Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 11

Morgunblaðið - 22.06.2001, Síða 11
Á annað hundrað nemenda stunda fjarnám á háskólastigi á Austur- landi. Kennaraháskóli Íslands, Há- skólinn á Akureyri, Hólaskóli og Háskóli Íslands bjóða fjölbreytt námsval en að mati Emils Björns- sonar, framkvæmdastjóra fræðslu- nets Austurlands, hefur það mikla þýðingu fyrir byggðamál á svæðinu að slíkt nám sé fyrir hendi. „Að öðr- um kosti flytti margt af því fólki sem nú stundar háskólanám á Aust- urlandi brott af svæðinu til að verða sér úti um menntun,“ segir Emil. „Markmiðið er að auka möguleik- ana á háskólanámi á svæðinu en nú stendur til að bjóða upp á nám í tölvufræðum hjá Háskólanum í Reykjavík og nám frá Landbúnaðar- háskólanum á Hvanneyri.“ Framhaldsskólarnir í samstarfi Meðal nýmæla á sviði framhalds- náms á Austurlandi er nám á fjöl- miðla- og upplýsingabraut og er það samstarfsverkefni framhalds- skólanna þriggja á svæðinu, Verk- menntaskóla Austurlands, Fram- haldsskólans í Austur-Skaftafells- sýslu og Menntaskólans á Egilsstöð- um. Eyjólfur Guðmundsson, skóla- meistari Framhaldsskólans í Austur- Skaftafellssýslu, segir framhalds- skólana á Austurlandi hafa allar klær úti við að auka á margbreyti- leika náms fyrir íbúa svæðisins. „Fjarkennslutæknin kemur okkur að góðum notum og fer vel á því að hún sé notuð við kennslu í upplýs- inga- og fjölmiðlafræðum,“ segir Eyjólfur. Námið lýtur að öllum þáttum miðlunar, allt frá prentiðn yfir vef- og ljósvakamiðlun. Verk- efnið er unnið í samstarfi við fjögur fyrirtæki af svæðinu, Svæðisútvarp Austurlands, Skjávarp, Héraðsprent og Tölvusmiðjuna. Það er mikið um að vera hjá Ingi- mundi Ingimarssyni og hans fólki sem nú vinnur myrkranna á milli, á bjartasta tíma ársins, við undirbún- ing Landsmóts UMFÍ. „Um þessar mundir starfa hér rétt um hundrað starfsmenn sem leggja sig alla fram um að mótið verði hið glæsilegasta,“ segir Ingi- mundur og bætir við að starfsfólk- inu fjölgi með hverjum deginum. Mest verða hér um 500 manns á mótinu sjálfu, 12. til 15. júlí við vaktastörf og fleira. „Mótið verður því væntanlega fjölmennasti vinnu- staðurinn á Austurlandi þessa helgi!“ Þótt þungamiðja mótsins sé á Egilsstöðum er keppt víðar, í Hall- ormsstað og Fellabæ, á Seyðisfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Neskaupstað og Fáskrúðsfirði. Gera má ráð fyrir lífi og fjöri á þessum stöðum alla helgina. Fjörugt tjaldbúðarlíf hefur ein- kennt Landsmótin til þessa og Ingi- mar segir enga breytingu verða á því í ár. „Vonir standa til að kepp- endur verði um 2000 og þeir verða flestir í tjöldum, nema einstaka af- reksmaður sem leyfir sér þann munað að sofa í rúmi nóttina fyrir keppni. Keppendurnir verða í sér tjaldbúðum. Gestir, starfsmenn og aðstandendur sem gætu orðið um 10.000 til 12.000 talsins verða í sér tjaldbúðum. Annars má ætla að tjaldað verði á hverjum bletti.“ Ekki er nokkur vafi á því að nafli alheimsins verður á Austurlandi um landsmótshelgina. Ingimundur full- yrðir að íþróttamannvirkin sem boðið verður uppá finnist varla betri og aðstaða fyrir áhorfendur sé prýðileg. „Það eina sem ég kvíði fyr- ir er að við ráðum ekki við alla áhorfendurna sem vilja fylgjast með keppninni í pönnukökubakstri, en við erum að vinna í því máli núna!“ Nánari upplýsingar eru á www.landsmot2001.is. www.east.is: Alsherjar upp- lýsingavefur Af þeim erlendu ferðamönnum sem komu til landsins á síðasta ári, leituðu 34% upplýsinga um Ísland á vefnum. En til þess að ná árangri í markaðssetningu á netinu er engan vegin nóg að setja upp síðu, hana þarf að uppfæra reglulega þannig að upplýsingar séu ávallt réttar og aðgengilegar. Það hefur aðstandend- um www.east.is sannarlega tekist enda vefurinn stútfullur af upplýs- ingum sem nýtast öllum sem annað tveggja eru að skipuleggja ferðalög um fjórðunginn, eða eru á ferðalagi og þurfa á þjónustu að halda. Ferðamálasamtök Austurlands, samtök sveitarfélaga á Austurlandi og Þróunarfélag Austurlands standa í sameiningu að vefnum, en dagleg umsýsla hans heyrir undir ferða- málasamtökin. Ásmundur Gíslason, formaður ferðamálasamtakanna, segir að heimsóknum inn á vefinn hafi fjölgað mjög mikið á síðustu mánuðum en nú er svo komið að heimsóknirnar eru um 200 á degi hverjum. Vefurinn er aðgengilegur og spannar allt svæðið frá Bakkafirði og suður í Skaftafell. Og þá er bara að setjast við tölvuna og