Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 41 ✝ SkarphéðinnKristinn Lofts- son fæddist 27. júlí 1922 í Arnarbæli í Fellstrandarhreppi, Dalasýslu. Hann lést 28. júní síðastliðinn á Borgarspítalanum. Foreldrar hans voru Loftur Georg Jóns- son, brunavörður í Þjóðleikhúsinu og fisksali í Reykjavík, f. 20. sept. 1902 í Arney, Klofnings- hreppi, Dalasýslu, d. 20. febrúar 1969, og Kristín Ketilríður Alexandersdótt- ir, f. 27. ágúst 1898 í Frakkanesi, Skarðshreppi, Dalasýslu, d. 15. desember 1986. Skarphéðinn eign- aðist 10 hálfsystkini. Af móðurinn- hreppi, Skagafirði, d. 18. Febrúar 1943. Börn þeirra eru: 1) Stefán, sýslumaður í Borgarnesi, f. 1. apríl 1945, kvæntur Ingibjörgu Ingi- marsdóttur, launafulltrúa hjá Borgarbyggð, f. 16. maí 1949. Börn þeirra eru Þórunn Erla, f. 1971, Kristín María, f. 1974, Ás- gerður Inga, f. 1979, og Stefán Einar, f. 1983. Þá eignaðist Stefán son fyrir hjónaband, Arnþór Har- ald, f. 1966. 2) Guðrún Lofthildur, f. 25. janúar 1949, dáin 13. ágúst 1982, gift Sverri Geir Jónssyni, f. 4. janúar 1950. Börn þeirra eru Erla Jóna, f. 1974, og Skarphéðinn Kristinn, f. 1981. Sverrir er nú í sambúð með Rannveigu Sigur- geirsdóttur. Barnabarnabörnin eru 6. Skarphéðinn hóf störf í lögregl- unni í Reykjavík 1. apríl 1943, varð aðstoðarvarðstjóri 1. nóvember 1967 og varðstjóri á fjarskiptastöð 1. nóvember 1972. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 31. júlí 1992. Skarphéðinn var í Oddfell- owstúkunni Þorkatli Mána. Útför Skarphéðins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ar hálfu: Ólafur, Ebba Guðbjörg, Alexander og Reynir. Faðir þeirra var Jóhannes Steinn Ólafsson. Af föðurins hálfu: Lára, Lofthildur, Guð- munda, Helga, Eirík- ur Jón og Hrefna. Móðir þeirra var Laufey Einarsdóttir. Hinn 10. júní 1944 kvæntist Skarphéðinn Erlu Kristínu Egilson, f. 13. mars 1924 á Pat- reksfirði, dóttur Þor- valds J. Egilson, skrif- stofumanns hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, f. 13. júní 1897 á Blönduósi, d. 6. febrúar 1971, og Stefaníu Erlendsdóttur f. 21. nóv- ember 1897 í Grafarósi, Hofs- Skarphéðinn tengdafaðir minn var Breiðfirðingur. Bernskuárunum eyddi hann í Arnarbæli á Fellströnd í skjóli afa síns og ömmu, Lofthildar Pálsdóttur og Jóns Lárussonar. Á áttunda ári missir hann ömmu sína og flyst þá til Keflavíkur með afa sín- um en þaðan fer hann til föður síns og elst þar upp hjá honum og Lauf- eyju konu hans, fyrst í Grindavík fram yfir fermingu og síðan í Reykja- vík. Alltaf talaði hann með gleði um Dalina og Grindavík. Þar mun áhugi hans á dýralífi, einkum fuglum, hafa kviknað og þekkti hann nánast alla íslenska fugla, atferli þeirra og hljóð. Einnig fylgdist hann af ánægju með trjágróðri og var vorið ætíð hans mesti ánægjutími. Á unglingsárun- um vann hann ýmis störf er féllu til og veit ég að hann þótti afburða sam- viskusamur og duglegur í vinnu. Árið 1943 gekk hann í lögregluna í Reykjavík og gegndi hann þar störf- um í nær hálfa öld, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Veit ég að lögreglustarfið var honum bæði lífsviðurværi og áhugamál, mjög krefjandi, áhættusamt og álag mikið. Lögreglumaðurinn sér oft hina döpru hlið mannlífsins og er örugglega oft erfitt að vinna úr því. Veit ég að Skarphéðinn skilaði þess- um verkum með sóma sem og öðrum sem hann tók