Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.2001, Blaðsíða 11
Á annað hundrað nemenda stunda fjarnám á háskólastigi á Austur- landi. Kennaraháskóli Íslands, Há- skólinn á Akureyri, Hólaskóli og Háskóli Íslands bjóða fjölbreytt námsval en að mati Emils Björns- sonar, framkvæmdastjóra fræðslu- nets Austurlands, hefur það mikla þýðingu fyrir byggðamál á svæðinu að slíkt nám sé fyrir hendi. „Að öðr- um kosti flytti margt af því fólki sem nú stundar háskólanám á Aust- urlandi brott af svæðinu til að verða sér úti um menntun,“ segir Emil. „Markmiðið er að auka möguleik- ana á háskólanámi á svæðinu en nú stendur til að bjóða upp á nám í tölvufræðum hjá Háskólanum í Reykjavík og nám frá Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri.“ Framhaldsskólarnir í samstarfi Meðal nýmæla á sviði framhalds- náms á Austurlandi er nám á fjöl- miðla- og upplýsingabraut og er það samstarfsverkefni framhalds- skólanna þriggja á svæðinu, Verk- menntaskóla Austurlands, Fram- haldsskólans í Austur-Skaftafells- sýslu og Menntaskólans á Egilsstöð- um. Eyjólfur Guðmundsson, skóla- meistari Framhaldsskólans í Austur- Skaftafellssýslu, segir framhalds- skólana á Austurlandi hafa allar klær úti við að auka á margbreyti- leika náms fyrir íbúa svæðisins. „Fjarkennslutæknin kemur okkur að góðum notum og fer vel á því að hún sé notuð við kennslu í upplýs- inga- og fjölmiðlafræðum,“ segir Eyjólfur. Námið lýtur að öllum þáttum miðlunar, allt frá prentiðn yfir vef- og ljósvakamiðlun. Verk- efnið er unnið í samstarfi við fjögur fyrirtæki af svæðinu, Svæðisútvarp Austurlands, Skjávarp, Héraðsprent og Tölvusmiðjuna. Það er mikið um að vera hjá Ingi- mundi Ingimarssyni og hans fólki sem nú vinnur myrkranna á milli, á bjartasta tíma ársins, við undirbún- ing Landsmóts UMFÍ. „Um þessar mundir starfa hér rétt um hundrað starfsmenn sem leggja sig alla fram um að mótið verði hið glæsilegasta,“ segir Ingi- mundur og bætir við að starfsfólk- inu fjölgi með hverjum deginum. Mest verða hér um 500 manns á mótinu sjálfu, 12. til 15. júlí við vaktastörf og fleira. „Mótið verður því væntanlega fjölmennasti vinnu- staðurinn á Austurlandi þessa helgi!“ Þótt þungamiðja mótsins sé á Egilsstöðum er keppt víðar, í Hall- ormsstað og Fellabæ, á Seyðisfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Neskaupstað og Fáskrúðsfirði. Gera má ráð fyrir lífi og fjöri á þessum stöðum alla helgina. Fjörugt tjaldbúðarlíf hefur ein- kennt Landsmótin til þessa og Ingi- mar segir enga breytingu verða á því í ár. „Vonir standa til að kepp- endur verði um 2000 og þeir verða flestir í tjöldum, nema einstaka af- reksmaður sem leyfir sér þann munað að sofa í rúmi nóttina fyrir keppni. Keppendurnir verða í sér tjaldbúðum. Gestir, starfsmenn og aðstandendur sem gætu orðið um 10.000 til 12.000 talsins verða í sér tjaldbúðum. Annars má ætla að tjaldað verði á hverjum bletti.“ Ekki er nokkur vafi á því að nafli alheimsins verður á Austurlandi um landsmótshelgina. Ingimundur full- yrðir að íþróttamannvirkin sem boðið verður uppá finnist varla betri og aðstaða fyrir áhorfendur sé prýðileg. „Það eina sem ég kvíði fyr- ir er að við ráðum ekki við alla áhorfendurna sem vilja fylgjast með keppninni í pönnukökubakstri, en við erum að vinna í því máli núna!“ Nánari upplýsingar eru á www.landsmot2001.is. www.east.is: Alsherjar upp- lýsingavefur Af þeim erlendu ferðamönnum sem komu til landsins á síðasta ári, leituðu 34% upplýsinga um Ísland á vefnum. En til þess að ná árangri í markaðssetningu á netinu er engan vegin nóg að setja upp síðu, hana þarf að uppfæra reglulega þannig að upplýsingar séu ávallt réttar og aðgengilegar. Það hefur aðstandend- um www.east.is sannarlega tekist enda vefurinn stútfullur af upplýs- ingum sem nýtast öllum sem annað tveggja eru að skipuleggja ferðalög um fjórðunginn, eða eru á ferðalagi og þurfa á þjónustu að halda. Ferðamálasamtök Austurlands, samtök sveitarfélaga á Austurlandi og Þróunarfélag Austurlands standa í sameiningu að vefnum, en dagleg umsýsla hans heyrir undir ferða- málasamtökin. Ásmundur Gíslason, formaður ferðamálasamtakanna, segir að heimsóknum inn á vefinn hafi fjölgað mjög mikið á síðustu mánuðum en nú er svo komið að heimsóknirnar eru um 200 á degi hverjum. Vefurinn er aðgengilegur og spannar allt svæðið frá Bakkafirði og suður í Skaftafell. Og þá er bara að setjast við tölvuna og