Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.07.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2001 11 Útsalan er hafin K r i n g l u n n i - S í m i 5 8 8 8 0 8 0 30-40% afsláttur VALGERÐUR Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra sagði á ársfundi Byggðastofnunar á Selfossi á þriðjudag að margt hefði tekist ágætlega við framkvæmd núgild- andi byggðaáætlunar en ef viðun- andi árangur ætti að nást í byggða- stefnu á Íslandi þyrfti að gera mun betur. „Í núgildandi byggðaáætlun er að ýmsu leyti að finna skýrari stefnumörkun en áður hefur tíð- kast í þessum málaflokki hér á landi. Þar er að finna nokkuð skýr- ar tillögur um aðgerðir sem skipt er í fjóra flokka. Í fyrsta lagi aðgerðir sem stuðla eiga að nýsköpun í atvinnulífinu, í öðru lagi eru aðgerðir á sviði menntunar og menningar, í þriðja lagi aðgerðir til jöfnunar lífskjara og bættra samkeppnisstöðu og loks aðgerðir um bætta umgengni við landið. Af skýrslu Byggðastofnunar um framkvæmd gildandi byggðaáætl- unar er ljóst að framkvæmd henn- ar hefur í ýmsum liðum tekist vel. Má þar til dæmis nefna uppbygg- ingu fjarkennslu- og símenntunar- stöðva og aukna jöfnun náms- og húshitunarkostnaðar. Auk þessa hefur umtalsverðum fjárhæðum verið varið til eignarhaldsfélaga og atvinnuþróunarfélögin hafa einnig fengið aukið fjármagn. Þrátt fyrir þennan og annan árangur sem náðst hefur við framkvæmd gild- andi byggðaáætlunar er ljóst að mun betur þarf að gera eigi að nást viðunandi árangur við framkvæmd byggðastefnu á Íslandi,“ sagði Val- gerður. Framtíð byggðarlaga mótast af menntunarmöguleikum Hún minnti á þá vinnu sem kynnt var sl. vor við mótun nýrrar byggðaáætlunar sem á að gilda ár- in 2002–2006. Markaðist sú vinna af öðrum vinnubrögðum en áður hefðu þekkst við slíka stefnumótun hér á landi. Verkefnisstjórnin, sem er undir forsæti Páls Skúlasonar háskólarektors, á að skila tillögum til Valgerðar um stefnumörkun nýrrar byggðaáætlunar. Þrír vinnuhópar eiga síðan að fjalla um atvinnumál, alþjóðasamvinnu og fjarskipta- og upplýsingatækni. „Sú leið sem nú er valin við mót- un byggðaáætlunar felur í sér nýja hugsun. Sú hugsun byggist á því að kalla til samstarfs fólk úr atvinnu- lífinu og menningarlífi víðs vegar um land, auk sérfræðinga í byggðamálum og á fleiri sviðum. Það hefur komið æ betur í ljós á undanförnum árum að byggðamál eru margþætt og nauðsynlegt er að nálgast þau úr mörgum og ólíkum áttum. Því er nauðsynlegt að fá fólk með ólíka þekkingu og reynslu til að samræma hugmyndir sínar og krafta í þeim tilgangi að skapa sem árangursríkastar lausnir,“ sagði Valgerður. Til að koma í veg fyrir ójafnvægi í búsetuskilyrðum milli lands- byggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins nefndi Valgerður menntamálin sérstaklega. Leita þyrfti allra leiða til að efla aðgang landsbyggðarfólks að menntun, hvort sem það væri framhalds- skólamenntun, verkmenntun, há- skólamenntun eða símenntun. Framtíð byggðarlaga myndi í sí- vaxandi mæli ráðast af þeim menntunarmöguleikum sem þau gætu boðið börnum og fullorðnum. Hún sagði menntað fólk þann þjóð- félagshóp sem drífa myndi áfram nýsköpun í atvinnulífinu og öðrum sviðum samfélagsins í byrjun 21. aldar. Valgerður Sverrisdóttir á ársfundi Byggðastofnunar um byggðaáætlun Betur má gera ef viðun- andi árangur á að nást Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti ávarp á ársfundi Byggðastofnunar á Selfossi. BREYTINGAR urðu á stjórn Byggðastofnunar, sem kom saman fyrir ársfund stofnunar- innar á Selfossi á þriðjudag. Einar K. Guðfinnsson gaf ekki kost á sér og í hans stað kemur Drífa Hjartardóttir, þingmaður á Suðurlandi. Þá er Gunnlaugur Stefánsson kominn inn í stjórn- ina að nýju eftir leyfi frá því í haust en á meðan gegndi vara- maður hans, Anna Kristín Gunnarsdóttir, stjórnarstörfum. Fyrr á árinu kom Örlygur Hnef- ill Jónsson inn í stjórnina í stað Karls V. Matthíassonar sem sagði af sér er hann tók sæti á Alþingi. Áfram í stjórn Byggðastofn- unar, sem skipuð er til eins árs í senn, eru Kristinn H. Gunnars- son, formaður, Arnbjörg Sveins- dóttir, Guðjón Guðmundsson og Orri Hlöðversson. Varamenn í stjórn eru Elísabet Benedikts- dóttir, Kristján Pálsson, Tómas Ingi Olrich, Anna Kristín Gunn- arsdóttir, Svanhildur Arnar- dóttir, Þorgerður Jóhannsdóttir og Ólafía Ingólfsdóttir. Aðspurður um ástæðu þess að hafa ekki gefið kost á sér áfram í stjórn sagði Einar K. Guðfinns- son við Morgunblaðið að tími hefði verið kominn til að breyta til eftir sex ára stjórnarsetu og hleypa nýju fólki að. Einar sagði setu í annarri stjórn ríkisstofn- unar ekki taka við. Breyting- ar á stjórn Byggða- stofnunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.