Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á DÖGUNUM var stofnað nýtt ís- lenskt markaðs- og dreifingarfyr- irtæki fyrir kvikmyndir sem gengur undir nafninu ICE – Kvikmyndadreifing ehf. Það eru Sambíóin og Háskólabíó sem standa sameiginlega að hinu nýja fyrirtæki sem dreifa mun mynd- um kvikmyndahúsanna sem eru á vegum UIP, alþjóðlega dreifinga- fyrirtækisins, sem sér um dreif- ingu mynda Hollywood-kvik- myndaveranna Universal, Paramount og Dreamworks, auk annarra smærri „sjálfstæðra“ kvikmynda. Í tilefni af hinu nýja fyrirtæki, var efnt til kynningarhófs í Kringlubíói.Eftir að Þorvaldur Árnason frá Sambíóunum hafði kynnt stuttlega til sögunnar hið nýja dreifingarfyrirtæki hófst kynning á væntanlegum myndum á vegum þess, auk þess sem Sam- film, sérlegt dreifingarfyrirtæki Sambíóanna, kynnti væntanlegt efni frá Warner Bros og Disney. Að sögn aðstandenda hins nýja dreifingarfyrirtækis er mark- miðið að ná niður kostnaði á markaðssetningu á kvikmyndum Háskólabíós og Sambíóanna ásamt því styrkja stöðuna varð- andi erlend innkaup á kvikmynd- um. Er fullyrt að samstarfið muni auka þjónustu bíóanna, með betra úrvali kvikmynda en nýja dreif- ingarfyrirtækið hefur yfir að ráða Háskólabíói, Bíóborginni, Bíóhöllinni, Saga-bíói, Kringlu- bíói, Nýja bíói í Keflavík og Nýja Bíói á Akureyri. Að sögn Christofs Wehmeiers markaðs- og kynningarstjóra nýja fyrirtækisins var tilgang- urinn með kynningarsýningunni að sýna fram á hversu mikilli breidd kvikmynda það mun búa yfir, með því að geta boðið upp á allt frá harðsoðnum afþreying- armyndum Hollywood til „öðru- vísi“ mynda hvaðanæva að úr heiminum. ICE – Kvikmyndadreifing kynnti væntanlegar myndir sínar Markmið- ið er auk- in breidd Þorvaldur Árnason kynnti ICE – Kvikmyndadreifingu ehf. Christof Wehmeier, markaðs- og kynningarstjóri, veitir Þorfinni Óm- arssyni, framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, innsýn í nýja fyrirtækið. Morgunblaðið/Sigurður Jökull GUÐMUNDUR heilsar með virkt- um og býður mér inn í hljóðverið. Ásamt honum eru þar fyrir þeir Ívar Bongó upptökumaður og Jó- hann Hjörleifsson trommuleikari. Þeir eru að vasast í trommuhljómum og alltumlykjandi eru taktar og slög af ýmsu tagi. Friðrik Sturluson bassaleikari kemur síðar inn, í forláta sandölum, og enn síðar rekur Jens Hansson, hljómborðs- og saxófón- leikari, inn nefið. Andrúmsloftið er afslappað og hljóðverið hæfilega á rúi og stúi eins og gengur og gerist. Snúrur, magnarar og þess háttar raf- tól á víð og dreif. Við hliðina á hljóð- verinu er kaffiaðstaða. Þar setjumst við Guðmundur inn og hefjum spjall. Rauður þráður „Við byrjuðum að taka upp í apríl,“ segir Guðmundur. „Kannski aðeins í seinna lagi miðað við í fyrra. Við tók- um okkur þriggja mánaða frí í byrjun ársins. Gerðum ekki neitt, nema jú að semja.“ Í janúar í fyrra ákváðu Sálarmenn að gera tvær plötur með því mark- miði að það yrði ákveðinn þráður sem lægi í gegnum parið. Bæði hljóm- fræðilega séð svo og textalega. Fyrir síðustu jól kom út platan Annar máni eins og áður er getið og verður sú nýja gefin út fyrir þessi jól. „Maður er búinn að garfa ansi lengi í þessu bandi,“ segir Guðmund- ur og samþykkir að þessi plata og sú síðasta sýni svolítið breytta mynd af sveitinni. „Í fyrra fór mikill tími í til- raunamennsku í sambandi við hljóð- mynd og vinnsluaðferðir almennt. Samt erum við að reyna að vera trúir því sem við stöndum fyrir og „fílum“ sem er að búa til melódísk popplög. Þetta er engin U-beygja. Enda trúi ég ekki á það að taka U-beygju bara til að taka U-beygju. Maður verður að finna músíkina þróast eðlilega – að það sé enginn rembingur í gangi. Ég held að hún sé að gera það með þess- um tveimur plötum. Við erum svona að reyna að horfa meira til heildar- myndarinnar.