skoða vef- inn www.east.is. Viðamikið starf hefur staðið yfir að undanförnu til að undirbúa aust- firskt atvinnulíf fyrir álvers- og virkjanaframkvæmdir. Það eru Sam- band sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi, Þróunarstofa Austur- lands og STAR verkefnisstjórn sem standa þar að baki. ,,Markmiðið er að greina afl austfirskra fyrirtækja til að takast á við verkefnið og hugsanlegar leiðir til að nýta sókn- arfæri sem gefast,“ segir Elín Sigríð- ur Einarsdóttir, rekstrarfræðingur hjá Hönnun hf., en hún hefur yfir- umsjón með verkefninu. ,,Fimm faghópar voru myndaðir í kjölfar málþingsins „Nýir tímar í Austfirsku atvinnulífi“. Vinnan hófst á að farið var í gegnum svokallaða SVOT-greiningu og velt upp hugsanlegum aðgerðum. Í þessum vinnuhópum hafa komið fram margar hugmyndir að þróun atvinnulífs á Austurlandi og er okkur umhugað um að framboð þjónustu á svæðinu raskist ekki vegna framkvæmdanna. Einnig er verið að kanna möguleika á víð- tæku samstarfi og í sumum tilfell- um sameiningu fyrirtækja.“ Stefnt er að því að mynda gagna- grunn með upplýsingum um aust- firsk fyrirtæki, sem áhuga hafa á að selja vörur og þjónustu tengda framkvæmdunum. Þar verða einnig aðgengilegar greinagóðar upplýsing- ar um þjónustu í fjórðungnum og mun þeim upplýsingum verða kom- ið á framfæri við framkvæmdaaðila. Landsmót Ungmennafélaganna: 12.000 manna íþróttahátíð 12. til 15. júlí augl‡sing 4. tbl. 1. árg. 2001 Austurland á nýrri öld www.athygli.is Á döfinni... 23. júní – Borgarfjörður Ferðamálahópur Borgarfjarðar: Andvökunætur - Jónsmessuferð upp í Hafnarfjall (létt 3-4 tíma gönguferð). Varðeldur og söngur að lokinni ferð og þar á eftir veit- ingar í Fjarðarborg. Lagt af stað kl. 22.30 frá Höfn. 23. júní – Höfn Fjölskylduferð út í óvissuna. Norðfjörður Ferðafélag Fjarðamanna: Jóns- messuferð að Hólatjörnum í Fannardal. Lagt af stað frá Naumamel kl. 20.00. Fararstjóri Ína D. Gísladóttir. 30. júní – Hérað – Vopnafjörður Ferðafélag Fljótsdalshéraðs: Dags- ferð í Fagradal í Vopnafirði. Farið í rútu út á Hellisheiði og gengið þaðan í Fagradal. Loks verður siglt til Vopnafjarðar þar sem rút- an sækir hópinn. 27. júní – Seyðisfjörður Bláa kirkjan kl. 20.30. Ásdís Valdimarsdóttir, víóla (lagfiðla), og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. 30. júní – Seyðisfjörður Menningardagur barna – Karlinn í tunglinu. Trúðurinn Skralli verður á svæðinu og listasmiðja barna verður sett upp í Herðubreið. Júlí – Hallormsstaðaskógur Alla sunnudaga í júli verða gönguferðir með leiðsögn um Hallormsstaðarskóg. Að jafnaði verður lagt af stað frá Trjásafninu kl 14.00. Nánar auglýst síðar. 3. júlí-15. júlí Skriðuklaustur Héraði Ljósmyndasýning kanadíska ljós- myndarans Arna Haraldssonar í Gallerí Klaustri. 4. júlí – Seyðisfjörður Bláa kirkjan kl. 20.30. Stormur- inn, harmonikkuhópur frá Reykjavík og nágrenni, harmon- ikkuball á eftir í Skaftafelli. Nánari upplýsingar: Markaðsráð Suðausturlands, sími 478 1500 og Markaðsstofa Austurlands, sími 471 2320, www.east.is. Íþróttavöllurinn á Egilsstöðum. Uppbygging í menntamálum Framþróun í austfirsku atvinnulífi Menntaskólinn á Egilsstöðum Jónas Hallgrímsson, framkvæmda- stjóri Austfars ehf., umboðsaðila Smiril-line á Íslandi, fékk á dögun- um hvatningarverðlaun Þróunarfé- lags Austurlands. Sjálfum fannst honum skrýtið að fá verðlaun fyrir að vinna vinnuna sína en bætti við að verðlaunin fengi hann fyrir að hafa þrjóskast í þessum rekstri síð- ustu árin. Jónas segir Norrænu vera afar mikla lyftistöng fyrir samfélagið eystra, „þá er ég ekki eingöngu að tala um þá uppbyggingu sem hefur orðið hér, heldur ferðaþjónustuna á öllu Austurlandi, já og alveg suður um til Reykjavíkur.“ Á hverju ári ferðast 15 til 17 þúsund manns með Norrænu og hlutfall Íslendinga er alltaf að aukast. Í ár verður það um 25% sem er eitthvað það mesta sem orð- ið hefur. „Fólk hefur nefnilega áttað sig á því að ferð með Norrænu er líka ferðalag um Ísland. Fólk af höf- uðborgarsvæðinu ekur austur, siglir síðan í 2 sólarhringa til Danmerkur, slappar vel af á leiðinni og byrjar utanlandsferðina úthvílt. Á heim- leiðinni er síðan kjörið að keyra norður og slá þar með tvær flugur í einu höggi, fara hringinn og til út- landa um leið!“ Sigling með Norrænu: Afslappandi og þægilegt frí Íslendingar ferðast í auknum mæli með Norrænu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.