sér fyrir hendur. Lífs- förunaut sinn fann hann í Vík við Langholtsveg sem þá var talin sveit. Hún heitir Erla Kristín Egilson og giftu þau sig 10. júní 1944. Í Vík fæddust bæði börnin þeirra, Stefán og Guðrún, og bjuggu þau þar í 14 ár eða þar til þau byggðu eigið húsnæði. Á brattann var að sækja við að koma eigin þaki yfir fjölskylduna og tókst þeim Skarphéðni og Erlu þetta með mikilli vinnu. Meðal annars starfaði hann í mörg sumur í fríum sínum á síldarárunum sem lögreglumaður á Raufarhöfn og veit ég að margir þar minnast hans enn. Skarphéðinn var mikill á velli og mikið hraustmenni og man ég hann vel þegar ég var barn og unglingur er hann gekk um götur Reykjavíkur eins og títt var að lögreglumenn gerðu þá. Líf mitt og tengdaföður míns hafa verið samofin í yfir 30 ár. Á móti mér tók hann af mikilli elsku og hefur heimili hans og Erlu ætíð verið miðstöð fjölskyldunnar. Í öllum við- urgjörningi mátti aldrei neitt skorta. Í eitt ár bjuggum við Stefán hjá þeim með elstu dótturina og var það okkur ómetanleg hjálp. Árið 1982 urðu þau hjón fyrir þeirri sáru raun að missa Guðrúnu dóttur sína frá eiginmanni og tveimur ungum börnum, átta ára og átta mánaða. Eftir það tóku þau mikinn þátt í umönnun og uppeldi þeirra ásamt Sverri föður þeirra. Hafa þau síðan búið í sama húsi og hafa verið afa sínum og ömmu til mikillar gleði og hjálpar. Einnig hafa þau hýst og annast börn okkar Stefáns meðan þau hafa verið í framhaldsskólum, þar eð við höfum lengst af búið úti á landi. Fylgdist hann af kostgæfni með námi þeirra og þroska og gladdist mjög er vel gekk. Veganesti það er afi þeirra gaf þeim verður þeim ómetanlegt allt lífið. Er ég lít til baka sé ég hann fyrir mér á fallega heimilinu með bros á vör, segjandi okkur sögur af kynleg- um kvistum, sögur úr Grindavík eða Raufarhöfn. Aldrei sagði hann frá neinu er sært gat aðra, því einstak- lega orðvar var hann. Skarphéðinn hafði mjög fastmótaðar stjórnmála- skoðanir og var einlægur sjálfstæð- ismaður alla tíð. Við höfðum bæði afar gaman af íþróttaefni í sjónvarpi og gátum fylgst saman með kappleikjum allt frá knattspyrnu til kappaksturs. Naut hann þess mjög á seinni árum að hafa tíma til að fylgjast með þessu. Við starfslok kaus hann sér rólegt líf, að mestu heima við og las hann mikið og hlustaði á tónlist. Hafði hann mikið dálæti á íslenskum söng- lögum, einkum dáði hann lög Sig- valda Kaldalóns sem hann kynntist í Grindavík sem barn. Engan grunaði að eitthvað væri að heilsu Skarphéðins og naut hann vorsins, gróðursins og fuglasöngsins. En skjótt skipast veður í lofti og hann veiktist á laugardegi og var lát- inn að morgni fimmtudagsins næsta. Fjölskyldan vill þakka starfsfólki hjartadeildar og gjörgæsludeildar Borgarspítalans fyrir hjúkrun og að- hlynningu. Einnig sérstakar þakkir til Rósu Kristjánsdóttur djákna. Hans er sárt saknað af fjölskyldu sinni og vinum og megi minn kæri vinur og tengdafaðir hvíla í friði. Ingibjörg Ingimarsdóttir. Elsku tengdafaðir okkar og vinur. Að leiðarlokum kveðjum við þig með þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Guð blessi minningu þína, elsku Kiddi. Sverrir og Rannveig. Elsku afi okkar, hér eru nokkur orð til að þakka þér fyrir öll þau ár sem við áttum með þér. Þið amma ól- uð okkur systkinin upp ásamt pabba okkar eftir að mamma dó og voruð okkur