Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið draga úr flugfælni Njótið þess að fljúga Nú er sá tími semlandinn er semóðast að fara í sumarfrí og margir leggja leið sína til útlanda í lengri eða skemmri flugferðir. Sumir eiga erfitt með að sofna áður en ferðin hefst og kvíða komandi ferðalagi – einkum flugferðinni. Stundum kveður svo rammt að kvíðanum að um hreina flughræðslu er að ræða. Flugleiðir hafa um árabil staðið fyrir nám- skeiði sem ber heitið; Njótið þess að fljúga! Birna Garðarsdóttir starfsmaður Flugleiða hef- ur séð um skipulagningu þessara námskeiða. „Námskeið til að takast á við flugfælni eru haldin á vegum flugfélaga í flestum lönd- um í kringum okkur, hér frá 1989. Námskeiðin eru flest byggð upp á svipaðan hátt. Lögð er mikil áhersla á slökun, aðferðir til að vinna bug á neikvæðum hugsun- um og fræðslu um þætti sem tengjast flugi. Farið er í skoðun- arferðir um flugvöll og í lok nám- skeiðs er farið í flugferð til að láta reyna á áhrifin.“ – Hvernig er reynslan af þess- um námskeiðum? „Alls hafa 200 manns útskrif- ast. Reynslan hefur verið mjög góð, árangur er varanlegur – námskeiðin virðast draga mark- visst úr flugfælni.“ – Hefur þetta verið rannsakað? „Athuganir voru gerðar á Ís- landi fyrir nokkrum árum sem sýndu í eftirfylgni að 75% höfðu flogið eftir námskeiðið og 17,5% höfðu flogið fjórum sinnum eða fleiri ferðir.“ – Hvað sagði þetta fólk um líð- an sína á flugferðunum? „Sálfræðingur og flugstjóri fá þessar upplýsingar og samkvæmt upplýsingum þeirra lét fólk vel af líðan sinni í ferðunum. Á nám- skeiðunum kenna sálfræðingur- inn Álfheiður Steinþórsdóttir og flugstjórinn Páll Stefánsson og hafa þau kennt á námskeiðunum undanfarin ár.“ – Hvenær verður næst nám- skeið? „Það er fyrirhugað að halda námskeið á haustmánuðum en við höfum að jafnaði verið með tvö námskeið á ári.“ – Eru þessi námskeið nægilega oft? „Ef þörf hefur reynst brýn höf- um við sett á aukanámskeið, eink- um á vorin, en þá vakna margir upp við það að flugferð er á næstu grösum.“ – Hvernig lýsir flughræðsla sér? „Sálfræðingurinn tekur alla þátttakendur í einkaviðtöl til að greina hvers eðlis óttinn er, því ekki eru allir haldnir sams konar flugfælni. Sumir eru t.d. með inni- lokunarkennd, aðrir óttast það að vera ekki við stjórnvöl- inn sjálfir og þannig háðir öðrum. Loft- hræðsla er skýring á ótta sumra, ókyrrð í lofti veldur sumum kvíða og þannig mætti telja. Óttinn lýsir sér í fælni við aðstæður sem tengjast flugi á ein- hvern hátt. Fólk er oft ekki hrætt við að ferðast með öðrum farar- tækjum heldur tengist óttinn ein- göngu flugvélum. Fólk finnur til óþæginda mörgum dögum áður en það leggur af stað og smám saman grefur um sig vaxandi kvíðatilfinning. Ýmislegt í flug- ferðinni sjálfri getur svo skapað ótta þótt hann hafi ekki verið hendi, svo sem t.d. breytileg vél- arhljóð, hreyfing vélarinnar og lyktina um borð í vélinni.“ – En hvað með ef eitthvað hendir óþægilegt í flugferð og fólk verður flugfælið í kjölfar þess? „Fólki er þá líklega hvatt til að fara sem fyrst aftur og reyna að vinna bug á óttanum. Það er auð- velt að gleyma að flug er einn öruggasti ferðamáti sem til er og flugslys eru mjög sjaldgæf. Fólk veit lítið um flugvélar og hvað þær þola og ímyndar sér því oft hið versta.