Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.06.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEI hann heitir ekki Travis,eins og svo margir virðasthalda, heldir Francis og er af skosku Healy-ættinni sem alið hefur manninn í höfuðborginni Glasgow. Hann og félagar hans Andy Dunlop, Neil Primrose og Douglas Payne eru búnir að standa í þessu hljómsveit- arbrölti í góðan áratug, fyrst bara svona upp á grínið, en af meiri alvöru eftir að þeir yfirgáfu listaskóla og fluttu suður til borgar tækifæranna, Lundúna, árið 1996. Þá um haustið böggluðu þeir saman og gáfu sjálfir út stuttskífuna „All I Wanna Do Is Rock“, þar sem þeir gerðu umheim- inum hátt og skýrt grein fyrir hvað þá langaði að gera þegar þeir yrðu stór- ir. Andy MacDonald, fyrrum eigandi Go! Discs plötufyrirtækisins, sem nýbúinn var að stofna nýtt fyrirtæki, Independiente Records, kolféll fyrir ungæðislegum rokktöktum Skotanna og lagði allt sitt traust á þá. Reyndar segir sagan að MacDonald hafi séð sig tilneyddan að velja á milli Travis og annarrar óþekktrar hljómsveitar sem átti rætur að rekja til Ísalands og gekk undir nafninu Unun. Fyrsta breiðskífan kom út ári síð- ar, hét Good Feeling og hlaut góða dóma en heldur dræmar móttökur kaupenda. Noel Gallagher hélt hins- vegar ekki vatni, fékk sveitina á heil- ann og hamaðist við að troða nafni hennar í öll þau viðtöl sem hann veitti. Þar með komst Travis á kortið. Árið 1999 leit önnur breiðskífan dagsins ljós og hét The Man Who. Í stað þess að hlýða á tónlistina velti breska tónlistarpressan sér þessi lif- andis ósköp upp úr hversu brösulega upptökur höfðu gengið, tekið miklu lengri tíma en áætlað hafði verið, far- ið langt fram úr kostnaðaráætlun og þar fram eftir götunum. En nú voru það kaupendurnir sem kveiktu á per- unni. Þeir kærðu sig kollótta um hvernig lögin höfðu orðið til, lögðu við hlustir og uppgötvuðu þennan líka gæðagrip, fullan af ljúfum poppmel- ódíum sem handleiknar höfðu verið af upptökusnillingnum Nigel Godrich. Áður en langt um leið var The Man Who farin að seljast í bílförmum og pressan klóraði sér í hausnum og endurskoðaði um síðir hug sinn. Nú er svo komið að á mánudag kemur út þriðja breiðskífa hljóm- sveitar sem nær allir tónlistarunn- endur þekkja deili á. Smáskífan „Sing“ hefur hljómað ótt og títt und- anfarnar vikurnar, sem gefur til kynna að hróður þessara hæversku Glasgow-drengja eigi enn eftir að aukast. Kolruglaðir Það var á síðustu dögum marsmán- aðar sem upptökum á The Invisible Band lauk í Ocean Way hljóverinu goðsagnarkennda í Los Angeles. Healy var síðastur til að klára sitt, enda bæði söngvari og textahöfundur - rétt nýbúinn að berja saman síðustu línurnar. Hann var greinilega í sól- skinsskapi þegar ég sló á þráðinn til hans og hafði góða ástæðu til. „Ég var að enda við að klára að syngja síðasta lagið á plötunni. Þetta er komið!“ sagði Healy upprifinn. „Upptökurnar hófust í október eftir 18 mánaða tón- leikaferð. Við erum náttúrlega svo kolruglaðir að það kom ekkert annað til greina en að demba sér strax út í gerð næstu plötu eftir slíka törn. Það lá nærri að við hefðum hlaupið beint út af sviði síðustu hljómleikanna og inn í hljóðver. Algjör klikkun“ Sólartónar? - En hvers vegna Los Angeles? „Undirbúningsvinnan fór fram í Lundúnum en það var alltaf á tæru að við myndum taka plötuna upp hér af þeirri einföldu ástæðu að Ocean Way er allra besta hljóðver sem ég hef nokkurn tímann unnið í. Það hljómar allt ótrúlega sem hér er tekið upp enda var þetta heimili meistara á borð við Nat King Cole og Sinatra.