Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 27 SÆNSKI kórinn Erik Westberg Vokalensemble kemur fram í tónleikaröðinni Sumarkvöld við org- elið í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20. Erik Westberg er kórstjóri sem fer ekki troðnar slóðir í starfi sínu. Starf hans hefur borið hann til Wollongong í Ástralíu og Sao Paulo í Brasilíu og um víðan völl þar á milli, og hann stjórnar jafnt samísku jojki sem kyrrahafskórsöng. Tvívegis hefur hann verið sérlegur kórstjóri við afmæli kóngsins í Tonga, en Tonga er ein af austustu eyjum Suður- Kyrrahafsins og það land á jörðinni sem fyrst lítur hvern nýjan dag. Erik Westberg hefur þó líka sinnt hefðbundnum störfum kórstjóra og hefur reyndar gert það á þann máta að eftir hefur verið tekið. Hann er í röð fremstu kórstjóra Svía; lærði hjá sjálfum Eric Ericson, og hefur stjórnað mörgum bestu kórum Svía. Hann stofnaði eigin kór, Erik Westberg Vokalensemble, árið 1993, og var hug- mynd hans að skapa syngjandi hljóðfæri í háum listrænum gæðaflokki. Kórfélagar eru 16, allt at- vinnufólk í tónlist. Meðal þess sem kórinn syngur á Sumarkvöldi við orgelið í kvöld er Biegga Luohte frá 1998, eftir Jan Sandström, byggt á jojki sama- prestsins Johans Märaks sem jojkar með kórnum. Jojk er samískt og er aðferð til að tjá hugsanir sín- ar. Það eru ekki bein orð heldur gefur það sálinni flug í átt til hins guðdómlega. Jojk er jafngamalt samískri menningu. Flest jojk á ævafornar rætur og hefur varðveist kynslóð eftir kynslóð. Meðal ann- arra verka á tónleikunum er Bachmessa 2001 eftir ungt tónskáld, Erland Hildén. Kórinn syngur einn- ig Festival Te Deum eftir Benjamin Britten, sænsk kórverk og íslensk, þar á meðal Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Organisti í för með kórnum er Mattias Wagerlauk, en auk þess að leika með kórnum ætlar hann að spinna á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju. Jojkað og spunnið á Sumarkvöldi við orgelið Erik Westberg kórstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.