“ – Hvað með ef farþegar eru alltaf á róli og fara margir aftur í og bíða t.d. eftir að komast á sal- erni? „Það er ekki neitt til að óttast, jafnvægi flugvélarinnar breytist ekki við það, hleðslan sér um það.“ – Hvað með upplýsingar sem nýlega hafa komið fram um að fólk fái fremur blóðtappa á löngum flugferðum? „Við getum ráðlagt fólki hvíld og að takmarka neyslu á kaffi og kóladrykkjum sólarhring fyrir brottför og drekka mikið vatn í staðinn. Einnig er ráðlegt að drekka mikið vatn um borð í vél- inni og klæðast þægilegum fötum sem þrengja ekki að og standa upp á klukkutíma fresti til að teygja úr sér og koma blóðflæðinu af stað. Þetta er það helsta sem hægt er að gera svo farþegum líði vel og njóti flugsins.“ – Hefur afþreying um borð í flugvélum, svo sem tón- list og kvikmyndir, mikið að segja til að fyrirbyggja að flug- fælni nái sér á strik hjá farþegum? „Já, við teljum að slík afþreying sé af hinu góða og hjálpi farþegum að slaka á. Lest- ur styttir einnig stundir hjá fólki á löngum flugferðum. Þess má geta að þátttakendur á flugfælninám- skeiðum okkar fá slökunarspólur sem þeir geta gripið til ef fælnin gerir vart við sig. Mikilvægt er að slaka á og hugsa jákvætt um ferð- ina sem er fyrir höndum. Birna Garðarsdóttir  Birna Garðarsdóttir fæddist 11. mars 1970 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslun- arskóla Íslands 1991 og prófi úr Kennaraháskólanum 1995. Eftir námslok fór hún til New York og starfaði þar í hálft ár hjá Fasta- nefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum en hefur verið starfs- maður Flugleiða frá 1996, nú deildarstjóri í starfsþróunar- deild. Birna er í sambúð með Andra Ragnarssyni sölustjóra. Mikilvægt að slaka á og hugsa jákvætt BILUN átti sér stað í Douglas DC3 áburðarvél Landgræðslunnar fyrir nokkru. Bilunin varð í öðrum hreyfli vélarinnar en höfuðlegan fór í hon- um. Beðið hefur verið eftir uppgerð- um hreyfli frá Texas en vélin er það gömul að hætt er að framleiða hreyfla af hennar gerð. Flugvélin var við störf á Auðkúlu- heiði við Blöndulón er óhappið átti sér stað. Flugvélin er enn á þeim slóðum en hreyfillinn var fluttur í bæinn. Búist er við nýja hreyflinum í dag og mun flugvélin væntanlega verða starfshæf um helgina. Að sögn Stefáns Sigfússonar hjá Landgræðslunni hlaust talsvert fjárhagslegt tjón af óhappinu. Ný- uppgerður hreyfill kostar tæpar fimm milljónir en auk þess urðu hálfs mánaðar tafir á vinnu Land- græðslunnar. Bilun í flugvél Landgræðslunnar að hjúkrunarforstjórar telji að stöðuheimildir þyrftu að vera 1.852 miðað við hjúkrunarþörf á stofnun- unum. „Sé gengið út frá því er skort- ur á sjúkraliðum sem svarar 45,9% af stöðugildum.