Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 33 Jón Sigurðsson hóf útgáfu á Nýjum félags- ritum árið 1841, sem í rúma þrjá áratugi var höfuðmálgagn Íslendinga í sjálfstæðisbarátt- unni. „Það má sjá strax á fyrstu blöðunum að Íslendingar höfðu fengið ný fyrirheit og fóru að leiða hugann að ýmsu því sem okkur skipti mestu. Það var Alþingismálið, verslunarmálin, skólamálin og fjárhagsmálin. Íslendingar fengu svo fyrirheit um end- urreisn Alþingis með konungsúrskurði árið 1843 og það kom saman í fyrsta sinn sumarið 1845,“ segir Halldór. Árið 1843 sendu 63 menn úr Múlaþingi dönskum þingmanni, Balthasar Christensen, þakkarávarp fyrir stuðning hans við Alþing- ismálið á þinginu í Danmörku og segir Halldór að þetta hafi verið mjög athyglisverður og lýs- andi atburður. „Þetta var merkilegt því hér voru einungis leiguliðar á ferðinni, hvorki embættismenn né stórbændur, en fæstir þeirra áttu kosningarétt samkvæmt hinum nýju kosningalögum. Þetta þótti mönnum erlendis bera vott um að al- mennur stjórnmálaáhugi væri mikill á Íslandi og stjórnmálaþroski. Þessari aðferð, að kalla saman fundi og undirbúa ávörp og áskoranir, beitti Jón Sigurðsson mikið og hafði það auðvit- að tvenns konar tilgang. Bæði hélt þetta þjóð- inni vakandi og upplýstri um það sem var að gerast og fékk menn til að leggjast á sveif með honum í sjálfstæðisbaráttunni,“ segir Halldór. Hugvekja til Íslendinga Kristján áttundi lést 1848. Á banabeði gaf hann syni sínum, Friðriki sjöunda, það ráð að koma á þingbundinni kongungsstjórn. Lýsti Friðrik því yfir strax eftir lát föður síns að hann myndi láta af einveldi og setja ríkinu nýja stjórnarskrá. „Þetta vakti Íslendinga og Jón Sigurðsson brá skjótt við. Hann skrifaði í Ný félagsrit Hugvekju til Íslendinga sem átti eftir að verða stefnuskrá okkar í sjálfstæðismálunum. Þar skýrir hann þær kröfur sem við skyldum gera og færir bæði söguleg og lögfræðileg rök fyrir því að Íslendingar hafi árið 1262, með Gamla sáttmála, gert samning við Noregskonung milli tveggja jafn rétthárra aðila og með gagn- kvæmum uppsagnarákvæðum, samning við Noregskonung en ekki norsku þjóðina. Þegar Noregur kom undir Danakonung færðist samn- ingurinn yfir á hann, eins og glöggt kom í ljós við einveldishyllinguna árið 1662, og þess vegna hljóti konungur að afsala einveldinu til Íslendinga með sama hætti og hann afsalaði einveldinu til Dana áður,“ segir Halldór og bendir á að baráttan hafi að sjálfsögðu verið harðsnúnari fyrir Íslendinga en Dani, að því leyti að Íslendingar voru að berjast fyrir rétti sínum gegn erlendum einvaldi og því að fá vald- ið inn í landið. Jón Guðmundsson stóð fyrir því að fyrsti Þingvallafundurinn yrði kallaður saman, þá þegar um sumarið. Þar hittust 19 menn og var samþykkt bænaskrá sem 2500 manns svo und- irrituðu og var hún send konungi. „Áður en bænaskráin barst konungi hafði hann skrifað bréf þar hann kvað upp úr um að staða Íslands yrði ekki ákveðin nema Íslend- ingar gætu sjálfir látið í ljós álit sitt og skyldi það lagt fyrir Alþingi, ráðgjafarþingið. Síðan var ákveðið að þjóðfundur skyldi kallaður sam- an árið 1850. Úr því varð ekki vegna Slésvík- urdeilunnar en hann var svo kallaður saman 5. júlí 1851,“ segir Halldór. Ljóst að Trampe