Morgunblaðið - 09.06.2001, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 63
DAGBÓK
Rauðagerði 26, sími 588 1259
Vor—sumar
2001
Útsala
á vönduðum dömu- og
herrafatnaði
að Rauðagerði 26
í dag, laugardag
frá kl. 10 til 18.
25—60%
afsláttur
Stærðir 36-48
VERIÐ VELKOMIN
VISA - EURO
Fundur hinna gagnrýnu radda
í Hótel Lind, Rauðarárstíg, 9. júní kl. 13.00-17.00
Vg-smiðjan boðar til fundar um Kárahnjúkavirkjun og mögulegar
afleiðingar hennar fyrir umhverfi og samfélag.
Dagskrá:
- Kárahnjúkavirkjun - mestu náttúruspjöll Íslandssögunnar?
Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður.
- Kárahnjúkaþjóðgarður. Stefán Benediktsson, Náttúruvernd ríkisins.
- Risaverksmiðja - Orka og samfélag.
Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur.
- Efnahagsleg áhrif. Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur.
- Kaffihlé.
- Umræður.
Frummælendur taka þátt pallborðsumræðum.
Fundarstjóri: Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Langur laugardagur
Tilboð
Teg. Sabu
Stærðir 36-41
Litur Svartur
Verð áður kr. 5.995
Verð nú kr. 3.999
Teg. Mario Due
Stærðir 40-46
Litur Svartur
Verð áður kr. 4.995
Verð nú kr. 2.995
Teg. Mario Due
Stærðir 40-46
Litur Svartur
Verð áður kr. 4.995
Verð nú kr. 2.995
Domus Medica
JÓN Baldursson og Karl
Sigurhjartarson eru engir
nýliðar í íslenska landslið-
inu, en það var ekki fyrr
en síðla vetrar sem þeir
rugluðu saman „kerfum“
sínum og tóku upp sam-
vinnu við spilaborðið. Þeir
unnu sitt fyrsta mót saman
í Svíþjóð fyrir skömmu –
bikarkeppni Norður-
landanna með Sverri Ár-
mannssyni og Magnúsi
Magnússyni – og um miðj-
an mánuðinn munu þeir
spila á EM á Tenerife.
Þrátt fyrir stuttan undir-
búningstíma spila þeir þró-
að kerfi, enda báðir miklir
kerfismenn. Heimavinnan
skilaði sér vel í þessu spili
frá síðstu æfingu:
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ K964
♥ ÁKG5
♦ Á732
♣ 10
Vestur Austur
♠ ÁDG1032 ♠ 875
♥ 87 ♥ D10632
♦ 64 ♦ K
♣ G84 ♣ 9652
Suður
♠ --
♥ 94
♦ DG10985
♣ ÁKD73
Jón og Karl voru í NS
gegn Símoni Símonarsyni
og Sverri F. Kristinssyni:
Vestur Norður Austur Suður
Sverrir Jón Símon Karl
2 spaðar 2 grönd Pass 3 spaðar
Pass 3 grönd Pass 4 tíglar
Pass 4 hjörtu Pass 5 spaðar
Pass 6 tíglar Allir pass
Eftir veika opnun Sverr-
is sýnir Jón 15-17 punkta
og grandskiptingu með
innákomunni á tveimur
gröndum. Skiptingin er
ekki alveg eftir bókinni, en
Jón taldi dobl verri kost
með einspil í laufi. Og eins
og einhver sagði – það er
ekki við norður að sakast
þótt hann sé með einspil í
laufi!
Með þremur spöðum er
Karl kerfisbundið að segja
frá láglitunum, og síðan
svarar hann þremur
gröndum og sýnir lengri
tígul. Jón gefur þá fyrir-
stöðusögn og Karl stekkur
í fimm spaða, sem er lyk-
ilspilaspurning þar sem
spaðaásinn er útilokaður í
svarinu. Þessi sagnvenja
heitir „Voidwood“ á alþjóð-
legu bridsmáli, en það orð
er sett saman úr „void“
(eyða) og „Blackwood“.
Jón svarar samviskusam-
lega á sex tíglum, sem er
þriðja þrep og sýnir tvö
lykilspil án trompdrottn-
ingar. Karl veit þá að al-
slemma er slæmur kostur
og passar.
Slemman náðist líka á
hinu borðinu, en þar var
nokkur þoka yfir sögnum
og engin leið að meta al-
slemmuhorfur.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
Ó, FAÐIR, GJÖR MIG
LÍTIÐ LJÓS
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hverjum hal og drós,
sem hefur villzt af leið.
Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt,
sem brosir öllum mót
og kvíðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag,
sem lífgar hug og sál
og vekur sól og sumardag,
en svæfir storm og bál.
Ó, faðir, gjör mig styrkan staf
að styðja hvern, sem þarf,
unz allt það pund, er guð mér gaf,
ég gef sem bróðurarf.
Ó, faðir, gjör mig sigursálm,
eitt signað trúarlag,
sem afli blæs í brotinn hálm
og breytir nótt í dag.