“ Mestur skortur á dvalarheimilum Sé litið á niðurstöður könnunar- innar út frá stofnunum kemur í ljós að skortur á sjúkraliðum miðað við stöðugildi er hlutfallslega mestur á dvalar- og hjúkrunarheimilum eða 52%. „Einnig er töluverður skortur á sjúkrahúsum og sjúkrasviði heil- brigðisstofnana eða 14%,“ að því er fram kemur í niðurstöðum. Sé þetta sama hins vegar skoðað UM 370 sjúkraliða vantar til starfa á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnun- um á landinu samkvæmt nýlegri könnun sem Landlæknisembættið gerði að beiðni heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra um þetta efni. Þar kemur fram að heildarfjöldi stöðu- heimilda fyrir sjúkraliða á landinu sé 1.364 en af þeim séu sjúkraliðar í 994 stöðum. „Skortur á sjúkraliðum miðað við stöðuheimildir er því 370 eða um 27%. Til að mæta þeim skorti hefur ófaglært starfsfólk verið ráðið í stöðuheimildirnar,“ segir m.a. í nið- urstöðum könnunarinnar. Í niðurstöðunum er tekið fram að stöðuheimildir gefi þó ekki alltaf rétta mynd af þörfinni. Er á það bent út frá mati hjúkrunarforstjóra á heildarþörf sjúkraliða kemur í ljós að skortur á sjúkraliðum er 74% á dvalar- og hjúkrunarheimilum og 23% á sjúkrahúsum og sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana. Þá kemur fram í könnuninni að hlutfallslega sé hvað mestur skortur á sjúkraliðum í Reykjavík og á Suð- urlandi. Könnunin náði til allra stofnana á landinu þar sem hjúkrun er veitt eða til alls 131 stofnunar. Sendur var út spurningalisti í febrúar árið 1999 til sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, heilsugæslustöðva, dvalar- og hjúkr- unarheimila sem og til endurhæfing- ar- og meðferðarstofnana. Alls svör- uðu 111 eða 84,7%. Um 370 sjúkraliða skortir Engar áhyggjur, góði. Frúin rankar við sér aftur, hún varð bara fyrir verðbólgu-skoti. LÖGREGLAN á Eskifirði lagði hald á myndavélabúnað á salerni gistiheimilis á Reyðar- firði á þriðjudag, í kjölfar kæru sem tvær þýskar stúlkur, sem voru gestir á gistiheimilinu, lögðu fram vegna búnaðarins. Myndavélin á salerninu var tengd við tölvu í móttökunni. Tveir eigendur gisitheimilis- ins, sem leigja út reksturinn og eru staddir í Reykjavík, munu ekki hafa vitað af málinu. Hald lagt á myndavél á salerni FRIÐÞÓR Eydal, upplýsinga- fulltrúi varnarliðsins, segir engra sérstakra viðbragða að vænta vegna umkvartana yfir lágflugi herflugvéla á hvalaslóð yfir Skjálfandaflóa enda séu heimildir til sjónflugs fyrir hendi frá flugmálastjórn. „Hafi einhver við það að athuga að flugvélar séu á þessu svæði út af ein- hverri starfsemi leita þeir bara til flugmálayfirvalda og þeirra sem reka slíka flugstarfsemi og fara fram á breytingar,“ segir hann. „Ef hins vegar íslensk stjórnvöld leituðu eftir því við varnarliðið að æfingaflugi yrði hagað á annan veg, þá yrði það örugglega tekið til skoðunar,“ sagði Friðþór. Hann bætti því jafnframt við að vélin sem kvartað var yfir væri björgunarvél sem fylgdi björgunar- þyrlum varnarliðsins til að gefa þeim eldsneyti á flugi. „Þeirra æfingaflug er m.a. til að kynna sér aðstæður hér,“ sagði Friðþór og bætti við að skipt væri um þessar vélar vikulega sem kallaði á að menn kynntu sér ís- lenskar aðstæður. Engar aðgerðir vegna lágflugs UNGUR maður lagði til móður sinnar með skærum í heima- húsi í suðurbæ Hafnarfjarðar í gærkvöld. Konan fékk áverka á háls og var flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Árásarmaðurinn gisti fanga- geymslur lögreglunnar í Hafn- arfirði í nótt og verður yfir- heyrður í dag. Talið er líklegt að hann hafi verið undir áhrif- um vímuefna. Réðist að móður sinni með skærum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.