Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                     VEGAGERÐIN kannar nú mögu- leika á því að setja hringtorg á gatna- mót Suðurlandsvegar og Breiðholts- brautar við Rauðavatn en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort af því verður eða hvort gatnamótin verði ljósastýrð. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, forstöðumanns Reykjanesumdæmis Vegagerðarinnar, hefur verið haft samráð við Reykjavíkurborg um endurbætur á gatnamótunum vegna slysatíðni þar. Eins hafi umferð verið að aukast jafnt og þétt og fyrirsjáan- legt sé að hún muni aukast hratt á næstu tveimur árum vegna þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er í Norðlingaholti. „Það eru bara tvær lausnir sem koma til greina til að byrja með,“ segir Jónas. „Annaðhvort að setja upp umferðarljós eða setja hringtorg þar sem fyrirsjánlegt er að það er langt í að þessi gatnamót verði byggð mislæg,“ segir hann en um tíu ár eru í þá framkvæmd. Hann segir hringtorg betri kost þar sem mörg alvarleg slys hafi orðið á umræddum gatnamótum og ljóst sé að ljósagatnamót séu ekki eins örugg og hringtorg. „Menn eru hikandi við að hafa þarna fyrstu ljósagatnamótin þegar komið er af þjóðvegakerfinu en það er engin truflun alla leiðina frá Hveragerði til Reykjavíkur. Það væri því betra að þarna kæmi hring- torg og það er verið að skoða hvernig mætti koma því fyrir og hvort við fáum að fara í það fjárhagslega.“ Að sögn Jónasar er hringtorg mun dýr- ari kostur. „Að setja upp umferðar- ljós myndi kosta á bilinu sex til tíu milljónir en við höfum verið að skoða bæði tvöfalt og einfalt hringtorg. Okkur sýnist að það sé nægjanlegt að setja þarna einfalt hringtorg en það kostar hins vegar um 30 milljónir.“ Jónas segir ekki formlega ákveðið hvor lausnin verði notuð en ef ekkert verði af hringtorginu verði sett upp umferðarljós annaðhvort í haust eða næsta vor. Hringtorg við Rauðavatn í athugun Selás ÞRÍR skemmtistaðir í mið- borg Reykjavíkur hafa fengið áminningu frá Heilbrigðiseft- irliti Reykjavíkur, sem mælt hefur hávaða við skemmtana- hald, en áminning er veitt sé hávaði innanhúss yfir leyfileg- um mörkum. Staðirnir eru Café Amster- dam í Hafnarstræti 5, Kaffi Reykjavík á Vesturgötu 2 og Café Victor í Hafnarstræti 1–3. Í áminningu Heilbrigðis- eftirlitsins er þess krafist að gerðar verði ráðstafanir til þess að hávaði innanhúss verði framvegis ekki yfir leyfilegum mörkum. Þrír staðir áminntir vegna hávaða Miðborgin FORMLEG afhending kirkjugarðslóðar í Leirdal fór fram í gær en þar mun Kópa- vogskirkjugarður, nýr kirkju- garður Reykjavíkurprófasts- dæma, rísa. Að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurpró- fastsdæma, er garðurinn ætl- aður íbúum Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarness og hafa sveitarfélögin þrjú staðið sameiginlega að gerð mikillar jarðvegsfyllingar í Leirdal en á þessari fyllingu mun Kópavogskirkjugarður standa í framtíðinni. Garður- inn verður væntanlega vígður í sumarbyrjun 2004 og þá verður fyrsta gröfin tekin. Þórsteinn segir að svæðið í heildina sé um tólf hektarar en í fyrstu verði aðeins þrír hektarar teknir í notkun. „Núna er verið að setja dren- lagnir í garðinn svo vatnið renni eðlilega frá og holræsa- kerfi og önnur