Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 1
TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 5. JÚLÍ 2001 LEIÐTOGAR stærstu stjórnmála- flokka slavneskra og albanskra íbúa Makedóníu hafa fallizt á að hafnar verði sérfræðingaviðræður um end- urskoðun stjórnarskrár landsins í því skyni að reyna að skjóta stoðum undir friðaráætlun Borís Trajkovsk- ís forseta sem miðar að því að binda enda á uppreisn albanskra skæruliða sem staðið hefur í fjóra mánuði og stefnt hefur einingu hins fyrrverandi Júgóslavíulýðveldis í hættu. Trajkovskí tilkynnti um þennan árangur á blaðamannafundi í höfuð- borginni Skopje í gær, að viðstödd- um James Pardew, sérlegum sendi- manni Bandaríkjastjórnar, og Francois Leotard, sendifulltrúa Evrópusambandsins (ESB), en þeir eru báðir í Skopje í þeim erinda- gjörðum að stuðla að lausn á deilu þjóðernishópanna í Makedóníu sem leiddi til þess að landið rambaði á barmi borgarastríðs í síðustu viku. Albanski minnihlutinn í Makedón- íu hefur sótt fast að gerðar verði breytingar á stjórnarskránni í því skyni að styrkja réttindi hans en stjórnarskrárbreytingin er þó aðeins ein af mörgum ráðstöfunum sem í friðaráætlun forsetans er gert ráð fyrir að gripið verði til í þeim tilgangi að byggja upp traust á milli þjóðern- ishópanna og koma á varanlegum stöðugleika í landinu en stjórnmála- leiðtogar vonast til að með fram- kvæmd áætlunarinnar verði hægt að telja albönsku uppreisnarmennina á að leggja niður vopn. Stjórnar- skráin end- urskoðuð BREZKIR þingmenn henda hér stórum plastöndum út í ána Thames af Westminster-brúnni í Lundúnum í gær, með þinghúsið í baksýn, við upphaf „Flotandasund- keppni þingmanna á Thames“, en til þessa árlega viðburðar er efnt í góðgerðarskyni. Sá vinnur keppnina sem kastar þeirri önd sem fyrst fer yfir ákveðna línu á ánni sem mörkuð er út frá þinghúsinu. Þingmenn keppa í flot- andasundi AP Skopje. AP, AFP. Makedónía NEFND ráðherra sem fjalla um ör- yggismál innan ísraelsku ríkisstjórn- arinnar gaf í gær út yfirlýsingu þess efnis að ísraelski herinn mætti nú grípa til harðari aðgerða en áður gegn Palestínumönnum. Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, kallaði öryggisráðið saman til að taka ákvörðun um hvernig bregðast ætti við árásum Palestínumanna fyrr í vikunni en þá létu tveir Ísraelsmenn lífið og tvær bílasprengjur sprungu nálægt Tel Aviv. Sharon endurtók í gær að herinn myndi nú taka harðar á Palestínumönnum en áður og bætti við að hann færi fram á algera ró af hálfu Palestínumanna á hernumdu svæðunum áður en hægt væri að halda friðarumleitunum áfram. Vilja „útrýma“ ófriðarseggjum Nokkrum klukkustundum síðar særðist leiðtogi í Fatah-hreyfingu Yassers Arafats illa í skotárás. Stuttu seinna kom fram á útvarps- stöð ísraelska hersins að skotárásin hefði verið tilraun til að „útrýma mikilvægum manni innan Fatah- hreyfingarinnar“. Tilræðið minnkar enn líkurnar á að vopnahléið, sem samið var um fyrir tilstilli Banda- ríkjamanna, haldi. Eftir því sem ísraelska dagblaðið Yediot Aharanot greindi frá í gær hefur Ísraelsstjórn samið lista yfir 26 „skotmörk“ úr röðum palestínskra uppreisnar- manna, þar á meðal liðsmenn Ha- mas- og Jihad-hreyfinganna. Upplýsingamálaráðherra palest- ínsku sjálfsstjórnarinnar sagði á þriðjudag að það væri engin von til þess að ná friðarsamkomulagi við ríkisstjórn Ariels Sharons. Fjöl- miðlar í Ísrael hafa enn fremur gefið í skyn að missætti sé komið upp á milli Ariels Sharon og Shimonar Pe- res utanríkisráðherra. En hann hef- ur hótað að segja af sér haldi Sharon áfram að grafa undan Arafat, leið- toga palestínsku sjálfsstjórnarinnar. Helmingur Ísraela vill sjá landnemabyggðir rýmdar Fráfarandi sendiherra Bandaríkj- anna í Ísrael, Martin Indyk, gagn- rýndi báða deiluaðila harðlega í við- tali við dagblaðið Jerusalem Post í gær. Sagði hann Ísraelsmenn hafa grafið undan friðarferlinu með því að stækka sífellt byggð ísraelskra land- nema á Gaza-svæðinu. Í þessum óvenju hreinskilnu ummælum sagð- ist Indyk ekki heldur sjá fyrir sér að Palestínumenn „muni nokkurn tíma hætta að nota ofbeldi sem verkfæri til að ná fram vilja sínum“. Niðurstöður nýrrar skoðanakönn- unar sem háskólinn í Tel Aviv gerði sýna að um helmingur Ísraela er hlynntur því að landnemabyggðir gyðinga á palestínskum svæðum verði rýmdar, jafnvel með valdi, og þar með skýrari línur dregnar milli byggða Ísraela og Palestínumanna. Ísraels- her sýni aukna hörku Jerúsalem, AFP. AP CARLOS Menem, fyrrverandi for- seti