Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 37
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 37 ákveðið að draga mjög úr takmörk- unum til að tryggja samkeppnis- hæfni markaðarins og Eftirlitsstofn- un EFTA hefur sent Norðmönnum aðvörun um að takmörkunin stangist á við EES-samninginn. Í EES-ríkj- um eru takmarkanir á eignarhaldi al- mennt með sama hætti og hér á landi. Þær koma ekki í veg fyrir stóra eignarhluta en tryggja að ákveðnar hæfisreglur og eftirlit sé til staðar um eigendur þeirra. Með þessu hefur ríkisstjórnin skil- greint stefnu sína með ítarlegum hætti og lokið málinu. Ég hvet alla þá sem áhuga hafa á þessu máli að kynna sér vel greinargerð og skýrslu með frumvarpinu sem hægt er að finna á vefsíðu Alþingis, althingi.is. Söluferillinn Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu hefur verið falið að hafa umsjón með sölu Landsbankans til kjölfestu- fjárfestis. Nú þegar hefur verið aug- lýst eftir ráðgjöfum til að vinna að undirbúningi sölunnar með íslensk- um stjórnvöldum. Verkefni ráðgjaf- ans er m.a. að gera tillögu um hverjir eigi að taka þátt í lokuðu útboði, semja skilmála og vinnureglur vegna lokaðs útboðs, veita ráðgjöf um lág- marksverð og gera tillögur um hvaða tilboði skuli tekið. Gera má ráð fyrir að þessi ferill muni taka um sex mán- uði. Áhugi kjölfestufjárfesta Á þessu stigi er ekki vitað um áhuga kjölfestufjárfesta á kaupum í Landsbankanum. Slíkar ákvarðanir um fjárfestingar eru teknar á við- skiptalegum grunni að lokinni um- fangsmikilli athugun á innri stoðum Landsbankans og ytra umhverfi hans. Áhugi erlendra banka og annarra kjölfestufjárfesta á Landsbankanum mun koma í ljós en svo miklir hags- munir eru í húfi fyrir íslenskan fjár- málamarkað og viðskiptavini hans að sjálfsagt er að láta á það reyna hvort viðunandi tilboð kemur frá aðila sem myndað getur trausta kjölfestu í bankanum. Stjórnvöld hafa ástæðu til að vera bjartsýn um að vel takist til við þessa sölu, ekki síst vegna þess að ákvörð- un hefur verið tekin um sölu svo stórs hluta bankans. Kjölfestufjár- festar hafa almennt þá stefnu að eignast stóra hluti í bönkum því að það gefur þeim færi á að koma stefnu sinni í framkvæmd. Undanfarna daga hefur því verið varpað fram að aðgengi að íslenska fjármálamarkaðnum væri það opið að erlendir bankar væru nú þegar komnir á markaðinn hefðu þeir áhuga á því. Þetta á ekki við rök að styðjast. Langflestir bankar vilja eignast starfandi banka í stað þess að leggja út í þann kostnað sem er sam- fara stofnun nýs banka. Hér má einnig nefna að ekki eru nema þrjú ár síðan að SE-bankinn sótttist eftir að komast inn á íslenskan fjármála- markað en var hafnað. Ekki eru nein rök fyrir því að álykta að óreyndu máli að erlendir bankar hafi ekki áhuga á að fjárfesta í íslenskum bönkum. Lokaorð Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um sölu Landsbankans er skynsamleg. Hún beinist að kjölfestufjárfestum sem geta styrkt bankann. Þetta er í samræmi við alþjóðlega framkvæmd og viðurkennd viðhorf þar sem bank- ar út um allan heim eru að búa sig undir harðnandi samkeppni. Forsætisráðherra benti á í viðtali við Morgunblaðið 24. júní sl. jákvæð efnahagsleg áhrif af innstreymi er- lends fjármagns vegna sölu Lands- símans og Landsbankans til erlendra aðila. Það er hárrétt, en ákvörðun ríkisstjórnarinnar er hins vegar fyrst og fremst tekin með hagsmuni Landsbankans og viðskiptavina hans að leiðarljósi. Takist vel til með sölu til kjölfestufjárfestis mun sam- keppnisstaða Landsbankans styrkj- ast, lánshæfismat hans batna, kostn- aðarhlutfall lækka og möguleiki gefst á fleiri öflugum dreifileiðum fyrir víðtækara framboð fjármála- þjónustu. Höfundur er viðskipta- og iðnaðarráðherra. FRÉTTIR Í KVÖLD verður aðdragandi að stofnun þjóðgarðsins á Þingvöllum til umræðu í fimmtudagskvöldgöngu þjóðgarðsins á Þingvöllum. Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi mun fjalla um stofnun þjóðgarðsins sem markaði tímamót í náttúru- verndarmálum á Íslandi. Farið verður klukkan 20 frá Flosagjá og gengið verður milli nokkurra staða í þinghelginni. Gang- an tekur um eina og hálfa klukku- stund. Þátttaka í göngunni er ókeyp- is og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar veita landverðir í þjón- ustumiðstöð þjóðgarðsins. Fimmtudags- kvöld á Þingvöllum MÁNUDAGINN 2. júlí sl. hófst fjögurra vikna alþjóðlegt sumar- námskeið í íslensku í Háskóla Ís- lands. Námskeiðið er einkum ætl- að erlendum stúdentum. Stofnun Sigurðar Nordals gengst fyrir námskeiðinu og ann- ast skipulagningu þess en mennta- málaráðuneytið hefur veitt styrk til að unnt sé að halda námskeiðið. Þetta er í þrettánda skiptið sem stofnunin sér um undirbúning al- þjóðlegs sumarnámskeiðs í ís- lensku. Þátttakendur eru 44 að þessu sinni og koma frá 17 löndum, flest- ir frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Þýskalandi og Japan. Þeim er skipt í þrjá hópa í ís- lenskunáminu eftir kunnáttu en margir þeirra hafa þegar lagt stund á íslensku heima fyrir, m.a. hjá sendikennurum í íslensku. „Auk þess að nema íslensku gefst stúdentunum tækifæri til að hlýða á fyrirlestra um náttúru Ís- lands, sögu Íslendinga og menn- ingu, heimsækja menningarstofn- anir og skoða sig um á sögustöðum. Mikill áhugi er á að læra ís- lensku víða um lönd, ekki síst í Norður-Evrópu og Norður-Amer- íku. Með ári hverju berast fleiri umsóknir um hvers konar ís- lenskunám fyrir útlendinga hér á landi. Miklu fleiri stúdentar sækja um alþjóðlegt sumarnámskeið í ís- lensku en unnt er að sinna. Nútímaíslenska er einnig kennd á mörgum stöðum erlendis. Minna má á að nú starfa fjórtán íslensku- lektorar í átta Evrópulöndum með stuðningi íslenskra stjórnvalda. Annast Stofnun Sigurðar Nordals þjónustu við þá,“ segir í fréttatil- kynningu frá Stofnun Sigurðar Nordals. Alþjóðlegt námskeið í íslensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.