jarðlagnakerfi, ásamt því að gera götur fyrir bíla og undirbúa göngustíga,“ segir hann en bendir jafn- framt á að garðurinn verði girtur af á þessu tímabili með varanlegri girðingu og plant- að verði í hann trjágróðri eftir ákveðnu skipulagi. Loks verði sáð í stóran hluta sem ekki komi strax til með að verða búinn undir kirkjugarð. Hann segir að ætlunin sé að þegar garðurinn verði vígður 2004 verði búið að koma upp nauðsynlegri þjónustuað- stöðu. Á því stigi verði ekki kapella heldur eingöngu af- drep fyrir þá sem komi í garð- inn og fyrir þá sem þar vinni. Kostnaður á þriðja tug milljóna í sumar Aðspurður um kostnað seg- ir Þórsteinn að framkvæmdin í sumar kosti yfir tuttugu milljónir sem sveitarfélögin og kirkjugarðarnir greiða. En heildarkostnað við að koma upp tíu til tólf hektara kirkju- garði telur hann vera hátt á annað hundrað milljónir. „Sveitarfélögin eiga sam- kvæmt lögum að afhenda garðinn eins og þau gera núna með ákveðnum skilyrðum, garðurinn á að vera í réttri hæð, með réttu moldarlagi og svo framvegis. Svo taka kirkjugarðarnir sjálfir við og leggja stígana en samt með þátttöku sveitarfélaganna, þau koma inn í þann kostnað líka,“ segir Þórsteinn. Að sögn Þórsteins er líklegt að Gufuneskirkjugarður verði fullnýttur í kringum 2020 og þá verði eingöngu grafið í frá- tekin leiði. Hann telur að greftranir í Gufunesi minnki þegar búið er að taka Kópa- vogsgarðinn í notkun. Þá hafi íbúar Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarness val um í hvorum garðinum þeir verði jarðsettir. „Við getum svo sem ekki giskað mikið á hversu lengi Kópavogsgarður dugi en ég held að hann muni endast 21. öldina, “ segir Þór- steinn. Morgunblaðið/Þorkell Að sögn Þórsteins Ragnarssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, verður svæðið um tólf hekt- arar en í fyrstu verða aðeins þrír hektarar teknir í notkun. Kirkjugarður 21. aldarinnar Kópavogur NÍU athugasemdir hafa bor- ist í tengslum við óformlega hagsmunakynningu vegna hugmynda að deiliskipulagi fyrir Skeifuna og Fenin. Unnið er að hugmyndum að nýju deiliskipulagi fyrir svæð- ið en meðal annars er ráðgert að auka byggingarmagn og breyta legu bílastæða. Að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, formanns skipulags- og bygg- ingarnefndar, er ráðgert að skipulagið fari í formlega kynningu að loknum fundi nefndarinnar í næstu viku. Samkvæmt drögum að greinargerð með deiliskipu- laginu, sem unnin er af vinnu- stofunni Þverá ehf., afmark- ast svæðið af reit milli Miklubrautar, Suðurlands- brautar, Grensásvegar og Skeiðarvogs. Upphaflega var svæðið skipulagt sem iðnaðar- svæði en samkvæmt aðal- skipulagi Reykjavíkur 1996 til 2016 er allur reiturinn nú skil- greindur sem athafnasvæði. Í greinargerðinni segir að markmið með nýju deiliskipu- lagi sé að endurskoða og sam- ræma fyrri skipulagsáætlanir á svæðinu en flestar þeirra hafi aðeins náð yfir einstakar lóðir en ekki svæðið í heild. Einnig segir að ákveða verði með hvaða hætti framtíðar- uppbygging verði á svæðinu og endurskilgreina þurfi gatna- og göngustígakerfi hverfisins en mikið sé um akstur inn á einkalóðir án þess að um skilgreindar götur sé að ræða. Bent er á að rétt- arstaða sé því oft óljós ef um- ferðaróhöpp verða. Þá er stefnt að fegrun umhverfisins