“ Hann gefur lítið upp um hver mun- urinn sé á þessari plötu og þeirri fyrri. „Hún er að taka mynd núna. Í dag fór nýtt lag, „Hinn eini sanni“, í út- varpið sem er svona í ætt við rokk- lögin „Sódóma“ og „Ég þekki þig“. Annars er þetta ekkert svo meðvitað hvernig við veljum á plötuna. Þegar við erum að ræða saman um þetta fer þetta bara eftir því hvernig menn eru að „fíla“ músíkina. Þegar við veljum lögin á plötuna er það bara atkvæða- greiðsla – það sýnir vel hug hljóm- sveitarinnar og það er algerlega farið eftir því. Þetta er svona það sem kemst næst lýðræðinu í Sálinni hans Jóns míns.“ Textarnir á síðustu plötu voru um margt torræðir. Einhver mikil og dularfull saga í gangi og erfitt að átta sig á því hvað nákvæmlega var um að vera. „Það er viss rauður þráður...ein- hver frásögn þarna undir,“ segir Guðmundur. „Við höfum ekki viljað fara alla leið með hvað þetta er. Það kemur vonandi í ljós í fyllingu tím- ans.“ Breyttar vinnuaðferðir Nálgun Sálarmanna við hljóðvers- vinnu hefur tekið nokkrum breyting- um frá því sem áður var. „Breytingin felst m.a. í því að á þessum tveimur síðustu plötum höf- um við fjölgað forstigunum, erum farnir að forvinna plöturnar miklu meira,“ segir Guðmundur. „Þegar ég er að semja lag geri ég „demo“ (prufueintak) heima hjá mér. Síðan fær bandið þetta og við förum að æfa. Breytingin er líka sú að við æfum allt, allar hugmyndir. Fyrir þessa plötu æfðum við 20 lög, vitandi það að það eru 10 til 11 lög sem fara á plöt- una. Síðan förum við í hljóðver og tökum upp æfingarnar og gerum önnur „demo“. Síðan förum við og ákveðum plötuna. Þá erum við búnir að ganga í gegnum þrjú stig. Og síð- an tökum við upp það sem við vorum búnir að útsetja á æfingunum og þá hefst stúdíóvinnan sem er að fara núna af stað í júní, júlí. Tilrauna- mennska á grunninn sem við vorum búnir að æfa.“ Guðmundur segir að þá sé þessi hefbundna skipan – gítar, bassi, trommur og hljómborð – víkkuð út. „Það því ansi skemmtilegur tími að fara í hönd í sumar. Þegar við förum að hlaða ofan á það sem við erum komnir með og reynum að sjá út hvert það leiðir okkur.“ Hann segir talsverða spennu hafa verið í kringum upptökurnar á síð- ustu plötu, skiljanlega þar sem það var fyrsta Sálarplatan í fimm ár. „Núna er þetta hins vegar búið að vera mjög rólegt, allir vita hvað er í gangi.“ Engin tökulög Sálin hefur verið ein af fáum „ball- sveitum“ sem helda uppi stemmning- unni einungis með eigin tónlist. „Þetta er svo lítill bransi hérna á Íslandi að það er eiginlega ekkert pláss fyrir eitthvað sem heitir upp- tökustjóri eða umboðsmaður,“ segir Guðmundur. „Þegar við byrjuðum, fyrir þrettán árum, var það ekkert hægt. Ef þú vildir láta þetta ganga þurftir þú að gera þetta allt saman sjálfur. Það er líka langskemmtileg- ast og þannig hefur það verið frá fyrsta degi. Það var síðan alltaf ákveðinn kaleikur sem við sóttumst eftir. Það er það sem ég ólst upp við – að fara á Stuðmannaböll og sjá þá taka sín eigin lög. Þetta er allt öðru- vísi umhverfi og ég hef t.d. ekki spil- að „coverlag“ (tökulag) í fimm ár – og sakna þess ekki neitt. En ég ætla ekki að „dissa“ neinn, einhvers stað- ar verða menn að byrja. En svo kom að því einn daginn hjá okkur, eftir fjórar plötur, að það var ákveðið að spila ekki „cover“ framar.“ Guðmundur heldur áfram að reka hugmyndafræði sveitarinnar „Við í Sálinni erum ekkert á leið- inni út að „meika“ það,“ segir hann- ákveðinn. „Við erum bara hér á Ís- landi. Og við viljum spila mikið fyrir fólk og breiða út fagnaðarerindið. Við erum búnir að gera þessi sveitaböll að tónleikum því ef þú vilt spila mikið hér á landi verður þú að bjarga þér. Það voru þessi sveitaböll. Þetta var það sem við stefndum að, að spila eig- in tónlist fyrir framan fjölda fólks. Þessi yngri bönd eru vonandi að komast inn á þetta, með fleiri plötum og fleiri lögum.