Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ STARFSHÓPUR á vegum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga kynnti í gær tillögur sínar um hvernig sveitarfélögin geti brugðist við fíkni- efnavandanum, samræmt og eflt fræðslu um fíkniefni og forvarnir í grunn- og framhaldsskólum. Nefndin leggur til að ráðinn verði verkefnisstjóri til a.m.k. þriggja ára. Hann verði forvarnarfulltrúi sam- bandsins og til ráðgjafar fyrir sveit- arstjórnir og stofnanir þeirra um framkvæmd forvarnarmála. Einnig verði hann tengiliður við aðra sem vinna að málaflokknum og safni og miðli upplýsingum um hvernig megi efla forvarnir. Lagt er til að gerðar verði reglu- lega rannsóknir á stöðu fíkniefna- mála í einstökum sveitarfélögum og niðurstöður þeirra verði nýttar við skipulag forvarna. Útgáfa námsefnis um fíkniefni og forvarnir verði efld og skólum verði ávallt tryggður greiður aðgangur að slíku námsefni. Kennarar og annað starfsfólk skóla og annarra stofnana sem vinna með ungu fólki fái árlega þjálfun og fræðslu, þannig að þeir geti borið kennsl á fíkniefni og einkenni neyslu. Foreldrafélög í framhaldsskóla Lagt er til að enn frekar verði stutt við starf foreldrafélaga í grunnskólum sem og að hvatt verði til stofnunar foreldrafélaga í fram- haldsskólum. Einnig að sambandið skori á við- komandi yfirvöld að gera sérstakt átak gegn dreifingu og sölu fíkni- efna innanlands. Því verði beint til allra viðkomandi aðila, að lög um að- gengi barna og ungmenna að áfengi og tóbaki séu virt og að sveitarfélög setji sér aðgerðaáætlun um viðbrögð við brotum á skilmálum vínveitinga- leyfa. Skólar eigi einnig að móta sér skýra stefnu um hvernig bregðast skuli við þegar börn og unglingar lenda í vanda og hvaða úrræði skól- inn geti veitt strax innan vébanda sinna. Sömuleiðis er talið mikilvægt að skólar myndi forvarnateymi og ráði starfsmann sem sinni forvörn- um sérstaklega. Einnig að samstarf skóla og lögreglu verði eflt. Loks er lagt til að sveitarfélögin hafi frumkvæði að stofnun sam- starfshópa um forvarnir innan sveit- arfélaga. Alvarlegasta vandamálið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir að þessar tillögur starfshópsins hafi fengið jákvæðar undirtektir á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Hann segir að það eigi eftir að skýrast hvernig staðið verði að framkvæmd þeirra. Hann segir að kostnaður sem af verkefninu hlýst fyrir sambandið sem tengist starfi verkefnastjórans, sé um 10 milljónir króna á ári. Við það bætist kostnaður á sveitarfélögin. Vilhjálm- ur benti á að í skoðanakönnun sem unnin var fyrir Reykjavík hafi rúm 37% svarenda sagt að þau teldu vímuefnanotkun vera alvarlegasta vandamálið í borginni. Hann sagðist telja að forvarnir gegn fíkniefnum ættu eftir að verða eitt helsta verk- efni sveitarstjórna á næstu árum. Hann sagði að borgarfulltrúar og óeinkennisklæddir lögregluþjónar hefðu á göngu sinni um miðborgina á dögunum séð hvar fíkniefni gengu kaupum og sölum fyrir allra augum. „Það virðist vera alveg ótrúlegt magn í umferð og alveg ótrúlega þjálfað lið einstaklinga sem sér um innflutning og sölu. Þessir menn nást ekki nema einn og einn. Við er- um bara í stríði,“ sagði Vilhjálmur. Morgunblaðið/Billi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga, Anna Þóra Baldursdóttir, formaður starfshópsins og Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Sveitarfélög segi fíkni- efnum stríð á hendur Starfshópur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga kynnir tillögur um fíkniefnaforvarnir KRISTÍN Eiríksína Ólafsdóttir sem býr við Aðalstræti 34 á Akureyri verður 100 ára á morgun, föstudag. Kristín fæddist á Nefstöðum í Fljótum 6. júlí árið 1901, en ólst upp í Flókadal til 12 ára aldurs þegar hún fluttist með foreldrum sínum til Siglufjarðar. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Halldórsdóttir og Ólafur Eiríksson. Þau eignuðust sex börn og var Kristín þriðja elst. Tvær systur hennar eru á lífi, Anna og Dórothea. Kristín giftist Jóni Pálssyni tré- smið frá Arnarnesi í Arnarnes- hreppi árið 1922. Þau eignuðust tvö börn, Bergþóru, sem býr á Ak- ureyri, og sr. Arngrím í Reykjavík. Jón lést árið 1972. Þau hjónin keyptu húsið við Að- alstræti 34 á Akureyri og þar hefur Kristín búið síðan eða í nær 80 ár. „Maður er nú ekki alltaf að flytja“ sagði hún. „Það er ekkert að gera með það, hér er gott að vera.“ Kristín sagðist vera við þokka- lega heilsu, en hún væri aðeins far- in að tapa sjón. „Ég er með ský á auga og hef ekki kjark til að láta krukka í það,“ sagði hún. „Mér finnst verst að geta ekki lesið að gagni, það er aumast, ég hef alltaf lesið mikið.“ Kristín hlustar á útvarp og horfir á sjónvarp. Þá er hún dugleg við hannyrðir, prjónar, heklar m.a. heilu rúmteppin. „Ég er aðeins far- in að finna fyrir handadoða, en ég reyni að berja hann úr mér.“ Spurð hverju hún helst þakki langlífið segir hún það hreina guðs- gjöf að hafa góða heilsu. „Það skiptir líka miklu að vera ánægður með sitt og þá held ég að létt lund hjálpi líka mikið til. Fýlan er það versta, en hún hefur aldrei verið til staðar hér á þessu heimili.“ Kristín sagði að vissulega hefði margt breyst í sinni tíð. „Það er margt orðið betra en var og sem betur fer er fátæktin sem ég þekkti á yngri árum ekki eins skelfileg nú. Fólkið hefur ekkert batnað, það er bara áfram þokkalegt eins og það var áður. Mér finnst fólk núna alltaf vera að flýta sér, það er alltaf á hlaupum og hugurinn sömuleiðis.“ Kristín matreiðir sjálf. „Ég lærði snemma að bjarga mér sjálf og þannig verður það áfram. Dóttir mín aðstoðar mig við ræstingar, kaupir inn og sér um garðinn, en annað geri ég sjálf. Ég má sannarlega þakka fyrir hvað ég er og ég mun sjá um mig sjálf á meðan ég get. Já, er á meðan er og heimurinn hossar mér,“ sagði Kristín sem ætl- ar ásamt fjölskyldu sinni að taka á móti gestum í Húsi aldraðra á af- mælisdaginn. Hrein guðsgjöf að hafa góða heilsu Morgunblaðið/Rúnar Þór Kristín Ólafsdóttir við heimili sitt í Aðalstræti 34 Kristín E. Ólafsdóttir á Akureyri 100 ára á morgun HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist hafa vissar efa- semdir um að erlend lántaka rík- issjóðs upp á 15-20 milljarða komi að miklum notum við að vernda stöðugleikann, eins og ASÍ hefur lagt til að verði gert. Hann segir þó skiljanleg mótmæli ASÍ á hækkunum á þjónustugjöldum sveitarfélaga og lýsir yfir áhyggj- um af háum vöxtum hér á landi. „Ég tel að vextir séu það háir, að þótt þeir lækkuðu eitthvað, þá hefði það sáralítil áhrif á eftir- spurn,“ segir Halldór. „Þetta er fyrst og fremst spurning um hvort atvinnulífið þoli vextina. Ef það gerir það ekki mun það hafa mikil og alvarleg áhrif á fjármálastofn- anir.