hafði verri tíðindi að flytja en við var búist Þegar leið að þjóðfundinum segir Halldór að ljóst hafi orðið að fulltrúi konungs, Trampe greifi, myndi hafa þar önnur og verri tíðindi að flytja en Íslendingar bjuggust við. Í stjórn- arskrárfrumvarpi sem hann hugðist leggja fram var í fyrsta lagi gert ráð fyrir að Íslend- ingar yrðu hluti af danska ríkinu og að þeir yrðu algjörlega undir danska þingið settir. „Þessu gátum við ekki unað og athugun leiddi í ljós að þetta plagg var svo afturhaldssamt og vesælt að stjórnskipunarnefnd þingsins ákvað að semja nýtt frumvarp sem lagt skyldi fyrir þingið. Áður höfðu þessir sömu menn einnig fjallað um verslunarmál og þar náðu þeir fram miklum lagfæringum, sem voru samþykktar af þjóðfundinum, og gengu þær umbætur eftir á næstu árum. Þegar dró að því að þessi stjórn- skipunarnefndskilaði hinu nýja frumvarpi ákvað Trampe greifi að þjóðfundinum yrði slit- ið,“ segir Halldór. Þingmenn sögðu einu hljóði: Vér mótmælum allir! Atburðarás þjóðfundarins er enn í minnum höfð og þekkja flestir frásögnina af hinum áhrifamikla hápunkti fundarins þegar menn risu upp og mæltu einum rómi: Vér mótmælum allir! Lýsingar af atburðum fundarins má finna í fundargerðarbók, sem og bréfum fund- armanna, en hér verður látin fylgja lýsing Hannesar Hafstein, úr áðurnefndri grein hans sem birtist í Andvara árið 1902. „Svo rann þá upp hinn 9. ágúst. Lögin um siglingar og verzlun voru nýlega orðin sam- þykkt og nefndarálitið og frumvarpið í stjórn- lagamálinu var um það leyti fullprentað og átti nú brátt að koma á dagskrá. Nefndartillög- urnar í kosningamálinu voru tilbúnar undir prentun. – Daginn áður hafði forseti stefnt til fundar þennan dag, „af því að konungsfulltrúi ætlaði að skýra fundinum frá einhverju“. Hinir dönsku dátar ljetu venju fremur mikið á sér bera með vopnaburði þegar fyrir fundinn og danskt herskip lá í höfninni. Fulltrúarnir komu á fund, og greifinn sté í stólinn [...] nefndina í stjórnskipunarmálinu átaldi hann fyrir starf hennar og seinlæti, og sagði, að álit hennar væri þannig úr garði gert, að þjóðfundurinn hefði enga heimild til að taka það til meðferðar nema til að vísa því heim til nefndarinnar aftur til nýrrar og löglegri meðferðar. Kvaðst hann því ætla að enda fundinn þá þegar, til þess að „baka ekki landi þessu fleiri óþarfa útgjöld en orðið væri“. Þetta dundi eins og skrugga úr skýru lofti, en um leið og konungsfulltrúinn sagði; „lýsi jeg því þá yfir í nafni konungs“ greip Jón Sigurðsson fram í og mælti; „Má jeg biðja mér hljóðs til að forsvara gjörðir nefnd- arinnar og þingsins?“ Forseti [Páll Melsteð] svarar „Nei“. Lauk þá konungsfulltrúi máli sínu og sagði „að fundinum er slitið“. Jón Sig- urðsson stóð þá jafnskjótt upp og mælti: „Þá mótmæli jeg þessari aðferð“. Konungsfulltrúi gekk þá úr sæti sínu ásamt forseta og kvaðst vona, að þingmenn hefðu heyrt, að hann hefði slitið fundinum í nafni konungs. Jón Sigurðsson svaraði: „Og jeg mótmæli í nafni konungs og þjóðarinnar þessari aðferð, og áskil þinginu rjett til að klaga til konungs vors yfir lögleysu þeirri, sem hjer er höfð í frammi“. Þá risu upp þingmenn og sögðu einu hljóði: „Vér mótmæl- um allir“.“ r mótmælum allir!