“ Beint í hjartað Og tónlistin skiptir máli. „Þegar maður er kominn upp á svið og finnur víbrana frá fólkinu og maður er að gefa sjálfur á móti ... þetta er bara einhver orka sem mað- ur verður háður,“ segir Guðmundur. „Sérstaklega þegar þú ert mjög ástríðufullur fyrir músík og fyrir þinni eigin músík. Þú ert að uppskera svo mikið af því sem þú hefur verið að sá.“ Hann segir það stórkostlegt að sjá hvernig tónlist hreyfir við fólki. „Ég trúi því að þriggja mínútna popplag geti verið lífsreynsla fyrir margt fólk. Ég meina ... það hlýtur að vera þann- ig fyrir okkur báða ... þegar við vor- um ungir og heyrðum eitthvað lag og urðum ekki samir aftur. Þetta hefur jafnmikil áhrif á mig; eitt gott popp- lag eins og að sjá góða kvikmynd eða lesa góða bók. Músík sleppur ein- hvern veginn frá skynseminni og fer bara beint í hjartað. Þetta er ein fárra listgreina sem gerir þetta vel.“ Guðmundur kímir og segir: „Ég hlakka bara til að fara á Rammstein, vera í kösinni og allt sem heitir skyn- semi er fokið út í veður og vind. Það er málið! Sleppa sér svolítið.“ Guðmundur segir þessi augnablik sem hann upplifir á sviðinu vera ástæðuna fyrir því að hann er enn að þessu í dag. „Sálin er líka orðin góður félags- skapur og við eigum afskaplega gott með að vera saman. Það hefur líka rosalega mikið að segja.“ Að lokum er vert að geta þess að Sálin verður á faraldsfæti í sumar og mun spila vítt og breitt um landið. Í kvöld verða þeir t.a.m. í Félagsheim- ilinu Árnesi, Selfossi. Í hljóðverinu – Sálin hans Jóns míns „Engin U-beygja“ Sálin hans Jóns míns er í Grjótnámunni um þessar mundir að taka upp nýja plötu. Á hún að mynda einhvers konar seinni hluta Annars mána sem út kom fyrir síðustu jól. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Guðmund Jónsson, gítarleikara sveitarinnar. Morgunblaðið/Billi Guðmundur Jónsson við upptökur í Grjótnámunni. Á bak við hann glitt- ir í Jóhann Hjörleifsson trommuleikara. arnart@mbl.is MOGGABÚÐIN mbl.is MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fös 15. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 16. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fös 22. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 23. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fim 28. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 29. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 30. júní kl. 20- NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í KVÖLD: Lau 9. júní kl. 19 - UPPSELT Í KVÖLD: Lau 9. júní kl. 22 - UPPSELT Sun 10. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Fim 14. júní kl. 20 - UPPSELT Fös 15. júní kl. 20 - UPPSELT Lau 16. júní kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Lau 16. júní kl. 22 - ÖRFÁ SÆTI Þri 19. júní kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Sýnt á Stóra sviði í tilefni 19. júní, eftir sýningu flytur Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur og kynlífspistla- höfundur, erindi tengt Píkusögum. ATH. ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst. SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR. Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið 3. hæðin ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:               !   !    !   "  ! #$#% & '() * + , #!         !  * + , #     -./  00 1   23  -#         !          $4 ## #5 $4 6 ###  +$ 7( &8$##!  ##  *## -&## #  +"9  $  7:;7<! &; $  7:"'( HEDWIG KL. 20 Frumsýning fös 29/6 UPPSELT Hádegisleikhús kl. 12 RÚM FYRIR EINN fös 15/6 örfá sæti laus fim 21/6 nokkur sæti laus FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 fim 14/6 nokkur sæti laus fös 15/6 nokkur sæti laus mið 20/6 UPPSELT sun 24/6 nokkur sæti laus Allar sýningar hefjast kl. 20. Miðasalan er opin frá kl 10-14 alla virka daga og frá kl 17-20 á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.