“ Halldór segir að Íslendingar verði að taka því sem orðið er, hvað snertir gengi krónunnar og verðbólguna, enda verði því ekki breytt sem gerst hafi. „Það þarf engan að undra þótt eitthvað hafi gerst í sambandi við gengið miðað við þann mikla viðskiptahalla sem hefur orðið og þær miklu erlendu lántökur sem farið hefur verið út í. Það er líka ljóst að lífeyrissjóðirnir hafa sent mikið af sínu fjármagni úr landi. Ríkissjóður hefur nýlega tekið ákvörðun um að styrkja stöðu Seðlabankans með erlendu láni til að stuðla að sem mestum stöðug- leika inn í framtíðina. Ég tel það vera viðfangsefni dagsins að tryggja stöðugleika til lengri tíma litið og hef vissar efasemdir um að meiri erlend lántaka ríkissjóðs nú komi þar að miklum notum. Ég er í sjálfu sér tilbúinn að ræða það ef Seðlabankinn kemur með slíka til- lögu. Það hefur verið ákveðið að auka sjálfstæði með nýlegum lög- um frá Alþingi og það kemur til með að auka aðhald í efnahags- stjórninni.“ ASÍ telur að hækkun á þjón- ustugjöldum sveitarfélaga vinni gegn verndun stöðugleikans og hefur sambandið því mótmælt hækkununum. Halldór segir þau mótmæli afar skiljanleg enda sé aðgátar þörf þegar kemur að gjaldskrárhækkunum. „Þar hafa sveitarfélög ekkert síður skyldur en ríkisvaldið. Aðal- atriðið að mínu mati er hvernig við getum tryggt kaupmátt og kaup- máttaraukningu til frambúðar og hvað það er í þjóðarbúskapnum sem getur bætt kjör almennings á næstu árum.“ Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins Efast um ágæti erlendrar lántöku HANDBÓK lítillar einkaflugvélar sem brotlenti á Reykjavíkurflug- velli í fyrrasumar var ekki til á ís- lensku, heldur frönsku. Vélinni hlekktist á við æfingar á Reykja- víkurflugvelli í júní sl. með þeim afleiðingum að hún hafnaði á hvolfi á norður-suður flugbraut vallarins. Flugmaður og farþegi voru fluttir á slysadeild en reyndust lítið meiddir. Engan sakaði í slysinu, en Rannsóknarnefnd flugslysa segir í skýrslu sinni um atvikið það vera miður, að flughandbókin skuli ekki hafa verið þýdd á íslensku eða ensku, eða útdráttur saminn úr henni tiltækur flugmönnum, flugkennurum og flugnemum þegar flugvélin var skráð. Flugvélin var frönsk og flug- handbókin því á frönsku. Segir í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar að án þess að slíkt hafi verið kannað sérstaklega telji hún ólík- legt að flughandbók á frönsku gagnist að fullu flugnemum hér á landi. Því sé nauðsynlegt að flug- handbók sé ávallt til staðar þegar flugvél sé skráð og að hún sé á tungumáli sem flugnemar og flug- menn, sem hyggjast fljúga flug- vélinni skilja og geti án vand- kvæða kynnt sér innihald hennar. Nefndin leggur því til við Flug- málastjórn að séð verði til þess að lofthæfiskírteini flugvélar, sem notuð er í kennslu og æfingaflugi flugnema sé ekki gefið út eða end- urnýjað, nema því fylgi flughand- bók á tungumáli sem notendur skilja eða útdráttur, sem Flug- málastjórn samþykkir, verði sam- inn úr henni á slíku tungumáli. Í svari Flugmálastjórnar, sem birt er í ársskýrslu RNF, tekur Flugmálastjórn undir tillögu nefndarinnar og hefur þessu at- riði nú verið bætt inn á gátlista varðandi skráningu loftfara. Flughandbækur séu á íslensku eða ensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.