“ Healy þvertekur hinvegar fyrir að þeir hafi viljað taka upp í Bandaríkj- unum til að finna „bandarískari“ hljóm og eiga þannig meiri séns á að heilla Kanann. „Upptökustjórinn okkar Nigel Godrich vann Mutations með Beck í þessu hljóðveri og féll al- gjörlega fyrir því. Síðan er náttúrlega ekki hægt að kvarta undan sólskin- inu,“ segir Healy og hlær. - Heldurðu að sólarsælan hafi haft áhrif á tónlistina á nýju plötunni? „Ég átta mig ekki alveg á því,“ svarar Healy hikandi eins og hann viti ekki alveg hvernig hann á að svara. „Við erum búnir að velta okkur svo mikið uppúr þessari tónlist síð- ustu mánuði að það er orðið erfitt að henda reiður á hvaðan áhrifin koma. Það kallar á meiri fjarlægð. En það hefur samt enginn utanaðkomandi haft orð á því að lögin beri þess greinileg merki að hafa verið hljóð- rituð í sólinni í Los Angeles.“ Healy segir að þeim hafi verið sagt að nýju lögin hljómi miklu betur en allt annað sem þeir hafi gert - að þar sé á ferð Travis, 200 tónleikum síðar. Það hafi líka verið viðbúið að sveitin hljómaði eitthvað öðruvísi eftir slíka törn en hann áréttar að það fari samt aldrei á milli mála að þetta séu Trav- is-lög. „Það er þrotlaust tónleikahald sem á endanum gerir hljómsveit góða,“ segir hann ákveðinni röddu. „Við þurftum að hafa miklu minna fyrir hlutunum að þessu sinni og einfald- leikinn fær áfram að njóta sín til fulls. Nigel er náttúrlega algjör snillingur á því sviðinu. Hann er góðvinur okkar og kann því vel að vinna með okkur.“ Ekkert stress - Þið eigið til að verja ansi löngum stundum í hljóðverinu. „Já, það virkar eins og við séum búnir að eyða heilli eilífð í hana þessa en í raun eru það bara 45 dagar í það heila, á sex mánaða tímabili. Við erum samt aldrei neitt að stressa okkur í hljóðverinu. Það tekur allt sinn tíma.“ - Eru það sem fyrr lagasmíðarnar, melódían, sem þið settuð á oddinn á nýju plötunni? „Ó, já. Algjörlega,“ svarar Healy áður en spurningunni lýkur. „Ég skil ekki tilganginn í öðru.“ - Það hefur sem sagt ekki átt sér stað nein Radiohead-kúvending? „Nei, því fer víðs fjarri,“ segir hann og hlær. - Er hægt að líta á The Invisible Band sem „eðlilegt“ framhald The Man Who? „Tvímælalaust. Þetta er sem fyrr okkar lífræna Travis-tónlist - góður söngur, góðar lagasmíðar, vandaður hljóðfæraleikur og helmikil ást og al- úð,“ segir hann án þess að blikna. - Var erfitt fyrir ykkur að setjast niður og þurfa að einbeita sér að því aðfylgja eftir The Man Who, sem gekk svo vel? „Nei, alls ekki. Ég vinn þannig að ég sem og sem lög þar til eitt fæðist sem mér þykir gott. Þá á einungis eft- ir að hljóðrita það. Einfalt. Ef lögin eru góð þá er ekkert að óttast. Ég er mjög harður við sjálfan mig í þessum efnum og Nigel heldur okkur líka á tánum hvað gæðin varðar. Við förum ekki inn í hljóðver fyrr en við erum tilbúnir að búa til betri plötu en sú síðasta var.