Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 53 DAGBÓK SUÐUR spilar fimm tígla eftir opnun vesturs á 13– 15 punkta grandi: Norður ♠ ÁK74 ♥ G8765 ♦ KG3 ♣ 10 Vestur Austur ♠ D853 ♠ G109 ♥ Á2 ♥ D1094 ♦ 8764 ♦ – ♣ÁK3 ♣987652 Suður ♠ 62 ♥ K3 ♦ ÁD10952 ♣DG4 Útspilið er laufkóngur og tígull í öðrum slag. Við borðið myndu flestir sætta sig við að spila hjarta á kónginn í þeirri veiku von að vestur hafi teygt sig í grandopnun á 12 punkta, enda vandséð hvar ætti að reyna við ellefta slaginn annars staðar. Eða hvað segir lesandinn um það? Stigakóngur Indverja, Orlando Campos – kallað- ur Orly – sá annan mögu- leika og lét reyna á hann. Hann trompsvínaði fyrir laufás, stakk eitt lauf og tók alla tíglana. Þetta var staðan þegar hann átti eitt tromp eftir: Norður ♠ Á7 ♥ G8 ♦ – ♣ – Vestur Austur ♠ D8 ♠ G10 ♥ Á2 ♥ D10 ♦ – ♦ – ♣ – ♣ – Suður ♠ 6 ♥ K3 ♦ 2 ♣ – Þegar tígultvistinum er spilað kemur upp afar óvenjulegt afbrigði af tvö- faldri kastþröng. Vestur má auðvitað ekki henda hjarta, því þá spilar suður þristinum og ásinn slær vindhögg. Svo vestur hendir spaða tilneyddur. Og úr blindum fer líka hjarta, því spaðasjöan er nauðsynleg þumalskrúfa á austur og neyðir hann til að kasta hjartatíu. Orly tók nú spaðaásinn, spilaði hjartagosa úr borði og vestur fékk feitan slag á ásinn sinn. En átti nú bara hjartatvistinn eftir og Orly fékk úrslitaslaginn á þrist- inn! Þetta er alvöru þving- un. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. LJÓÐABROT ÍSLAND Ó, fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð og leikur hjörð í haga, en dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólar loga, og glitrar flötur, glóir tún og gyllir sunna voga. Og vegleg jörð vor áa er með ísi þakta tinda, um heiðrík kvöld að höfði sér nær hnýtir gullna linda og logagneistum stjörnur strá um strindi, hulið svellum, en hoppa álfar hjarni á, svo heyrist dun í fellum. Jón Thoroddsen. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 5. júlí, verður sjötug Dýrfinna H.K. Sigurjónsdóttir, ljós- móðir, Hraunbæ 75, Reykjavík. Af því tilefni taka Dýrfinna og eiginmað- ur hennar, Sigurður I. Jóns- son, á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn frá kl. 19 í Frímúrarahúsinu við Ljósutröð 2, Hafnarfirði. 70 ÁRA afmæli. Sjötug-ur er í dag, 5. júlí, Ingólfur H. Jökulsson, mál- arameistari, Engihjalla 81, Kópavogi. Hann og eigin- kona hans, Margrét Schev- ing Kristinsdóttir, taka á móti gestum í félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal eftir kl. 19 í dag. 60 ÁRA afmæli. Í dag 5.júlí verður sextugur Atli Hraunfjörð Yngvason, málari, sýningarmaður og mælingamaður, Marar- grund 5, Garðabæ. Eigin- kona hans er Sigríður Guð- mundsdóttir. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun 6. júlí verður fimmtugur Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands Íslands, Vallarhúsum 65, Reykjavík. Af því tilefni taka Eiríkur og eiginkona hans, Björg Bjarnadóttir, á móti gestum á afmælisdag- inn 6. júlí milli kl. 17-19.30 í Rúgbrauðsgerðinni, Borg- artúni 6, Reykjavík. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun 6. júlí verður fimmtugur Þröstur Karls- son, verslunarstjóri í Sam- kaupum og forseti bæjar- stjórnar í Mosfellsbæ, Bugðutanga 3, Mosfellsbæ. Af því tilefni ætla hann og eiginkona hans, Anna Hjálmdís Gísladóttir, að taka á móti gestum á afmæl- isdaginn milli kl. 18 og 21 í félagsheimilinu Hlégarði, Mosfellsbæ. STAÐAN kom upp á EM einstaklinga er lauk fyrir skömmu í Ohrid í Makedón- íu. Jón Viktor Gunnarsson (2366) hafði hvítt gegn Rom- an Slobodjan (2529). 