með auknum gróðri og betri frágangi bygginga og um- hverfis. Fjallað er um skiptingu svokallaðrar Iðngarðalóðar milli núverandi eigenda og einnig milli Reykjavíkurborg- ar og núverandi eigenda. Seg- ir að sú skipting sé forsenda fyrir nýju deiliskipulagi, með- al annars vegna skilgreininga á nýjum götum sem verða á borgarlandi. Aðkoma að hverri lóð verður framvegis frá götu í eigu Reykjavíkur- borgar. Þá er vikið sérstaklega að bílastæðamálum en stefnt er að því að eitt bílastæði verði á hverja 50m2 í byggðum húsum og eitt stæði á hverja 35m2 í nýbyggingum. Þá segir að á þeim lóðum þar sem bíla- stæðakröfunni 1:50 sé ekki fullnægt innan lóðar við skipulagsbreytingu verði ekki gerðar frekari kröfur til bíla- stæða vegna þeirra húsa sem þegar er búið að byggja. Segir að þetta gildi um allar lóðir nema lóð Iðngarða þar sem séð verði fyrir bílastæðum á sérstakri bílastæðalóð sem liggur vestan Rúmfatalagers- ins. Gert er ráð fyrir tæplega 30.000 m2 viðbótarbyggingar- magni en þar af eru rúmlega 16.000 m2 bílageymsluhús. Af öðru sem tiltekið er í grein- argerðinni eru niðurstöður húsakönnunar sem Árbæjar- safn stóð fyrir í maí 2001. Nið- urstaða þeirrar könnunar var að ekkert húsa í Skeifu hefði listrænt eða byggingarsögu- legt gildi. Þá er gerð sú krafa að lóðarhafar skilgreini á byggingarnefndarteikningum þau svæði sem ætluð eru und- ir gámageymslu en töluvert er um að gámum sé stillt upp á bílastæðum sem nýtast ekki sem skyldi. Að endingu er bent á að götunöfn og númer húsa í Skeifu og Fenjum verði tekin til gagngerrar endurskoðunar þegar framkvæmdum lýkur samhliða nýju deiliskipulagi. Bent er á að mjög ruglings- legt kerfi sé í gangi og að að- komuleiðir að húsum sam- ræmist oft ekki götuheitum viðkomandi húsa. Kröfur um aukið byggingarmagn Alls hafa 9 athugasemdir borist vegna tillögu að deili- skipulagi fyrir svæðið í óform- legri kynningu eins og áður sagði. Forsvarsmenn lóðar við Grensásveg 1 gera athuga- semdir við að aukið bygging- armagn sé ekki nægjanlega mikið og sé lægra en almennt tíðkast á lóðum Skeifunnar. Að þeirra mati má auka nýtingarhlutfallið með því að koma fyrir bílastæðakjallara á lóðinni. Í drögum að svari við þeirri athugasemd segir að til greina komi að hækka byggingarmagn enn frekar svo framarlega sem bíla- stæðaþörf verði fullnægt. Forsvarsmenn Grensás- vegar 11 gera athugasemd við að í deiliskipulagstillögu sé eingöngu reiknað með 1000 m² stækkun á húsnæði og fara fram á 1800 m² stækkun sam- kvæmt samþykkt byggingar- nefndar. Í svari við athuga- semdinni er gert ráð fyrir að lokið verði við bygginguna samkvæmt samþykktum upp- dráttum. Nokkrir aðilar í Skeifunni gera athugasemdir við fækk- un bílastæða við húseignir sínar sem kemur til vegna gatnagerðaframkvæmda. Í svari við athugasemdunum er meðal annars bent á byggingu bílastæðahúss á Iðngarðalóð sem muni koma til móts við bílastæðaþörf svæðisins í heild, verði það byggt. Þá kemur fram í athugasemdum forsvarsmanna Grensávegar 13 að brýnt sé að fjölga bíla- stæðum. Kortið sýnir tillögur að breytingum á gatnakerfi og lóðarmörkum.                                   Hugmyndir að deiliskipulagi fyrir Skeifu og Fen Byggingarmagn aukið og bílastæðum breytt Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.