Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sól sól skín á mig! Vantar þig ekki frábæra sólarvörn sem dekrar við húðina og lætur þér líða vel í ofanálag? Nú getur þú fengið þetta allt á einu bretti. Estée Lauder SunBlocks for Face and Body eru geislabanar fyrir andlit og líkama, sem gefa húðinni raka og gera hana fallegri um leið og þeir vernda þig gegn skaða af völdum útfjólublárra geisla sólar (UVA og UVB). Njóttu sólskinsins í sumar. Geislabanarnir gæta þín. Kringlunni, sími 568 9033 Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í versluninni í dag, föstudag og laugardag. ÞEGAR ég frétti að kvartett Benjamins Koppels ætti að leika á tónlistarhátíðinni á Ólafsfirði um daginn var ég alveg til í að skella mér norður, en á síðustu stundu var ákveðið að Benjamin og félag- ar héldu tónleika í Salnum í Kópa- vogi og vissu trúlega færri en vildu af saxófónljóninu unga þar. Eða kannski var dræm mæting vegna þess að menn vita ekki hver Benjamin Koppel er. Fyrst heyrði ég Benjamin nefndan fyrir tæp- um áratug. Lísa Pálsdóttir spurði mig hvort ég hefði hlustað á nýja diskinn með saxófónundrabarninu danska, Benjamin Koppel. Það hafði ég ekki og fékk diskinn lán- aðan. Benjamin var þá átján ára og lék af einstökum krafti og svei- flugleði. Það var greinilegt að þetta var einn af snillingum fram- tíðarinnar. Ekki skaðaði ætternið. Faðirinn hammondorganistinn og tónskáldið Anders Koppel, sem stofnaði hina frægu rokksveit Savage Rose með Thomasi bróður sínum og konu hans Annisette og muna margir enn tónlist þeirra við ballettinn Dødens triump, sem sýndur var á Konunglega. Seinna gerði Anders garðinn frægan með Bazaar, ásamt Peter Bastian og Flemming Quist Møller. Afi hans var tónskáldið fræga Herman D. Koppel og systirin gospelsöng- konan Maria Carmen Koppel og lengi gæti ég enn þulið upp fræga tónlistarmenn af Koppelkyninu. Benjamin Koppel býr yfir mik- illi útgeislun og saxófónleikur hans tryllir jafnt sem töfrar. Fyrsta lagið á efnisskrá kvart- ettsins var Mambo de la pianta eftir altósaxófónleikarann Art Pepper. Ýmsir muna sjálfsagt hljóðritun Peppers á þessum mambó þar sem hann lék dúett með sjálfum sér, en túlkun Kopp- els-kvartettsins var að sjálfsögðu á öðrum nótum. Mann langaði ekki síður til að dansa en á tón- leikum Irakere eða annarra eðal- djasssveita kúbanskra. Frands Rifbjerg stóð sig með prýði, en hann hljóp í skarðið fyrir tromm- ara kvartettsins Jacob Andersen. Þess má geta til gamans að Frands er ekki síður vel ættaður en Benjamin – faðir hans er einn helsti rithöfundur Norðurlanda, Klaus Rifbjerg. Næst kom splunkunýr ópus í sjö áttundu og ber enn ekkert annað nafn. Lýr- ísk ballaða ekki síður en Holt- emmen, einnig eftir Benjamín, en hana má finna á stórbrotnum dúó- diski hans og Steen Rasmussens: Quiftness, sem Stunt hefur gefið út. Merkilegt má telja að ekkert af tónlist Benjamins hefur fengist hérlendis þó hann hafi verið í röð helstu norrænna djassleikara síð- asta áratugar. Tvö næstu verk voru eftir Benjamin og má heyra þau á nýj- ustu kvartettskífu hans; armadillo race. Blue 4 Blue og Coconino Country. Annarsvegar fjörblús með boppbragði og hinsvegar lýr- ísk ballaða með rætur í evrópskri tónskáldahefð. Þarna kom hinn dýnamíski styrkur Benjamins vel í ljós. Síðasta lag fyrir hlé var svo trylltur mambó: Tin Tin Deo eftir Dizzy Gillespie. Eftir hlé upphófst ópus eftir píanistann Steen Rasm- ussen, Longin, blúsuð ballaða þarsem Benjamin blés meistara- legan sóló þarem allur