21.Ref6+! gxf6 22.Hxe8+ Dxe8 23.Rxf6+ og svartur gafst upp enda drottningin fallin í valin. Skák- in tefldist í heild sinni: 1.e4 e5 2.Rf3 Rc6 3.Bc4 Rf6 4.d3 Bc5 5.O-O d6 6.c3 a6 7.Bb3 Ba7 8.Rbd2 Re7 9.He1 Rg6 10.Rf1 O-O 11.Rg3 Be6 12.Bc2 He8 13.h3 d5 14.Rg5 Bc8 15.exd5 h6 16.R5e4 Rxd5 17.Df3 Be6 18.Bb3 Rdf4 19.Bxf4 exf4 20.Rh5 Bxb3 o.s.frv. Jón Viktor stóð sig með mikilli prýði á mótinu en hann fékk 6 vinninga af 13 mögulegum. Hann lagði margan stór- meistarann að velli sem von- andi er merki um að biðin fari að styttast í að hann verði það sjálfur. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þótt þú myndir spjara þig vel í sviðsljósinu, kanntu betur við þig í rólegheitum að tjaldabaki. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einhverjir eru að reyna að koma höggi á þig, en það munu reynast þeim tóm klámhögg. Þú munt komast að því hverjir eru vinir og hverjir ekki. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú átt ekki að láta aðra kom- ast upp með það að standa ekki við gefin loforð. Þótt málefnin séu ekki stórvægi- leg eiga menn að standa við orð sín. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér finnast samstarfsmenn þínir flækjast fyrir þér. Tal- aðu við hvern og einn og farðu í gegn um málin til að hreinsa andrúmsloftið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Láttu aðra ekki stjórna lífi þínu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það getur virkað þreytandi á aðra að hlusta stöðugt á þínar hliðar á málum. Gefðu öðrum færi á að leggja orð í belg og sýndu þeim tillitssemi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu engan ræna þig af- rakstri vinnu þinnar. Þeir eru margir sem vilja ræna þig heiðrinum svo þú skalt ekki treysta neinum í þeim efnum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að leggja fortíðina til hliðar. Þú situr uppi með hana því þú getur engu breytt. Einbeittu þér að nú- tíðinni og því sem framundan er. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Lestu vandlega alla texta, sem þú ert beðinn að skrifa undir, og leggðu ekki nafn þitt við neitt, sem þér finnst rangt að einhverju leyti. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu ekki freistast til þess að eyða fé þínu í einhverja hluti, sem þú þarft ekkert á að halda. Mundu að vinur er sá sem til vamms segir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu engan bilbug á þér finna, þótt einhverjir erfið- leikar skjóti upp kollinum. Þeir eru bara til að sigrast á og þú hefur alla burði til þess. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ættir að endurskoða líf- erni þitt og taka meira mið af því sem er hollt og heilsu- samlegt. Mundu að maðurinn er það sem hann neytir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hikaðu ekki við að leita hjálpar hjá vinum þínum. Þeir hafa notið liðsinnis þíns og munu gleðjast yfir því að geta endurgoldið þér með hjálparhönd. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. T ILBOÐ www.oo.is TOMY Walkabout Classic Verð kr. 4.990 Hlustunar- tæki með ljósiFreeway 9-18 kg.Tilboðsverð 12.990 kr. Verð 4.990 kr. TOMY Walkabout Classic Hlustunar- tæki með ljósi . - úrvalið er hjá okkur Laugavegi 54 - s. 552 5201 Útsalan í fullum gangi 30-70% afsláttur Opið til kl. 20 í kvöld Ertu haldin síþreytu, svefntruflunum eða sjúkdómum sem læknavísindin ráða illa við? Losaðu þig við rafbylgjur og ryk í íbúðinni. Árangurinn gæti komið þér á óvart. Júlí – síðasti möguleiki á tilraunaverðinu. Upplýsingar í síma 581 1008 eða 862 6464, Hreiðar Jónsson. Brekkubær Gott 254 fm raðhús á þremur hæðum í neðstu röð við Fylkisvöllinn. 23 fm bílskúr. Möguleiki á séríbúð í kjallara. V. 24,5 m. 620 Hagamelur - gullfalleg hæð Erum með í einkasölu gullfallega 4ra her- bergja 97 fm efri hæð í fallegu og reis- ulega hvítmáluðu steinhúsi á besta stað við Hagamel. Íbúðin er í mjög góðu ástandi og er með parketi á gólfum. Hús- ið er í mjög góðu standi með nýlega end- urnýjuðu þaki. V. 14,8 m. 1615
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.