allt í senn: afi og amma, pabbi og mamma. Við höfum átt því láni að fagna að hafa búið öll saman í Barða- voginum í 19 ár. Þið voruð alltaf til staðar fyrir okkur og það var svo gaman að heyra sögur þínar frá fyrri tíma því þú varst svo fróður um margt. Einnig hafðir þú mikið dálæti á náttúrunni og dýralífinu. Þú þekktir alla fugla og fræddir okkur um þá. Það var allt- af jafngaman að horfa á dýralífs- myndir í sjónvarpinu með þér því þú varst svo áhugasamur og misstir helst aldrei af þeim. Þú varst mjög músíkalskur og hafðir gaman af ljóð- um, Davíð Stefánsson var eitt af þín- um uppáhaldsskáldum. Við gleymum aldrei kímnigáfunni, brosinu og hlýj- unni frá þér, elsku afi. Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré. Í öllum sálmum sínum hinn seki beygir kné. Ég villtist oft af vegi. Ég vakti oft og bað. – Nú hallar helgum degi á Hausaskeljastað. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi). Erla Jóna Sverrisdóttir og Skarphéðinn Kristinn Sverrisson. Við viljum minnast afa okkar sem nú hefur kvatt okkur. Kiddi afi okk- ar, eins og hann var oftast kallaður, var gæddur einstöku jafnaðargeði og ómetanlegum húmor og munum við alltaf minnast hans þannig. Minning- arnar um stundirnar sem við barna- börnin áttum með honum og ömmu í Barðavoginum þegar setið var og spjallað og hlegið tímunum saman munu alltaf hlýja okkur um hjarta- ræturnar. Afi og amma áttu sér yndislegt heimili sem stóð okkur alltaf opið og var manni alltaf tekið opnum örmum. Til þeirra var alltaf hægt að leita ef manni lá eitthvað á hjarta og má segja að þau hafi verið okkur öllum stoð og stytta og í raun okkar bestu vinir. Hafði afi alltaf mikinn áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hend- ur og var alltaf mjög stoltur þegar okkur gekk vel og hvatti okkur áfram ef illa gekk. Afi var lögreglu- maður allan sinn starfsaldur eða í tæp 50 ár. Sögurnar sem hann kunni úr lífi og starfi voru óteljandi og var hægt að sitja og hlusta á hann tím- unum saman því hann sagði svo skemmtilega frá. Í þessum frásögn- um kom hans óborganlegi húmor fram og erum við barnabörnin sam- mála um það að við höfum ekki hlegið eins mikið með nokkrum eins og með afa og ömmu. Afi var alltaf mjög duglegur til vinnu enda vandist hann því frá unga aldri að vinna fyrir sér. Sem ungling- ur vann hann myrkranna á milli með föður sínum til þess að sjá fyrir fjöl- skyldunni. Sagði hann okkur einnig oft sögur af því þegar hann ásamt föður sínum gekk og seldi fisk í heimahús í Reykjavík og þegar þeir unnu niðri á höfn oft sólarhringunum saman nánast án nokkurrar hvíldar. Hann vann einnig sem lögregluþjónn á Raufarhöfn í 13 sumur en vann á síldarplaninu á milli vakta. Það lýsir einnig dugnaði hans að hann byggði sér íbúðarhús tvisvar á sex árum, fyrst í Goðheimum en síðan í Barða- vogi þar sem hann og amma bjuggu sér yndislegt heimili. Afa þótti mjög vænt um langafa- börnin sín og voru þau honum alltaf ofarlega í huga. Hafði hann mjög gaman af því að fá þau í heimsókn og sló þá oft á létta strengi. Einnig þótti þeim mikið til hans koma og þótti alltaf spennandi að fara í heimsókn í Barðavoginn. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Kidda afa og verða minningarnar um yndislegan afa vel geymdar á sérstökum stað í hjarta okkar um ókomna framtíð. Þórunn Erla, Kristín María, Ásgerður Inga og Stefán Einar Stefánsbörn. Látinn er hér í Reykjavík mágur minn, Skarphéðinn Kristinn Lofts- son lögregluvarðstjóri. Ég kynntist Kidda, eins og hann var jafnan nefndur, er hann gekk að eiga systur mína, Erlu. Þau voru bæði ung að ár- um er þau kynntust og ákaflega ást- fangin og entist sú ást alla tíð síðan. Hann var mesti hæglætismaður og mikið snyrtimenni. Starf lögreglu- mannsins er einatt erfitt og getur reynt á menn og í starfi sem slíku kemur sér vel að vera vel að manni og vera jafnframt hægur og rólegur, hvað sem fyrir kemur og hafa lag á að sýna lempni þegar það á við. Þessa eiginleika hafði Kiddi í ríkum mæli. Þau voru mörg skiptin sem fjölskyldurnar hafa komið saman, bæði á dögum sorgar og sem betur fer á gleði- og hátíðisdögum. Kiddi kom mér alltaf fyrir sjónir sem hinn rólegi traustvekjandi maður sem var góður við kæra systur mína og börn- in þeirra og barnabörn, Stefán sem kvæntur er Ingibjörgu Ingimars- dóttur, og eiga þau 4 börn, og Guð- rúnu, sem þau misstu aðeins 33 ára gamla, en hún var gift Sverri Jóns- syni og eignuðust þau 2 börn sem Erla og Kiddi áttu þátt í ala upp ásamt Sverri. Fyrir hönd konu minnar og barna okkar sendum við Erlu systur minni, Stefáni og öðrum ættingjum innileg- ustu samúðarkveðjur. Bolli A. Ólafsson. Skarphéðinn vissi hvað hann vildi. Hann vildi ekki flytja úr Barðavog- inum. Þegar Erla konan hans lagðist yfir fasteignaauglýsingarnar leist honum ekkert á það. „Vitleysa að flytja úr hverfinu,“ sagði hann. Og hann gerði samning við Erlu, ef sett yrði nýtt gólfefni liti hún ekki frekar á fasteignablaðið. Erla gekk að því og þau heiðurshjón bjuggu áfram í Barðavoginum eins og þau hafa gert frá því að ég man eftir mér. Skarphéðinn var stoltið okkar Pét- urs bróður þegar við vorum lítil. Við þekktum hann ekki mikið þá en vor- um mjög ánægð með að hafa Skarp- héðin löggu sem nágranna. Það tryggði einnig að reglulega kom löggubíll í götuna. Með árunum mynduðust sérstak- lega góð tengsl við alla fjölskylduna á Barðavogi 30, uppi og niðri. Myndin af Skarphéðni breyttist; hann hætti að vinna, tíndi rifsber í garðinum fyr- ir Erlu á haustin, spjallaði um daginn og veginn, gekk um götuna, heilsaði hverjum manni og þeir félagarnir Keli kisa sátu saman á útidyrapall- inum, horfðu yfir götuna og vindla- lyktin sveif yfir. Barðavogur 30 er sannkallað fjöl- skylduhús, á neðri hæðinni búa Sverrir tengdasonurinn og Rannveig kona hans ásamt tveimur börnum Sverris og Guðrúnar, dóttur Erlu og Skarphéðins, en hún lést fyrir mörg- um árum. Einstakt samkomulag ríkir í hús- inu og barnabörn Skarphéðins, þau Skarphéðinn yngri og Erla Jóna, hafa misst meira en afa. Skarphéðinn vildi aldrei flytja úr Barðavoginum og varð að þeirri ósk. Fráfall þessa góða granna var snöggt og óvænt en huggun harmi gegn að sjúkdómsleg- an varð ekki lengri. Innilegar samúðarkveðjur til þín, Erla mín, og til allra þinna, frá okkur öllum á Barðavogi 28. Kristín S. Hjálmtýsdóttir og fjölskylda. SKARPHÉÐINN KRISTINN LOFTSSON                                    !     "#    "$ % !  &'((  ! "#$% &'  () ) $*!%*% $* %  )+ () ,-%% ,%)%.                  !/012  3# $ 45 !  6      "      ) " "  "$ % !  &(( !7 , ) % 2  !7 ,% ! $ * () !7 ,!7 ,% ! 7 * () ) !7 ,% )$7((  $, () %*   . ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.