“ gurðssyni lendingar 7 á danska r skák að ungkjörn- onar ustu agsmuna- ræðu voru r verið til il gæfu og unnar um þar verið sum við- sýn Jóns nustu og í en hann horf er nú viðskipti rjáls. Jón ð með því ndi okkur við leitað okkar. Við st í heim- r um hið lýtur að frjáls. Við rður sú á m að þetta a og verða ona ég og t var ekki óðfundur- abils sem gar settu ram með að til full- ar fengið. allir“ hafi við Dani, til þess að stappa í menn stálinu og til áminningar um að láta ekki deig- an síga. „Þjóðfundurinn var þannig tákn okkar í sjálfstæðisbaráttunni, alveg þangað til Hannes Hafstein varð ráðherra 1904 og raunar fram til 1918. Eftir að við höfðum náð lýð- veldi, þá hélt þjóðfundurinn áfram að vaka í brjóstum Íslendinga. Ég man eftir því frá því að ég var lítill drengur að þjóðfundurinn var ofar- lega í huga foreldra minna, að ég tali ekki um afa míns og ömmu, og það skýra fyrirheit að við Íslendingar yrðum að gæta fengins sjálfstæðis. Sjálfstæðisbaráttan væri ekki unnin í eitt skipti fyrir öll heldur væri hún ævarandi og að við mættum ekki láta það merki falla sem reist var á þessum fundi. Af þessum sökum er þjóðfundurinn heilagur í hugum margra enn þann dag í dag,“ segir Halldór. Íslendingum til gæfu að fundinum skyldi vera slitið Þjóðfundurinn skipti Íslendinga mjög miklu máli, segir Halldór, vegna þess að í aðdraganda hans og á fundinum sjálfum skýrðust þær kröfur sem gera þurfti á hendur Danakonungi til að endurheimta sjálfstæði og fullveldi. Ágreiningur- inn milli Dana og Íslendinga varð skýrari. „Í hinu danska stjórnarfrumvarpi stóð að Ísland væri óaðskiljanlegur hluti Danmerkurríkis en okkar orðalag var að Ísland yrði hluti Danaveldis með sérstökum lands- réttindum. Í öðru lagi var sett fram sú krafa að hér á Íslandi yrði þing sem hefði löggjafar- og fjárveitinga- vald, í stað ráðgefandi þings. Í þriðja lagi kröfðumst við þess að landsstjórnin yrði innlend. Að ráð- gjafar konungs væru íslenskir og störfuðu á Íslandi. Þetta gekk síðan fram með stjórnarskránni árið 1874, þá fengum við löggjafarvaldið og fjárveitingavaldið inn í landið, en síðan fengum við framkvæmdavald- ið með því að Hannes Hafstein varð Íslandsráðherra, skipaður 1. febrú- ar árið 1904,“ segir Halldór. „Hannes Hafstein telur að í ljósi sögunnar hafi það orðið okkur Ís- lendingum til mikillar giftu að Trampe greifi skyldi hafa slitið þjóðfundinum, áður en kom til at- kvæðagreiðslu um frumvarp kon- ungs og frumvarp íslensku þing- mannanna. Málstaður okkar varð miklu skýrari og afdráttarlausari í hugum manna eftir fundinn, af því að engin málamiðlun kom til greina. Það má búast við því að hefði fund- urinn haldið áfram með eðlilegum hætti, þá hefðu ýmsar hjáróma raddir heyrst um að sætta sig við minni hlut til að ná að minnsta kosti einhverju fram handa okkur Íslend- ingum, með þeim rökstuðningi að lítið sé betra en ekki neitt. En til þessa kom ekki og þess vegna urðu sjálfstæðiskröfurnar miklu skýrari í hugum Íslendinga og þeir miklu ákveðnari en ella. Það má því segja að þessi framkoma hafi mjög veikt stöðu Dana hér á landi og eflt sjálf- stæðisvitund okkar Íslendinga,“ segir Halldór. Herskip og hermenn í viðbragðsstöðu Hann segir það einnig hafa orðið til að fylkja Íslendingum á bak við Jón Sigurðsson og fylgismenn hans, að á meðan á fundinum stóð lá danskt herskip hér úti fyrir strönd- inni og hermenn voru á stjái. „Þetta þótti Íslendingum undar- legt og satt að segja mjög óviðeig- andi og gefa í skyn að Danir væru reiðubúnir til að grípa til vopna ef á þyrfti að halda.