“ Bestu lögin eru slys - Finnurðu fyrir pressu þegar þú ert að semja? „Nei, vegna þess að mín reynsla er sú að öll bestu lögin verða til fyrir ein- hverja ótrúlega tilviljun. Gott dæmi um það er fyrsta smáskífan „Sing“. Ég var að horfa á MTV þegar það varð til. Mér datt þá allt í einu í hug að lækka í sjónvarpinu, tók mér gítar í hönd og fór að gutla eitthvað með og raulaði einhverra hluta vegna „swing, swing, swing“ sem breyttist í „sing“ á upptökustiginu því það hljómaði miklu betur. Svona gerist þetta fyrir einskæra slysni. Ég virðist aldrei geta ákveðið að semja lag.“ - Þú talar um að það þurfi að gefa sér tíma í að semja, taka upp og spila á tónleikum. Það má sem sagt ganga út frá því að þú sért ekki einn af þeim sem sér ótrúleg afköst sveita á borð við Bítlana, The Jam og The Smiths í rómantískum ljóma? „Nei, ég lít svo á að ef maður er alltaf hangandi í hljóðveri og dælandi út plötum þá sé enginn tími fyrir spilamennsku. Við getum ekki án hennar verið. Það má samt ekki gleyma því að á fjórum árum erum við búnir að taka upp ein 60 b-hliðarlög fyrir smáskíf- urnar okkar 11. Það tel ég býsna mik- il afköst. Auk þess finnst mér nauðsynlegt að taka reglulega algjört frí frá öllu saman því það er alveg fáránlegt að vera poppstjarna - það er bara ekki eðlilegt líf! Ég er allavega ennþá að venjast því. Ég hef aldrei haft neina löngun til að verða stjarna og reyni fram í lengstu lög að lifa sem eðlileg- ustu lífi, með því t.d. að gifta mig, kaupa hús og gera það upp sjálfur.“ - Er virkilega svona erfitt að lifa eðlilegu lífi? „Já,“ segir Healy ákveðinn. „Það er ekkert eðlilegt við það að vera á tón- leikaferðalagi í 16 mánuði þar sem ég er aldrei einn, allt og allir snúast í kringum rassinn á mér og öll sam- tölin snúast í kringum mig. Þetta er fáránlegasta starf í heimi og getur hæglega ruglað mann varanlega í hausnum.“ - Finnurðu sjálfur fyrir breyting- um á heilastarfseminni? „Algjörlega. Popplífið hefur hrært hressilega í hausnum á mér. Ég vona bara það það hafi verið til hins betra. Mér finnst ég allavega hafa þroskast mikið. Mér finnst ég allavega vera orðinn pabbi minn,“ segir Healy og hlær. Dauðlangar til Íslands - Hvort líkar þér betur, að semja og taka upp eða leika á tónleikum? „Tvímælalaust semja og taka upp því það get ég gert heima hjá mér. Ég er heimakær náungi en þó aldrei með heimþrá. Skrítið.“ - Hafið þið aldrei pælt í að koma til Íslands í því skyni að halda tónleika? „Hvort við höfum,“ svarar hann ákafur. „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland en aldrei gefið mér tíma. En ég get lofað þér því að það gerist áður en langt um líður.“ Healy fannst frábært að heyra að The Man Who hafi loksins náð toppi sölulistans á Íslandi snemma í mars á þessu ári, næstum einu og hálfu ári eftir að hún kom út. Þannig var þetta í raun einnig í heimalandinu - menn voru seinir að taka við sér. Getur hann skýrt hvers vegna? „Nei, í raun- inni ekki. Ein skýringin er náttúrlega sú að pressan jarðaði plötuna bók- staflega þegar hún kom út. Q gaf henni t.a.m. bara 2 stjörnur af 5. Það fauk verulega í mig yfir því vegna þess að okkur fannst við hafa gefið út góða og heiðarlega plötu. Gagnrýn- endur eiga að meta slíkt við mann. Það yndislega við þetta allt saman er að almenningur lét neikvæðu um- mælin ekki hafa áhrif á sig og dæmdi fyrir sig sjálfur. Ég vissi alltaf innst inn að þetta væri góð plata. En ég geri mér alveg grein fyrir að það er mjög erfitt að vera gagnrýnandi.