Morgunblaðið - 09.06.2001, Síða 68
68 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT OG BETRA
Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
www.sambioin.is
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Vit nr. 236.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.. Vit nr. 235. B.i. 12 ára
Sá snjalli er
bxunalaus!
Risaeðlurnar
Sýnd kl. 2. Ísl. tal.Vit nr. 169
Fyrsti sumarsmellur á
Íslandi.
Búið ykkur undir
tvöfaldan skammt af
spennu, gríni og hasar.
Myndin er hlaðin
frábærum og ótrúlegum
tæknibrellum. LEYFÐ
ÖLLUM ALDURSHÓPUM.
strik.isKVIKMYNDIR.is
1/2
Hugleikur
29 þúsund áhorfendur
Sýnd kl. 1.30, 4, 5.30, 8 og
10.30. . Vit nr. 234
Sýnd kl. 10. B. i. 16. Vit nr 238.
Undrahundurinn
SPOT slær í
gegn í frábærri
grínmynd í anda
Big Daddy
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. Vit nr. 240.
Nýi Stíllinn Keisarans
Sýnd kl. 2 og 3.45.
Vit nr. 213
Sweet november
Sýnd kl. 8. Vit nr. 233
POKEMON 3
Sýnd kl. 2, 4. Ísl tal. Vit nr. 231
Miss Congeniality
Sýnd kl. 4. Vit nr. 207
Exit wonds
Sýnd kl. 10.15. B.i. 16 ára.
Vit nr. 223
7 desember 1941, skyndiárás sem
breytti lífum þeirra að eilífu.
Frumsýnum stórmynd ársins
B E N A F F L E C K
HÁSKÓLABÍÓ
þar sem allir salir eru stórir
Hagatorgi sími 530 1919
Sýnd kl. 10.30.
Hausverk.is
Mbl
Sýnd kl. 5.45.
Sýnd kl. 8
Sá snjalli er
buxnalaus!
Undrahund-
urinn SPOT
slær í gegn
í frábærri
grínmynd í
anda Big
Daddy
Loksins alvöru tryllir sem fær hárin til að
rísa. Með hinum magnaða Morgan Freeman
(Kiss the Girls, Seven). Hér er komið sjálf-
stætt framhald myndarinnar Kiss the Girls.
Rafmögnuð spenna frá byrjun til enda. Hefur
verið líkt við Seven og Double Jeopardy. Aðrir
leikarar: Monica Potter (Con Air, Patch Ad-
ams) og Michael Wincott (Romeo Is Bleeding,
Alien: Resurrection).
Leikstjóri: Lee Tamahori (The Sopranos, Once
Were Warriors).
Svikavefur
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.45.
og galdrakerlingin
Sýnd kl. 2 og 4.
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16.
Sýnd kl. 2, 4.30, 8 og 11.20. B. i. 12.
29 þúsund áhorfendur
strik.is
1/2
Hugleikur
KVIKMYNDIR.is
Sýnd kl. 8 og 10.30 B. i. 14
7 desember 1941, skyndiárás sem
breytti lífum þeirra að eilífu.
Frumsýnum stórmynd ársins
B E N A F F L E C K
kirikou
og galdrakerlingin
ELECTRONIC Arts gáfu nýlega út
nýjasta leikinn úr smiðju snillings-
ins Peter Molyneux úr Lionhead
Studios, en Molyneux er maðurinn á
bak við leikina Dungeon Keeper og
Populous, svo eitthvað sé nefnt.
Leikurinn ber heitið Black & White
og er stjórnunarleikur í þriðju per-
sónu. Leikurinn þarfnast minnst 350
MHz tölvu með 64 MB minni og 600
MB hörðum disk.
Í Black & White taka leikendur
sér hlutverk guðs, sem er að byrja í
faginu. Honum til hjálpar er sam-
viska hans, sem birtist í formi púka
og engils, en það er undir hverjum
og einum komið á hvorn hann hlust-
ar, því bæði illir og góðir guðir hafa
jafn mikla möguleika á að vinna
leikinn. Séu leikendur ávallt fólki
sínu innan handar njóta þeir óbland-
innar virðingar, en stjórni þeir með
harðri hendi njóta þeir óttabland-
innar virðingar.
Eftir að leikurinn kemst almenni-
lega í gang verður saga hans ljós.
Illi guðinn Nemezis stjórnar meiri-
hlutan heimsins og leikendur verða
að taka höndum saman við aðra
guði og auka kraft sinn þar til þeir
geta tekist á við Nemezis. Þar sem
kraftur hvers guðs er háður fjölda
tilbiðjenda hans er aðalverkefni
allra borða að fjölga ættbálkunum
litlu.
Kraftur hvers guðs mælist í getu
hans til að gera kraftaverk. Krafta-
verkin draga orku sína frá fjölda til-
biðjenda og séu þeir nægilega
margir geta leikendur galdrað upp
timbur til smíða, mat, rigningu,
skóga og margt fleira. Ekki eru öll
kraftaverk þó til góðs og sé fólk í
þannig stuði getur það látið eld-
ingum og eldi rigna yfir fólk sitt og
annarra.
Þetta er þó ekki það eina sem
góðir/illir guðir þurfa að hafa
áhyggjur af. Í byrjun leiksins þurfa
leikendur að velja milli þriggja
skepna: belju, tígrisdýrs og apa, sem
verða holdgervingar máttar þeirra
á jörðu niðri. Hver guð á sína
skepnu og oft þurfa þær að berjast
fyrir lífi sínu.