styrkleika- skalinn var spenntur. Annar ópus eftir Steen var á efnisskránni: Better Get It Right First Time, fönkað kraftablús. Andres Koppel átti eitt lag eftir hlé, Rómeó og Júlíu, hæga sömbu með rokk- bragði. Þá léku Benjamin og Steen undurfagra ballöðu eftir Benjamin: Horneks. Básúnuleik- arinn Lis Wesberg var gestur í tveimur ópusum Benjamins, tit- illaginu af kvartettskífu hans fyrrnefndri sem var spiluð á formúlu eitt hraða og í ónefndu lagi í 6/8. Minnti það stundum á Móður mína í kví kví þó ljúfara væri. Lokalag tónleikanna var perlan Ellingtons Limbo Jazz, sem fyrst heyrðist er hann hljóðritaði með Coleman Hawkins, þar sönglaði Sam Woodyard með trommuleik sínum, enda vissi enginn að upp- taka væri hafin. Benjamin notaði lagið til að kynna félaga sína. Hinn vandaða píanista Steen Rasmussen, með karabískt blóð í æðum og smá Tynerisma, bassa- leikarann ljúftóna Jacob Christ- iansen, trommarann þétta, Frands Rifbjerg og básúnuleikar- ann Lis Wessberg, sem litaði tón- listina á réttum stöðum þó slakur sólisti væri. Sjálfur var Benjamin drifkraftur kvartettsins, virtúós á heimsmælikvarða. Þeir sem misstu af honum í þessari Íslandsferð geta huggað sig við það að hann kemur hingað átjánda ágúst er tekið verður for- skot á menningarnótt í Norræna húsinu. Þar leikur danska heims- djasssveitin Kakophonia, sem þeir feðgar skipa ásamt Jacob Andersen. Vernharður Linnet Heimsklassasax DJASS S a l u r i n n , K ó p a v o g i Benjamin Koppel altósaxófón, Steen Rasmussen píanó, Jonas Westergaard bassa og Frands Rifbjerg trommur. Gestaleikari: Lis Wessberg básúnu. 29.6. 2001. KVARTETT BENJAMINS KOPPELS LISTASAFN Íslands hefur fengið aukinn húsakost undir starfsemi sína á Laufásvegi 12. Ríkissjóður festi kaup á húseigninni fyrir Listasafn Íslands í árslok 1997, og á undanförnum árum hefur verið unnið að því að laga húsnæðið að þörfum safnsins. Í fyrradag buðu forsvarsmenn Listasafnsins menntamálaráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í skoðunarferð um húsið, sem er á fjórum hæðum ásamt kjallara og hýsir skrifstofur, starfsmannaaðstöðu, bókasafn og viðgerðarstofu. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, segir nýja húsnæðið hafa mikla þýðingu fyrir starfsem- ina, enda hafi sá hluti hennar sem nú flytur á Laufásveg 12 verið í bráðabirgðahúsnæði í safnbygg- ingunni fram til þessa. „Aðstaða viðgerðarstofunnar til að sinna við- haldi, umsjón og viðgerðum á lista- verkum er nú orðin mjög góð. Sama er að segja um bókasafnið, en listasafnið hefur hug á að byggja þar upp heimildarsafn um íslenska myndlist, sem nýtast mun í fræðslu- og rannsóknarstarfsemi. Síðast en ekki síst hefur aðstaða starfsmanna gjörbreyst til batnað- ar,“ segir Ólafur. Með flutningi hluta starfseminnar á Laufásveg 12 losnar einnig rými í safnbygg- ingunni sjálfri. Mun það verða nýtt undir verslun, geymslur og tölvu- og upplýsingaþjónustu við gesti safnsins. Hönnun húsnæðisins annaðist Go Form, Guðrún Margrét Ólafs- dóttir og Oddgeir Þórðarson, en Framkvæmdasýsla ríkisins hafði umsjón með verkinu. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, og Knútur Bruun, formaður safnráðs, leiða Björn Bjarnason menntamálaráðherra um nýtt húsnæði listasafnsins á Laufásvegi 12. Listasafn Íslands fær aukið rými LISTAMANNAPARIÐ Caroline Bittermann og Peter Duka hefur vakið athygli fyrir rómantískt aftur- hvarf sitt til hugmyndarinnar um lystigarðinn sem frumspekilegt og malerískt athvarf. Frá 1995 hafa þessir Berlínarbúandi Bæjarar unn- ið að viðamiklu hugmyndaverki sem þau kalla Þriðja herbergið – Die Dritte Kammer. Þriðja herbergið er ímyndað svið, eins konar hugmynda- banki eða samansafn, krossgötur, stefnumót og staður sífelldra um- breytinga. Útgangspunkturinn er annars vegar lystigarðurinn sem skipulagt svæði í bæ eða borg, og garðurinn sem draumkennt hugar- fóstur þar sem menn geta glatað sér í óáþreifanlegum dagdraumum. Það er ekki erfitt að sjá hvaðan þau Bittermann og Duka fá grunn- hugmyndir sínar. Barokkgarðurinn sem heimur á mörkum menningar og náttúru var stórkostlegt listaverk sem ekki nýttist aðeins sem afdrep til íhugunar og dagdrauma. Hann var viðfangsefni listamanna sem sáu í honum horfna paradís, aldingarð- inn sem maðurinn hafði glatað þegar hann komst til skilnings á sjálfum sér og aðstæðum sínum. Ef til vill hafa skipulagsfræðingar á borð við André le Nôtre, hönnuð Versala- garðanna, fengið meira olnbogarými til að umbylta umhverfinu en nokkr- ir aðrir listamenn, fyrr og síðar. Málarinn Claude Lorrain, sam- ferðamaður Le Nôtre, var fullkomin andstæða skrúðgarðameistarans því garðar hans voru ekki raunverulegir heldur myndir af draumsýn sem aldrei gat fyllilega ræst. Þó reyndu ófáir Englendingar á 18. öld að búa til garða sem litu út eins og lands- lagið í myndum Claude. Þannig urðu til raunverulegir garðar sprottnir af óraunverulegri draumsýn. Það eru einmitt slíkir snertifletir milli mynd- ar, uppdráttar og raunveruleika sem eru meginvettvangur þeirra Bitter- mann og Duka. Viðfangsefni þeirra teygja sig um alla króka og kima lysti- og skrúð- garða hvar sem þá er að finna, og hvort sem þeir geta heitið raunveru- legir eða ímyndaðir. Ef staðsetja ætti tvímenningana einhvers staðar meðal annars konar listamanna þá líkjast hugmyndir þeirra einna helst sérstæðum þankagangi Borges heit- ins. Garður stíganna sem greinast er á skyldum nótum, enda var Borges þannig sagnaþulur að menn vissu sjaldnast hvar raunveruleikanum sleppti og hugmyndaflugið tók öll völd. Reyndar eiga Bittermann og Duka fjölmarga samferðarmenn í rómantískri leit sinni að Garði hinna jarðnesku lystisemda. Gallerí Gangur hefur þeg- ar kynnt okkur verk Alice Stepan- ek og Steve Maslin, sem hafa bæki- stöðvar í Köln, en segja má að Gal- erie für Land- schaftskunst í Hamborg, með þau Önnu Guðjónsdótt- ur og Till Krause í forsvari, sé mikil vítamínsprauta fyr- ir þetta sérstæða afturhvarf til skrúðgarðsins í sinni umfangsmiklu mynd. Á Gangi Rekagranda 8, kynntu þau Bittermann og Duka þriðju manneskjuna til sögunnar, sem er Christine nokkur Buck, garðyrkju- maður í aldarfjórðung, og umsjón- armaður síðastliðin sjö ár með Hall- areyjunni í Köpenick, í útjaðri Berlínar. Tvímenningarnir taka Buck umyrðalaust sem listamanni og nýta sér óeigingjarnt starf henn- ar til vangaveltna um enn eina hlið listræktar sinnar. Þannig verður til ný opnun í hugmyndabanka málar- anna tveggja með tilkomu þessa samviskusama garðyrkjustjóra sem haldið hefur Hallareyjunni í horfinu gegnum þunnt og þykkt, meðal ann- ars fall Berlínarmúrsins og samein- inguna. Greinilegt er að málaralist eins og sú sem Bittermann og Duka iðka nær langt út fyrir þær þröngu skorður sem slíkri list eru jafnan settar hér á landi. Leitin að hinu maleríska MYNDLIST G a l l e r í G a n g u r , R e k a g r a n d a 8 Sýningu lokið. MÁLVERK CAROLINE BITTERMANN & PETER DUKA Christine Buck, hinn frjói vitorðsmaður málaranna Caroline Bittermann og Peter Duka. Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.