“ Halldór bendir á að Danir hafi gengið fram af hörku á ýmsum svið- um eftir þjóðfundinn. Í kjölfar hans hafi það til dæmis gerst að þeir embættismenn, sem harðast gengu fram, voru sviptir embættum sín- um, þeir Kristján Kristjánsson frá Illugastöðum, land- og bæjarfógeti í Reykjavík, og Jón Guðmundsson sem settur var sýslumaður í Skafta- fellssýslu. „Jón gerðist síðan ritstjóri Þjóð- ólfs um langt skeið og var mikill stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar og stóð fast við bakið á honum. Þjóð- ólfur varð þannig í höndum hans, með Nýjum félagsritum, beittasta vopnið sem við áttum í baráttunni við Dani þegar við vorum að end- urheimta sjálfstæðið. Við skulum heldur ekki gleyma því að Jón Sig- urðsson átti aldrei kost á embætti hér á landi og til þess var jafnvel gripið að reyna að kveða Íslendinga niður með því að banna prentun Þjóðólfs, en það hafði að sjálfsögðu gagnstæð áhrif,“ segir Halldór. Rómantísk hugmynd frá síðustu öld? Um það hvort hugmyndir um sjálfstæði þjóða á borð við þær sem uppi voru á tímum þjóðfundarins eigi erindi til fólks í samtímanum, segir Halldór: „Sumir gera lítið úr því að þjóðir þurfi að vera sjálfstæðar og segja að það sé rómantísk hugmynd frá síð- ustu öld. Þessi hugsun hefur komið fram af og til. En ég get ekki hugsað mér annað en að við Íslendingar varðveitum sjálfstæðishugsjón okk- ar. Ég tel að aukið frelsi og velmeg- un í heiminum og meiri mannrétt- indi útiloki ekki að þjóðirnar geti haldið sérkennum sínum og talað sitt móðurmál, þó að aðrar tungur heyrist líka og menn hljóti að læra þær. Eins getum við aftur spurt; Hvað er það sem veldur því að Íslending- ar eru sjálfstæð þjóð? Stundum segjum við að það sé fjarlægð okkar frá öðrum löndum, við segjum líka að það sé tungan sem geri okkur að sjálfstæðri þjóð og svo sjálfstæð ís- lensk menningin. Það er að minnsta kosti alveg ljóst að sú hámenning sem hér stóð fram undir 1300 var einstök í Evrópu og enginn vafi á því að Egill Skallagrímsson var mesta skáld sinnar tíðar og Snorri Sturluson var mesti rithöfundur í Evrópu eða að minnsta kosti jafnoki þeirra sem uppi voru samtímis hon- um. Þessara verka getum við ekki notið nema við tölum tungu okkar. Meðan við gerum það getum við sett okkur á háan hest, gagnvart öðrum þjóðum stærri, af því að við höfum af miklu að státa. En það þýðir ekki að við eigum að vera með rembing. Það þýðir einungis að við höfum sama rétt til sérstöðu og hinir sem fleiri eru. Hitt er uppgjöf og úr- ræðaleysi að ímynda sér að við get- um ekki búið okkur sömu lífskjör og sömu tækifæri og aðrar þjóðir hjálparlaust, það hefur reynslan sýnt,“ segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis. R LIÐIN FRÁ ÞVÍ AÐ ÞJÓÐFUNDUR ÍSLENDINGA VAR SETTUR Morgunblaðið/Billi Halldór Blöndal, forseti Alþingis, við bókina þar sem fundargerð þjóðfundar er rituð. bab@mbl.is Jón Guðmundsson Jón Sigurðsson Kristján Kristjánsson Páll Melsteð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.