Argentínu, var í gær formlega ákærður fyrir að hafa verið höfuð- paur „ólöglegs félagsskapar“ sem seldi með ólöglegum hætti vopn til Ekvador og Króatíu á síðasta ára- tug. Var jafnframt gefin út hand- tökuskipun á hendur forsetanum fyrrverandi. Menem er fyrsti lýðræðislega kjörni þjóðarleiðtogi Argentínu sem er handtekinn vegna spillingarásak- ana. Hann sendi rannsóknardómar- anum Jorge Urso skriflega yfirlýs- ingu um málið sem snýst um vopnasölu til Ekvador og Króatíu á árunum 1991–1995 en á þeim tíma var í gildi alþjóðlegt vopnasölubann til þessara landa. Urso hefur nú gefið út skipun um að Menem, sem var forseti 1989– 1999, verði hafður í haldi unz réttað hefur verið í málinu. Frá því 7. júní sl. hefur hann verið í stofufangelsi í húsi auðugs vinar síns norður af Buenos Aires. Með honum dvelur ný eiginkona hans, Cecilia Bolocco. Menem er ákærður fyrir „fölsun á opinberum skjölum“ og að hafa „far- ið fyrir ólögmætum félagsskap“. Verði hann fundinn sekur um þessar sakargiftir gæti hann átt yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsisdóm. Menem, sem er rétt að verða 71 árs að aldri, hefur viðurkennt að hafa heimilað vopnaútflutning til Panama og Venezúela en hann hefði ekki haft hugmynd um að vopnasendingarnar myndu síðan enda í Króatíu og Ekvador. Áður en ákæran á hendur Menem var birt í gær höfðu nokkrir fyrrver- andi samstarfsmenn hans, þar á meðal Antonio Erman Gonzalez sem gegndi embætti varnarmálaráð- herra, verið stefnt fyrir rétt fyrir að- ild að hinu meinta ólöglega vopna- sölusamsæri. Carlos Menem ákærður Reuters Carlos Menem í höndum lög- reglu í Buenos Aires. Buenos Aires. AP. STJÓRN Bosníu-Serba er reiðubúin að framselja þá tvo menn sem stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag þykir mest um vert að svari til saka fyrir meinta stríðs- glæpi í Bosníu- stríðinu 1992- 1995, það er Ra- dovan Karadzic, sem fór fyrir stjórn Bosníu- Serba meðan á borgarastríðinu stóð, og Ratko Mladic sem fór fyrir her Bosníu-Serba. Greindi Mladen Ivanic, forsætisráðherra lýðveldis Bosníu-Serba, frá þessu í gærkvöldi, staddur á Schiphol-flugvelli við Amsterdam. Hollenzka fréttastofan ANP hafði eftir honum að það væri „engin önnur leið en að framfylgja lögunum, sem þýðir að handtaka þá.“ Sagði hann að lagafrumvarp sem lægi fyrir þingi Bosníu-Serba hefði í för með sér „að við erum reiðubúnir til framsals.“ „Væri ég Karadzic myndi ég gefa mig fram,“ bætti Ivanic við. Júgóslavneska þingið samþykkti í gær afsögn Zorans Zizic, forsætis- ráðherra Júgóslavíu, sem sagði af sér á föstudag til að mótmæla fram- sali Slobodans Milosevic, fyrrver- andi forseta, til stríðsglæpadóm- stólsins í Haag. Stjórnarkreppan vegna afsagnar forsætisráðherrans er talin geta flýtt fyrir því að Júgóslavía, sam- bandsríki Serbíu og Svartfjallalands, liðist í sundur. Stjórnarskrá Júgó- slavíu kveður á um að öll stjórnin þurfi að fara frá segi forsætisráð- herrann af sér og efna þarf til þing- kosninga ef ný stjórn hefur ekki ver- ið mynduð þremur mánuðum eftir afsögnina. Zizic er Svartfellingur og var áður bandamaður Milosevic en sneri baki við honum þegar forsetinn fyrrver- andi lét af embætti í október í kjölfar fjöldamótmæla. Zizic sagði í ræðu á þinginu í gær að framsal Milosevic, sem serbneska stjórnin stóð að, væri „ólöglegt“ og hefði valdið umróti sem stefndi sambandsríkinu í hættu. „Ekkert land í Evrópu myndi fram- selja fyrrverandi forseta sinn með þessum hætti.“ Lögreglumenn slógu varðhring um júgóslavneska þinghúsið í Bel- grad þar sem óttast var að stuðn- ingsmenn Milosevic, sem hafa mót- mælt framsalinu, myndu reyna að ráðast inn í bygginguna. Deilt um uppstokkun í stjórn Serbíu Stjórnmálamenn frá Svartfjalla- landi hafa lofað að taka þátt í stjórn- armyndunarviðræðum Vojislavs Kostunica forseta og reyna að binda enda á stjórnarkreppuna. Kostunica, sem var andvígur framsali Milosevic, ræddi í gær við leiðtoga DOS, kosn- ingabandalags lýðræðisflokka í Ser- bíu, um myndun nýrrar stjórnar í sambandsríkinu. DOS er við stjórn- völinn í Serbíu undir forystu Zorans Djindjic sem hefur átt í brösum við júgóslavneska forsetann að undan- förnu. Flokkur Kostunica, Lýðræðis- flokkur Serbíu, sem á aðild að DOS, hefur hvatt til þess að stokkað verði upp í stjórn Serbíu. Að sögn serb- neskra fjölmiðla sækist flokkurinn einkum eftir ráðuneytum lögreglu- og dómsmála. Framsal Karadzic og Mladic á dagskrá Belgrad. AP. AFP. Zoran Djindjic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.