skoða vef- inn www.east.is. Viðamikið starf hefur staðið yfir að undanförnu til að undirbúa aust- firskt atvinnulíf fyrir álvers- og virkjanaframkvæmdir. Það eru Sam- band sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi, Þróunarstofa Austur- lands og STAR verkefnisstjórn sem standa þar að baki. ,,Markmiðið er að greina afl austfirskra fyrirtækja til að takast á við verkefnið og hugsanlegar leiðir til að nýta sókn- arfæri sem gefast,“ segir Elín Sigríð- ur Einarsdóttir, rekstrarfræðingur hjá Hönnun hf., en hún hefur yfir- umsjón með verkefninu. ,,Fimm faghópar voru myndaðir í kjölfar málþingsins „Nýir tímar í Austfirsku atvinnulífi“. Vinnan hófst á að farið var í gegnum svokallaða SVOT-greiningu og velt upp hugsanlegum aðgerðum. Í þessum vinnuhópum hafa komið fram margar hugmyndir að þróun atvinnulífs á Austurlandi og er okkur umhugað um að framboð þjónustu á svæðinu raskist ekki vegna framkvæmdanna. Einnig er verið að kanna möguleika á víð- tæku samstarfi og í sumum tilfell- um sameiningu fyrirtækja.“ Stefnt er að því að mynda gagna- grunn með upplýsingum um aust- firsk fyrirtæki, sem áhuga hafa á að selja vörur og þjónustu tengda framkvæmdunum. Þar verða einnig aðgengilegar greinagóðar upplýsing- ar um þjónustu í fjórðungnum og mun þeim upplýsingum verða kom- ið á framfæri við framkvæmdaaðila. Landsmót Ungmennafélaganna: 12.000 manna íþróttahátíð 12. til 15. júlí augl‡sing 4. tbl. 1. árg. 2001 Austurland á nýrri öld www.athygli.is Á döfinni... 23. júní – Borgarfjörður Ferðamálahópur Borgarfjarðar: Andvökunætur - Jónsmessuferð upp í Hafnarfjall (létt 3-4 tíma gönguferð). Varðeldur og söngur að lokinni ferð og þar á eftir veit- ingar í Fjarðarborg. Lagt af stað kl. 22.30 frá Höfn. 23. júní – Höfn Fjölskylduferð út í óvissuna. Norðfjörður Ferðafélag Fjarðamanna: Jóns- messuferð að Hólatjörnum í Fannardal. Lagt af stað frá Naumamel kl. 20.00. Fararstjóri Ína D. Gísladóttir. 30. júní – Hérað – Vopnafjörður Ferðafélag Fljótsdalshéraðs: Dags- ferð í Fagradal í Vopnafirði. Farið í rútu út á Hellisheiði og gengið þaðan í Fagradal. Loks verður siglt til Vopnafjarðar þar sem rút- an sækir hópinn. 27. júní – Seyðisfjörður Bláa kirkjan kl. 20.30. Ásdís Valdimarsdóttir, víóla (lagfiðla), og Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. 30. júní – Seyðisfjörður Menningardagur barna – Karlinn í tunglinu. Trúðurinn Skralli verður á svæðinu og listasmiðja barna verður sett upp í Herðubreið. Júlí – Hallormsstaðaskógur Alla sunnudaga í júli verða gönguferðir með leiðsögn um Hallormsstaðarskóg. Að jafnaði verður lagt af stað frá Trjásafninu kl 14.00. Nánar auglýst síðar. 3. júlí-15. júlí Skriðuklaustur Héraði Ljósmyndasýning kanadíska ljós- myndarans Arna Haraldssonar í Gallerí Klaustri. 4. júlí – Seyðisfjörður Bláa kirkjan kl. 20.30. Stormur- inn, harmonikkuhópur frá Reykjavík og nágrenni, harmon- ikkuball á eftir í Skaftafelli. Nánari upplýsingar: Markaðsráð Suðausturlands, sími 478 1500 og Markaðsstofa Austurlands, sími 471 2320, www.east.is. Íþróttavöllurinn á Egilsstöðum. Uppbygging í menntamálum Framþróun í austfirsku atvinnulífi Menntaskólinn á Egilsstöðum Jónas Hallgrímsson, framkvæmda- stjóri Austfars ehf., umboðsaðila Smiril-line á Íslandi, fékk á dögun- um hvatningarverðlaun Þróunarfé- lags Austurlands. Sjálfum fannst honum skrýtið að fá verðlaun fyrir að vinna vinnuna sína en bætti við að verðlaunin fengi hann fyrir að hafa þrjóskast í þessum rekstri síð- ustu árin. Jónas segir Norrænu vera afar mikla lyftistöng fyrir samfélagið eystra, „þá er ég ekki eingöngu að tala um þá uppbyggingu sem hefur orðið hér, heldur ferðaþjónustuna á öllu Austurlandi, já og alveg suður um til Reykjavíkur.“ Á hverju ári ferðast 15 til 17 þúsund manns með Norrænu og hlutfall Íslendinga er alltaf að aukast. Í ár verður það um 25% sem er eitthvað það mesta sem orð- ið hefur. „Fólk hefur nefnilega áttað sig á því að ferð með Norrænu er líka ferðalag um Ísland. Fólk af höf- uðborgarsvæðinu ekur austur, siglir síðan í 2 sólarhringa til Danmerkur, slappar vel af á leiðinni og byrjar utanlandsferðina úthvílt. Á heim- leiðinni er síðan kjörið að keyra norður og slá þar með tvær flugur í einu höggi, fara hringinn og til út- landa um leið!“ Sigling með Norrænu: Afslappandi og þægilegt frí Íslendingar ferðast í auknum mæli með Norrænu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.