Matthías Jochumsson.
Árnað heilla
GULLBRÚÐKAUP.
Sunnudaginn 10.
júní eiga hjónin Sig-
ríður Jóhannesdótt-
ir, f. 10.júní 1926,
og Sigfús A. Jó-
hannsson, f. 5. júní
1926, til heimilis að
Gunnarsstöðum,
Þistilfirði, gullbrúð-
kaup. Þau bjóða
sveitungum, vinum
og vandamönnum til
fagnaðar í Sval-
barðsskóla klukkan
15 á morgun, sunnu-
daginn 10. júní.
STAÐAN kom upp á minn-
ingarmóti Borowski í Essen
í Þýskalandi er lauk fyrir
stuttu. Mikhail Gurevich
(2.688) var þar á meðal þátt-
takenda, en hann er einn
stigahæsti þátttakandinn á
EM í Makedóníu sem
stendur nú yfir. Friso
Nibjoer (2.580) hafði
hvítt gegn honum og
beitti gamalkunnu
stefi til að véla af hon-
um skiptamun. 22.
Bxh7+! Kxh7 23.
Dxf8 Bd7 Svartur
yrði snarlega mát eft-
ir t.d. 23. ...Rxa4 24.
Hg3 g6 25. h5. 24.
Rc5! Dc6 25. Dd6
Db5 26. Dxb8 Dxc5
27. b3 Bb5 28. h5 Df2
29. h6! Dxe1+ 30.
Kb2 gxh6 31. Df8
Kg6 32. g4 og svartur gafst
upp enda óverjandi mát.
Skákin tefldist í heild sinni:
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4.
e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7.
Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2
0-0 10. 0-0-0 a6 11. h4 Rxd4
12. Bxd4 b5 13. Hh3 b4 14.
Ra4 Bxd4 15. Dxd4 a5 16.
Bb5 Hb8 17. Bd3 Rb6 18.
Rc5 Rd7 19. Ra4 Dc7 20.
He1 Rb6 21. Dc5 Db7
o.s.frv. Hægt er að fylgjast
með gangi mála á EM á
skak.is.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert í eðli þínu frjáls-
lyndur maður, en stundum
hættir þér til að sjá heiminn
gegnum litað gler.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Reyndu að skipuleggja fram í
tímann sem mest þú mátt.
Þótt aldrei sé hægt að sjá allt
fyrir, hjálpar það tvímæla-
laust að hafa einhverja áætl-
un.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er eins og þú sért að
missa tökin á verkefnum þín-
um. Staldraðu við og for-
gangsraðaðu hlutunum og
kláraðu þá svo einn af öðrum
á skipulegan hátt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Einhverjar róttækar breyt-
ingar liggja í loftinu og þú
skalt gera þitt til þess að geta
brugðist rétt við. Þannig
verða þær þér til framdrátt-
ar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þótt ýmsir erfiðleikar steðji
að þér máttu ekki láta þá
stjórna lífi þínu. Þeir eru líka
til að sigrast á þeim og það átt
þú auðveldlega að geta.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Reyndu að brjótast út úr
þeim hugsanagangi, sem ríkt
hefur svo lengi. Hafðu frum-
kvæði að þeim breytingum,
sem þú veist að eru til hins
betra.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ert búinn að hjakka svo
lengi í sama farinu að leiðind-
in læðast að þér. Hristu upp í
hlutunum og leyfðu hug-
myndafluginu að njóta sín.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Einhver snurða hefur hlaupið
á þráðinn hjá þér og gömlum
vini. Vertu fyrri til að rétta
fram sáttahönd, því sjaldan
veldur einn þá tveir deila.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er hin stöðuga vinna sem
fyrst og fremst skilar ár-
angri. Einstaka upphlaup
bjargar engu, þegar allt fellur
í dúnalogn inn á milli.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sumir eru seinteknir og aðrir
fljótari til. Láttu ekki blekkj-
ast til að halda að í fyrrnefnda
hópnum sé enginn sem þú
getur blandað geði við.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Flas er hreint ekki til fagn-
aðar. Þú skalt temja þér að
gaumgæfa allar hliðar mála
og kveða ekki upp úrskurð
fyrr en þú telur þig öruggan.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Allt er þetta spurning um
stað og tíma. Láttu vera að
taka einhverja áhættu ef þér
finnst landið liggja illa. Þinn
tími kemur bara síðar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þótt þér sýnist málin óskýr í
fyrstu skaltu ekki gefast upp,
því þokunni léttir með tíman-
um og þú sérð hlutina í réttu
ljósi. Þá ertu á grænni grein.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Hlutavelta
Þessi duglegu börn afhentu nýlega ABC-hjálpar-
starfi kr. 2.710. Þau heita Helga Margrét Ólafsdótt-
ir, Alexander Ársælsson, Páll Axel Ólafsson og
Hanna Sólbjört Ólafsdóttir.
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.