladekkja LESANDI hafði samband við Velvakanda og vildi taka undir með manni, sem skrifaði í Velvakanda 23. maí sl. um ngaladekk. Það eru komin ný dekk sem eru miklu betri og skaða hvorki fjárhag né heilsuna. Fólk ætti að athuga þetta vel. Af hverju er fólk svona fast í þessum frumstæðu og skaðlegu nagladekkjum? Ég vil bara vekja athygli á skaðseminni og kostnaðin- um sem þau valda. Slæmur aðbúnaður ÉG fór í Þjóðleikhúsið fyrir nokkru og mig langar að kvarta yfir stólunum þar. Stólarnir eru afskaplega litlir og þröngir og ekki hægt að stinga fótunum undir næsta stól til þess að reyna að rétta úr fótunum. Fólk, sem er yfir 170 cm, getur ekki setið í þessum stólum með góðu móti. Þessi aðbúnaður er fyrir neðan allar hellur. Er ekki hægt að gera einhverja bragarbót á þessu? Annars er öruggt að maður kemur ekki þarna aftur. Kona. Tapað/fundið Nokia GSM-sími hvarf af landsmóti Á LANDSMÓTI skóla- hljómsveita í Reykjanesbæ dagana 1.–3. júní sl. hvarf Nokia 3320 GSM-sími úr farangri í einni skólastof- unni sem gestir mótsins gistu í. Þetta setti mjög leiðinlegan svip á annars vel heppnað mót. Þeir sem telja sig eitthvað vita um símann og hvarf hans, eru vinsaml. beðnir að hafa samb. við Herdísi í s. 557 9017. GSM-sími tapaðist GSM-sími tapaðist á lóð Laugarneskirkju, fimmtu- daginn 7. júní sl. Skilvís finnandi er vinsaml. beðinn að hafa samb. í s. 581-4716. Guffagrín ER einhver sem á Guffa- grín með íslensku tali, sem Samútgáfan gaf út á sínum tíma? Vinsaml. hafið samb. í s. 562-9144. Tvíburaregnhlíf- arkerra í óskilum Tvíburaregnhlífarkerra fannst við Túngötu 42. Kerran hefur verið á þvæl- ingi á þessum slóðum í nokkurn tíma og sást áður á Sólvallagötu 54. Uppl. í s. 551-6443. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Er reykinga- fólk rétt- hærra?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.