Skepnur þessar eru skyni gæddar
og læra af gjörðum hvers guðs.
Leikendur verðlauna þær fyrir góða
hegðun en refsa þeim fyrir slæma
þar til þær læra. Skepnurnar verða
gríðarstórar og hafa vald á ýmsum
kröftum sem þær virkja til góðs eða
ills.
Sem dæmi um þetta má nefna al-
mennt hreinlæti. Sé skepnunum
ekki snemma kennt, hvar þær eiga
að skíta þá læra þær það líklegast
aldrei og skíta bara út um allt, ætt-
bálkum til lítillar gleði. Sé þeim
hinsvegar kennt vel, geta þær ann-
aðhvort skelft þorpsbúa og fengið
þá til að trúa á leikandann eða hjálp-
að þeim við ýmis verkefni og unnið
trú þeirra þannig. Auk nauðsyn-
legra verkefna eins og að sigra aðra
guði og tilbiðjendur geta leikendur
einnig sinnt ýmsum verkefnum fyrir
fólk eða aðra guði. Verkefnin eru af
ýmsum toga og hægt að leysa á mis-
munandi vegu. Biðji bóndi leikand-
ann um að bjarga rollunum sínum,
sem hlupu í burtu, getur hann ann-
aðhvort fundið rollurnar og kastað
þeim út á sjó og brennt hús bóndans
og bóndann með eða fundið þær og
skilað þeim og grætt einnota krafta-
verk eða annað smálegt.
Black & White er öflugasti og
stærsti stjórnunarleikur sem komið
hefur út, en þrátt fyrir stærð hans
er furðulega auðvelt að læra á hann.
Líklega hefur það mannsbarn ekki
fæðst, sem ekki gæti fundið eitthvað
skemmtilegt að bardúsa við í þess-
um leik og óhætt að útnefna hann
hér með merkilegasta leik sem kom-
ið hefur út á þessu ári.
Merkilegasti leikur ársins
Ingvi M. Árnason
skrifar um tölvuleik-
inn Black & White
Black and White er litskrúðugur leikur.
Grafík: Aftan á umbúðunum
stendur að leikurinn þarfn-
ist minnst 350 MHz tölvu en
líklega hefðu fáir gaman af
því að spila hann á slíkri vél.
Á 600 MHz tölvu greinar-
höfundar leit leikurinn ótrú-
lega fallega út, en átti það
til að hægja örlítið á sér
þegar mikið gekk á. Leik-
endur geta fært sjónarhorn-
ið frá þar til mannvirki á
jörðu niðri eru of smá til að
þau sjáist og svo beint aftur
niður að andlitum einstakra
manna, með mjög tilkomu-
miklum hætti.
Hljóð: Tónlist leiksins hljóm-
ar í bakgrunni þar sem hún
á að vera. Greinarhöfundur
tók sjaldan eftir henni en
hún breytist víst eftir and-
rúmsloftinu í ættbálkunum.
Raddleikur er virkilega
skemmtilegur og vel gerður.
Stjórn: Upprunalegt stjórn-
skipulag leiksins er einfalt
en ekki mjög skilvirkt. Mús-
in er til þess að draga sjón-
arhorn að eða frá, líta til
hliðar, taka upp fólk, byggja
byggingar og mun fleira.
Lyklaborðið er í raun ekki
notað mikið nema flýtilyklar
leiksins séu lagðir á minnið
en þó er auðvitað hægt að
breyta öllu eftir smekk
hvers og eins.
Ending: Black & White mun
endast þar til fólk fær leið á
því að kasta kindum og öðr-
um húsdýrum út á sjó, láta
belju/apa/tígrisdýr borða
litla kalla, kasta eldi og eld-
ingum og búa til rigningu;
með öðrum orðum: í mörg
ár.
Bruno litli
(Bruno)
G a m a n m y n d
1/2
Leikstjóri: Shirley MacLaine.
Handrit: David Ciminello. Aðal-
hlutverk: Alex Linz, Shirley Mac-
Laine, Joey Lauren Adams, Gary
Sinise. Bandaríkin, 2000. Skífan.
(104 mín.) Öllum leyfð.
Í ÞESSARI fyrstu mynd sem leik-
konan Shirley MacLaine leikstýrir,
segir frá drengnum Bruno, litlu
gáfnaljósi sem er ekki beinlínis vin-
sæll meðal skóla-
systkina sinna. Bruno
er eldklár í ensku,
hefur auðugt ímynd-
unarafl og finnst
gaman að ganga í
kjólum. Og hann er
ekkert hræddur við
að vera hann sjálfur,
jafnvel þótt það
ávinni honum bar-
smíðar í skólanum og fyrirlitningu
föður síns. Brunó litli er kvikmynd
sem kemur á óvart. Hún gengur
a.m.k. tveimur skrefum lengra en
flestar myndir af þessu tagi í því að
draga upp mynd af ömurlegu lífi að-
alsöguhetjunnar og fjölskyldu hans.
Höft og kúgun samfélagsins gagn-
vart frjálsri tjáningu einstaklingsins
er vel framsett í kaþólska skólanum
sem Bruno gengur í og óvægnum
kjaftagangi íbúa bæjarins. Faðir
Brunos er sömuleiðis sterk persóna
og vegur samband hans við móður
sína þungt í heildarmerkingu mynd-
arinnar. Hreinskilinn og dálítið kvik-
indislegur húmor myndarinnar gerir
hana síðan bráðskemmtilega og
þungvæga í senn.
Heiða Jóhannsdótt ir
MYNDBÖND
Að vera
öðruvísi