Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 29 SUMARTÓNLEIKARNIR við orgelið hóf- ust sl. sunnudagskvöld með tónleikum ungs org- elleikara, Eyþórs Inga Jónssonar, sem stundar framhaldsnám í orgelleik og kórstjórn í Svíþjóð. Óhætt er að fullyrða, að hér er á ferðinni efnileg- ur tónlistarmaður, sem trúlega á eftir láta heyra til sín svo eftir verði tekið. Tónleikarnir hófust á reisulegu Preambulum í G-dúr eftir Heinrich Scheidemann (1596-1663), sem lærði hjá föður sínum, David, og einnig hjá Sweelinck og tók við stöðu föður síns sem orgelleikari við Katrínar- kirkjuna í Hamborg. David átti þátt í útgáfu sálmabókar, ásamt feðgunum Hieronymus og Jacob Praetoríusi (ekki af sömu ætt og Michael Praetorius), þar sem sálmalagið var í efstu rödd en ekki í tenórröddinni, eins og áður hafði tíð- kast. Heinrich var frægur kennari og meðal nemenda hans var Reinken, Fabricius og Weck- mann. Eyþór lék verkið með nokkuð þykkri raddskipan, þar sem lágraddirnar „skyggðu“ að nokkru á efri raddirnar. Eftir J.S. Bach lék Eyþór kóralforspil úr 3. hefti Clavier-Übung, Dies sind die heilgen zeh- en Gebot og er í þessu kóraforspili unnið með sálmalagið (cantus firmus) í canon (keðju), en var mjög fallega mótað af Eyþóri, bæði í leik og raddskipan. Á eftir þessu fallega verki kom són- ata í B-dúr, op. 65, sú fjórða af sex, eftir Mend- elssohn. Í þessum verkum reynir Mendelssohn að samhæfa rómantíkina og kontrapunktískar vinnuaðferðir J.S. Bachs. Í fyrsta og síðasta kaflanum var raddskipanin allt of bólgin en í góðu jafnvægi í miðþáttunum. Að öðru leyti var sónatan leikin af öryggi og með töluverðum til- þrifum. Nun freut euch, (BUXWV 210) kóralfantasía eftir Buxtehude, var næsta viðfangsefni, en í þessari kóralfantasíu, ásamt nr. 223, og nokkr- um öðrum verkum, er unnið sérstaklega yfir hverja hendingu sálmsins, þannig að verkið skiptist í röð aðgreindra og andstæðra kafla og var þessi aðferð einnig notuð er norður-þýsku orgelleikarnir léku af fingrum fram. Fantasían var hið besta flutt og sama má segja um org- elsvítu nr. 2 úr L’orgue mystique eftir franska orgelleikarann Charles Tournemire, er lærði m.a. hjá d’Indy og tók við stöðu orgelleikara við kirkju heilagrar Klóthildar, á eftir Cesari Franck. Hann var frægur fyrir leik sinn af fingr- um fram og samdi óperur, sinfóníur (8), marg- vísleg kammerverk og L’orgue mysticque, sem eru 5 þátta svítur fyrir alla sunnudaga kirkju- ársins. Ef allar svíturnar eru jafn tilbrigðalitlar og sú nr. 2, sem var eitt allsherjar hljóma mall, væri meirháttar mál að lenda í því að hlusta á þetta verk í heild, þrátt fyrir að það væri eins vel flutt og hjá Eyþóri. Tónleikunum lauk með org- elforspilinu Wir glauben all an einem Gott, eftir meistara J.S. Bach, úr 3. hefti Clavier-Übung, glæsilegu „organo pleno“-verki, sem var leikið af mikilli reisn, en full þykkri raddskipan, sem er freistandi, þegar leikið er á Klais-orgel Hall- grímskirkju. (Það var nokkuð áberandi að það vantaði á að sumar háraddir orgelsins væru hreinar.) Það fer ekki á milli mála, að í Eyþóri Inga Jónssyni má eiga von í góðum orgelleikara og verður fróðlegt að fylgjast með framgangi hans í framtíðinni, því svo sem heyrt verður af einum konsert, hefur hann þegar öðlast það ör- yggi í leik, sem ætti að nýtast honum vel í hinni erfiðu og tímafreku glímu við verk meistaranna. Efnilegur tónlistarmaður TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Eyþór Ingi Jónsson flutti verk eftir Scheide- mann, J.S. Bach, Mendelssohn, Buxtehude og Tournemire. Sunnudagurinn 1. júlí 2001. SUMARTÓNLEIKAR VIÐ ORGELIÐ Jón Ásgeirsson LJÓÐA- og tónlistarkvöld verður haldið í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2 í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20. Þetta er sjálfstætt framhald af námskeiðinu „Hug- leiðsla í dagsins önn“ sem hófst í síð- ustu viku. Farið verður í einfaldar hugleiðsluæfingar, lesin þýdd ljóð á íslensku eftir Sri Chinmoy og hljóm- sveit mun leika og syngja lög eftir hann. Ljóða- og tónlistarkvöldið er ókeypis og á vegum Sri Chinmoy miðstöðvarinnar. Ljóða- og tónlistarkvöld Gallerí Reykjavík, Selið Sýningu Olgu Pálsdóttur, Ímynd íslenskra kvenna, lýkur á laugardag. Sýningin er opin daglega frá 13–18. Sýningu lýkur  LÁTTU þér líða vel er sjálfs- hjálparbók eftir Jane Alexander í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Í kynningu segir m.a.: „Ekki er leitast við að predika ákveðna stefnu í heilsurækt, slökun, hugleiðslu, mataræði eða hreyfingu, heldur er bókin safn af því besta á þessum sviðum. Hér má því finna ráð úr al- exanderstækni, reiki, næringar- fræði, hugleiðslu, jóga, shiatsu og hómópatíu jafnt sem heilræði ættuð úr tímaskipulagningu í fyrirtækjum og streituráðgjöf. Bókin er byggð á þeirri hugsun að fólk geti auðveld- lega teflt saman aðferðum og ráð- leggingum úr ólíkustu áttum til að létta sér lífið og láta sér líða vel.“ Útgefandi er Bókaútgáfan For- lagið. Anna Cynthia Leplar hannaði kápu. Bókin er 159 bls., prentuð í Singapúr. Verð 1.880. kr. Nýjar bækur ♦ ♦ ♦ FEÐGARNIR Guðjón Þ. Kristjáns- son og Björgvin Guðjónsson opna sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á laugardag. Verkin eru aðallega unnin með þurrpastel og olíupastel, en einnig akrýl og olíu. Þemað í verkunum er manneskjan og stemmningar af ýmsu tagi. Guðjón hefur tekið þátt í samsýningum með myndlistarfólki úr Baðstofunni í Keflavík og Nýrri vídd í Sandgerði. Björgvin er fæddur árið 1975 og stundar nú nám í grafískri hönnum við Myndlistaskólann á Akureyri. Myndefni hans er landslag og fig- úratífar myndir, unnar í þurrpastel og akrýl. Við opnum sýningarinnar mun frændi þeirra feðga Ólafur Kjartan Sigurðarson, barítonsöngvari, syngja nokkur lög. Listasetrið er opið alla daga nema mánudag frá kl. 15–18 og lýkur sýn- ingunni 12. ágúst. Feðgar sýna á Akranesi ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.