Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í EVRÓPSKRI könnun sem hol- lensku neytendasamtökin fram- kvæmdu kom fram að af tíu barnabíl- stólum sem ætlaðir eru börnum undir 13 kg, fá aðeins fimm mið- lungseinkunn, eða 3 af 5 mögulegum, og fást tveir þeirra hér á landi, Bebe Confort Elios og Britax Rock-a-tot Deluxe. Hinir fengu lægri einkunn. Aðrir barnabílstólar í könnuninni sem fást hér eru Britax Rock-a-tot, Maxi Cosi Mico, HTS BeSafe Kid, Bebe Confort Iseos, Maxi Cosi, Priori og Maxi Cosi Rodi og fá þeir allir einkunnina 2. Allir stólarnir í könnunni eru við- urkenndir samkvæmt núgildandi evrópskum öryggisreglum, ECE 4403, en á heimasíðu norsku neyt- endasamtakanna www.forbrukerra- det.no kemur fram að í könnuninni voru notaðar strangari prófunarað- ferðir en evrópsku reglurnar segja til um. Meira álag í slysum en hefðbundnum prófunum Aðstandendur könnunarinnar gagnrýna evrópskar prófunarreglur fyrir að vera ekki nógu strangar og segja þær ekki tryggja öryggi barna í umferðinni. Áralöng reynsla sýni að álagið á barnabílstóla í umferðarslys- um sé mun meira en í prófunum, í þeim sé m.a. ekki tekið tillit til öryggis sem bílstólar eiga að veita í hliðarárekstrum en mjög mismun- andi sé hvort góð bólstrun sé í hliðum stólanna. Fram kemur að verið sé að endurskoða evrópsku reglurnar og að hliðarprófanir verði teknar upp. Barn best varið snúi það baki í akstursstefnu „Núgildandi lágmarkskröfur um prófanir mættu vissulega vera strangari en ég bendi á að hér er um að ræða stóla sem standast þær kröf- ur sem gerðar eru samkvæmt evr- ópskum reglum,“ segir Margrét Sæ- mundsdóttir hjá Umferðarráði. „Þess ber þó að geta að hér á landi er hægt að fá leigða barnabílstóla sem eru sérstaklega hannaðir til að þola hliðarárekstra og bílveltu.“ Hún seg- ir að á meðan bílaframleiðendur keppist við að finna upp nýjan öryggisbúnað til þess að auka öryggi fullorðinna farþega í bílum gleymi þeir börnunum og nefnir sem dæmi öryggispúða sem vernda fullorðna í bílbeltum vel í árekstrum en eru lífs- hættulegir börnum undir 140 sm. „Börn mega ekki sitja í sætum þar sem öryggispúðar eru og er þar með búið að útiloka möguleikann á að barn geti verið í framsæti í bakvís- andi bílstól. Auðvelt er að hafa ung- barnabílstóla í aftursæti en stærri gerðina af bakvísandi stólum er mun auðveldara að hafa í framsæti. Þetta er slæmt því barnið er best varið snúi það baki í aksturstefnu en bakvísandi bílstólar eru allt of lítið notaðir hér á landi.“ Hún segir að þrátt fyrir að að- standendur könnunarinnar gagnrýni hönnun barnabílstóla þá skuli skýrt tekið fram við foreldra að börn séu auðvitað betur varin í barnabílstól, þó að hann sé lélegur, en að vera laus. „Börn mega ekki undir nokkrum kringumstæðum vera laus í bíl enda eiga börn undir 6 ára aldri að nota sérstakan öryggisbúnað í bíl sam- kvæmt umferðarlögum hér á landi.“ Í könnuninni kemur fram að barnabílstólar passi ekki eins vel í alla bíla, þannig fái þeir jákvæða um- sögn í einum bíl en neikvæða í öðrum. „Reynsla okkar hjá Umferðarráði er að bráðnauðsynlegt sé að fólk máti stólinn í bílinn áður en hann er keypt- ur. Þá viljum við vara við því að not- aðir bílstólar séu keyptir þar sem kaupandi veit ekkert um sögu hans,“ segir Margrét. Evrópsk rannsókn á öryggi barnabílstóla 75% bílstóla stóð- ust ekki væntingar Þrír af hverjum fjórum barnabílstólum eru ekki nægilega öruggir ef bíll lendir í hörð- um árekstri samkvæmt niðurstöðum evr- ópskrar könnunar á öryggi barnabílstóla. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Aðstandendur könnunarinnar segja evrópskar reglur um ör- yggi barnabílstóla ekki nógu strangar. Bílstóllinn á myndinni tengist ekki efni greinarinnar. Hversu góðar eru forfallatrygging- ar sem kortafyrirtækin bjóða upp á? Hvað með eigin áhættu og hversu há er tryggingaruppæðin? Forfallatryggingar er hægt að kaupa þegar ferð er keypt á ferða- skrifstofu. Ef að minnsta kosti helm- ingur ferðarinnar er greiddur með greiðslukorti fylgja forfallatrygging- ar yfirleitt með. Þá er rétt að muna að ef til tjóns kemur, ef ferðin er af einhverjum orsökum ekki farin, fæst ekki endilega fullt verð farseðlanna endurgreitt. Fyrst kemur til eigináhætta. Sig- mar Scheving tryggingaráðgjafi Tryggingarmiðstöðvarinnar sem er tryggingaraðili Europay og VISA segir eigináhættuna vera 8.000 kr. af hverjum farseðli. „Þetta var alltaf miðað við 100 dollara en í dag er þetta orðin föst upphæð, 8.000 kr.“ Forfallatryggingar með greiðslu- kortum eru einnig með ákveðinni há- marksupphæð. Á ferðakortum beggja kortafyrirtækja er hámarks- upphæðin 60.000 kr. að sögn Sig- mars. Á Gullkortum er hún 80.000 kr. og getur verið hærri á Platínum- kortum og fyrirtækjakortum. Frá þessari upphæð dregst svo eigin- áhættan. Ef kostnaðurinn við hvern farmiða er hærri en hámarksupphæð sem greiðslukortin tryggja er rétt að kaupa sérstaklega forfallatryggingu fyrir afganginum af upphæðinni að sögn Sigmars: „Fólk getur tryggt mismuninn, flestar ferðaskrifstofur sjá um það fyrir fólk. Einnig er hægt að gera þetta beint í gegnum trygg- ingafélögin en það verður að gera sama dag og farseðillinn er greiddur. Þá er engin eigináhætta af afgangi upphæðarinnar, einungis 8.000 kr. sem er alltaf á kortatryggingunum.“ Kostnaðurinn við þessa auka- tryggingu er sá sami hjá öllum tryggingafélögunum, 3,5% af verð- mæti þess sem tryggt er. Spurt og svarað um neytendamál Verð frá kr. 30.875,-stgr. GENGI GJALDMIÐLA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.