“ Saknar gítarsins - Hvert finnst þér besta lag sem þú hefur samið? Healy hugsar sig um stutta stund, andvarpar og svarar: „Það er trúlega lag á nýju plötunni sem heitir „Dear Diary“. Það fjallar um hvers vegna ég hef haldið dagbók síðan ég var 12 ára og er eitthvað á þessa leið (og Healy byrjar að raula brothættri en dún- mjúkri röddu: „Dear diary. What is wrong with me. Because I’m fine bet- ween the lines.“ „Maður kveinkar sér mikið í dagbókum þannig að það verður að lesa á milli línanna til þess að fá sanna mynd af manni. Lagið er ástarjátning til dagbókarinnar, þakk- arvottur til hennar fyrir hafa hlustað í gegnum árin. Ég kann líka vel „The Cage“. Svo átt þú náttúrlega eftir að heyra þessi lög og hugsa með þér: „Hvað var maðurinn að segja, þetta eru ömurleg lög“.“ Healy flissar yfir þessum vangaveltum sínum. - Hver er eftirlætis platan þín? „Vá, ég verð nú að viðurkenna að eins ótrúlega og það kann að hljóma þá hlusta ég ekki mikið á tónlist,“ seg- ir Healy hálf skömmustulega. „Ætli uppáhaldsplatan mín sé þó ekki Blue með Joni Mitchell. Svo hef ég verið að hlusta mikið á Boards of Canada, Bob Dylan. Ég er með eitt af hans lögum á heilanum, „You’re a Big Girl Now“. - Þið virðist vera svolítið uppteknir af tónlist frá því í kringum 1970. Hvernig stendur á því? „Ætli það sé ekki bara út af því að gítarinn er svo lítið notaður í dag og þessi yndislega tilfinning sem fer um mann þegar maður heyrir alvöru lif- andi tónlistarflutning alls ekki á hverju strái.“ Lofar að koma - Hvaða listamann vildurðu sjá taka eitthvert af lögum ykkar? „Vá, þessi er erfið. Það væri draumur að heyra Joni Mitchell taka eitthvað. Ef Eva Cassidy væri á lífi þá vildi ég einnig heyra hana syngja eitt- hvert laga okkar. Hún hafði ótrúlega rödd. Þú verður að ná þér í eitthvað á Netinu með henni.“ - Nú, notar þú Netið til þess að ná í tónlist? „Já, ég er alltaf að því maður. Það er frábært. Um að gera að nota þá leið til þess að kynna sér tónlist áður en maður kaupir hana. Ástæðan fyrir því að plötufyrirtækin eru að fara yfir um af áhyggjum út af þessu er sú að það er erfiðara fyrir þá að blása upp tónlist sem er algjört drasl. Þeir eru hræddir við að fólk geti heyrt tónlist- ina áður en það ákveður að kaupa hana. Það er aftur á móti verra þegar verið er að dæla á Netið ókláraðri tónlist.“ Að því stöddu tilkynni ég Healy að hann geti nú snúið sér aftur að hljóð- versvinnunni en minni hann að lokum á að vegalengdin milli Íslands og Skotlands er glettilega lítil: „Ég veit það. Þetta er ferlegt. Þú getur tekið loforð af mér að við munum koma og spila fyrir ykkur þegar við byrjum að fylgja plötunni eftir.“ Fáránlegasta starf í heimi Drengirnir í Travis þurftu ekki að hafa miklar áhyggjur af úrkomu á meðan þeir hljóðrituðu nýju plötuna, The Invisible Band. Skarp- héðinn Guðmundsson náði tali af söngvaranum með gula kambinn, Fran Healy, kvöldið sem upptökum lauk í sólríkri borg englanna. Ljósmynd/Steve Read Fran Healy er 27 ára gamall forsprakki og lagasmiður Travis. Ný plata með skosku hljómsveitinni Travis kemur út á mánudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.